Tíminn - 15.10.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.10.1961, Blaðsíða 9
9 . fgmii«|d3gin.g. ki- o&Jter VI. Sumarig eftir fékik Jón Sigurðs- son fiiref til Kaupmannahafnar, dagsett í StyMcishSlmi 29. júní 1858. Það var svölátandi: „Ég vogast til að sikrifa yður þennan miða í því trausti, að þér takið það etóki upp fyrir mér, en virðið á betri veg. Nú í mfnurn vandræðum leita ég yðar, þvi ég er fjær föður mínum, og hann get- ur ekki ráðið bót á því. f fyrra- hauist.leiddist ég inn í þá fávizku, að trúlofast dönskum manni, sem heitir Hans Peter Nielsen, og ha-nn sagðist koma meg fyrstu skipum í vor, en ég hef heyrt, að hann færi eða hefði siglt til gulln'ám- anna í Kalifomíu og hefur hann gert það til þess að fá ríkdóm, en gleymt mér. Ég hef staðfastiega vona® eftir honum með hverju skipi, sem komið hefur, en sú von brást mér. Ég hef afsalað mér góðum samastöðum hans vegna, og þar á ofan má ég lfða ámæli fyrir heimsku mína. Nú bið ég yður í guðs nafni að útvega mér samastað í Kaup- mannahöfn. Ég hef peninga fyrir reisukostnaði út. Ég viidi sjá hann áður en ég dey. Æi, góði háttvirti frændi. Aumkizt þér nú yfir mig í mínum slsemu kringumstæðum. Ég hef heyrt, ag hann muni korna aftur í haust til Kaupinhafnar. Ég vildi, að ég mætti vona eftir svari frá yður með dampskipinu í Reykjavík, því það kemur fyrst til landsins, því að þaðan eru alltaf ferðirnar á, og þá vildi ég fara með ketskipinu í haust. Ég veit, að einhver pía mun vera fullt eins ódugleg og ég er, án þess að ég hæli mér nokkurn hlut. Hjaltalín hér, sem ég hef verið hjá í tvö ár, getur borið um það. Ég vona.til yðar, að ég megi hafa góða von á þessu, því yðar vænleiki er al- þekktur öllum. Ég bið yður' fyrir bréfið til Hans, ef þér kynnuð að hafa einhver ráð með að koma því til hans í gullnámurnar. Fyrirgefið yðar aumu, ókunn- ugu frændkonu. Vinsamlegast. Sæunn Þorleifsdóttir. S.P. Æ, hafið þér mig í huga, þó ég sé yður ókunnug að öllu“. VII. Fleiri Hvammverjum varð hugs- að til Jóns Sigurðssonar sumarið 1858 en Sæunni Þorleifsdóttur. Prestinum varð Ijóst, að dóttir hans var íosárum, og hann fékk líka spurnir af kynnum hennar við sjómanninn danska, svo að hann þóttist vita, hvað ylli. Tók hún og brátt að sækja fast á föður sinn um liðveizlu til Kaupmannahafn- arferðar, og enda þótt honum þætti sú ráðagerð ekki viturleg, sá hann fram á, að ekki tjóaði í móti að mæla, því að sýnt var, að dóttir hans hafði einsett sér að hafa sitt mál fram. Mun henni hafa fundizt, að hún gæti ekki síð- ur bjargað sér í Danmörku en bróðir hennar, heyrnarlaus og mállaus, er átt hafði þar langa dvöl. Seint á túnaslætti settist séra Þorleifur niður og skrifaði Jóni Sigurðssyni svofellt bréf: „Ég reit yður fyrir skömmu nokkrar flýtislínur með nokkrum skruddum eins og þar er áminnzt. ,En nú fellur annað til erindis við yður, af því þér eruð svo marg- reyndur hjá öss svo mörgum af löndum yðar að vinartryggð og trú festi, auk þjóðástarinnar, sem aldr- ei mun dyljast. Svo er mál með vexti, að ein af dætrum mínum, sem heitir Sæ- unn og verið hefur í Stykkishólmi tvö undanfarin ár, er áköf orðin í því að sigla til Kaupmannahafnai' með einhverju skipi þaðan í ár. Þessu er ég mjög mótfallinn og hef gert mitt til að hindra það, að hún án undirbúnings ög félítil taki upp á því að fara þetta eins og út í bláinn, ráðstöfunarlaus, svo ég hef heitið henni að fá þann vilja sinn að ári liðnu, ef hún nú .aðhyllist minn vilja að vera kyrr. Þess vegna er mín vinsamlega bón til yðar, að þér vilduð svo vel gera næsta ár að taka af mér til vistar þessa dóttur mína eða koma henni þar fyrir, sem hún gæti not ið vinnu sinnar, því