Tíminn - 15.08.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.08.1961, Blaðsíða 7
7 ÍMINN, þriðjudaginn 15. ágúst 1961. Höfum framtíöarstarf ÉFangráÖ fÓlkSÍHS handa ungum lagtækum manni, sem áhuga hefur I I 1 handa ungum lagtækum manni, sem áhuga hefur fyrir viðgerðarstarfi við fíngerðar vélar og nokkra kunnáttu í ensku og Norðurlandamáli. Ákjósanlegt er að viðkomandi hafi einhvers konar tæknimenntun. Góðum manni verður greitt gott kaup. Eiginhandarumsókn, sem tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins sem fyrst merkt: „Framtíðartarf—61“. • V«V*V* V« V«V«V«V» V* V‘V*V» V»V» V* V*-N Stúlka óskast til ritarastarfa við Bæjarspítalann frá 1. sept. n. k. Vélritunar- og málakunnátta nauð- synleg. Umsóknir um stöðuna sendist til skrifstofu Bæjar- spítalans í Heilsuverndarstöðinni. . ' ^ i Reykjavík, 14.8. 1961. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur Auglýsing Póst- og símaafgreiðslan 1 Kópavogi óskar að ráða bréfbera til starfa frá 1. október 1961. Umsóknir sendist póst- og símaafgreiðslunni fyrir 1. september 1961. Póst- og símaafgreiðslan í Kópavogi 14. ágúst 1961. Enn streymir „silfur hafsins“ upp í síldarskipin og þaðan í þrær verksmiðjanna og I síldar- tunnurnar. Það var mikil ham- ingja fyrir þjóðina, að sam- vinnumenn skyldu leysa fyrir sitt leyti tafarlaust verkföllin í sumar. Aðrir fóru að fordæmi þeirra og svo hagstæðum samn ingum höfðu þeir náð við laun- þega, úr því sem um var að ræða, að aðrir gátu ekki samið betur. Það hefði verið ógæfu- legt að sjá fiskiskipaflotann bundinn við liafnargarðana, á meðan fréttir hefðu borizt af mokafla erlendra síldveiðiskipa í grennd við ísland. En þótt björgunarstarf sam- vinnufélaganna bæri giftudrjúg an árangur í verkfallsmálunum, er ekkert Iát á verkefnum og þörf fyrir hyggindi og framsýni samvinnuleiðtoganna, og hvar- vetna blasir við nauðsyn þess, að kaupfélögin séu efld. Yfir vofir ný alda dýrtíðar og þreng inga. Hún kemur hart niður á þeim lægst launuðu. Kröfum þeirra um hærra kaup á s.l. vori mættu samvinnumenn með skilningi. Verkamenn fengu margendurtekna sönnun þess, að kaupfélögin eru hjálparhella í Iifsbaráttunni. Nú í nýrri dýr- tíð verða þau það enn. Hinu má þó ekki gleyma, að máttur kaup félagsins til þess að mæta aukn um erfiðleikum er sá máttur einn, sem kaupfélagsmennirnir leggja til. Og það vill svo vel til, að það kostar hvern mann harla lítið að efla kaupfélögin. Til þess þarf ekki annað en að vera kaupfélagsmaður, fela kaupfélaginu að útvega lífsnauð synjamar, selja afurðirnar og geyma spariféð, þótt ef til vill lítið s.é, í innlánsdeildum félag- anna. Það er engin áhætta og engin fórn, að vera kaupfélags- maður. Það er heldur engin fórn að verzla þar sem liagstæð ast er. Og sé spariféð geymt i innlánsdeildunum, er það hin mesta lijálp við kaupfélögin og því betri þjónustu geta þau veitt. Reynslan frá verkföllunum í vor og reynsla undanfarinna 80 ára mun áreiðanlega verða til þess. að fólkið í landinu not- ar sér betur en áður yfirburði samvinnufélaganna í harðri lífs haráttu. — PHJ. H 1 i Konstantína Siprjónsdóttir fyrrum húsfreyja frá Hall- bjarnarstööum á Tjörnesi Fædd 28. mai 1878 — Dáin 24. janúar 1961. Atvinna Reglusamur og áreiðanlegur maður óskast við varahlutaafgreiðslu (lagerstörf) hjá Áhaldahúsi vegagerðar ríkisins í Reykjavík. Nauðsynleg er góð þekking á vélum og góð rithönd. Starfið er laust nú þegar. Skriflegar umsóknir sendist í Vega-1 gerð ríkisins, Borgartúni 5, fvrir 20. þ. m. j UTBOÐ Tilboð óskast um hita- og hreinlætislagnir í III. áfanga Gnoðarvogsskóla. Útboðslýsingar og uppdráttar má vitja í skrif- stofu vora, Tjarnargötu 12. III. hæð, gegn 500 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar Bíla- & búvélasalan Símar 2-31-36 & 15-0-14 HEFI KATJPENDUR að Ferguson benzín- og disil dráttarvélum. einnig að öðrun-' tegundum. BlLA & BÚVÉLASALAN Ingólfsstræti 11. Barnavagnar Notaðir barnavagnar og kerrur Láet verð. Sendum hvert á land sem er. BARNAVAGNASALAN BaldursPötu 39, sími 24626. Hver strauk svo Ijúft yfir lítinn koll, svo létt yfir enni og vanga? Hver leiddi af kœrleik við heita hönd, þegar hafin var fyrsta ganga? Hver vakti um nœtur við barnsins