Tíminn - 15.10.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.10.1961, Blaðsíða 11
TJÍJtf l N N, sunnudaginn 15. október 1961. Át allan ættflokkinn og loks sjálfan sig Taugaveikluðu fólki er ráðlagt að lesa þessa grein alls ekki, og annað fólk varað við að lesa hana fyrr en eftir mat , ... ............ i Fyrir nokkrum árum bár- ust sorglegar fréttir af enda- lokum hjónabands eins í Ug- anda: Einn hinna innfæddu hafði setið að sumbli. Þegar hann kom heim, fann hann 22 ára konu sína í glöðum félagsskap hvorki fleiri né færri en þriggja kátra karla. Hið óhjákvæmilega rifrildi leiddi af sér dauða eigin- mannsins, og nú reis það vandamál fyrir ungu konuna og hina þrjá elskhuga henn- ar: Hvernig gátu þau á auð- veldastan hátt losnað við líkið? Það endaði með því, að þau limuðu það í sundur, suðu það og átu, allt nema höfuðið og annan fótinn, sem þau geymdu til síðari tíma. — Þetta var það bezta kjöt, sem ég hef nokkurn tíma smakkað, sagði ein mannæt- an, þegar hún var dregin fyrir rétt. Pylsusalinn í Berlín Sagan um pylsusalann Gross- man í Berlín er annað dæmi um mannakjötsát á síðari tímum. Um 1920 hafði hann pylsuvagn- inn sinn á einni af járnbrautar- stöðvum Berlínar. Hann var lít- ill, grannvaxinn maður, hrukk- óttur í andliti með lafandi yfir- skegg. Á hálfsmánaðar fresti skrapp hann fremst fr'am á brautarpall, þangað sem fjórða- farrýmisvagnarnir stönzuðu. Þar beið hann, unz hann sá ófram- færna stúlku, sem eftir útliti að dæma var að koma í fyrsta sinn til borgarínnar til þess að fara í vist. Þegar slíka stúlku bar fyrir augu hans, gaf hann sig á tal við hana og spurði alúðlega, hvort hann gæti hjálpað henni nokkuð, svo tók hann af henni töskurnar og bar þær fyrir hana. VantaSi ráðskonu Áður en langt um leið kom hann því að, að það stæði einmitt svo á fyrir honum, að hann vant- aði ráðskonu í piparsveinsíbúð sína. Hann borgaði vel, sagði hann, og það var svo sem ekki . mikið að gera. Oftast nær létu stúlkurnar undan og réðu sig sem ráðskonur hjá þessum smá- vaxna pylsusala. Furðu margar stúlkur Grossman lét þær vinna í nokkra daga. Þær þvoðu af hon- um fötin og gerðu hreint í íbúð- inni. Þegar þær voru búnar að því, slátaraði hann þeim og hakk- aði kjötið í pylsur. Pylsurnar seldi hann að sjálfsögðu úr vagni sínum á brautarstöðinni. Þetta gekk allt saman vel um hríð, eða þar til nágrannarnir fóru að undrast yfir þessum stanzlausa straumi af ungum stúlkum í kringum heimili Grossmans og gerðu lögreglunni aðvart. í hí- býlum hans fundust ógrynni af kvenfötum, og hann meðgekk rétt fljótlega. Mjög góðar pylsur Hvort hægt er að kalla svona lagað mannætustarfsemi er óvist. Það er staðreynd, að kúnnarnir, sem skiptu við Grossman, voru afskaplega hrifnir af pylsunum hans, en að hægt sé að draga af þessu þá ályktun, að allir séu í rauninni hneigðir til mannakjöts- áts, er hreint ekki eins víst. Við getum aðeins fullyrt eitt: Manna- át er ekki algengt í heiminum nú til dags. Það hendir auðvitað, að menn borði menn, en alls ekki i eins ríkum mæli og tíðkaðist áð- ur fyrr. En hvað var áður? Sagan segir hins vegar svo skýrt frá mannaáti, að ekki verð- ur um villzt. Víðast hvar i heim- inum