Alþýðublaðið - 14.10.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.10.1927, Blaðsíða 4
4 AIiPÝÐUBL’AÐIÐ söng fram af öörum eins andans krafti eins og Eggert Stefánsson. R. J. Þenna dag áriö 1806 voru háðar Napo- leons-orusturnar við Jena og Auerstadt, þar sem hermemi hans lömdu á Prússum, — tvenn bióð- böð ímyndaðra andstæðinga. Línuruglun varð í blaðinu í gær. Lentu fjórar línur, sem áttu að vera neðst i aftasta dálki á X síðu, uppi í honum miðjum. Setning- arnar, sem þær komu inn í, 'í smágreininni „Stálmennirnir“, áttu að vera svo: Verkamennirnir sjást við stálvinsiuna hópum saman. Sumir þeirra eru sligaðir af þrælkuninni, o. s. frv. Línurnar úr smágreininni „Eldur“ áttu þannig heima unr upptök ík\ ikn- unarinnar: Er Jrað talið hafa at- vikast þannig, að eigandinn hafi verið að tæma benzingeymi bif- reiðarinnar við kertaljós og hafi kxdknað í af kertinu. Guðspekífélagið. Keykjavíkurstúkan heldur fund í kvöld kl. 8^/2* ísfisksala. „Geir“ seldi afla sinn í Eng- landi* fyrir 901 stpd. „Belgaum“ fékk fyrir afla sinn síðast 2266 stpd. Leiðréttist Jrar með frásögn um aflasölu hans í blaðinu á þriðjudaginn. Dánarfregn. í fyrri nótt anriaðist snögglega Árni Vigfússon i Suðurpól. Or- sök banameinsins var ekki kunn, og var líkið því krufið í gær til rannsóknar, en árangur ’var ekki fréttur í morgun. Ertir Árna liía ekkja hans og þrjú ung börn. Eru þau fátæk mjög og harmur mikill að þeim kveðinn. Væri vel, ef gata Jreirra væri greidd að nokkru. Nóg er sanrt, sem að þeim amar. Þess ættu menn að minnast. Síidarréttir, um 15 aó tölu, voru til.sýnis og smekks í Báruhúsinu í gær og j/erða í dag og á morgun kl. 3—5. Fiskifélagið greiðir kostnað við sýninguna. en forstöðu hennar hafa Runólfur Stefánsson og Ed- vard Frederiksen. Aðgangur er ó- keypis. Fjöldi manns smakkaði á réttunum í gær og gazt vel að. Hjónaband. í gcer voru gefin ,saman í dóm- kirkjunni Eyþóra Björg Ásgrims- dóttir og Hinrik Thorarensen. Veðrið. Hiti 12—7 stig. Vestlatg og suð- Iæg átt. Stinningskaldi í Vest- mannaeyjum. Ajnnars staðar lygn- ara. Mikið regn hér í morgun og yfirleitt regn á Suðvestur- og Vestur-Iandi. Loftvægislægð yfir Islandi á austurleið, en hæð fyrir suðvestan land. Útlit: Allhvöss suðvestanátt í dag austan Reykja- ness, en norðvestan. i nótt og þá sennilega einnig hér og á Vestur- landi. Regn víða um land í dag ög skúraveður í íijött, þar á meðal hér um slóðir. W: I !23 'AS Skipafréttir. „Gullfoss“ var enn á Önundar- firði i morgun, en mun hafa far- ið þaðan um miðjan daginn. Bú- ist er við, að hann komi ekki hingað fyrri en á mánudags- morgun. Sementsskip kom hingað í gær til Hallgríms Benediktsson- ar & Co. Togararnir. „Draupnir" kom af \'eiðum í gær með 700 kassá ísfiskjar. Mun hann fara með aflann til Eng- lands. „Gy 11ir“ kom í morgun frá Englandi. „Njörður“ mun fara á veiðar í kvöld. „Hilmir“ er ekki farinn á veiðar enn, en verið er að búa hann. Á m. a. að setja í hann lifrarbræðsluáhöld. Gagnfræðakensla þeirra Sigfúss Sigurhjartarsonar byrjar á morgun kl. 1 í húsinu „Þrúðvangi“ við Laufásveg. 'Kensian verður í tveimur deild- um, 4- 5 stundir á dag, og verða sömu námsgreinir k^ndar og í 'yenjulegum gagnfræðaskólum. Geta þeir tekið við nemendum í yiðbót í báðar deildirnar. Uppgjöf. „Mgbl.