beð, með bœnir og þrá á vörum? Hver söng okkur kvœði um sólskinið, þótt sumarið vœri á förum? Hver styrkti í raunum og stefnu tók, til stœrri og betri dáða? Hver leiðbeindi þeim, sem lífsms beið, og leitaði hollra ráða? Hver átti svo vermandi vinar hönd og vakandi hjartans gróður? Það bezta, sem vakti í barnsins sál var blessað af góðri móður. Þetta er saga þín mamma, liún er sögð í dag í svipmyndum liðins tima. við skiljum að eilifu aldrei það hvernig örlögin Ijóð sin ríma, þó gengir þú oftast um grýtta jörð var gróandi í hverju spori, þú truðir á sigur i sérhverri þraut og sólskin á nœsta vori. í trúmennsku og gleði þú vannst hvert verk af velvild hins trygga hjarta. Og annirnar drupu eins og dögg á strá, gerðu dagana hlýja og bjarta, þin barátta helgaðist heimilis þörf, þitt hlutskipti að fórna og vinna, þinn framtiðardraumur, þín hugsjón og heit, var hamingja barnanna þinna. En nú er á enda þin langferðaleið þin lífssterk og fórnandi saga, og mjúkþeyrinn andar svo mildur og hlýr frá minningum liðinna daga. Guð verndi þig. mamma. okkar kveðja er klökk þinn kœrleikur til okkar streymir. Nú fylgja þér héðan okkar blessun og bœn, þess besta sem hjartað geymir. Valdimar Hólm Hallstað, * A víðavangi Brottvikning Stefáns Sá atburður gerðist hér fyrir nokkrum árum, að Stefáni Pét- urssyni var vikið frá ritstjórn A1 þýð'ublaðsins. Helztu hvatamenn þeirrar ráðstöfunar voru þeir Gylfi Þ. Gíslason og Benedikt Gröndal. Rökin fyrir henni, voru einkum þau, að Stefán væri svo öfgafullur og þröngsýnn and- koinmúnisti, að hann hefði stór- spillt fyrir flokknum og hrakið frá honum fylgi í stórum stíl. Stefán sæi kommúnista í hverju horni og kallaði nær allt komm únisma, sem honum líkaði ekki við. Þessu hefðu frjálslynt fólk í flokknum ekki unað og yfirgef- ið hann i stórum stíl. Fyrst eftir að Stefán fór frá blaðinu, varð líka talsverð brag arbót á skrifum þess í umrædd- um efnum. Lærimeistarar Benedikts Endurbótin, sem þeir Gylfi og Benedikt komu fram, með brott- vikningu Stefáns, átti hins vegar ekki eftir að endast lengi. Sein- ustu mánuðina hefur nákvæm- lega sami svipurinn færst yfir Alþýðublaðið og plögg þau, sem eru gefin út af hinum svokallaða John Birch-félagsskap í Banda- ríkjunum. Félagsskapur þessi þykist vera mikið á móti hvers konar koinmúnisma, en 1 augum hans er frjálslynd umbótastefna engu minni kommúnismi en sú stjórnarstefna, sem er fram- kvæmd austantjalds. Félagsskap ur þessi stimplar því ekki aðeins leiðtoga demókrata í Bandaríkj- unum sem skósveina kommún- ista, lieldur ýmsa af leiðtogum repúblikana. Það hefur komið yfir Benedikt Gröndal að gerast trúaðasti lærisveinn John Birch-félagsskap arins, enda hefur Benedikt jafn- an verið veikur fyrir amerískum áhrifum. Þetta hefur ágerzt við það, að pólitík Alþýðufl. hefur orðið þannig, að Benedikt finn- ur að ekki er hægt að verja hana. í stað þess að reyna það, grípur hann stöðugt meira til þeirra vinnubragða að setja kommúnistastimpilinn á and- stæðinga sína. Jafnvel Stefán Pétursson komst ekki í hálf- kvisti við Benedikt í þeim efn- um. Samyrkjubúin í Austur- Þýzkalandi Lítið dæmi þess, hve Iangt Benedikt gengur orð'ið í þessum efnum, er útúrsnúningur á um- mælum Þórarins Þórarinssonar um samyrkjubúin i Austur-Þýzka landi. Þórarinn sagði í grein, að landbúnaðarframleiðslan í Aust- ur-Þýzkalandi hefði aukist þar minna en ýmis önnur fram- Ieiðsla, og minna en vélvæðing lians hefði átt að gera mögulegt, og stafaði það ekki sázt af því, að bændur yndu ekki samyrkjukerf inu nógu vel. Enginn, sem les þessi ummæli öðruvísi en kölski biblíuna, mun geta fundið í þessu hól eða meðmæli mcð austur-þýzku samyrkjubúunum, þar sein sagt er berum orðum, að framleiðslan hafi aukist minna og vélvæðingin ekki bor ið tilætlaðan árangur vegna þess að bændur yndu ekki kerfinu. — En Benedikt gerir sér lítið fyiir. Hann klippir aðeins nokkur orð út úr frásögn Þórarins, og snýr út úr þeim á þá leið, að hann hafi verið að harma, að samyrkju búin gengju ekki nógu vel, og því sé hann áreiðanlega fylgj- andi þessu búskaparlagi! Tíminn sé illa komiun að hafa slíka rit- stjóra! (Framhald á 15. slðu).,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.