Tíminn - 15.10.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.10.1961, Blaðsíða 7
1 TfMINN, sunnudaginn 15. oktdber 1961. SKR FAÐ OG St'RAFAÐ Þingmenn mega ekki láta gera þingræSiS að skrípamynd. - VantrauststiIIaga Framsóknar- flokksins. - FjárlagafrumvarpiS S>er stjórnarstefnunni ömurlegt vitni. - Aflétta verður vaxta- okri og tilbúinni lánsfjárkreppu. - Kjaradeilurnar. - FljótræSi Dana. - Varfærni Norðmanna er til fyrirmyndar. - Þjóðinni ber að fá fullar upplýsingar um Efnahagsbandalagið. Alþingi hóf störf sín á þriðjudaginn var. Það er því ekki úr vegi að rifja hér upp nokkur ummæli úr forustu- grein Tímans þann dag. Þau voru á þessa leið: „Nú þegar Alþingi kemur saman, ættu alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa, að minnast þess, að þeir eru kosnir á Alþingi ekki sízt til þess að sjá um, að ekki sé grafið undan stöðu Alþingis, voldugustu og merkustu stofn un landsins og sem bezt hef- ur gefizt íslendingum frá öndverðu. Ástæða er til að minna á þetta nú, þvi að með óvenju- legum og fruntalegum hætti hefur verið vegið að Alþingi með ráðstöfun ríkisstjómar- innar til að taka gengisskrán ingarvaldið úr höndum þess, án þess að kveðja þlngið sam- an. Ef þannig verður fram haldið verður þess ekki langt að bíða að ríkisstjómin geri þingræðið að skrípamynd — og stjórni með tilskipunum í stað löggjafar. Þjóðin hefur falið alþingis- mönnum sínum gæzlu lýðræð is og þingræðis í landinu og þeim ber að gæta þess, að stjómskipun landsins og rétt allsherjarregla 'sé í heiðri höfð. Séu alþingismenn þessa minnugir og veiti þeim að- hald, sem útaf réttri leið sækja í þessu efni, hvað sem pólltískum tengslum við þá að öðru leyti líður, munu vítin verða til varnaðar og þing- ræöið styrkjast. Bregðist alþingismenn á hinn bóginn í því að halda fast á réttri þingræðisreglu, ef „þeirra menn“ eigi í hlut, er mikil hætta á ferðum, eins og nú horfir.“ Vantraustið Það er í fullu samræmi við það, sem er sagt hér að fram- an, að Framsóknarflokkurinn lét það vera fyrsta verk sitt á hinu nýja þingi að flytja tillögu um vantraust á ríkis- stjómina. Margt hefur núv. ríkis- stjóm aðhafzt rangt, en þó ekkert verra en það að svipta Alþingi valdi með bráða- birgðalögum og byggja síðan á þvi hefndarráðstöfun, geng islækkunina, sem eklci var aðeins óþörf, heldur skaðleg öllu efnahagslífi þjóðarinnar. Þessar aðgerðir ríkisstjórn- arinnar stríða jafnt gegn lýðræðinu og efnalegum hag landsmanna. Stjórn, sem þannig hagar sér, ber að svipta völdum, og gefa þjóðinni kost á með nýj um kosningum að velja sér annað og betra stjórnarfar. Frá setningu Alþingis á þriðjudaginn var. Fjárlögin Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1962, sem lagt hefur ver- ið fram á hinu nýja Alþingi, er glögg sönnun þess, hvernig stefnt er nú óðfluga út í al- gera fjárhagslega ófæru Á sjóðyfirliti fjárlágafrum- varpsins eru niðurstöðutöl- urnar áætlaðar 1721 millj. kr. eða 170 millj. króna hærri en í fjárlögum þessa árs. Raun- verulega er hækkunin þó mun meiri, þar sem ýmis lögboðin útgjöld eru strikuð út af frumvarpinu til þess aö ná endum saman á