“ hefir nú gefið sig „upp fl gat“ í deilunni við Sigurjpn Á. Ólafsson um síldveiðakaup sjó- jnannanna. Sjá nú víst allir, hve ill og ömannleg framkoma jress og írammistaða er og í alla staði ósærnileg, ritbullaratiiraun til að tvistra samtökum sjómanna, ''cr.i ; • (1 öúi að venju oú1 til skammar íyrir. Myndin af Oddi er til sýnis í verkamannaskýl- inu; Pétur þoldi ekki að hafa hana nærri sér. K. „Brúarfoss“ kom til Lundúna í gær kl. 5 síðdegis. Skipið fór frá Reyðar- firði á sunnudag kl. 7 síðdegis og hefir því að eins verið tæþa fjóra sólarhringa á leiðinni, þrátt fyrir allmikla þoku, sem skipið hrepti hjá Orkneyjum. — Þet.á er fyrsta ferðin, sem ..Bniarfoss" fer með farm af frosnu og kældu kjöti til útlanda, í þetta sinn um 20 000 kropþa, og var nokkuð af kjöt- únu kælt, en meginið af því fryst. Frystivélar skipsins hafa reynst ágætlega alla leiðina, og frá því byrjað var að ferma frosna kjötið heiir kuldanum í lestunum verið haldið á 7- 8 st. á Celsíus, en 1 lestinni, sem kælda kjötið var ílutt í, á frostmarki. Auk jress- ara 20 000 kroppa ílutti „Brúar- íoss“ um 27 000 „búnt“ af' gær- um til Lundúna, og afgangurinr. % stangasápan mun ryðja sér markað á Islandi 'einsoghún hefirgertalls staðar annars staðar í heiminum, þar sem hún hefir verið á boðstólum. í heildsölu fýrir kaupmenn og kaupfélög hjá I. Bs*yia|élfsson & og alt, sem tilheyrir gull- og silfur- smíði er fallegast og bezt unnið, verðið hvergi lægra en lijá Jósal SlujsaaBasídssyssi, gullsmið, Laúgavegi 8. sem vilja seíja Alþýðublað- ið á götunum, komi í afgreiðsluna kl. 4 daglega. af farminum var ull, sem send er til Ameriku með umhleðslu í Huil, en þangað á skipið að köma í hakaléið. Afmæli. 42 ára verður á morgun frú Halldóra Jónsdóttir, Hverfisgötu 37. „Þaðan er inér úlfs von, er ég eyrun sé.“ ' „Mgbl.“ lætur þessa dagana svo, sem því sé mjög ant um hag verkalýðsins. 1 dag kemur greini^ lega í ijós, hvað það er, sem því er annast um, og til hvers öll Heðulætin eru. Það viil sem sé j’áta yerkafólkið lofa atvinnurek- endunum einum að ráða kaup- .gjaldinu. Það eigi að vera ánægt, éf það að eins fær að þrælá, hve lítið, sem kaupið er(!). Ef það •ekki gaúgi að þeim kjörum mögl- unarlaust, þá sé það ,,eigin böðl- ar“(!). Skilja nú ekki allir verka- menn, hvað fyrir J)vj vakir? Útvarpið i kvöld: Kl. 7: Veöurskeyti. Kl. 7 og 10 mín.: Barnasögur. Kl. 7’/a: Fiðlu- leikur (G. Takács): 1. Introduc- tion et Rondo Capriccio, eftir Sa- int-Saéns. 2. Scherzo Tarantelle eítir Wieniawski, Kl. 8: Enska fyr- ir byrjendur (ungfrú Anna Bjarna- dóttir). Kl. 8»A: „grammófónmú- sik“. Ki. 9: Erlendar fréttir. Gengið. Stprlingspund kr. 22,15 100 kr. dunskar 121,94 100 kr.'sænskar 122,61 100 kr. norskar — 119,99 Dollur 4,55: 100 frankar franskir 18,05 lOOgyl'ini hollenzk 183,03 100 gullmörk þýzk — 108,65 Regnfrakkar nýkomnir, margar tegundir og lítir. JUfatmaðsar ódýrastur i bænum. Mest úrval. og Gr ammóf óna-vlðgerðir fljótt og vel af hendi ieystar. Reiðhjólaverksfæðið, Óðinsgötn 2. --------—---------------□ Grirásnes — Biskupsíungur! Til Torfastaða sendir Sæberg bifreiðar mánndaya, laugardaga og miðvikudaga. Sími 784. D-....... ...... "□ U'— -----— -------------------□ Heilræði eftir Menrik Lund fást við Grundarstig 17 og i bókabúð- um; góð tækifærisgjöf og ódýr. □—-...................— ------: Rjómi fæst allan daginn í Al- þýðubrauðgerðinn. Sokkar -Sokkar — Sokkat frá prjónastofunnl Maiin eru is- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjörn Halidórssou. Alþýðuprentsmiðian,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.