ég er fátækur til þess — eins og útlítur í mörgu — að gefa með henni til hlítar, meðan hún er að venjast þar inn- lendri háttsemi, svo ég treysti engum betur en ef þið, mikilsvirtu hjón, sem þekkið vel til, hvernig hér eður þar á stendur, vilduð eða gætuð sýnt mér þá velvild að taka hana. Hún hefur ætíð verið vönd- uð og þæg stúlka, útsláttarlaus og skikkanleg, en með einfeldni nokk uð fastlynd í því, sem hún tekur fyrir sig, og er það hið sannasta, sem ég veit um hana. Hún er að sönnu ekki heima uppalin, heldur hjá séra Stefáni sálaða, sem var í Hjarðarholti og þar á eftir á Staðaifelli hjá maddömu Benediktsen sáluðu fá- ein ár, heima hjá mér tvö ár og síðan þjónustustúlka í heldri stöð- um, nú tuttugu og fimm ára. En svo ég einskis leyni yður þess, sem ég hef heyrt, er ég ugg- andi um, að hún hafi fest trú og ást í sakleysi við sjómann nokk- urn næstliðið haust þar í Stykkis- hólmi, sem hafi gleymt trú og ást við hana eins og það gerist — og sé aðalhvöt hjá henni — þó hún hugsi ei framar til hans sem bet- ur fer — að sigla, að aðhyllast hér ekki langa dvöl, eftir geðsmuna- lagi hennar. Æ, ég vildi eins og ávikið er feginn mega biðja yður og vænta ásjár í þessu, því hún er þó væn stúlka í eðlj sínu, og fá að vita sem fyrst málalok bænarinnar". VIII. Árið 1859 leið svo, að ekki varð af siglingu Sæunnar prestsdóttur, enda hafði faðir hennar svo um hnútana búið. í stað þess að fara til Kaupmannahafnar fluttist hún heim í Hvamm. En ekki dvínaði útþráin við það, nema síður væri. Virðist liggja nærri að ætla, að hún hafi verið þjökuð af hugsýki, jafnvel varla mönnum sinnandi. Vorið 1859 kom Jón Sigurðsson til fslands til þingsetu. Var hon- um þá margt andhverft, því að eigi var aðeins gegn þungum straumi að stríða í réttarmálum íslands eins og jafnan, heldur snerusf nú landsmenn mjög gegn SÍÐARI HLUTI honum vegna afstöðu hans í kláða- málinu. Þingið 1859 hófst með því, að hann var felldur frá for- setastarfi, og áður en því lauk, tók að brydda á þeirri andstöðu, sem Jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóðólfs, veitti honum um skeið. Jón hefur haft um annað stærra að hugsa en hugraunir Sæunnar prestsdóttur í Hvammi og fýsn hennar til þess að dveljast í því landi, er fóstrað hafði hinn brigð- ula sæfara, Hans Peter Nielsen, sem í unaði breiðfirzks síðsumars hafði reikað með henni um hinar prúðu hæðir og skjólsælu lautir Stykkishólmskaupstaðar. Heima í Hvammi hvarflaði hug- urinn þó enn til Jóns. Enn vænti séra Þorleifur sér liðsinnis af hon um. Seint í júlímánuði settist hann niður og skrifaði Jóni nýtt bréf um málefni Sæunnar sinnar. Og nú hafði honum dottið snjallræði í hug. Prestur virðist hafa haft vak- andi auga á nýjungum um vinnu- brögð, og nú veit hann skil á því, að til er tæki, stem fljótlegra er að prjóna með en gömlu hand- prjónunum. Hann hefur minnzt baráttu sinnar fyrir vefstólnum hér á árunum, er vafalaust hefur þótt kjörgripur í höndum Páls. Mátti nú ekki slá tvær flugur í einu höggi: Fá styrk til þess að koma á nýjum vinnubrögðum við prjónaskapinn og fullnægja ástríðufullri löngun Sæunnar til þess að kynnast dýrð Kaupmanna- hafnar? Bréfið, sem hann skrifaði Jóni Sigur'ðssyni, var á þessa leið: „Ég óska yður til lukku og far- sældar við alþingisstörfin og öll- um, sem að þeim vinna vorri þjóð til gagns og sóma. Ég minntist að nýju yðar góða bréfs af lOda nóvember fyrra ár, og hef ég svarað því með póst- skipinu næstliðinn vetur, viðvíkj- andi Sæunni dóttur minni. Mér verður að vera það mál umvarð- andi vegna hennar sterku eftir- löngunar, eins og ég hef á vikið við yður, og enda vegna hennar heilbrigði, svo ég vildi