Tíminn - 15.08.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.08.1961, Blaðsíða 6
TÍMINN, þriðjndaginn 15^ágúst JL961: M INNING: Sigurður Sigurðsson kennari Hann andaðist 4. ágúst s.l. að heimili sínu, Austurvegi 13, Seyðis firði. Sigurður hafði lokið miklu ævi- starfi, er hann féll frá. Hann hóf kennslustörf að loknu námi, var kennari við búnaðarskólann á Eið- um, bændaskólann á Hólum, barna skiólann á Seyðisfirði og víðar. Sigurður var vel menntaður og stórgreindur maður, hægur í fasi og naut virðíngar allra, er höfðu af honum einhver kynni. Sigurður unni tungu feðra vorra og þótti mjög miður, þegar hann heyrði henni misboðið, hvort sem var í ræðu eða riti. Sigurður var frem-| uí hlédrægur maður, var laus víð, að vilja nokkuð trana sér fram. Hann las mikið blöð og bækur, hafði sínar ákveðnu skoðanir, kunni vel að greina kjarnann frá hisminu og viiti allt sem til góðs mátti verða, hvaðan sem það kom. Sigurður var hinn mesti starfs- maður, reis ávallt snemma úr rekkju og var oftast allan daginn við störf, enda léttleika maður hinn mesti og heilsugóður. Hin síðari ár var Sigurður um alllangt skeið bókavörður við Amtsbóka- safnið á Seyðisfirði. Rækti hann það starf af frábærri kostgæfni, eins og allt það, er hann hafði með að gera. Sigurður átti sín æskuspor héí á Jökuldal, átti heima á Arnórs- stöðum 'á sínum unglingsárum. SJÖTUGUR: Pálmi Pálmason verkstjóri Getur það verið, að hinn erni og lífskröftugi maður, Pálmi hjá Bergenske, eins og við kölluðum hann, sé orðinn sjötugur? Jú, það á að vera rétt, því að hanh er tal- inn fæddur 14. ágúst 1891 í Reykjavík. Og í tilefni af því, að hann er staddur við þessi eykta- mörk tilveru sinnar, langaði mig til að sendahonum nokkrar línur. Pálmi verkstjóri er Húnvetning- ur að ætt og ólst upp þar nyrðra frá öðru aldursári, fram yfir fimmtán ára aldur, að Skinnastöð- um í Austur-Húnavatnssýslu hjá Maríu Pálmadóttur föðursystur sinni og Benedikt Jónssyni. Þar þróaðist í honum hestaást og hún- vetnskur andi, sem aldrei mun yfir gefa hann. Er það þekkt saga, að þó að rætur landans séu fastar í sælu sveitanna og fegurð fjallanna, ílendast menn þar ekki, er heyja framhald lífs síns á öðrum vett- vangi. Pálmi fór til Reykjavíkur á sextánda ári til foreldra sinna að sjá sig um og framast. Fór hann í Flensborgarskólann og aflaði sér margs konar þekkingar á verkleg- um sviðum. Höfuðstarf Pálma í lífinu hefur verið ýmiss konar verkstjórn við hin óskyldustu fyrir tæki eða um fjörutíu ára skeið. 1913 hjá vegagerð ríkisins, hjá Bergenske gufuskipafélaginu í ellefu ár, enn fremur hjá vitamála stjórn, Ljósafossvirkjun, Hitaveitu Reykjavíkur, G. H. Zoega, Al- menna byggingafélaginu, „Verk- tökum" og svo framvegis. Geta má nærri, að Pálma þekkir fjöldi manns, sem hann hefur umgengizt, og það er ekkert ofsagt, þó að fullyrt sé, að nær undantekningar- laust dái þeir hann fyrir dreng- skap og réttsýni. Frá 1952 hefur Pálmi rekið sjálf stæðan atvinnurekstur, eftir því sem það er hægt, við skreiðar- herzlu og sfldarsöltun hér syðra. Það má segja, að þetta