Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 11
T IM I N N, sunnudaginn 3. september 1961. 'Mi, LÍKIÐ, SEM KOM HEIM AFTUR Flóknasta glæpamál Bretlands er nú þriggja alda gamalt „Campden leyndarmáliS" er flóknasta 'glæpagáta Eng- lands, — og reyndar veraldarinnar allrar . Nú, 300 árum k eftir að atburðirnir gerðust, glíma rithöfundar og glæpa- ;í málasérfræðinaar við þessa gömlu gáfu, og hennar er nú j.; minnzt í brezka útvarpinu með leikriti, sem ber hið há- j*i fleyga nafn: Hvað dvaldi líkið? J . t| Þa er hægt að segja svo um « hin „alménnu sögulegu leyndar- ð. mál“, að þar séu alltaf vísar tvær * lausnir, og önnur þeirTa hljóti lij að vera rétt. Annaðhvort myrti 5 Jón Hreggviðsson böðulinn eða í hann drukknaði af sjálfsdáðum, annaðhvort vann James VI Skot- í-jf landskonungur á móti hertogan- í um af Gowrie eða Gowrie á móti 'if James VI, annaðhvort dó Alex- ander I af Rússíá í Taganrog árið 114 eða þá, að hann hvarf til V þess að enda ævi sína sem ein- búi í Síberíu 40 árum síðar, og v'i; þannig ,mætti lengi'telja. if£ ... En bak við hið svokallaða , ‘v? „Campden leyndarmál“ er ekki vottur af skynsemi eða tilgangi. ; ■! tAllir atburðir í því máli eru — að því er virðist — brjálæðislega •4! Sjtpgangslausir og fáránlegir eins '*-'og martröð .. Campden-leyndarmálið , Ilér kemur sagan. Þegar þið . hafið lesið hana til enda, vitið þið jafnmikið og hinir fjölda- 'Irf' mörgu glæpasérfræðingar, sem . * hafa tekið málið til athugunar. Finnið þið lausnina? * ■; ’l Fór fil íhnheimfu arið 1660 fór ráðs- . maður' herragarðsfrúarinnar ' '"'TEgdy Campden, hinn 70 ára gamli William Harrison. frá v’' ;sveitaþofpinu Chipping Campden ;'» , í Glouehestershire, áleiðis til -■'v" Charringwort, sem var í nokk- ■ urra (kílómetra fjarlægð, og ætl- ' aði að innheimta landskuld hjá ■ Ieiguliðum Lady Campden. . *T' Þjónninn sendur Þegar hann var ekki kominn , aftur um óttuskeið, fór kona hans áð ótfást, að hann hefði villzt r_.v í myrknnu, og sendi þjón hans, ' " John Perry, til þess að leita að ; honum. Eftir því, sem Perry . . sagði síðar frá, hraus honum ; hugur við að ganga yfir akrana ; í myrkrmu, og eftir að hafa beðið tvo menn, sinn í hvoru lagi, að » f; koma með sér, ákvað hann að J : fela sig í hænsnahúsi, þar til ; tunglið kæmi upp. • f ' • (f •' , Þeir stðusfu, sem í sáu hann \ Um miðnætti lagði hann af : % stað, en tunglið kom honum ekki ) y að nriklu gagni.þvi að á var fallin niðaþoka. Þá lagðist hann fyrir - bak við runna og beið aftureld- . ingar. Þegar hann að lokum komst til Charringworth, kvaddi 'V' hann dyra hjá manni, sem Plaist- erer hét, og fékk hjá honum þær upplýsingar, að mr. Harris- j; •'*•£.. son hefði fengið þar 23 pund j 'T sterlings daginn áður. PerTy éjíj komst einnig að raun um, að húsbóndi hans hefði komið í ann- r*að hús í Charringworth, en hann T ”' fann ekkert af honum sjálfum. ,;T Harrison horfinn ■jjjií Þegar hann var á leiðinni heim aftúr, mætti hann syni Harri- ÍJýi soiis, Edward, sem hafði farið Tji- áð léita líka, skelfdur yfir fjar- í&Cj yi*t föður síns og þjóns hans 'Tf .. í sameiningu leituðu þeir í öðru sveitaþorpi þar nærri, Ebrington, en án árangurs. William Harri- son virtist vera horfinn sporlaust ■fa- .,.af yfirborði jarðar. Munir hans fundusf Síðar þann sama dag fann gömul kor.a nokkuð af eigum Harrisons á engi undir kjarr- runna tæpan kílómetra frá heim- ili hans. Hún fann hatt hans, hárkamb ug trefil. Hatturinn og kamburinn voru illa leiknir, og það var bióð á treflinum. Þorps- búar voru nú .vissir um, að Harrison hefði verið myrtur, og yfirgáfu vjnnu sína á ökrunum til þess r.