Tíminn - 15.10.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.10.1961, Blaðsíða 6
6 TIMINN, sunnudagmn 15. olrtðbcr ,1-gei. bX'TTUR KIRKJUNNAR Kristur talar oft um veizlur og gestaboð, brúðkaup og dans. Hann er gleðinnar maður, sem ann unaði og ljómandi bros- um, söng og hljómum. En samt er líkt og hann sé eitthvað svo sérstæður í öllum hópnum. Gegnum dillandi hljóma brúð kaupsmarzins heyrir hann djúpan undirtón alvörunnar og ábyrgðarinnar gagnvart fram- tíðinni, lífinu, gæfunni. Angur- milt, seiðandi lag sársaukans ómar á hjartastrengjum hans, hvað sem öllu hinu ytra líður. Sál hans bergmálar englasöng eilífðar og nemur hina fín- gerðuslu tóna hins ósýnilega, mitt i glaumi veizlukvöldsins. Þar — líka þar — getur hann hugsað og sagt sínar viturleg- tízkunnar þar sem vínið glóir í kristalsbikar við gleðimál léttúðugra vara, sindra eldi frá sér, sem kveikir eyðandi loga og sjálf skikkjan, jafnvel brúð- arkjóll við bál nautnanna ýrir eitri inn í vitundina, sem síðar getur valdið óþolandi kvöl, hræðilegri þjáningum en orð megna að lýsa. Hið sama eða svipað mætti segja um skartklæðnað eigin- girni og hroka, sem of margir telja alltaf í tízku. Sjálfsálit, sýndarmennska og tál eru líka þræðir og stundum heilir hlut- ar af þessum brúðkaupsklæð- um. En ekkert af því gildir, þrátt fyrir íburð allan, þegar kropið skal fyrir höfundi alls og föður allra tíma. Þar gildir Brúðkaupsklæðið þitt ustu setningar, sín ógleyman- legustu orð. Hana er alltaf skrýddur brúð kaupsklæði sannleikans og þess mannlega skilnings, sem sér allt og skilur allt og lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Þetta brúðkaupsklæði er sér- kenni þeirra, sem líkjast Kristi og geta gjört gleði sína og annarra saiina og hreina og harmana heilaga og fagra. Það er sá búningur, sem á alltaf og alls staðar við.ogveitir bæði aðgang og unað, sé því klæðzt á réttan hátt. Það heitir á máli sumra aðeins kurteisi eða hátt- vísi, en í raun og veru er það skikkja hreinleikans og kóróna kærleikans sett gimsteinum góðvildar og innsæis, sem skil- ur, en dæmir ekki. Grísk goðsögn segir frá kóngsdóttur frá Korintu, sem ætlaði að halda brúðkaup sitt. Töfrakonan Medea gaf henni forkunnarfagran brúðarkjól og höfuðdjásn úr gulli' og gim- steinum. í barnslegri gleði klæddist brúðurin unga skarti sínu og lét kransinn á enni sér. En allt i einu kenndi hún hræði legs sársauka, sem gjörði hana altekna á nokkrum augnablik- um. Brúðarkjóllinn var gegn- drepa af atgilegu eitr’i sem verkaði við ylinn frá líkama hennar og gulldjásnið á höfði hennar sindraði frá sér eyð- andi logum. Þetta er sa^an af því brúð- kaupsklæði, sem alltof margir klæðast á skemmtisamkomum nútímans og í danssölum laug- ardagskvöldanna. Gullnir krans ar og glitrandi skikkjur nautna aðeins brúðkaupsklæði auð- mýktar og lotningar, þess er veit sig líkt og skáldið, sem sagði: „Eg er smærri en smár leita þjáður þín lífsins herra hár græddu meinin mín.“ Og með þeirri sömu auðmýkt umgengst slikur maður aðra i veizlunni, sem við köllum jarð- líf. Og það er Kristur, trúin á hann, sem einn getur veitt þetta brúðkaupsklæði, sem æ mun duga, hvar í hóp sem stað- ið er. Sá, sem hefur tileinkað sér anda hans, kærleika hans, víðsýni og umburðarlyndi, en þó umfram allt skilning hans og ástúð, með fullu tilliti til annarra veizlugesta, hann er klæddur þeim viðhafnarbún- ingi, sem er dýrmætur í aug- um Guðs og vekur hina sönnu veizlugleði í sálinni. Allir, sem eru öðruvísi klædd ir, hversu fín, sem fötin þeirra kunna að vera, hverfa ósjálf- rátt og óbeinlínis út í myrkrið fyrir utan, þótt þeir svo sætu eða sitji við háborðið í brúð- kaupssal hamingjunnar. Þá verður þeim öll gleðin aðeins sýndarglit, sem nær aldrei að hræra strengi hjartans til un- aðar og getur endað fyrr eða síðar með gráti og gnístran tanna. Því ef til vill hefur gæfugullið glatazt í veizlunni, og hægt er að segja lfkt og hugsuðurinn forni: „Kalinn á hjarta þaðan slapp ég.