Tíminn - 15.08.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.08.1961, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, þriðjudaginn 15. ágúst ísafirði, 4. ágúst. ’ | Nýr vélb'átur kom til ísafjarSar fyrir tveimur dögum. Heitir hann Guðbjartur Kristján ís. 268,! 86 brúttólestir, búinn öllum helztu og fullkomnustu siglingatækjum, sjálfvirku síldarleitartæki, Simrad, af nýjustu gerð. í bátnum er 280— 310 ha Alpha-dieselvél. Skipstjóri á bátnum verður Hörður Guðbjarts son, ísafirði, ungur dugnaðar’skip- stjóri, sem áður var með vélbát- inn Gunnhildi. Eigendur hin nýja báts eru h.f. Eir, ísafirði, og aðal- hluthafar Norðurtanginn. h.f. og skipstjórinn. Er þetta góður bátur til viðbótar hinum ísfirzka báta- flota, sem á undanförnum árum hefur stækkað verulega aftur. Á ísafirði er aðeins starf- rækt eitt frystihús sem stendur, íshúsfélag ísfirðinga h.f. Hrað- frystihúsið Norðurtanginn h.f. er að endurbyggja frystihús sitt og getur því eigi tekið á móti fiski, og frystihús togarafélagsins er ekki starfrækt. Allmargir bátar stunda nú dragnótaveiðar og færa- veiðar og hefur aflazt sæmilega, þegar gefur, en gæftir hafa verið slaamar í sumar. Nú mun afráðið, að hinn nýi bátur Guðbjartur Krist ján taki fisk af dragnótabátum og sigli með hann til Bretlands og selji hann þar. Er búizt við, að báturinn fari í fyrstu ferðina n.k. föstudag 10. ágúst og selji í Grims- by. Atvinna hefur v(erið næg á Isa- firði í sumar. Nokkrir stærstu bát- arnir eru gerðir út á síldveiðar fyrir Norður- og Austurlandi, þó að stundum áður hafi fleiri farið á síld. í bænum hefur verið unnið að endurbótum á götum og malbikað nokkuð. Verður áfram unnið að malbikun, meðan tíð leyfir. Landssími íslands hefur látið vinna að undirbúningi þess, að hér komi sjálfvir'kt símakerfi, og má vonast eftir að 1964 muni þau þægindi hlotnast ísfirðingum. Og mun þá mörgum bregða við hin nýju þægindi hér vestra. Verið er að byggja nýja dráttar- braut í svonefndum Suðurtanga. Er það skipasmíðastöð M. Bern- harðsson h.f., sem það gerir. Er mjög mikil þörf orðin fyrir nýja dráttarbraut hér, þar sem gamla dráttarbrautin svarar ekki þeim kröfum, sem nú verður að full- nægja. Hin nýja dráttarbraut á að geta yeitt viðtöku skipum allt Bjarni Guðbjörnsson ritar Fréttabréf frá ísafirði að 400—500 tonn að stærð, ‘og mun auðvelda allar skipaviðgerðir hér. Auk þess mun skapast miklu betri aðstaða við nýsmíði fiskibáta. Skipasmíðastöðin á ísafirði hefur á undanförnum 7 árum byggt 8 báta frá 40—60 lestir fyrir ísfirð- inga og nálæg þorp, auk margra smærri báta. Þar að auki hafa 3 stórir bátar, allt að 82 tonn, verið byggðir á sama tíma í skipasmíða- stöðinni, en þeir verið byggðir fyr ir utanbæjarmenn. íbúðarhúsabyggingar hafa verið nokkrar á undanförnum árum. Nú eru í smíðum um 30 íbúðir, mis- jafnlega langt á veg komnar. Þó munu um 18 íbúðir verða komnar það langt á þessu ári, að í þær verði flutt. Rætist þá nokkuð úr um húsnæði, en mjög miklir erfið- i leikar hafa verið á að fá íbúðir hér á undanförnum árum. Hér verða í haust skólastjóra- skipti við gagnfræðaskiólann. Guð- jón Kristinsson, sem verið hefur skólastjóri í nokkur ár, hefur sagt starfinu lausu og mun flytja til