Tíminn - 15.10.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.10.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, sunnudaginn 15. október 1961. 5 Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Krjstjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit stjórnar: Tómas Karlsson. Auglýsinga- stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur i Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Aug Iýsingasími: 19523. Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f. — Áskriftargjald kr 55.00 á mán innanlands. í lausasölu kr 3.00 eintakið Bjarni og Einar Það er að ýmsu leyti broslegt að lesa blöð Sjálf- stæðisflokksins og Sósíalistaflokksins um þesar mundir, þegar þau ræða um Framsóknarflokkinn. . í blöðum Sj álfstæðisflokksins er reynt 'eftir megni að hamra á því, að Framsóknarflokkurinn sé orðinn undirlægja kommúnista. í blöðum Sósíalistaflokksins er hins vegar hamrað á því af næstum eins miklu kappi, að Framsóknarflokk- urinn sé á hraðri leið til hægri og stefni beint til sam- starfs við Sjálfstæðisflokkinn. Það má segja hið sama um þessar fullyrðingar íhalds- blaðanna og kommúnistablaðanna. Fullyrðingar beggja eru jafnfjarri sannleikanum. En þá er komið að því broslega í þessum skrifum. Það eru nefnilega ekki nema rétt tvö ár síðan, að allir þingmenn Sósíalistaflokksins kusu Bjarna Bene- diktsson 1 æðstu trúnaðarstöðu Alþingis, forsetastöðuna í sameinuðu þingi. Jafnlangur tími er síðan, að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins kusu Einar Olgeirsson til þess að gegna öðru virðingarmesta embætti Alþingis, forsetaembættinu í neðri deild. Það stafaði ekki af neinu ógáti eða tilviljun, að þeir Bjarni og Einar skiptust þannig á um virðingarstöður. Þetta var sprottið upp úr alllangri og innilegri sam- vinnu. Einar Olgeirsson hefur lýst því mjög skilmerki- lega í þingræðu, hvernig hann hafði samvinnu við þá Bjarna Benediktsson og Ólaf Thors um að sprengja upp kaupgjaldið sumarið 1958 og gera vinstri stjórninni þannig ókleift að starfa. í framhaldi af því, að þessum félögum tókst að bola vinstri stjórninni frá, hófu þeir samvinnu um að gerbreyta kjördæmaskipun landsins. Hámarki náði þessi samvinna þeirra, er þeir skiptu á milli sín virðulegustu embættum Alþingis. Eftir haustkosningarnar 1959, þurfti Bjarni hins veg- ar ekki lengur á Einari að halda. Honum nægði Alþýðu- flokkurinn. Þá byrjuðu þeir að skamma hvorn annan að nýju. En nýlegir atburðir hafa sýnt, að enn liggja sterkir leyniþræðir milli Thorsaradeildar Sjálfstæðis- ílokksins, sem Bjarni er forsprakki fyrir, og þeirrar deildar Sósíalistaflokksins, sem er kennd við Rúbluna og Einar stjórnar. Þess vegna geta menn ekki annað en brosað, þegar Bjarni er að afneita Einari og Einar er að afneita Bjarna. Það, sem gerðist á Alþingi sumarið 1959, þegar Bjarni og Einar skiptu milli sín helztu embættum þar, getur átt eftir að gerast aftur, ef það er talið henta hagsmun- um stórgróðamanna og liðsmanna Moskvu, sbr. verk- föllin 1958 og kjördæmabyltinguna 1959. Ný stefna í ríkisbönkunum eru það bankaráðin, sem kjósa bankastjórana. Þar sem bankastjórar hafa verið fleiri en einn, hefur verið valið í þessar stöðuf m. a. með það fyrir augum, að gætt yrði stjórnmálalegs