Tíminn - 15.08.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.08.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, þriðjudaginn 15. ágúst 1961. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Araason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.i, Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egili Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Simar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Erlent einkaíjármagn Um nokkurt árabil hefur talsvert verið rætt um að athuga bæri möguleika á því, að fá hingað erlent einka- fjármagn til vissra stórframkvæmda. Flestum hefur komið saman um, að þessa leið bæri að athuga innan þeirra takmarka, að það skerti ekki á neinn hátt sjálf- stæði þjöðarinnar og veitti hinum erlendu aðilum, ef til kæmi, enga sérstöðu eða sérréttindi til óeðlilegra á- hrifa hér á landi., Allt hefur þetta tal verið byggt á þeirri trú, að þetta gæti orðið til að stuðla að bættum lífskjörum lands- manna. Allra seinustu mánuðina hafa stjórnarblöðin hafið á- róður í þessu máli, sem er alveg andstæður því, sem er rakið hér að framna. Þau hafa skrifað líkast því, að lítt eða ekkert væri við það að athuga að leyfa hömlulítinn eða hömlulausan innflutning einkafjármagns til lands- ins. Þau hafa jafnvel predikað, að þetta væri svo mikils- vert, að launþegum og bændum bæri að skerða kjör sín svo að erlendir auðmenn vildu festa fé sitt í atvinnu- rekstri hér á landi. Hér er rætt um innflutning erlends einkafjármagns á allt öðrum grundvelli en áður. Áður hefur verið rætt um öflugar hömlur og aðgát 1 sambandi við hann, ef til kæmi. Nú er rætt um hömluleysi. Áður hefur verið rætt um, að hann yrði því aðeins leyfður, að hann yrði til að bæta lífskjörin. Nú er rætt um hann sem rökstuðning fyrir kjaraskerðingu. Það er jafnvel gengið svo langt, að ekki er farið dult með, að hin mikla kjaraskerðing, sem fólst í geng- islækkuninni á dögunum, sé ekki sízt gerð til þess að hæna hingað erlent einkafjármagn á þeim grund- velli, að vinnulaun séu lægri hér en í öðrum sambæri- legum löndum. Gegn þessari stefnu og þessum hugsunarhætti, verð- ur þjóðin að rísa tafarlaust og einhuga, ef ekki á verra að hljótast af. Þessi stefna er ekki aðeins þjóðhættuleg, því að hún gæti gert þjóðina ánauðuga erlendu auðvaldi. Hún lýsir einnig furðulegasta trúleysi á land og þjóð. Það gæti vitanlega verið nokkur styrkur, ef hér væri hægt að koma upp einhverri stóriðju með aðstoð erlends einkafjármagns, ef að öllu leyti væri rétt á haldið. Slíkt er hins vegar ekki svo mikilvægt, að þetta þurfi að kaupa dýru verði. Þjóðinni getur vel farnazt án þess. Hinar miklu framkvæmdir, sem hér hafa orðið sein- ustu áratugina, hafa allar komizt upp, án þess að erlent einkafjármagn kæmi til. Svo getur vel orðið áfram, ef rétt er haldið á málum. Sú uppbygging, sem þjóðin þarfn ast nú mest, er ekki heldur ný stóriðja, eins og alúmín- íumvinnsla, heldur stórbætt nýting núv. útflutningsvara, t d. síldarinnar. Slíkt myndi auka stórum meira atvinnu í landinu, ásamt því að það yki sennilega ekki síður ör- uggar útflutningstekjur. Framkvæmdir næstu ára þurfa fyrst og fremst að beinast að slíkum verkefnum, og efl- ingu ýmsra minni iðnaðarfyrirtækja, er geta átt hér ör- uggan grundvöll víða um landið, eins og þeir Helgi Bergs og Kristján Friðriksson hafa sýnt fram á í skrif- um sínum hér í blaðinu. Þjóðin skal því ekki láta blekkjast af þeim áróðri, að hún eigi nú allt sitt undir erlendu einkafjármagni. Því eigi hún að leyfa takmarkalítinn innflutning þess og sætta sig við mun lakari kjör en aðrar þjóðir. Ef hún kveður ekki niður þessa stefnu og málsvara hennar, þ. e. núverandi ríkisstjórn. getur ísland verið orðið nýlenda erlendra auðhringa áður en varir, líkt og löndin í Mið- Ameríku. Fólk, sem talað er um í KOSNINGABARÁTTUNNI, sem nú stendur yfir í Vestur- Þýzkalandi, hefur' orðið mikil deila út af áróðursriti, sem kristilegir demokratar gáfu út. Á forsíðu þess var teikning af Elisabetu Bretadrottningu og Adenauer kanzlara, ásamt nafni ritsins: Samherjar í frjálsum heimi. Jafnaðarmenn töldu það mjög ósmekklegt, að Breta- drottning væri þannig dregin inn í kiosningabaráttuna. Brezka utanríkisráðuneytið lét einnig heyra til sín, að það teldi þetta ekki smekklegt. Kristilegir demokratar hafa nú ákveðið að taka þetta rit úr umferð og eyðileggja upplagið.. ÞAÐ HEFUR vakið nokkra athygli, að rússneska stjórnin hefur gert Konéff marskálk að yfirmanni herafla Rússa í Aust- ur-Þýzkalandi. Konéff, sem er 62 ára gamall, er einn frægasti hershöfðingi Rússa úr seinni heimsstyrjöldinni. Hann gekk í kommúnistaflokikinn 1918 og hefur jafnan verið talinn einn mesti „línumaður“ í hópi rúss- nesku hershöfðingjanna. Hann var yfirmaður herafla Varsjár- bandalagsins þangað til í fyrra, en þá lagði hann niður hernað- arleg störf samkvæmt eigin ósk. að því er sagt var. KENNEDY þarf nú ekki að- eins að heyja harða baráttu við kommúnista út á við, heldur einnig við andstæðinga sína heima fyrir. Aftur'haldsmenn í báðum flokkum reyna nú mjög til þess í þinginu að skerða þá aðstoð við bágstaddar þjóðir, er Kennedy beitir sér fyrir og tel- ur eitt vænlegasta vopnið í bar áttunni gegn kommúnistum. Fremstur í þessum flokki er Goldwater öldungadeildarmað- ur, sem er nú að verða aðalleið- togi hægri manna í Bandaríkj- unum. ÁRÓÐUR kommúnista'" í Austur-Þýzkalandi beinist nú mjög gegn Ernst Lemmer, sem er sá ráðherra í Bonnstjórninni, er fer með mál sameinaðs Þýzka lands, eins og það er kallað. Kommúnistar telja, að hann hafi átt þátt í því að skipu- leggja fólksflótta frá Austur- Þýzkalandi. Lemmer mótmælir því. Forsíðan með Elisabetu og Adenauer. Goldwater Konéff / '/ '/ '/ '/ '/ / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / / / / Ernst Lemmer í hópi flóttafólks frá Austur-Þýzkalandi. •v*x*v*x.*v»v«

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.