hefur mannaát einhvern tíma tíðkazt, þó mismunandi mik- ið, eftir mismunandi reglum og af mismunandi ástæðum. Bók um mannát Garry Hogg, enskur fræðimað- ur, hefur tekizt á hendur að rannsaka þetta efni. Árangurinn af þessu starfi hans er bókin „Cannibalism and Human Sacri- fice“, lauslega þýtt Mannakjöts- át og mannafórn, og í þessari. bók er að finna skýrt og greinilegt yfirlit yfir mannaát í öllum heimshornum. Sums staðar, eins og t. d. á Fiji eyjunum i Kyrra- hafi og meðal ákveðinna afrískra ættflokka, var mannaát — eða tropofagi, eins og það var kallað á grísku — einföld afleiðing löngunarinnar í sérlega bragð- gott kjöt, en víðast hvar var þessi siður samofinn trúarlegum eða dularfuilum athöfnum með mis- munandi flóknum undirstöðum. Frumstæð rökvísi Vitað er að evrópskir trúboð- ar og landkönnuðir hafa horft á mannát með hryllingi og skelfingu. Þegar þeir spurðu hina innfæddu, hvers vegna í ósköpunum þeir gerðu þetta, bar svarið oftast keim af hinni und- arlegu — og ómótmælanlegu — rökvísi hinna frumstæðu þjóð- flokka: Maóríarnix á Nýja-Sjá- landi sögðu: Fiskar hafsins éta hverjir aðra, stóru fiskarnir snæða hina minni, hinir litlu borða skordýr, hundar borða menn og menn hunda, einn guð étur annan, — og hví skyldum við ekki mega éta hver annars hold? Dajakkarnir á Borneo spurðu: — Ef við borðum ekki kjötið af drepnum stríðsmönnum, hvaða von höfum við þá um að verða eins hraustir og þeir? Gömul skylda Margir ættflokkar kunna furðu- legar sögur um það, hvernig stendur á mannakjötsáti þeirra. Sameiginlegt flestum þeim sög- um var það, að forfeður ættflokk- anna, eða guðir þeirra, — ef þetta tvennt var ekki eitt og hið sama — höfðu skyldað ættina til þess að leggja stund á mannaát. Frá Nígeríu er t. d. þessi saga um einn slíkan „forföður"! Haukurinn missti bita Fyrir langa, langa löngu flaug haukur yfir kofa höfðingjans og missti bita af mannakjöti niður í súpuna, sem einmitt var verið að malla handa höfðingjanum. Enginn sá það, en höfðinginn varð strax svo hrifinn af matn- um, að hann lét kalla fyrir sig alla sína kokka og skipaði svo fyrir, að í framtíðinni ætti súpan einmitt að hafa þetta kostulega bragð. Það gekk náttúrlega ekki greitt fyrir vesalings kokkunum að uppfylla þær kröfur höfðingj- ans. En höfðinginn var skapmik- Ul, og þegar enginn þeirra gat mallað handa honum súpu með réttu bragði, lét hann drepa kokkana sína einn af öðrum og skipaði nýja til starfa. Þeir reyndu allt, sem þeim gat til hugar komið, fiska, fugla, undar- leg skordýr, en allt kom fyrir ekki. Enginn gat gert súpu, sem þóknaðist hans hágöfgi. „Sjóðið úr Honum súpu!" Að lokum þraut höfðingjann þolinmæði. Hann tók kylfu sína og dauðrotaði elzta kokkinn með einu höggi, — Skerið hann í spað, öskraði hann til hinna kokkanna, — og sjóðið úr honum þá súpu, sem hann gat ekki kokk- að! Titrandi af skelfingu brytj- uðu kokkarnir starfsbróður sinn niður í pottinn, suðu af honum súpu, sem þeir síðan báru fyrir hans hágöfgi og biðu síðan hræddir og spenntir eftir því, hvað gerast myndi. Át sjálfan sig En hans hágöfgi greip ekki til kylfu sinnar, þegar hann hafði lapið fyrstu súpusopana, heldur Ijómaði andlit