papírnum. Þrát fyrir mikla tekjuhækk un af völdum gengislækkun- arinnar, eru fjárlögin raun- verulega með 55 millj. króna greiðsluhalla, þótt á pappírn- um sé áætlaður 6 millj. kr. greiðsluafgangur. Þetta ligg- ur í því, að framlag til at- vinnuleysistryggingasjóðs á nú aö greiða með skulda- bréfum og kostnað við undir- búningsrannsóknir virkjana og jarðborana á að greiða með lántökum. Hér er um lántökur að ræða, er saman- lagt nema 61 millj. króna. Raunverulega er stórdregið úr framlögum til verklegra framkvæmda, því að þau standa yfirleitt óbreytt, þrátt fyrir hækkanir þær, sem orð- ið hafa á verðlagi og kaup- gjaldi. Hvergi örlar á minnstu við- leitni til sparnaðar í ríkis- rekstrinum heldur á meiri og minni útþensla sér stað á ýmsum sviðum. .4. Afleiðieg sam- dráttarstefnunnar Síðan núv ríkisstjórn kom til valda, hafa margar opin- berar álögur verið stórhækk- aðar og bætt við stórfelldum nýjum álögum, sbr. söluskatt- ana. Þrátt fyrir það verður niðurstaðan sú á næsta ári, að framlög til verklegra fram kvæmda raunverulega stór- lækka og greiðsluhalli verö- ur þó verulegur. Það, sem hér blasir við, er eitt af mörgum afle'ðingum samdráttarstefnunnar. Hún dregur úr framleiðslunni, svo að ríkið þarf sífellt að leita eftir nýjum tekjustofnum eða gengislækkunum til að afla sér tekna. Jafnframt magnar hún verðbólguna eins og tölur fjárlaganna sýna bezt. Þau hækka og hækka, þótt framlög til framkvæmda dragist saman. Þannig mun þetta öng- þveiti halda áfram að magn- ast meðan siglt er eftir leiö- arljósum samdráttarstefn- unnar. Yaxtaokrið og lánsfjárkreppan Framsóknarmenn hafa þeg ar lagt fram nokkur frum- vörp á þinginu. Fleiri. verða þó flutt síðar. Meðal þeirra frumvarpa, sem þegar hefur verið lagt fram, er frv. um vaxtalækkun og aukin útlán. Efni þess er að færa vextina aftur í þaö horf, sem þeir voru fyrir „viðreisnina", og að hætta að draga sparifé landsmanna í Seðlabankann út úr sparisjóðum, innláns- deildum kaupfélaganna og viðskiptabönkunum. Það fé, sem þannig hefur verið „fryst“ í Seðlabankanum síðan „við- reisnin“ kom til sögunnar, skiptir nú orðið hundruðum milljóna króna. Hinir háu vextir og láns- fjárkreppan, sem m. a. hefur verið búin til með framan- greindri „frystingu", eiga stór an þátt í þeim samdrætti framle ðslu og framkvæmda, sem hér hefur orðið seinustu misserin. Það myndi strax verða til verulerga bóta, ef þetta tvennt yrði gert, sem áðurnefnt ,frv. Framsóknar- manna fjallar um, þótt vitan samkv. fjárlagafrumvarpinu, lega þurfi að gera miklu gerist fullgildur aðili að Efnavexti, líkt og norska stjórnin fleira til að skapa eölilegt ástand aö nýju. Kjaradeiiurnar Upplausnarástand það, sem samdráttarstefna ríkisstjórn- arinnar hefur skapað, spegl- ast vel í þeim mörgu kjara- deilum, sem nú standa yfir. Flestar eða allar eru þær háður af félögum, þar sem þeir menn, sem fylgt hafa stjórnarflokkunum, eru í meirihluta. Því verður þess vegna ekki haldið fram, að þar sé einhverj u ábyrgðarleysi eða óbilgirni stjórnarandstæö inga til að dreifa. Togarasjómenn eiga nú í samningum og gera veruleg- ar kaupkröfur. Félagi þeirra