Reykjavíkur. Ekki er enn vitað, hver tekur við stjórn skólans, og þegar þetta er ritað, mun engin umsókn um stöðuna liggja fyrir. Virðist vera erfitt enn, að fá kenn ara og skólastjóra út á land, því að hér mun einnig vanta nokkra kennara við barnaskólann. Þá hverfur einnig frá gagnfræðaskól- anum Bjarni Bachmann, sem verið hefur hér íþróttakiennari í mör'g ár. Bjarni mun flytja til Borgar- ness og taka við kennarastöðu þar. ísfirzkir knattspyrnumenn hafa nú skipað sér í hóp með fyrstu deildarliðum landsins eftir að hafa sigrað í II. déildinni. Eru þeir vel i að þessum sigri komnir, og gaman ifyrir þá og alla hér, að hljóta I þennan sigur. Má eiginlega merki- i legt teljast, að við þær aðstæður, ' sem hér eru til knattspyrnuiðkana skuli þó slcapast jafngóður flokk- ur og raun hefur á orðið. Ber nú j öllum hér að styðja að framgangi þess, að hér verði gerður góður knattspyrnuvöllur, svo að við get- um boðið þeim liðum, sem hingað koma á næsta ári, viðunandi leik- j völl til að keppa á. Er það ekki vanzalaust, ef vallarskilyrði hér : verða ekki bætt og það mjög fljót- ' lega. Hér hefur verið mikill ferða- ' mannastraumur í sumar. Nú má ísaf jarðarkaupstaður. sjá bifreiðir með öllum möguleg- um einkennisstöfum renna hér um götur. Þykir mörgum, sem hingað koma, leiðin nokkuð hrikaleg á köflum. En þó láta allir í Ijósi mikla ánægju yfir því, að jafn til- komumikil og fjölbreytileg leið skuli nú orðin akfær, þó að aðeins sé hún fær um hásumarið. Og þó mun enn aubast hingað ferða- mannastraumur eftir því sem veg- ir tengjast víðar um Vesffirði, því að hér er um ókannaðar slóðir að ræða fyrir allan fjöldann. Er nú svo komið, að skip, flugvélar og bílar eru jöfnum höndum sam- göngutæki hér um slóðir, og hefði það trúlega þótt saga til næsta bæjar hér áður fyrr. Unnið er hér að lengingu hins nýja flugvallar. Er fyrirhugað að lengja hann um 300 metra, upp í 1500 metra. Er talið, að þá muni hann koma að þeim notum, sem flugvöllur hér getur komið. Hér verða að sjálfsögðu alltaf nokkrir erfiðleikar á flugi vegna landslags- ins, og sumum þykir aðflug hér dálítið hrikalegt. Komið hefur til orða, að stækka bátahöfnina á ísafirði, því að hún er orðin of lítil nú, með vaxandi útgerð. Hefur verið talað um, að fá hingað krana þann hinn mikla, sem vinnur að hafnar'gerð á Suður- eyri, en óráðið er þetta enn. Þá hefur og komið fram sú hugmynd, að byggja nýja bátahöfn, sunda- megin, á svonefndu „Dokkusvæði“. Byggist sú hugmynd á því, að stækkunarmöguleikar á núverandi bátahöfn séu svo litlir, að athug- andi væri um aðra leið, sem gæfi meiri stækkunarmöguleika. Hefur Guðmundur Gunnarsson verkfræð- ingur vitamálaskrifstofunnar varp- að fram þessari hugmynd, sem virðist vera athyglisverð. Yrði það þá einnig unnið með hinum stór- virka krana vitamálaskrifstofunn- Allt er þetta þó óráðið enn þá og ekki unnt að segja, hvað úr verður. — B.G. 99 99 Frá og meS 10. þessa mánaSar er bannað aS ferðast á þumalputtan- um í Þýzkalandl og f fleirl löndum, meSal annars Danmörku, er haft á orðt aS leggja bann vlS slfkri ferSa- mennsku. Lögreglan f Þýzka- landi er þeirrar skoSun ar, aS þorrl þeirra af- brota, sem framln eru á þjóSvegunum, séu þessari ferðamennsku að kenna, eSa