nú feginn mega með fyrstu ferð vænta þar- aðlútandi línu frá yður. Það mætti að vísu vera til fyrirstöðu, að ég er of fátækur til að styrkja hana og orðinn bæði gamall og þreklítill með alla framkvæmd, en á fyrir mörgum börnum, en óráðstöfuð- um, að synda, svo ég þoli ekki mik inn kostnað. Mundi ekki mega taka það frá þeirri síðu, að hún fengi styrk frá hinu opinbera til að læra á prjónastól, því prjóna- saumur hjá oss gæti komið að miklu liði, sem er mjög seinlegur hjá oss og farinn að líða undir lok, svo prjónakonur gefast hér vestra fáar eins hraðar og gagn- legar sem fyrrum? Ég gríp svona á þessu, hæst- virti! því ég hef eins og aðrir þreifað á yðar þrekmiklu ást til móðurlandsins í orði og verki eft- ir ýtrustu sannfæringu — já, sem hafið komið fram til góðs og orð- ið mörgum samlöndum að góðu liði. . Það sannast á mér, að lengi þrammar þreyttur, nú undir fjöru- tíu ár við prests- og prófastsverk í meðalbrauði, án þess að fá það eina brauð, Staðarstað, er ég hef sótt um þennan tíma. Það er eins og stjórnin viti ekki af því, hverj- ir í andlegu stéttinni hafa lengst borið hita og þunga dagsins eður hvernig þeir hafa borið hann, hvernig þeir hafa staðið í sinni kallan. Hún ætti að líta nákvæm- ara eftir henni, því að hún getur mikið verkað, mikið til góðs, eink um ef hún hefur þor og þrek — góða forstöðu. Ég hef nú ritað þessar línur í skyndi og bið yður velvirðingar á þeim, eins og lína upp á aðalefnið viðvíkjandi minni vesalings dóttur væri mér æskileg frá yðar góðu hendi". IX. Enn brugðust þó vonir prests og Sæunnar. í þorrabyrjun 1860 skrifaði séia Þorleifur Jóni Sig- urðssyni í gremjuþrungnum mæðu tón, en var þó ekki svo langt leidd ur, að hann undanþægi ekki Frið- rik sjöunda og ráðgjafa hans öll- um slæmum getsökum. í því bréfi voru þessi orð: „Það verður tíðast árangurslítið að leita okkar háyfirvalda hér í einu sem öðiu. Þeir gerast hjá- sneiðingarsamir við bænir vorar, eins og viðvíkjandi Sæunni dóttur minni um styrk af opinberum sjóði að nema prjónastólsvefnað ytra með fleiru. Það er gert lítið úr okkur, fátæku embættismönnun- um, þó við höfum lengi borið hita og þunga dagsins og eins og orð er á, auðnazt sumum að standa sómasamlega í okkar kallan. Kon- ungur vor veit ekkert af því né hans stjórnarráð, en haldið fast í fjármunastyrk, einkum við and- legu stéttina í landinu og til við- reisnar nauðsynlegum fyrirtækj- um fósturjarðar vorrar“. Og svo fór sem séra Þorleif uggði: Konungur vii'ðist aldrei hafa komizt á snoðir um það, að prestinn í Hvammi vantaði prjóna- stól handa táldreginni dóttur sinni, og jafnvel Jón Sigurðsson leysti ekki vanda prests. Sæunn Þorleifs dóttir steig aldrei fæti sínum á það land, þar sem fleiri menn heita Hans en annars staðar í heiminum, og hún leit ekki aug- um þá borg, er alið hefur fleiii menn, er nefnast Nielsen en allar aðrar borgir. Þaðan af síður fékk hún hnýtt saman á ný slitna þræði vestur í gullgrafaraþorpum Kali- forníu. Það átti fyrir Sæunni að liggja að giftast tvisvar, en báða menn sína missti hi^n, sinn með hvorum hætti. Prjónastóll mannlífsins fléttaði henni örlagaþræði á ýmsa vegu. En þrátt fyr'ir margt misjafnt, er hún fékk að reyna, lét hún sig fleira skipta en það eitt, er varð- aði hagi hennar sjálfrar. Ef til vill hefur þar kennt áhrifa frá Jóni Sigurðssyni. Þegar Sæunn Þorleifsdóttir var öldruð kona á ísafirði, gerðist hún handgengin Skúla Thoroddsen og varð þá oft skrafdrjúgt um stjórn mál og stórviðburði í útlöndum. Hún tók innilega ‘þátt í baráttu Búa, þegar þeir áttu í höggi við brezka jötuninn, og Japani bar (Framnaio a ta siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.