Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 16
Sunnudaginn 3. september 1961. 200. blað. Tófan Tóta uimi hundi Hér eru tófan og hvolpurinn orðnir beztu vinir. THhugalfflð er í þa'nn veglnn að byrja, hvolpurinn kannske ungur enn. 14 konur með börn í 2 herbergjum Félagsmálaráðunautur lands ráðsins grænlenzka hefur ný- lega verið á eftirlitsferð í Nars sak, og í skýrslu sinni til lands ráðsins segir hann þessa sögu: Rækjuverksmiðjurnar í Narssak krefjast síaukins vmnuafls, og þess vegna hefur mikill fjöldi fólks flutzt til bæjarins frá öðr- um byggðarlögum, ekki sízt ungar stúlkur. Híbýli þessa fólks eru hi-n ömurlegustu. Ég sá ágætt hús, sem Grænlands verzlunin hefur látið reisa nýlega. Þar bjuggu fjórtán konur í tveim ur herbergjum, og var hvert flet- ið við annað á gólfinu. Margar af þessum konum voru í ofanálag með lítil börn hjá sér. Við slik þrengsli er ekki að undra, þótt húsakynniii væru í meira lagi úr sér gengin. Þegar þetta er haft í huga, er ekki undarlegt, þótt ungar konur séu flestar tómstundir sínar í skál um handiðnaðarma'nna, í veitinga húsum eða annars staðar utan heimilis síns, þær sem fá að standa inni. Barnaverndarnefndinni í Nars- sak berst lika fjöldi af kvörtunum /vegna þess, að mæðurnar koma ekki heim til þess að hlynna að i brönum sínum, svo að þau liggja ' grátandi hálfar og heilar nætur. Samræður mínar við prófastinn, séra Gerhard Egede, sannfærðu mig um, enn betur, hve ástandið er slæmt í bænum, segir félags- málaráðunauturinn. Prófasturinn ólst sjálfur upp í Narssak, þegar þarna var friðsöm útbyggð, þar sem fólk lifði kyrrlátu og árekstra j lausu lífi. Hann vakti athygli á því, að í Narssak skorti lögreglu og löggæzlu, og ástandið í skóla- málum væri hörmulegt, því að börnin rúmuðust ekki í skólanum og fengi allt of litla kennslu. — Fjöldi barnsfæðinga utan hjóna- bands er mjög mikill. / Yfirleitt er lýsing hans á ástand inu í Narssak hin dekksta. Kemur það vel heim við drykkjuskap og svall, sem íslendingar sáu þar í sumar, er þeir gengu um bæinn litla stund. Tófur er hægt að temja að vissu marki, þótt ólíklegt megi virðast. Þiið má venja þær á að hlýða, koma, ef kall- að er á þær, og fara, þegar hastað er á þær. En þá verð- ur líka að taka þær mjög ung- ar í fósiur, ef þetta á að tak- ast. Forsagan að þessu ævintýri er sú, að Hinrik ívarsson, refaskytt- una frægu í Merkinesi í Höfnum, vantaði yrðling til að hafa með á ígreoijum. Keypti hann sex vikna gamlan yrðling hjá Magnúsi Helga syni í Grindavík. Þetta var læða, og var hún köll- uð Tóta, Hinrik ól hana upp, sum- part vegna tilmæla Ósvalds Knud- sens, sem langaði til að kvikmynda tófuna. Einmitt um þetta leyti gaut tíkin á bænum, og eignaðist hún nokkra myndarlega hvolpa. Þeir uxu fljótt úr grasi eins og tófan Tóta, og var einn þeirra lát inn lifa. Alkunnugt e'r, að hundum og refum kemur vægast sagt afar illa saman, enda mátti hvorki tíkin á bænum né gamli hundurinn sjá rótu án þess að umhverfast. En annað varð uppi á teningnum, þeg Tófa og hundur virða hvort annað fyrlr sér. Veniulega fer ekki sérlega vel á með þessum frændum. En af tófunni Tótu er þá sögu að segja, að hún festi ást á hvolpi. |V Tófan kyssir hvolpinn og virð.. ast þau bæði una því vel, en tíkin stendur álengdar og var víst eki glaðleg á sviipnn. ar hvolpurihn og Tóta sáust. Varð þar ást við' fyrstu sýn, sérstak- lega af hálfu tófunnar. Var greini legt, að hún vildi fá hundinn fyrir maka. Hún var afargóð við hann, gaf honum meira að segja matinn sinn. Kvakaði hún til hans eins og tófulæður gera í tilhugalííinu. Tófan Tóta var þarna á bænum í ár. eða þangað til í sumar. Henn; var sleppt út, þegar Ósvaldur Knudsen kom til að kvikmynda hana. Var hún látin leika sér úti með hvolpinum, svo að eðlilegar myndir næðust af henni. En hún styggðist við að losna úr kofan- um, sem henni hafði verið haldið í um veturinn. Var ekki hægt að ná henni aftur ,og varð því að skjóta hana. x Og úti er ævintýri. ........;........ ...... ;...::......,:,..,:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.