Tíminn - 13.07.1961, Síða 9

Tíminn - 13.07.1961, Síða 9
9 •7ÍMINN, fÍF//fltadaginn 13. júlí 1961. rmmmmmmm /••• i i i ...........— úr torfi og grjóti, enda þótt nálega hver ein^sti norðlenzkur bóndi á þeirri tíð léti sér nægja að tyrfa hey sín úti eða í hey- garði, þegar betur lét. Bæjar- lækinn leiddi hanri í bæ og fjós, svo að hann hafði renn- andi vatn inni, þótt langt ætti í land, að sú tíð kæmi, að ís- lenzkir bændur ættu völ á píp- um til þeiira hluta. Grjót reif hann úr jörðu og hlóð af tún- garð, og var það af þeirri for- sjálni og framsýni gert, að garðurinn var langt utan túns, svo að túnið mætti stækka stór- lega, án þess að ganga þyrfti á ný á hólm við grjótið. En loks er svo að geta þess, sem gerði hann nafntogaðastan á sinni tíð af jarðabótunum. Æðarvarpið á Illugastöðum var í niðurniðslu. Með túngarði sínum girti hann einnig af æð- arvarpið, og nú hóf hann að hlaða skjólgarða í sjálfu varp- landinu, gera fuglinum hreið- ur og setja upp hræður. Þetta bar og þann árangur, að fuglinn hændist að, og varpið jókst stórlega. Æðarkollumar gerð- ust svo spakar í skjóli þessa bónda, að þær urpu jafnvel í gluggatóftunum. Þessa verks sést enn merki, sem og tún- garðanna. Guðmundur mun einnig fyrgtur manna á þessum slóðum ha’fa tekið að geyma egg i ösku. Orðstír Guðmundar barst víða, þegar á ævi hans leið, og árið 1853. sama árið og hann dó, sæmdi landbúnaðarfélagið danska hann heiðurslaunum. silfurbikar stórum og heiðurs- skjali fyrir jarðabæturnar, eink um þó viðreisn æðarvarpsins. Þessir gripir bárust þó báðir frá Illugastöðum um skeið. Verðlaunagripurinn var lengi notaður sem kaleikur í Tjarnar- kirkju, en spjaldið, sem heið- ursskjalið er límt á, barst vest- ur á Strandir. En nú eru þeir endurheimtir og prýða stofuna á Illugastöðum, ásamt fjölda annarra gamalla muna og minja gripa, og minna á ævistarf Guð- mundar Ketilssonar, líkt og steinarnir í hinum fornu görð- um hans. Guðmundi vannst einnig tími til margháttaðra smíða. Meðal þess, sem varðveitt er, er kista ein mikil og koffort úr rauða- viði, og er lokið heil fjöl, sög- uð úr stórviðarbol. Jafnvel skrárnar á þessum hirzlum eru smíðaðar af bóndanum gamla Meðal annarra gripa. sem hin gestrisna og' alþýðlega hús- freyja á Illugastöðum sýndi okkur, var rúm frá 1804, rúm- fjöl eftir Bólu-Hjálmar, skorin 1815 handa Helgu Markúsdótt- ur, fyrri konu Guðmundar Ket- ilssonar, og Jóni Árnasyni, fyrri manni hennar. ofið sokka- band og teiknað stafróf, sem Auðbjörg Jóelsdóttir átti, og rauður brennivínskútur úr búi Ara Árnasonar, síðari manns dótturdóttur Guðmundar og tengdaföður Jónínu húsfreyju. Og enn bætast við fagrir minja- gripir á Illugastöðum. Á einum vegg stofunnar hangir sllfur- skjöldur gefinn til minningar um hinn nýlátna húsbónda og hreppstjóra Vatnnesinga. Guð- mund Arason. sem var mikili mannkostamaður, hverjum manni meiri vexti og svo af- renndur að afli. að hann átti fáa sína líka Varp-Eyjólfur á Eyjar- bakka Sonur Guðmundar Ketilsson ar, Eyjólfur, bjó um, skeið á Illugastöðum, en reisti síðan nýbýli skammt norðan við tún íð og nefndi Eyjarbakka. Hann varð nafntogaður maður af natni sinni við æðarvarpið. svo að það jókst enn til mikilla muna við hans handleiðslu. Hann lagði mikla stund á að kenna öðrum að glæða eða koma upp æðarvarpi, og fékk hann því það 'kenningarnafn. að hann var kallaður Varp- Eyjólfur. Og það var ekki að ástæðulausu, því að hann ritaði bækling um æðarvarp og ferð- aðist auk þess sem ráðunautur í því efni um Norðurland að tilstuðlan Jóns Sigurðssonar. En þvi miður hvarf Eyjólfur af landi brott með fjölda barna og' gerðist landnemi í Vestur- heimi. Aðeins ein dóttir varð eftir á Vatnsnesi. Slíkt afhroð guldu þá margar sveitir á ís-, landi, og