Tíminn - 17.08.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.08.1961, Blaðsíða 11
^f.MINN, fimmtudaginn 17. ágúst 1961. 11 Alice Black var grannvax in, dökkhærð, lagleg og að- laðandi ung stúlka. Hún var alla jafna alvörugefin, en þá sjaldan hún brosti, þá lýsti það upp allt andlitið. Hún var einkaritari John Hall fasteignasala og hafði unnið hjá honum í þrjú ár, eða allt frá því að hann hóf starfsemi sína. Alice var einmitt að tala í símann, er húsbóndi henn- ar opnaði hurðina. Hann heyrði strax, að hún hafði ekki fullkomið vald yfir rödd sinni, svipbrigði hennar voru eitthvað óvenjuleg, er hún svaraði: — Já, auðvitað frú. Viljið þér gera svo vel og endurtaka heimilisfangið? Þakka yður fyrir. Og þér viljið, að við sendum ein- hvern nú þegar að líta á húsið? Eg vona, að við get- um orðið að ósk yðar. Hún skrifaði hjá sér til minnis, það sem þeim fór á milli í símanum. Þá varð henni litið til John, en sagði ekki neitt. Hún hvíldi hendur sínar á skrifborðinu. Símtalið hafði auðsjáanlega raskað sálarró hennar. Hann virti hana fyrir sér áhyggjufullur. Er hún fyrir þremur ár- um kom og sótti um stöðu þessa, fannst honum strax eitthvað dularfullt en þó seiðmagnað við þessa ungu konu, og tilfinningar hans gagnvart henni uxu með ár- unum, þótt ekki léti hann þær í ljós. Hann langaði til að skyggnast inn í fortíð hennar, en hún gaf honum aldrei kost á því. Hún virt- ist eingöngu vilja lifa fyrir sjálfa sig eða eitthvað, sem liðið væri. Það eina, sem hann vissi um hana, var, að hún var ekkja, tuttugu og ]3riggja ára, er hún sótti um þessa stöðu hjá honum. Þó að tíminn hefði að einhverju leyti afmáð þessa inni- byrgðu sorg hennar, þá bar svipur hennar og viðmót vott um beiskju og sáran söknuð, sem hún gat ekki dulið. Þannig hugsaði hann — Jæja, sagði hann vin- gjarnlega og leit spyrjandi á hana. Það brá fyrir léttum roða í vöngum hennar um leið og hún leit upp og sagði: — Þetta var einhver frú Smith. Hún vill selja hús- eign sína, en þar sem henni er þetta áhugamál, óskar hún eftir því að húsið verði skoðað nú þegar í dag. — í dag? John blaðaði i minnisbók sinni. — Þetta verðið þér að annast, frú Black, ég er önnum kafinn í dag. Alice leit á hann biðjandi augum. — Helzt ekki, ef yður væri sama, herra Hall, sagði hún. — Eg get ekki farið þangað! John leit undrandi á hana. — Hvers vegna ekki? Hún svaraði ekki strax. — Eg þarf ekki að fara þang- að? hálf hvíslaði hún. — Eg þekki þetta hús eins og finer ur mína. — Eg gæti skrifað auglýsinguna þegar i stað gefið nákvæma lýsingu á því, allt frá kjallara að háa- lofti — Þetta — þetta var draumahús — — Þekkið þér í raun og veru húsið svona vel? spurði hann. — Hafið þér máske búið þar? — Nei, ég hef aldrei búið í því, en það stóð til, það var byggt hana mér .... handa okkur .... — Við sáum það vaxa úr grasi, fet fyrir fet, svo að ég þekki þar hvern krók og kima, en okkur auðnaðist aldrei að búa í því, og nú andvarpaði hún, en náði sér brátt og hélt áfram: — Fyr irgefið, herra Hall, yður leið ist þetta fjas í mér. En .... ég fæ mig ekki til að fara þangað. Hafið þér ekki ein- hver ráð? — Jæja, frú Black, þá er ekkert annað fyrir okkur að gera en tala við þessa frú Smith og segja henni að við getúm ekki komið fyrr en á morgun, en okkur er nauðsynlegt að líta á húsið, ef til vill er það eitthvað úr sér gengið. Nú fór hann að hugsa um, hvað valda mundi áhyggj- um hennar og innibyrgðri sorg. Hann lagði fyrir hana að koma aftur í dag, þau kváðust eiga eitt barn. — Já, alveg rétt. Við höfð um líka ákveðið eitt lítið herbergi handa litlu fólki í lífgandi, sólgulum lit. Það var búið að ráðstafa því sem öðru, en .... lífið er stund- um fallvalt, herra Hall. Eftir nokkxa stund hélt hú áfram: — Eg ætla ann- ars að fara þangað snöggv- ast, og verð áreiðanlega kom in í tæka tíð, er þessi hjón koma. Honum þótti vænt um þessa ákvörðun hennar. Hún boðaði eitthvað óvænt, eitt- azt um sölu á húsinu, fyrir hennar hönd, þar vildi hún hvergi koma nærri. Hún barðist við sorg sína og hin illu örlög, er henni voru sköpuð, og það var henni nóg. Hún lá andvaka á næt- urna, hugsaði um hið hræði lega snjóflóð, er hreif Peter, manninn hennar, með sér. Hún hafði margsinnis rifj- að það upp fyrir