Alþýðublaðið - 17.10.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.10.1927, Blaðsíða 2
2 A L1» V Ð u ts L A Ðí Ð j ALPÝBUBIÍAPI® [ « kemur út á hverjum virkum degi. > í Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við \ < Hverfisgötu 8 opin írá kl. 8 árd. > J ti! kl. 7 síöd. £ í SkrifBíofa á sama staö opin ki. > J 9!.j árd. og kl. 8 — 9 siðd. \ * Simar: 988 (aigreiðslan) og 1294 ? J (skrifstofan). > j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á > !; mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 I j hver mm. eindálka. J ! Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan j (\ cnma hiísi snmn ! 1 Ef hún minnist peirra. Undan farið hefir máígagn í- haldssamasta hluta íslenzku þjóð- arinnar og þejrra danskra manna, er har'ðsvíraðastir hafa verið í garð vor íslendinga, gasprað ó- aflátanlega yfir því, að dönsk al- þýða, sem með 50 á,ra starfsemi að baki gegn innlendum og út- lendum ásælnismönnum hefir nú styrkt svo samtök sín, að hún er orðin þess megnug að geta hjálpað stéttarbræðrum sínum bæði hér og annars staðar, sem heyja sömu baráttu. Það hefir verið viðurkent, að við þessar styrkveitingar er ekk- ert að athuga. Meira að segja „Tíminn“ og „Vörður“ hafa játað það. En „Mgbi.“-ritstjórarnir og aðrir álíka „íslend“-ingar iemja sínum tómu höfðum við danska hestasteininn í hiaðvarpanuin á íhaidskoti, sem þeir eru bundnir við, og halda% áfram að frísa og hneggja og sparka sínum aikunnu fjarstæðum út af þessu máli. En hvernig stendur nú á því, að danskir jafnaðarmenn hafa styrkt íslenzka stéttarbræður? Hvernig stendur á því, a'ð yerkamenn í öllum iöndum heims studdu vefkamenn í Englandi í haráttu þeirra í verkfallinu mikia? Hvernig stendur á því, að danskir jafnaðaxmenn styðja þann flokk í Færeyjum, er kröfuharð- astur er í sjáifstæðismálum Fær- eyja? Hvernig stendur á því, að ensk- ir jafnaðarmenn styðja Indverja í sjálfstæðisbaráttu þeirra gegn örezka heimsveldinu? Hvernig stendur á því, að brezkur verkalýður stýður kín- versku byitinguna gegn enska auðvaldinu? Hvernig stendur á því, að ensk- ir jafnaðarmenn styðja þann flokk á íriandi, er .duglegastur og fast- astur er í baráttunni gegn yfir-. ráðum enska auðvaidsins þar í landi ? Hvernig stendur á því, að franskir jafnaðarmenn styðja af alefli sjálfstæðisbaráttu þeirra ný- lenduþjóða, er iiggja undir Frakk- iand? " Hvernig stóð á því, að franskir jafnaðarmenn réðust með haro- neskju gegn hemaðarbraski Frakldands og kúgun í Marokkó ng Sýrlandí? Hvernig stendur á því, að þeir Ijóstruðu upp ýmsum leyndarmál- um hervaidsins franska í Mar- okkó-, Algier-, Tunis- og Sýr- iands-máiunum ? Hvernig stendur á því, að ensk- ir jafnaðarmenn skrifuðu hverja greinina á eftir annari í blöð sín um, að ,,kotríkin“ Kanada, Suður- Afríka og Nýja-Sjáland ættu að segja að fyllu skilið við brezk yfirráð, um sama Ieyti og for- ráðamenn þessara þjóða sátu fund í Lundúnum í fyrra sumar með Georg konungi, Chamberlain, Baldwin og fleirum? Hvernig stendur á því, að for- ráðamenn þessara þjóða sögðu eftir heimkomuna, að nýlendu- þjóðirnar myndu aldrei fá frelsi sitt að íullu fyrr en enskir jafn- aðarmenn hefðu bæði tögl og hagldir í enska þinginu? Hvers vegna gáfu rússnesku sameignarsijnnamir þegar eftir byltinguna