er stjórnað af stjórnarliðum. Læknar eiga í kjaradeilu. Ekkj ráða stjórnarandstæð- ingár félagi þeirra. Verkfræðingar eiga í verk- falli. Ekki er þeim stjórnað af stjórnarandstæðingum. Lyfjafræðingar hafa ný- lega samið til bráðabirgöa og er launamál þeirra raunveru- lega óleyst. Ekki ráöa stjórn- arandstæðingar í félagsskap þeirra. Þannig má rekja þetta á- fram. Ringulreiðin, sem hlot- izt hefur af samdráttar- og verðbólgustefnu ríkisstjórnar innar, hefur skipað mörgum þeirra, sem áður hafa fylgt stjórnarflokkunum, í fremstu línu kjarabaráttunar. Þetta er svo augljóst, að þaö er til- gangslaust fyrir stjórnarblöð- in að ætla aö kenna áróðri stjórnarandstæðinga um. Það eru eingöngu afle:ðingar stjórnarstefnunnar, sem segja hér til sín. Bráðlæti Dana í danska blaðinu „Finans- tidende", sem er íhaldssamt, birtist nýlega grein, þar sem það er sagt, að Danir. geri sér ekki enn almennt grein fyrir því, hve miklu þeir afsala af sjálfstæði sínu, ef Danmörk ^agsbandalag' Evrópu. Blað- ið rekur það siðan ýtarlega, hvernig yfii'stjórn bandalags- ms er háttaö og hvernig hún er i mörgum tilfellum valda- meiri en þing og ríkisstjórn | að Idarríkisins. Er þessi grein argerð „Finanstidende" á margan hátt svipuð yfirliti bví, sem birtist um þetta efni hér í blaðinu síðastl. sunnu- dag. Margt fleira, sem komið hefur fram að undanförnu, bendir til, að danskir stjórn- málamenn hafi verið nokkuð skj ótráðir, er þeir ákváðu að sækja um inngöngu í banda- lagiö, og gagnrýni vaxi því meðal almennines Sennilegt er að þetta leiði til þess, að Danir dragi samningav'ðræö- ur við bandalagið miklu meira á langinn en áður og leiti eft;r fleiri undanþágum en þeir ætluðu í upphafi. Varfærni Norð- manna Norska stjórnin ætlar ber- sýnilega að hafa allt annan hátt á en danska stjórn;n í þessum efnum. Samkvæmt frásögn ,Norg- es Handels- og Sjöfartstid- ende“ 11. þ. m., hefur norska stjórnin ákveðið að óska ekki eftir fullri aðild eða aukaað- ild að Efnahagsbandalaginu, nema allir fiokkar þ’ngsins lýsi sig því fylgjandi aðrir en hinn nýi Sósíaliski bjóðar- flokkur. Norska.stjórnin telur svo stórt spor st'gið, ef óskaö er eftir aðild eða aukaaðild, að hún vill ekki gera það, nema um það geti skapazt svo til alger þjóðareining. Sjálf mun hún ekki leggja fyrir neinar beinar tillögur um þetta efni fyrir þingið, heldur sjá þingflokkunum fyrir öllum þeim upplýsingum, sem hún getur vfeitt Það mun síðan rætt af flokkun- um hvað gera skuli. Þá hefur stj órnarflokkur- inn ákveðið að kynna málið vandlega í öllum flokksdeild- um sínum áður en hann tekur nokkura ákvörðun. Þessi vinnubrögð Norð- manna mættu vissulega vera íslendingum til fyrirmyndar. Hér hefur enn ekkert verið gert til að upplýsa þjóðina hlutlaust um mál'ð, nema það, sem hefur verið sagt frá því hér í blaðinu. Að öðru leyti hefur ekki verið lagt annað til mála en blindur á- róður þeirra, sem annað- hvort eru alveg á móti banda- laginu eða vilja gana í það umhugsunarlaust Ríkisstjórn in verður hið allra fyrsta að veita þjóðinni fullar upplýsingar um alla mála-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.