sér, hve oft hún hefði hrópað nafn hans í angist sinni, er hann hvarf henni og hún reyndi að ná til hans, en of seint. Þessi tvö orð, of seint, enduróm- ÓSKAH U nokkrar spurningar í sam- bandi við húsið. Hún horfði með angurvær um svip út um gluggann, út í auðnina, og sagði síðan: — Þetta er dásamlegt hús.... óskahús ungra hjóna. Alice náði sér fljótt eftir þessa geðshræringu og segir ákveðið: — Húsið er traust og haganlega "byggt, það veit ég bezt sjálf. — Við skulum ekki hugsa meira um þetta í bili, sagði hann brosandi, — Eg skal tala sjálfur við frú Smith. Þetta virðist i fljótu bragði vera tilvalið hús handa herra Martin og konunni hans, þér munið eftir ungu hjónunum, er komu í fyrradag, og ætluðu hvað, sem hann gerði sér ekki ljóst, var hún að líta augum hið liðna og horfa fram á við? — Eg er mjög ánægður með þessa ákvörðun yðar, Alice, og nú ávarpaði hann hana með fornafni. Hún leit í augu hans og sá, að úr þeim skein eitt- hvað meira en vinátta, og sem kom henni til að roðna. Það var sem hún haknaði af þriggja ára Þyrnirósar- svefni. Hún hafði ekki nema gam an af áð athuga hús, sem boðin voru til sölu hverju sinni. En hún hefði svarið fyrir, að eiga eftir að stíga sínum fótum inn fyrir dyr „draumahússins". Faðir hennar hafði ann- uðu sífellt í hugarfylgsnum hennar og hjarta. Henni fannst lífið einskis virði, það var eingöngu vinnan og minningin um Peter, sem hún lifði fyrir. Þannig rifj- aði hún upp fyrir sér liðna tímann, meðan hún sat I lestinni. Það var sunnanþeyr og glampandi sólskin, er hún nálgaðist húsið — hennar, sem einu sinni var. Nú varð hún að hafa taumhald á til- finningum sínum. Hún jafn aði sig furðu fljótt við til- .hugsunina um, að vera aftur stödd á þessum stað. Hún hafði hugsað um þetta, sem gamlan grafreit, en nú stóð húsið hennar — sem einu sinni var — baðað í sól and- spænis henni. Nú varð henni hugsað til þess, hvernig væri umhorfs í húsinu, hvort þessi frú Smith hefði ekki látið breyta því. Hvemig skyldi litla stof an með sólgula litnum líta út? Er hún kom að hliðinu, sá hún strax fyrir sér sömu hurðina, er þau létu smíða sérstaklega eftir þeirra fyr- irsögn, og sem þau voru svo hreykin af. Grasflötin var vel hirt og sjálft var húsið nýmálað og vinalegt. Hún veitti athygli hvítu spjaldi er hékk á sýrenurunna, er bar áletrunina: „Hér fást kettlingar gefins"! S I Þegar Alice kvaddi dyra, birtist lítil stúlka, á að gizka sjö ára, sem leit á hana spyrjandi brosmildu augna- ráði. — Ætlið þér að fá kettl- ing? spurði hún, — ég vona það, því við eigum svo marga. — Nei, svaraði Alice glað lega. — Eg kem frá fast- eignasala. Er mamma þín heima? Nú varð litla stúlkan fyr- ir vonbrigðum, en sagði samt: — Já, mamma er heima, ég skal ná í hana. En kannske þér viljið samt fá einn kettling? Þeir eru svo yndislegir! í þessu kom hávaxin og grönn kona. — Góðan dag. Eg kem frá herra Hall, fasteignasala. Þér báðuð okkur um að ann ast sölu á húsinu yðar, svo ég verð að biðja yður að lofa mér að líta á það. — Já, gerið svo vel og gangið inn. — Alice kom nú inn í litla anddyrið.Var þetta draumur, eða veruleiki. Var hún I raun og veru stödd í þessu húsi aftur? Þegar þær gengu i gegn um stofurnar, hún ög frú Smith, sem var simasandi, fann hún, sér til ósegjan- legs hugarléttis, að húsið var henni ekki eins mikils virði og hún hafði búizt við. Það gerði hvorki að ýfa upp sökn uð eða gamlar minningar. Nú var þetta eins og hvert annað venjulegt hús. Það var fyrst, er þær voru staddar i litla herberginu með sólgulu veggjunum, að undirvitund hennar sagði til sín, þvi þá, eins og af til viljun, komst orðaflaumur frúarinnar á háp’mkt. — Það var að okk'ir kom- ið að hætta við af kaupa húsið, sagði frú Sr'í'h Það var bundin við það sorgar- saga. Það var upphaflega byggt fyrir ung hjón, en hann fórst I snjóflóði í Sviss er þau voru þar i brúðkaups ferð. Eg er ekki laus við hjá trú, og var þess vegna um og ó, en maðurinn minn sagði að það gilti hið sama um húsið og jafnvel sjálft lífið, það væru sRapadægur sem ekki yrðu um flúin. Og hér höfum við verið ham- ingjusöm- Mér hefur oft ver ið hugsað til ungu konunn- ar, sem átti að njóta þess. (Framhald á 13 situj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.