ð hefja dauðaleit í ná- grenninu En þeir fundu ekkert lík. Hvað gerðisf um nóttina? Grunurinn féll mjög fljótlega á John Perry. Hann var, að því er sagnir herma, ekki sérlega vinsæll í þorpinu, móði hans hafði líka það orð á sér að vera norn, og Richard bróðir hans var heldur ekki vel liðinn. John Perry var dreginn fyrir héraðs- dómarann, grunaður um morð, og þótt saga hans væri vottfest af mönuur.um tveim, sem hann hafði beðið að fylgja sér yfir akrana um kvöldið, svo og skuldu nautunum, sem Harrison hafði heimsótt i Charringworth, voru engin vitni að því, hvar þann' hafði haldið sig frá því klukkan 9 um kvöldið til 6 um morgun-| inn — þar var aðeins framburð- ur hans. Ákærði fjölskylduna Að lokum, eftir að hann hafði verið viku í varðhaldi — (þar sem hann gerði sig sekan um margsögli og að vísa réttinum á líkið á hinum og þessum stöðum á ökrunum og í nærliggjandi stöðuvötnum), féllst hann á að segja dómaranum sannleikann, — en í eínrúmi. Síðan sagði hann dómaranum, að mamma hans og bróðir hefðu myrt Harrison á! akri rétt hjá heimili hans, til þess að komast yfir þá peninga, sem hann var með. Hann (John Perry) hafði. repnt að hindra þau í glæpnum, en ekki • tekizt það. Ekkert lík — ekkert morS Það er óþarfi að taka það fram, að bæði móðirin og bróð- irinn neituðu; John hafði aldrei haft fulla sansa, sögðu þau. Eigi að síður voru þau öll þrjú dregin fyrir réttinn af Assizes, — réttur sem haldinn er á reglulegum ferðum Hæstaréttarins — og á- kærð fyrir morð. En dómarinn veigraði sér við að kveða upp dóm, meðan líkið væri enn þá ófundi. Það er, eins og kunnugt er, gamalt lögfræðilegt sjónar- mið, að: ekkert lík — eklcert morð. Dómur felldur En næsta vor, í april 1661, kom ábyrgðarlausari dómari til Glouchester, og þrátt fyrir að líkið var enn ekki fundið og Perry heíði nú afturkallað játn- ingu sína fyrir dómaranum („ég var bara stráklingur þá og vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið“). dæmdi þessi dómari mæðginin þrjú til dauða. Og þau voru hengd á hæð einni í nánd við Chipping Campden. Það síðasta, sem John Perry sagði, áður en hann var dreginn upp í gálgann, teikning af aftöku Perry-fjölskyldunnar, Gömul enslc var þetta: — Eg veit ekkert um dauða míns herra, en einn góðan veðurdag munuð þið heyra af honum r.ýjar fréttir. Kom heim Ári eftir aftökuna kom hinn ,,myrti“ maður heim til sín, og sagði þá langa sögu, sem mörg- um, biú'ðl þá og síðar, fannst harla ótrúleg. Kvöldið, sem hann hvarf, sagði bann, réðust tveir riddarar á hann, særðu hann og rændu honum síðan. Þeir fluttu j hann til hafnarbæjar og seldu hann þar fyrir 7 sterlingspund. Kaupandinn flutti Harrison um borð í skip. Sex vikum síðar réðust tyrkneskir sjóræningjar áj skipið, tóku áhöfnina höndum og seldu hana — og náttúrlega Harrison með — sem þræla á markaðnum í Smyrna. Gamall, tyrkneskur læknir seldi Harri-' son, og þegar læknirinn dó, j heppnaðist Harrison að flýja, og: með því að selja silfurskál, sem læknirinn hafði gefið honum, gat hann keypt sér skipsfar heim. „Álitinn myrtur" Einn þekktasti annálaritari þeirra tíma, Anthony á Wood, ritar um þetta: Miðvikudagur 6. ág. 1662. Mr. Harrison, álitinn myrtur, kom i gær heim frá Tyrklandi. Hvar var Perry? Ein staðreynd er óhrekjanleg í þessari óleysanlegu gátu. Eng- inn veit, livar Perry var eða hvað hann gerði milli kl. 9 að kvöldi hins 16., ágúst 1660 þar til kl. 6 morguninn eftir, að hann kom til manns að nafni Plaisterer. Og það var einmitt á þessum tíma, sem Harrison