aS þum- alputtaferSalangarnir séu verstu gikkfrnir á veguhum. MorS, rán og ofbeld- isverk á vegunum hafa stóraukizt að undan- förnu, og seglr lögregl- an, að komi eltthvaS slfkt fyrlr á autobönun um, megi i hvert sinn slá því föstu, aS þumal puttamaSur efgi þar hlut aS máli. A -pr ^ -4 Neskaupstaður stendur undir háu fjalli. Sumir kalla bæinn Norðfjörð eftir firðinum, sem hann stendur við. Neskaupstaður — eða Norð- fjörður — er fallegur bær. Stendur eins og austfirzkir bæir yfirleitt í brattri brekku, og hann er snyrtilegur, eins og austfirzkir bæir yfirleitt. Húsin eru fallega máluð í skrautleg- um litum og garðrækt er á háu stigi. Sökum hins mikla halla eru lóðir húsanna í þrepum, eða stöllum eins og suðrænir víngarðar. Það eru fjöll á alla vegu. Há og tignarleg fjöll í þrjár áttir og til hafs er Barðsnes, sem enginn kallar þó Barðsnes á sjó, heldur Norðfjarðarhorn. Norð- fjarðarhorn er sérkennilegur, fremur lágur, skagi, rauður á lit og slær á fínlegum tilbrigð- um í gulu. Innra er fögur sveit, grösug og blómleg. Norðfjörður var á kafi í síld. Bátarnir lágu hver um annan þveran, hlaðnir af spikfeitri síld. Uppi á sjálfri aðalgötunni — „Austurstræti“ — Norðfirð- inga, var meira að segja verið að salta á plani. Þennan morg un voru plönin þó að mestu auð — langþreytt síldarfólkið hafði skroppið heim til þess að sofa ögn, því að það var, hvort sem er, orðið nær tunnulaust. Litast um á Norðfirði Noklkrir syfjaðir dixilmenn voru að snúast við tunnur og vígalegir menn með skaraxir voru að höggva skreiðarhjalla- efni í ramma fyrir hessíanstriga sem notaður er til þess að hlífa síldinni fyrir brennandi sól- skininu. Áf hverju er ekki byggt úr varanlegu efni? Þetta vom eins konar leiktjöld. Kann ske á það vel við. Síldarævin- týrið er stórkostlegasti sjónleik ur ársins. — En nú var hljótt á plönunum. Á síldarárunum fyrir Norður- landi, var Austfjarðasíldin ekki talin með síld. Þetta var eins konar öskubuska. Það leit eng- inn við að veiða hana og þó „óð hún eins og vitlaus manneskja“ eins og einn sildarkapteinninn sagði okkur, allt sumarið. Nú er öldin önnur. Eftir að bera fór á alvarlegu síldarleysi fyrir Norðurlandi, hefur Austfjarða- síldin hlotið „uppreisn" og nú er hún orðin stór hluti sumar- aflans. Þetta, sem við nefnum Austfjarðasíld, er síld, sem að aflokinni hrygningu fyrir Suð- urlandi, heldur austur og norð- ur með landin. Þar sameinast hún norska síldarslofninum, og úr þessari norrænu samvinnu verður til það, sem heitir Aust- fjarðasíld. Síldin er oft misjöfn, en hins vegar er mikið um góða síld. Nú í svipinn er hún 20—25 % feit eða fínasta saltsíld. FÁ EKKI AÐ SOFA Hvað munar mig um að vaka eina vorvertíð, sagði karlinn. Það er ekki alveg víst, að allir Norðfirðingar segi það sama. Plönin eru hljóð þennan morg- un, þvi að síldarstúlkurnar eru farnar heim. eftir að hafa salt- að í alla nótt. Nú er tunnulaust. Fólkið er orðið afskaplega þreytt, sagði maður, sem var á stjákli á bryggjunni. Búið er að salta hér látlaust í marga daga. Þó eru fáeinir, sem tunnu skorturinn færir ekki dýrmæt- an svefn, en það eru kafarinn, útvarpsviðgerðamaðurinn og netabætingamennirnir, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.