Tíminn - 13.07.1961, Page 6

Tíminn - 13.07.1961, Page 6
6 T í MIN N, fimmtudaginn 13. júlí 1961. „Island, Island - það er aðalstjarnan” segir níræð vestur-íslenzk kona, sem heimsækir ísland eftir sextíu ára dvöí í Vesturheimi. Hér á landi hefur um skeið dvalið níræð unglingsstúlka, frá íslendingabyggðum i Kan- ada ásamt miðaldra syni sín- um. Hún sigldi frá íslands- ströndum fyrir sextiu árum og fannst þvi að vonum timi til kominn að setja á sig skupl- una og bregða sér yfir sundið. Árafjöldinn er henni enginn fjötur um fót, þvi að hún ferðast hérlendis um allar jarðir og lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna. Hún er hér í nokkurs konar sum- arleyfi, — í Kanada bíða búverkin hennar, því að hún hefur á hönd- um heimilisstjórn á búi sona sinna. — Hún heitir Margrét Pálsdóttir. Barnsskóm sínum sleit hún á Fossi í Vestur-Skaftafellssýslu, en reisti síðan bú með manni sínum, Brynj- ólfi Jónssyni, á Nesi í Austur- Skaftafellssýslu. Þar bjuggu þau þangað til þau fluttu vestur um haf aldamótaárið. — Það tekur því nú ekki að fara að tala við svona kellingar- skrifli eins og mig. Ó-nei. Það held ég nú ekki. — Hvers vegna fluttuzt þið vest- ur um haf? — 0, við héldum, að það væri svoddan sæla þarna vestur frá. — Voruð þið lengi búin að hugsa um að fara út? — Nei, ekki held ég það nú. Við komumst í sjöunda heim og þess vegna fórum við nú. — Hvernig gekk ferðin vestur? — Við fórum fyrst á Djúpavog og ætluðum þaðan til Englands með skipi, sem átti að koma frá Seyðisfirði. Það var þoka í tólf daga og skipið kom aldrei. Þá fengum við skip, sem fór fyrst til Færeyja og Noregs. Það var ósköp gaman í Bergen. Svo fórum við til Englands og vorum tíu daga það- an yfir hafið til Quebeck í Kanada. Þaðan fórum við með trein til Winnepeg. — Var ykkur ekki farið að lengja eftir fyrirheitna landinu? — ísland, fsland, það er nú aðal' stjarnan. Ojá, blessunin mín. — Hvað heitir byggðarlagið, þar sem þið búið? — Lundar heitir þorpið. Það er okkar næsti kaupstaður. — Hvað urðu börnin mörg? — Þau urðu nú fimm. Hjalti og Ragnar, Pálína og Rósa og Hlíf. Þær urðu allar kennarar, en þeir búa. — Langaði börnin ekki að koma með líka? * j — Þau svo sem nefndu bað. en — Jú, það var þó satt. Eg hróp- aði upp í hvert sinn, sem við mætt- um einhverjum ríðandi. Mér þykir svo skelfing gaman að vera á hest- um. — Þú ert búin að ferðast mikið síðan þú komst. — Já, hreint um allt. Ég á þrjár systur hér, eina í Reykjavík og tvær austur á Héraði. Við fórum með flugvél til Hornafjarðar og í bíl austur á Hérað og ókum svo til Akureyrar og norður á Skinna- stað í Axarfirði. Það er ósköp — Maður var nú að sjá, hvað gerðist. Við hugsuðum bara um að komast í dýrðina. Þetta var allt ósköp gott. — Var ekki erfitt að byrja bú- skap vestra? — Ojæja, ekki svo, — ekki svo. Maðurinn vann svolítið hjá öðrum meðan við höfðum lítið. — Þú sérð ekki eftir að hafa farið? — Nei', ónei, ég held nú ekki. [ Það hefur nú gert mér meira gott en svo. — En það er eins og ég segi, maður hugsar alltaf heim. Við köllum það alltaf heim vestra. — Langaði ykkur þá aldrei heim? — 0, ekki tiltakanlega. Maður var nú að taka til hendinni og gat dreift huganum við það. — Hvernig vegnaði fslending- unum í nágrenninu? — Bara vel. Það hafði það, sem það þurfti. En það hefur verið erf- j itt hjá þeim fyrstu, þeim, sem komu ósköp snemma. Það er nú ósköp að deyja, gamla fólkið, en það er eitthvað eftir af því enn. — Fannst þér slæmt að búa hér heima? — Onei, ekki var það nú, þó að við færum að fara þetta. Við höfð- um það, sem við þurftum. — Talið þið mikið um ísland vestra? Margrét Pálsdóttir og Hjalti Brynjólfsson sonur hennar. 