Tíminn - 11.10.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.10.1961, Blaðsíða 11
11 M IN N, miðVikudaginn 11. október 19(ix. Saklausa sagan Ungu hjónin ætluðu að gæta þess, að fá að vera í friði í brúðkaupsferðinni, og þess vegna fóru þau í snjáð föt, fengu léðar gamlar og lúðar ferðatöskur, og hann gætti þess að sýna henni ekki of mikla umhyggju, þegar aðrir voru viðstaddir. Allt fór vel um hríð, eða þar til að þau voru á heim- leið aftur. Þá komu þau inn í anddyri hótels eins — hún rogaðist auðvitað með tösk- urnar — en hann skálmaði að afgreiðsluborðinu og sagði: — Okkur vantar hjóna rúm með herbergi! SegiS svo, a8 Ijósmynd geti ekki veriS listaverk! Þessi mynd er eftir dansk- an Ijósmyndara, sem heifir Per Kjelstrup. Ekki vitum við fyrir víst, hvað þið finnið út úr henni, en ef þið snúið blaðinu á hvoif, getið þið lesið ykkur til um það, hvað við sáum í henni. 'uujs gnujo? essajq ge uene jn;sajd jba 'puAiu ijessaq i umes giA uias 'geq Stelpan frá Napolí loksins fullorðin! í íbúð sinni í Róm, þrung inni ilmi hundrað rauðra rósa, situr Sophia Loren og hvarflar seiðandi aug um sínum um íbúðina, meðan hún talar. Fagran vöxt hennar hylur lát- laus, rauður kjóll. Hún ber enga skartgripi, ut- an demantshring á fingri. Það er 27. aftnæligdagurinn hennar. Tími til að íhuga liðha tíð, virðist hemii. Fyrir tveimur árum álitu kvikmyndaframleið- endur i Hollywood, að ferill hennar væri raunveruilega á enda. Þó að hún hefði leikið með mörgum af vinsælustu leik- urum i Hollywood, höfðu flest- ar þær myndir ekki gengið vel. Þegar hún sneri aftur til síns heimalands, Ítalíu, var útlitið ekki gott. Nokkrar ítalskar mynd ir ef til vill, síðan hægfara aft- urhvarf til frægðarleysis. Þetta var fyrir tveimur áruim. Me8 á ný í dag — eftir stórbrotinn leik í kvikmyndinni „Two women“, sem færði henni verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes, og s-umir telja, ag muni einni-g , hepni Óskarsverðlaunin — ; er,'Sophia, Loren með á ný. Og að_ maklegheituim. íklædd druslum, með úfið hár og ómáluð birtist hún í gervi dyggðugrar konu. Er þetta skrautbrúðan í „The Millionair- ess“, hin freistandi, fávísa kona í „Houseboat"? Ótrúlegt, en satt. Á einni nóttu lýkur baráttu hennar fyrir að vera þekkt fyrir annað en brjóstmál sitt. Hún getur nefnt. hvaða leikstjóra, 9em hún kýs, leikið hvaða hlut- verk sem hún vill. Eg varð fullorðin Gagnrýnendur segja: Hrífandi, ótrúlegt, óviðjafnanlegt. Kvik- myndaframleiðendur segja: Hver jafnast á við hana? Hver hefur nógan kynþroska, nóga hæfi- leika, nóga blíðu til að hræra hjörtu manna raunverulega? Ekki Taylor, ekki Monroe, ekki Signoret. Engin. Og svo situr hún hér, hristir höfuðið við öllu þessu, fyllir í- búðina meg kvenlegum yndis- þokka. Stelpan frá Napolí, sem nú ekur um í Rolls Royce. — Eg varð fullorðin, segir hún, — annað skeði ekki. Eg kom aftur heim til fólksins míns, og ég varð fullorðin. ARir lofa leik minn | „Two women". En þag er það auðveld asta, sem ég hef leikið til þessa. Eg lék af eigin reynslu. Eg þurfti ekki að ímynda mér, hvernig ég mundi haga mér í slíkum kringumstæðum: Eg vissi það. Ó, ég meina ekki, að mér hafi nokkurn tíma verið nauðgag af hermönnum, eins og í myndinni. En ég var níu ára, þegar innrás in var gerð í Napólí, og ég man svo vel, hvað ég hugsaði, þegar ég sá þá fyrst. Eg elska þig" Og Vittoria de Sica var leik stjóri. Hvers gat ég frekar ósk- að? Hann treystir mér, eins og ég treysti honum. Það var hann, sem stjórnaði fyrstu góðu mynd inni minni „The Gold of Napl- es“. Hvemig getur mér mistek- izt undir stjórn slíks manns? Hann mun stjórna næstu mynd minni, „Boccaccio 70“. Upphaflega átti ég að leika dótturina í „Two women“. Magn- ani átti að vera móðirin. Dag nokkurn fékk ég símskeyti frá de Sica: „Eg elska þig. Treystu mér. Leiktu móðurina". Og ég samþykkti. Þarfnaðist Hollywood Sögunni var breytt. Dóttirin var gerð aðeins 13 ára. Og það gekk. Enginn gerði athugasemd við það, að ég, 26 ára, skyldi leika móður 13 ára barns. Þegar ég sé myndina, get ég ekki trúað, ag það sé ég, sem er þama á tjaldinu. Eg blekki jafnvel sjálfa mig. Eg græt yfir því öllu aftur. Þvílíkt táraflóð. En eitt verður að skiljast. Eg sé ekki eftir vera minni í Holly wood. Myndirnar vora ef til vill ekki góðar. En ég lærði mikið á þessu öllu. Eg hefði ekki get- að leikið í „Two women“ fyrir fimm árum. Eg þarfnaðist Holly- wood til að hjálpa mér á þroska- brautinni. Ein góð mynd bjargar Það er ekki þeirra sök, að þeir vissu ekki, hvað þeir áttu ag gera við mig. í augum Amer- íkumanna eram við ftalir enn þá flestir þjónustufólk eða slæp ingjar. Og þeir hafa aldrei getað tek- ið við erlendri leikkonu fyrir Framhald á 15. sfðu. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.