jafnvægis milli flokka. Nýlega hefur verið ráðinn bankastjóri í Búnaðar- bankanum. M. a. með tilliti til framangreinds sjónar- miðs, studdi fulltrúi Framsóknarflokksins, Hermann Jónasson, til þess starfs Benedikt Guttormsson, þaul- reyndan og viðurkenndan bankamann. Formaður bankaráðsins, Jón Palmason, sem er annar Walter Lippmann ritar um alþjóðamél- "" Sú staðreynd verður ekki um- flúin, að til eru tvö faýzk ríki UMMÆLI Clay, hershöfð’ingja, á fundi með blaðamönnum í Vestur-Berlín, hafa sætt nokk- urri gagnrýni í Vestur-Þýzka- landi, og meðal bandarískra ráðamamna hefur þeim verið afneitað upp að vissu marki. En raunverulega hefur þeim ekki verig visað ákveðið á bug, og einnig er það eftirtekt arvert, áð hin vestur-þýzka gagnrýni er ekki sérlega ein- beitt eða djúpstæð. Clay sagð'i, að Vestur-Þjóð- verjar yrðu að horfast í augu við þá staðreynd, að Austur- Þýzkaland væri til og einasta vonin um endursameiningu þýzku ríkjanna tveggja lægi í því að þau efldu samskipti sín og tækju upp samningaviðræð- ur. Enda þótt þetta séu ein- föld og augljós sanmindi, var þó næsta óvænt að sjá þau á prenti, því að þetta er í fyrsta sinm, að ábyrgur vestrænn leið- togi skýrir opinberlega frá þebn staðreyndum, er fram til þessa hafa aðeins heyrzt í einka viðræð'um. SNEMMA á árinu 1958 var ég staddur í Bomn og einnig í Par ís, London og Berlín. Htvar, sem ég kom, var litið á það sem sjálfsagðan hlut — eigin lega of augljósan, til þess að leyfa umræður — að loforð hins opinbérá um endursam- einingu Þýzkalands með frjáls- um kosmingum í báðum ríkj- unum væri algerlega óraun- hæft. Sovétríkim myndu ekki leyfa samei.ni.ngu með Vestur- Þýzkaland sem aðila að ves- rænum bandalögum. En einn- ig Frakkar og Bretar voru mót fallmir sameiningu þýzku ríkj- anna. Enda þótt ég vissi þetta mik ið, komu mér þó mest á óvart ummæli eins opinbers embætt ismanns í Bonn, sem ég get því miður ekki nafngreint hér, en sem ég vissi hins vegar, að var öllum hnútum vel kunn- ugur, enda í hárri stöðu. Þessi maður sagði mér, að á sl. 15 árurn hefðu þýzku rfkin tvö fjarlægzt hvort annag svo, að það væri hreinasfa fjarstæða nú að ræða um endursamein- i.ngu undir einni stjórn. Bæði í trúarlegu sem stjórnmála- legu tilliti væri þetta mjög erf itt, þar sem annars vegar væru mótmælendur og sósíalistar í Austur-Þýzkalandi, en hins veg ar kaþólikkar og kapítalistar í Vestur-Þýzkalandi. En auk þessa grundvallarmunar, var því við að bæta, ag Vestur Þýzkaland er tiltölulega auð ugt, en Austur-Þýzkaland til tölulega fátækt. Eg minnist þess sérstaklega, að hann tjáði mér. að stjó”nin í Bom hefði gaumgæfilega athugað efna hagslegar afleiðinaar af sam ei-ningu ríkjanna. og að sú at WI'LLY BRANDT og CLAY hershöfSingi. hugun hefði leitt í ljós, að ef skattleggja þyrfti V-Þýzkaland til þess að bæta lífskjör Austur Þýzkalands til jafns við lífs- kjörin í V-Þýzkalandi, myndu lífskjörin í heild versna um þriðjung frá -því- sem nú er í V-Þýzkalandi, og þetta ásta-nd hlyti óhjákvæmilega ag verða um npkkurra ára skeið. ER ÉG ræddi við þennan mann, benti ég honum á það, að hversu erfið sem samein- ing ríkjanna kynni að vera, væri þó háskalegra, ef aðskiln- aður þeirra yrði staðfestur um aldur og ævi. Hann neitaði þessu