séu nokkrir punktar í „úthverfunni" á llfi Pálma, þó hvergi nærri allar, því að, í&fl^sm&lasWrf; hansj &í<Werk- stjórafélagi Reykjavíkur um fjölda ára skeið og vinna sú, sem legið hefur í því að byggja upp þau sam tök félagslega séð, fræða um þau störf, auka skilning og kunnáltu á góðri og réttlátri verkstjórn, halda úti blaði og niargt fleira. Allt krefst þetta vakandi vilja, erf- iðis og úthalds. En þetta hefur Pálmi átt í ríkum mæli. Formaður Verkstjórafélags Reykjavíkur var hann t. d. í ellefu ár. Við Pálmi Pálmason höfum ver- ið kunnugir í fjóra áratugi, rætt saman og haft gaman af. Það er hin mannlega hlið, sem kalla mætti „innhverfan". Maðurinn Pálmi, sem oft hefur eins mikið hrifið mig og hin ytri hliðin. Þegar ræðan berst að umræðuefn- um, sem ekki beint tilheyra flötu rabbi dagsins, t. d. heimspeki, sál- arfræði, dularfullum fyrirbærum í náttúrunni, heimspólitík og sögu, þá hef ég fundið, hve Pálmi er vakandi, skarpgreindur og mennt- aður maður, vel lesinn og minnug- ur, langt fram yfir marga aðra. f viðbót finnst mér, að hann hafi ¦þá kosti að vera vinsamlegur hin- um vinnandi, stritandi manni, skilji þarfir hans og persónulega getu. Það gera ekki nema greind- ir menn.og mannvinir. Pálmi er fríður maður og föngu legur, enda lengst af hraustmenni og heilsugóður. Fyrir nokkrum árum hlaut hann Carnegie verð- laun fyrir drengilega björgun frá drukknun. Hann er hamingjumað- ur, heimilið gestrisið og oft mann- kvæmt. Hans ágæta kona, Aðal- björg Magnúsdóttir frá Seyðisfirði, er hann kvæntist 1923, hefur ver- ið honum ómetanlegur fðrunautur. Að lokum vil ég bera fram þakk ir frá mér og mörgum vinum hans fyrir skemmtilega samfylgd í líf- inu — ekki sízt frá hinum eftir- minnilega tíma, er hann var verk- stjóri við höfnina — og óska hon- um og heimili hans að Ásvallagötu 16 áframhaldandi farsæld og ham- ingju. Har. S. Norðdahl. Hann þótti snemma hafa gaman af að glugga í bækur og var sagt um hann þá, að hann hefði víst getað orðið "óður fjármaður, ef hann væri o ki alltaf að þessu lestrar- grafli. Sigurður taldi sig alltaf vera Jökuldæling, þótti ávallt vænt um dalinn og hafði gaman af að fá þaðan fréttir, þegar tækifæri gafst til þess. Mikið og gott bókasafn átti Sig- urður, hafði miklar mætur á því og var sérstakur hirðumaður bæði með bækur sínar og annað. Kona Sigurðar, Soffía Þorkels- dóttir, er látin fyrir allmörgum árum síðan. Dóttir þeirra, Guðný Helga, varð stoð og stytta föður síns og tók að sér heimilið, þegar Soffía féll frá. Hefur hún séð um allt húshaldið siðan af dugnaði og skörungsskap og hvergi fatazt í neinu. Nú þessi síðustu ár eftir að heilsu Sigurðar tók að smáhnigna hefur Helga hugsað um föður sinn af svo mikilli natni og umhyggju- semi, að fátítt mun vera, ef ekki einsdæmi. Á hún sinn heiður fyrir það. Hér verður engin tilraun gerB til þess, að skrá neitt um ætt og uppruna þessa merka manns. Það munu aðrir mér færari gera það. Ég hef einungis skráð hér örfáa punkta úr lífi og starfi frænda míns, sem að flestra dómi var samtíðarmönnum sínum til fyrir- myndar