verður landi og þjóð seint bætt það tjón, er þá varð sökum brottflutnings fólks. Hér stótS bær Natans Jónína húsfreyja segir okkur, að ekki komi menn svo langt að reknir sem við, án þess að ganga niður að sjónum og lit- ast um. Og til þess þarf ekki að HLUSTAD A ILLUGASTAÐASTEINA Minnlngarskiöldur um Guðmund hreppstjóra Arason á stofuþili á lllugastöðum. Fyrir neðan hann rúmfjöl frá 1852, skorln út af Bólu- Hjálmari, og gamall, útskorinn klstill. Hjá þessum munum liggur gestabók heimilislns. hvetja þá gesti, sem komu að Illugastöðum á þriðjudaginn i fyrri viku. Sjálf fylgir hún okkur niður á balana. Niðri á dálítilli bungu upp frá sjávargrundinni standa Ieif- ar gamalla húsa. Þar er vert að staldra við. því að húsfreyjan segir okkur, að rétt austan við þessi gömlu hús hafi staðið bær Natans Ketilssonar. Þessar moldir eru vökvaðar blóði Nat- ans og Fjárdráps-Péturs. Hér drýgðu tveir unglíngar og ein ung kona þann verknað. sem einna flestum er minnisstæðast- ur, þegar húgurinn beinist að válegum atburðum á öldinni sem leið Sú saga væri frekar efm í bók en kafla í dálítilli frásögn Atburðirnir gerðust fjórða ár Natans á Illugastöðum Ráðs kona hjá honum var sextán ára gömul stúlka, er hann hafði þá um nokkur misseri átt vingott við, þótt ung væri, en vinnu- kona hjá honum var Agnes Magnúsdóttir, rúmlega þrítug að aldri Natan hafði nokkru áður átt dóttur með Vatnsenda- Rósu, Súsönnu að nafni, og var hún einnig á Illugastöðum. Munnmæli herma, að Natan hafi einnig átt vingott við Agnesi, og ljóst er, að Vatns- enda Rósa hefur verið afbrýði- söm í hennar garð. Um þessar mundir bjuggu i Katadai á Vatnsnesi, bæ ekki mjög langt frá Illugastöðum. hjónin Sigurður Ólafsson og Þorbjörg Halldórsdóttir. Sonur þeirra var Friðrik, á átjánda ári. Þar á bæ var einnig rösk lega þrítug heitkona hans, Þór unn Eyvindsdóttir, Brynjólfur bróðir hennar, og Gísli Ólafs son, bróðir Sigurðar bónda Mjög sterkar líkur eru til þess. að Sigurður hafi átt barn með systur konu sinnar, er þá var mjög ískyggilegt brot, en þvi verið leynt vegna viðurlaganna og annar fenginn til þess að gangast við faðerni. Þetta barn var Magðalena, er síðar bjó á Flatnefsstöðum, móðir Ólafar á Hlöðum. Örlagavetur á Illuga stöbum Haustið 1827 fékk Natan á heimili sitt mann innan úr Langadal, er honum brást ann- ar fjármaður. Var Natan sjálf- ur ættaður úr Langadal. Þessi maður var Daníel Guðmunds- son á Geitaskarði, kallaður unnusti Agnesar. Nú tók Friðrik í Katadal að gera sér tíðförult að Illugastöð- um, enda þótt lítil væri vinátta hans við Natan, því að þeir höfðu átzt illt við á hvalfjöru. Sigríður hafði þann trúnað Natans, að hún varðveitti fyrir hann lykla að kofforti, og nú gerðist það, að hún náði gull- peningi úr því og sýndi Friðrik og Daníel. Lá það orð á, að Natan ætti mikla peninga og hefði jafnvel grafið þá í jörðu. Friðrik var tekinn að leggja lag sitt við Sigríði, og nú bað hann hennar, enda þótt hann væri sjálfur lofaður og Sigríður sængaði að jafnaði hjá Natani. Fitjaði hann einnig upp á þeirri ráðagerð, jafnframt bón- orðinu, að drepa Natan og ræna fé hans. Kom þar brátt, að þau þinguðu um þetta öll fjögur, Friðrik, Sigríður, Agn- es og Daníel. Vildi Friðrik pína Natan sagna um fémuni sína, áður en honum væri kálað. Því eyddu hin. Kom friðrik nú tví- vegis að Illugastöðum þeirra er- inda að framkvæma þetta, en það fórst fyrir vegna þess, að Sigríður var þá ein heima. Ýmsir fleiri vissu um þessa ráðagerð. Svo var um foreldra Fi'amhaid á >3 -í'u Steinarnir í smiSjutóftinni, er gömlu mennirnir notuðu viS starfa sinn. Annar var notaSur sem deigla, í hinum var steSilnn skorðaSur. Holan í þeim steini sést greinilega á myndlnnl.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.