11 ftl'J ^ ^ V ■ H Áis>All iJXVldlll £ 72 rúmlesta vélbát hleyþt af stokkunum í Hafnarfirði Þann 4. þ. m. var nýjum vélbát hleypt af stokkun- um hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn h.f. í Hafnarfirði. Vélbáturinn, sem er ný- smíði nr. 32 er byggður úr eik, 72 rúmlestir að stærð og hlaut nafnið Jónas Jóns- son GK 101. Eigendur bátsins eru Bragi h.f., Ytri-Njarðvík, sem er fyr- irtæki þeirra Ólafs Egilssonar og Egils Jónassönar. Báturinn fór reynsluferð 9. þ.m. og reyndist hann ganga 11 mílur. Báturinn og ödl tæki reyndust í bezta lagi, hann er búinn öll- um nýtízku tækjum, má þar nefna radar, Asdic fiskileitar- t.æki og dýptarmæli öll af Kel- vin og Hughes-gerð, japönsk miðunarstöð og að sjálfsögðu talstöð. Eldavél, íssbápur og ofnar eru frá Rafha í Hafnar- firði. Aðalvé'lin er 440 hesta Deutz Diesei, Ijósavélin er 40 hesta og 20 kw. Lister. f bátn- um er rafknúin vökva-stýrisvél af Lenfjord-gerð, vökvaknúið togspil, línuspil, bómuvinda og kraftrúlla frá Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjömssonar h.f. Innréttingar eru allar úr plast þiljum og harðviði og er allur báturinn utan sem innan mjög glæsilegur svo ekki hefur áð- ur sézt betra. Báturinn er teiknaður af Sig urjóni Einarssyni, skipasmíða- meistara. Hafði hann jafn- framt yfimmsjón með alri • framkvæmd verksins. Yfirverk stjóri var Hans Lindberg, skipa smíðameistari. Jámsmíði alla og niðursetningu á vélum ann- aðist Vélsmiðja Hafnarfjarðar h.f. Niðursetningu á tækjum var framkvæmd af Ríkharði Sig mundssyni rafvirkjameistara. Raflögn önnuðust rafvirkja- meistararnir Jón Guðmundsson og Þorvaldur Sigurðsson. Báturinn fór frá Hafnar- firði að kvöldi 10. þ.m. til heimahafnar sinna.r í Njarð- vík, en fer svo strax til síld- veiða við Norðurland. Ljósm. Herdís Guðm.dóttir. þetta er nú nóg í einu. Hjalti minn hefur ósköp gaman af að sjá land- ið. — Nú er margt breytt síðan þú j fórst. — Já, margt er nú breytt, og ég er svo glöð að sjá, hvað blessað landið hefur risið upp. — Þú kannast þó við þig? — Það held ég nú. Huldustein- arnir mínir, blessað landið og fjöll in eru alltaf jafn falleg og skemmtileg. — Var ekki gaman að sjá ís- lenzkan hest aftur? T annlækningastofan er lokuð vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 8. ágúst. Rafn Jónsson. Lögfræðiskrifstofa Laugavegi 19 SKIPA- OG BÁTASALA Tómas Árnason hdl. Vilhjálmur Árnason hdl. Símar 24635 og 16307. gaman að sitja í bíl og mér leið svo ljómandi vel. — Þú ert ekkert þreytt? — Nei-nei, nei. Á morgun för- um við austur á Síðu. Það er nú tilhlakk að komast austur að Fossi. Það er nú.alveg elskulegt að kom- ast þangað. — Þér hefur þótt skemmtilegt að sjá gamla landið aftur? — Ó, blessunin mín. Það verð- úr endurminning á meðan ég lifi. Ég lifi nú varla ósköp mikið leng- ur. — Birgir. Þeir sem eiga 1. og 2. bindi aí Sagnaþáttum Benjamíns Sigvaldasonar, geta fengið 3. bindið hjá útgefanda. Upplag helmingi minna en á fyrri bindum. FORNBÓKAV. KR. KRISTJÁNSSONAR Hverfisg. 26. Sími 14179. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jcrðarför Hjalta Árnasonar, Njálsgötu 7. Sigríður Friðriksdóttir, börn og systkini. .-.-X.-V.X.-V.-V.-V. •V.'X*X*V*V'V*V N' Jarðarför fósturföður míns Jóns GuSmundssonar, sem andaðist föstud. 7. júlí, fer fram 14. júlí kl. 1.30 að Fossvogs- kirkju. Fyrir mína hcnd og annarra vandamanna, Guðni Árnason. ----------------------------------4----------------------

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.