hvarf. í sambandi viS Harrison En sú staðreynd er einnig at- hyglisvcrð, að Perry ásakar sína eigin fjölskyldu fyrir morð, sem hann vissi, að hún hafði ekki framið. Þess vegna er álitið, að Perry haíi staðið í sambandi við Harrison þessa nótt, kannske hjálpað honum að komast buit, og að hann hafi áreiðanlega vit- að, að sá gamli kæmi ekki til baka fyrst um sinn. Engin önnur kenning virðist koma til greina, en þessi gæti ef til vill skýrt hinar mörgu mótsagnir í fram- burði hans. Tvær reikningsskekkjur Perry gæti hafa sett hattinn, kambinn og trefilinn þar, sem hann var viss um að fólkið af ökrunum myndi finna þessa hluti, hinar þokukenndu ávísanir hans á líkið leikur til þess að vinna tíma og að ákæra fjöl- skyldu sína hefði ekki haft neina hættu í för með sér, ef lagábók- stafnum hefði verið fylgt, það er að segja, að það var ekkert lík til, sem hægt var að nota sem sönnunargagn fyrir rétti. Það sern hann misreiknaði sig á, var það, að Harrison yiði svona lengi í burtu, og að til væri dómari, sem ekki teldi það nauðsyn að hafa líkið við hönd- ina, þegar hann kvað upp dóm- inn. Ótrúlega hátt metinn Hvað snertir sögu Harrisons, hafa fræðímenn ekki verið á eitt sáttir um hana. Rithöfundurinn Hugh Ross Williamson, sem m.a. ritaði söguna Silfurskálin — um j þennan atburð — ásamt leikriti j því, sem nú er verið að flytja1 í brezka útvarpinu, álítur að ekki j sé minnsta ástæða til að rengja, framburð Harrisons, en skozki j sagnfræðlngurinn Andrew Lang kveður hann hreinan uppspuna frá rótum Óneitanlega er það grunsamlegt, að þrælakaupmenn þeirra tíma skyldu meta Harri- son, fjörgamlan manninn, til 7 punda viö kaup á honum. Leynileg skyndiför En eitt þykjast allir vissir um: Þessi gamli maður, sem gegndi ábyrgð.arstöðu í þessu litla sam- félagi, og hafði árum saman verið í þjónustu aðalborinnar fjöl- skyldu, hefur af óþekktum ástæð- um neyðzt til að fara í leynilega og skyndilega ferð, án þess að hann gæti treyst neinum fyrir tilgangi þeirrar ferðar. Að beina athyglinni Það var mjög nauðsynlegt, að enginn fyigdi honum eftir eða njósnaði um hann, og þess vegna var þetta falska morð sett á svið til þess að beina allri athygli að Campden, og hinn trúi þjónn hans tók að sér að ákæra sjálfan sig og fjölskyldu sína, og hans hlutverk var að fyrirbyggja, að leitin yrði of víðtæk, meðan Harrison væfi ekki kominn ör- ugglega burtu — frá Englandi? Gefur nýtt líf Þessi kenning kemur heim við allar staðreyndir og gefur síðustu orðum Perrys nýtt líf. En þá er spurningin: Hvers eðlis var hin laumulega brottför Harrisons? — Það vitum við ekkert um og fá- um aldrei neitt. um að vita, og það er því miður það eina, sem leyst gæti þessa gátu. Þýðingarmikil ástæða Það er nú einu sinni svo, að fólk labbar sig ekki bara og lýgur upp á sig morði eða þátttöku í morði, nema það hafi til þess sérlega veigamiklar ástæður. Hver svo sem ástæðan til leynd- arinnar var, hlýtur hún að hafa haft mikla þýðingu, bæði fyrir Harrison og Perry. Sjúklcgt hatur Hið merka brezka skáld, John Masefield er meðal þeirra mörgu, sem hafa fengizt við þetta mál. f leikriti sínu, Furðurnar i Camp- den, varpar hann fram þeirri kenningu, að Perry hafi hatað bróður sinn og móður svo mjög, að hann hafi sjálfur verið fús til að deyja til þess eins, að koma þeim í gálgann. Þetta er athyglisverð og sálfræðilega möguleg kenning, en kemur ekki nægilega heim við ýmsar þeirra staðreynda sem fyrir hendi liggja. Nornatrú við lýði Hugh Ross Williamson er •e*-amhi,io a 13 -i“u

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.