þejm ríkjum aftur sjálfstæði sitt, sem áður Iágu undir kúgun keií;araveIclisins ? Hvers vegna gáfu þeir Persíu eftir allar skuldirnar og öll „rétt- indi“, er rússneska auðvaidið átti jjar í landi? Og hvers vegna er það þá, að danskir jafnaðarmenn styðja bar- áttu íslenzkra verkamanna gegn yíirráðum danskra og íslenzkra ásæinismanna ? Geta íhaldsmehnirnir íslenzku svarað þessum fáu spurningum? Það er ekki hægt að ætlast til þess. Þeir eru svo þrælbundnir við íslenzka og danska íhaids- lund, — þeir eru svo tjóðraðir við íslenzkan sjóðþurðarhugsun- arhátt, við ,,spekulationer“, við bitiingabeiðnir og þjóðernis- hræsni, — þeir eru svo þræislega hábundnir og auvjrðTega staur- settir við afturhaldið, að almenn- um skynsemíspurningum tekst þeim eigi að svara nema út í hött. Vesaiings menn! Það væri hægt að gráta yfir ófarnaði ykkar, ef það værj tjl nokkurs. .lafnaðarstefnan er alþjóða- hreyíing. Hún beinist gegn allri kúgun og áþján. Hún berst jaínt fyrir sjálfstæði heiila þjóða sem einstaklinga. Hún kennir, að mennirnir séu bræður, sem eigi að iifa í sátt og samlyndi, en ekki sem keppinautar. Hún for- dæmir þá lj^sskoðun, sem auð- valdið kennir þjóðunum, að kapp- hiaupið og keppnjn um náttúru- gæðin milli einstaklinganna sé bezta þroskameðalið. ITún stimpl- ar slíkar skoðanir og kailar þær blóðskoðanir, því að eftir þeim vegnar einum vel að eins fyrir undirokun annars. Jafnaðarmenn í öllitm Iöndum vinna að sama takmarki: bræðra- lagi og samhjálp allra manna. Þeir iáta sig engu skifta kyn- flokkamismun eða litarháít. All- ir menn eiga að vera ein sam- starfandi heild. Jafnaðarmenn hjálpa því hverir öðrum af öll- um mætti- Enskir jafnaðarmenn eru óvinir alls auðvalds, hvar sem það er. Danskir jafnaðarmenn eru óvinir íslenzks auðvalds jafnt og þeir eru óvinir dansjts, og ís- ienzkir jafnaðarmenn eru óvinir dansks auðvalds jafnt og þeir eru. óvinir íslenzks o. s. frv. o. s. frv. íbaldið er alt af að gorta af þjóðrækni sinni og ber jafnaðar- mönnuni á brýn óþjóðrækni. En Alþýðublaðið spyr: Hvenær hefir pað heyrst, að hinir ,,betri“ borg- arar hafi borið sjáifstæðishug- sjónir þjóðar sinnar fvrir brjósti? Það hefir alt af verið „Iægri“ stéttin, sem hefir brotið af sér ok „áburðar“-okraranna og fært þjóð sína í sjálfstæðishértygin. Frelsishugsjónir hafa alt af átt trvggustu fylgjendur sína með- ai „lægri“. stéttanna, en aldrei meða! hinna „betri“ borgara. Og við skulurn bíða og sjá, hvað setur. Við skulum bíða og sjá, hvor stendur hreinni og harð- skeyttari i sjáifstæ'ðisbaráttii ís- lenzku þjóðarinnar á komandi ár- um, íslenzki íhaldsflokkurinn eöa. íslenzki Alþýðuflokkurii\n. Það væri bezt fyrir „Mgbi.“- liðið að hætta að gaspra og láta dmann skera úr málunum. Vib skuium sjá, hvor reynist betur í sjálfstæöisbaráttu okkar, íslenzki burgeisinn eða íslenzki alþýðu- maðurinn. „Mgbl.