í lífi sínu og starfi. | Sigurður var orðinn háaldra'ður ;maðurt vaptaði aðeios jrúman nián- úð í riírætt, er hann féll frá. Jón Björnsson. SKIPAÚTGERÐ RlKISINS Herðubreið austur um land í hringferð 19. þ. m. Tekið á móti flutningi í dag til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breið dalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Borgar- fjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarð- ar, Þórshafnar og Kópaskers. Farseðlar seldir árdegis á föstu- dag. MeS gömlu verSi: Skólaföt Drengjajakkaföt, frá 6— 14 ára. Stakir drengjajakkar Stakar drengjabuxur Buxnaefni (ull) kr. 185 m Drengjapeysur Drengjaskyrtur Drengjasokkar Enska Patton ullargarnið í 5 grófleikum. Litaúrval. Nælonsokkar, gamalt verð. Æðardúnssængur Vöggusængur (æðardúnn) Danskur hálfdúnn Sendum gegn póstkröfu. € i>í yémid Vesturg. 12 Sími 13570 FIMMTUGUR: Höskuldur Pálsson sjómaður í Stykkishólmi Fimmtugur er í dag Höskuldur Pálsson, sjómaður í Stykkisihólmi. Höskuldur er fæddur í Stykkis- hólmi, en ólst upp í Höskuldsey á Breiðafirði, sonur Páls Guð- mundssonar, er lengi bjó þar, og konu hans, Helgu Jónasdóttur frá Helgafelli. Það má segja um Höskuld eins og svo marga aðra Breiðfirðinga Hljóðfæraverzlunin RÍN Njálsgötu 23. Sími 17692 Harmoníkur, þýzkar og ítalskar, úrval Píanó, Chopin Gítarar, kr. 415,00. Mjög vandaðir. Rafmagnsgítarar o. m. fl. Greiðsluskilmálar eftir samkomulagi. Póstsendum um land allt. VERZLUNIN RÍN Slmi 17692, Reýkjavík. ; .•¦V'-v-'x.^"^"-^'-^.^'^..^'^ ír. í þá daga, ekki sízt eyjamenn, að hann hafi alizt að hálfu leyti upp á sjónum, enda jafnan síðan sótt sína björg í hann. En oft hefur sú sókm verið hörð og erfið, því að langróið er úr Hólminum og farið oftast lítill trillubátur. Hann hefur nú sum síðari ár tek ið upp þann forna sið eyjamanna, að sækja sjó undan Jökli á vetrar- vertíð og það jafnvel einn á báti. Hygg ég, að það myndu ekki allir leika, þrátt fyrir tækni nútímans. Ég vil við þetta tækifæri færa Höskuldi mínar beztu árnaðarósk- K.B.G. ÞAKKARÁVÖRP Hugheilar kveðjur og þakklæti sendi ég öllum vin- um mínum fjær og nær, sem glöddu mig á sex- tugsafmælinu 5. ágúst síðastliðinn, og gerðu mér daginn ógleymanlegan með heimsóknum, blóm- um, skeytum og gjöfum. • • Guð blessi ykkur öll. Sigurborg Þorgilsdóttir, Kleifárvöllum. Elskuleg eiglnkona mín, Jófríður Karlsdóttir (Elfríode Krause) Nýbýlavegl 46 A, sem andaðlst 8. þ. m. á Landsspítalanum, verður jard'sett frá Foss- vogsklrkju miðvlkudaglnn 16. þ. m. kl. 1,30. Karl Karlsson (Karl H. Krause). Jarðarför Kristínar GuSríSar Magnúsdótfur frá Glaumbæ fer fram frá Fossvogsklrkiu mtðvlkudaginn 16. ágúst n. k. kl. 10,30. Blóm afbeðin, en þeim, sem vlldu mlnnast hinnar látnu, er bent á Blindravinafélagið. Gyða Guðmundsdóttlr, Aðalstelnn Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Kjartan Jónsson, Snæbiðrn Eyjólfsson. v Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og jarðar- farar Ólafs GuSmundssonar, verkstjóra, Vfðfmel 31. Bergþóra Jónsdóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.