ekki, en svaraði því til, að sameining yrði að vera hæg fara — taka jafnvel heilan mannsaldur — henni yrði að ná stig af stigi, enda öðruvísi óhugsandi. Ég spurði þá, hversu þessi hægfara sasnein- ing væri hugsuð í framkvæmd, og hinn vestur-þýzki embættis- maður svaraði, að þýzku rrkin tvö hefðu nú þegar samninga sín á milli um ýmis mál, s.s. verzlun, gjaldeyrismál og rétt V-Þjóðverja til þess ag fara ti.l Vestur-Berlínar á landi. — Foringjar beggja ríkjanna hefðu gert þessa samninga og það þyrfti að gera enn fleiri og víðtækari samninga. Með samningaleiðinni og auknum samskiptum skyldu þýzku ríkin smátt og smátt afdráttarlaust viðurkenna tilveru hvors ann- ars og slíkt kynni um síðir að leiða til stofnunar bandalags þeirra — eins konar Bandaríki Þýzkalands. Þetta, sem hér er fram sett. er einnig tillaga Krustjoffs. En ég heyrði þetta fyrst frá fyrr- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bankaráðinu, studdi einnig Benedikt. Hinn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fulltfúi Alþýðu- flokksins og fulltrúi Alþýðubandalagsins tóku aðra stefnu í samráði við forystumenn flokka sinna. Gert var samkomulag milli þeirra, komið í veg fyrir kosningu Benedikts, og annar maður kjörinn í starfið. Hér er um að ræða nýja stefnu í stjórn ríkisbank- anna. greiindum vestur-þýzkum em- bættismanni, sem er trúr fylgj andi Vesturveldanna. Orð hans eru raunhæf — fullt tilli.t og sannur skilningur á ástandinu í Þýzkalandi felst í þessum orðum. Það ætti ekki ag undra neinn, þótt Clay, hershöfðingi, hefði orð á þessu, og að það er nú farig að ræða þessa hug mynd ofstækislaust í V-Þýzka- landi. ÉG HYGG, að við munum komast að raun um það, að mikil breyting verði á ástand- inu í Evrópu, ef stefnubreyting verður í Þýzkalandsmálinu — hinni óraunhæfu stefnu um endursameiningu landanna meg almennum frjálsum kosn ingum verði varpað fyrir borð, en viðurkennt þess í stað til- vera tveggja þýzkra ríkja og unnið að auknum samskiptum þeirra á milli. Þag hefur kom- ið fram í blöðum vestan hafs, að mikil vonbrigði væru það Bandaríkjastjóm, hversu önnur NATO-ríki hefðú af lítilli alúð stutt stefnu Kennedys, forseta, í Berlínarmálinu. En sannleik- urinn verður ekki umflúinn. Stjórnir vestrænna rikja gerðu sér grein fyrir þvi, að stefna forsetans var óraunhæf og lýsti aðeins vilja manna, er ekki viðurkenna staðreyndir og engu vilja hagga. Stuðningur við slíka stefnu var engin lausn á málunum. Frá 13. ágúst s.l. er öllum mátti svo átakanlega vera ijóst, hversu óraunhæf stefna forsetans var, hefur Bandaríkjastjórn sem betur fer farið að velta hlutunum skynsamlega fyrir sér í von um skynsamari lausn en gagn- kvæmar stríðshótanir. Þjóðverjar hafa miklu hlut- verki að gegna, þ. e. að leggja grundvöll að víðtækum samn- ingum um skipan mála í Evrópu mcð það fyrir augum ag draga úr spennunni þar. Slíkir samn ingar eru auðvitað erfiðir, en þeir eru mögulegir og myndu eiga si-nn þátt í að færa mann- kynið ögn frá gljúfurbamii styrjaldar. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ ’/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ( / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ '/ '/ ‘/ '/ '/ ‘/ '/ '/ ‘/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.