“-mönnunum og þeim á- þekkum „íslend“-ingum væri sæmra að slíta beizlið, sem þeir eru bundnir með vjö hestastein- inn í hláðvarpanum á íhaldskoti og líta frjáislega framan í þjó'ð sína, en ekki með þokuslæðu í- haldslegs hugsjónaleysis fyrir augum og froðumælgi keyptra biekkjenda um varirnar. Þeim væri sæmra að slíta helsið og berjast fyrir betri málstað, svo að íslenzka þjóðin þurfi ekki að harma barnaólán sitt, e/ húin minnist peirm. ¥limratí0si ©@ kasap tíaiaskFa verkamaaama ápin 1014 og (Nl.) Vmnutimi og laun á öllu landinu. Vinnutími. Vinnutími karlnianna var á öllu landiau 1914 að með- altali 60,5 st. á viku og kvenna 50,2 st. Vinnutimi karla og kvenna var að meðaltali 59,5 st. á viku. 1926 var vinnutíminn kominn nið- ur í 53,9 (karlmanna), 44,8 (kvenna) og 52,8 (karla og kvenna); þannig hefir vinnutími alls verkafólks í iandinu lækk- að frá 1914 að meðaltali um 6,7 stundir á viku eða ll,3°/o. Vikuldun. Vikulaun iðnlærðra verkamanna voru 1914 að með- altali kr. 32,50 á vjku og 1926 • kr. 72,16. Sé dýrtíðaruppbótin (okt. 1926) lögð við launin 1914, verða þau nú 58,96, og verður þá , bækkunin 13,20%. Hækkunin, um- fram dýrtíðina og stytting vinnu- tíma nemur 22,4°,o. Laun óiðn- lærðra verkamanna voru að jafn- aði kr. 17,44, kr. 41,10 og kr. 32,80. Bein hækkun iauna verður kr. 9,01 eða 28,1 %. — Vikulaun gervalira verkamanna á iandinu voru 1914 kr. 21,17, 1926 kr. 50,20 á viku. Launin 1914 verða með verðlagshækkun (184 stig) kr. 38,95 á viku. Hækkunjn fyrir alla verkamenn (karlmenn) nemur kr. 11,06 á 'viku eða 28,4%. Að viku- iaunin verða hærri að meðaltaii nú en 1914, ixggur í því, að skýrsl- ur eru fyrir 30 000 manns fíeiri pú (óiðnlærðra) og 17 000 (iðn- iærðra). • Vikulaun jðniærðra kvenna voru að meðaitali árið 1914 kr. 22,14 og 1926 kr. 51,97. Raun- veruieg vikulaun voru kr. 40,73 eða bein hækltun um kr. 11,24 eða 27,6°/o. Óiðnlærðar konur höfðu i vikulaun 1914 kr. 12,38 á viku og 1926 kr. 33,21. Raun- veruieg laun 1914 voru kr. 22,77 á viku, bejn hækkun kr. 10,44 og að meðaltali 45,8%. Vikuiaun gervallra kvenna á landinu voru 1914 að meðaltali kr. 13,79 og 1926 voru vikuiaun þeirra kr. 35,20. Vikulaunin 1914 verða með dýrtíðartölunni (184) kr. 25,37 eða kr. 9,83 meiri á viku eða 38,7 °/o hækkun. Vikulraup alis verkafólks, á landinu 1914 (karla og kveixna) voru kr. 20,36 og 1926 kr. 48,04. Sé launatalinu 1914 breytt í nú- tíðariaun, verða þau kr. 37,45 á viku. Umfram uppbót fyrir dýr- tíðina og auk 11 °/o styttri vinnu- tíma á viku hafa verkamenn feng- ið beina hækkun launa sinna um kr. 10,59 á viku eða 28,3%. í skýrslunum er þess getið bæði fyrir Kaupmannahöfn, kaupstaðí og sveitir, að launahækkunin (umfram dýrtíðina og stytting vinnutíma) Itafi að miklu leytí frá hækkun tímaborgunar og til- töluiauna, en liggi þó mest í þvi, að verkamenn afkasti meira nú en 1914 — þrátt fyrir stýtting vjnnutimans. Ég hefi ekki skýrslur um kaup Verkamanna í öðrum löndum við höndina til samanburðar, en. launin eru naumast hærri ann- ars stað*ar, heldur miklu fremur lægri, og þó verður ekki sagt, að danskir verkamenn verði of feitir af þeim launum, sem þeir hafa að meðaltali. íslenzkir verka- menn verða sjálfsagt enn ver settir, þegar tekið er tillit til dýr- tíðarinnar og krónuverðsins. Þeir munu naumast hafa fengið hall- ann við dýrtíðina bættan, og ekki neidur hafa þeir unnið neitt, er nemur, hvað vinnutíma snertir, þegar undan eru skiidar fáar iðn- greinar. Eins og ég tók frani í upp- hafi, hefi ég því nær eingöngu naldið mér vjð meöaltaiið (viimu- tima og launa), og því vita menn lika, að ýmsar stéttir hafa hærri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.