“ Hvernig er annars brúðkaups klæðið þitt? Árelíus Níelsson Færeysk list Það er furðulegt til þess að hugsa, að Færeyingar, sem eru aðeins 35 þúsund að tölu, skuli eiga skáld og listamenn í fremstu röð á Norðurlönduim. — Vi<y ís- lendingar, sem háð höfum svipaða menningarbaráttu og Færeyingar. fylgjuimst með sigrum þeirra í Ijóðagerð, skáldsagnagerð og myndlist, með vaxandi áhuga og! undrun. Sjálfir eigum við ekki betri skáld en Færeyingar og mél j arinn S. J. Mikines mundi sóma sér vel í hópi hinna beztu mynd listarmanna okkar. Færeyska myndlistarsýningin,; sem nú stendur yfir í Bogasalnum j er gott dæmi um grósku þessa framsækna fólks. Þar sýna fimmt- án listamenn 124 myndir og víst, er um það, að oft hafa íslending-; ar farið á flot meg verri sýningar erlendis. Langbezti maður þessarar sýn- ingar er Sámal Mikines, enda má segja að hann sé faðir fær- eyskrar myndlistar. í sumum mynda hans frá fyrri árum gætir allsterkra' áhrifa frá danska mál- aramuim Einar Nilsen. Þessar myndir eru trúarlegs eðlis og lýsa sorg og örvæntimgu mannlegs um koimuleysis. Þær eru mjög áhrifa- miklar og djúpsönn listaverk. „Heim frá jarðarför" er að mínu viti bezta mynd sýningarimnar. í öðrum mynduim túlkar Mikines alveg nýja hlið persónuleika síns, náttúrunbarnið, sem dýrkar náttúr una og sýnir hana í sterkum og björtum litum, í myndum eins og „Jónsmessubál“, „Brimiending" og „Grindadráp". Skáldið William Heinessen á •nokkrar myndir á þessari sýn- imgu, ólíkar öllu öðru. Heinesen er hámenntaður fjöllistamaður. Hann er í hópi beztu rithöfumda á Norðurlöndum og þótt á mynd um hans sé nokkur leikmamnsbrag ur, þá eru þær fullar af kímni og skáldlegu innsæi. Sérstaka athygli vakti á sýnimg- unni mynd Janus Kamban: „Pilt- ur“. Hún er fallega gerð og af mikilli kunnáttu. Næst Mikines er listakonan Ruth Smith bezti málari sýning- arinnar. Sérstaklega er „sjálfs- mynd“ hennar máluð á djarfan og áhrifamikinn hátt. „Nesbyggð" er eimnig ágæt mynd. Frida í Grótinuim á þarna sér- kennilegar og frumlegar mymdir; „Ótíðindi“ (mynd no. 22) og „Grindarekstur" (mynd no. 17). Aðrir málarar, sem myndir Zar SILDARNÆTUR MIYE SEIMO var fyrst allra netafyrirtækja í Japan til þess að flytja út fiski- net og -nætur. Nú eru veiðarfærin frá MIYE SEIMO notuð um allan heim, hér á landi eru þau notuð af nokkrum aflasælustu skipstjórunum. Net og nætur frá MIYE SEIMO eru framleidd úr NRC- nælongarni frá NIPPON RAYON COMPANY LTD OSARA, JAPAN ÞORSKANET . Þeir, sem hafa ekki enn þá pantað þorskanet fyrir næstu þorsk- vertíð eru vinsamlega minntir á að nú eru allra síðustu forvöð að fá afgreiðslu fyrir vetrarvertíðina. Eigin rannsóknarstofa MIYE SEIMO-verksmiðjanna tryggir yður beztu línur og net á hverjum tíma. Einkaumboð á íslandi fyrir Miye Seimo BARÐUR GUÐMUNDSSON, HEILDYERZLUN Templarasundi 3 Símar 15051 og 35246 eiga á sýningunmi eru Sigmundur Petersen, eimn mi'kilvirkasti mál- ari í Færeyjum; Stefan Danielsen, raunsær sjálfmenntaður listamað- ur, Hanus Hansen, Sakarías Heine sen, Súni Jakobsen, Birgitta Jó- hannesen, Elinborg Liitzen, Jakup Olsen, Ingálvur af Reyni og Terji Skýlindal. Þessi mymdlistarsýni'ng fær- eyskra li'stamamna er þekn til sóma og mikilil fengur ag því að fá hana hingað. Undirtektir al- memnings eru mjög góðar og hafa þúsundir manna séð sýminguma. Við þökkum hinuim færeysku lista mönnum fyrir komuna og ámum þeim allra heilla í menningarbar- áttu þeirra, sem verðskuldar fyllstu athygli og aðdáum. Gunnar Dal. Afturhaldsmenn, eftir William Heinesen. Ljósmyndir Tíminn, GE. Guttormur galdramaður í Múla, eftir Wiliiam Heinesen Skóverzlun Óskum eftir að ráða strax vana afgreiðslustúlku í skóverzlun. Nánari upplýsingar gefur Starfs- mannahald SÍS, Sambandshúsinu. Starfsmannahald SÍS Kaffisala Laugarnesdeilda KFUK og KFUM verður að Kirkjuteigi 33 i dag, til styrktar starfinu þar. * Verið velkomin í kaffi þangað, frá kl. 3—6 og 9—10,30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.