hans í sælubrosi, því að nú var fundin upps'kriftin að hinni sérlega bragðgóðu súpu. Eftir þetta var á hverjum degi drepinn einn þræll til þess að matbúa hann ofan í höfðingjann. Og þegar þrælarnir voru til þurrðar gengnir, var byrjað á hinum þegnunum. Og svo var höfðinginn gráðugur, segir þessi helgisaga, að einn góðan veður- dag kom að því, að hann hafði drepið alla meðlimi ættflokksins, og byrjaði þá að spæna stykki af sjálfum sér í súpuna sina. Að lokum var ekkert eftir af honum nema skinin og kroppuð beinin, kannske ofurlítil kjöttuttla hér og þar, þar semvhann náði ekki til. Og — þetta eru lok þessarar furðuleg sögu — „var það hans bani!“ FrumstæS nfsökun Sögur iíkar þessari eru þekktar í flestum héruðum. þar sem mannaát hefur tíðkazt Þær eru þess virði að taka eftir' þeim, þvi að þær benda til þess, að undir niðri sé frumstæð vissa um það. að þörf sé á að bera við einhverri afsökun, þegar mannakjötsát á í hlut, annaðhvort af trúarlegum eða sögulegum toga. Séð frá þessu sjónarhorni verð- ur einnig auðveldara að skilja hinar mörgu og sérkennilegu „tabú“ reglur, sem hafa tengzt mannaáti svo að segja alls stað- ar. Þær eru oftast runnar af því, að rieytendur þessarar fæðuteg- undar hafa það á tilfinningunni, að mannakjötsátið sé eitthvað óhreint, eitthvað, sem þeir verði að hreinsa sig af á einn eða ann- an hátt. Siðakreddur Kwakiutl-Indiánarnir í vestur- hluta Norður-Ameríku eru meðal þeirra, sem hafa innleitt þessa hreinsisiði í hvað ríkustum mæli. Þegar. lík hafði verið snætt af hamatsa, en svo nefndust piann- ætur í þessum ættflokki, var beinunum samvizkusamlega safn- að saman og þau geymd um fjögra .mánaða skeið. Fjórða hvern dag, allan þennan tíma, voru heinin flutt eftir ákveðnum og flóknum reglum í nýjan felu- stað, og þegar fjórum mánuðum var loksins lokið, voru þau tekin um borð í kanó, siglt með þau út á mikið dýpi og þeim sökkt í hafið. Vakeð yfir hamatsa Á sama tíma er vakað af mik- illi nákvæmni yfir öllum gerðum hamatsa. Þegar hann þarf að ganga örna sinna, veita nokkrir eldri hamatsar honum leiðsögu, sem í djúpum skilningi á alvöru athafnarinnar setjast á hækjur sínar og rísa upp um leiö og hann, og fylgjast af mikilli ná- kvæmni með öllu, sem hann ger- ir. Vesalings mannætan má að- eins yfirgefa kofa sinn bakdyra- megin og — þegar örnaerindun- um er lokið, og kofabúi kemur til baka — verður hann fyrst að stíga hægri fæti yfir þröskuld- inn, og cr stranglega bannað að lita um öxl. Erfitt að vera mannæta Þegar þorsti sækir á hamatsa, má hann aldrei drekka meira en fjóra sopa í einu, og fyrst skal dýfa skálinni þrisvar í vatnið. Honum er bannað að klóra sér í höfðinu nema að nota til þess sérstakt bein. í 16 daga eftir að n hafa snætt mannahold má hann ekki borða heitan mat, en þó er maturinn borinn honum heitur, og hann má ekki blása of óþolin- móðlega á hann til þess að kæla hann. Og til þess að gera þetta nú enn þá erfiðara, var heldur ekki leyfilegt að hafa samneyti við konur á þessum tíma, svo allir geta séð, að það var alls ekki svo auðvelt að vera „full- gild“ mannæta hjá Kwakiult- Indíánunum. Byrjað á því bezta Hjá mörgum ættstofnum kem- ur fram sú ímyndun, að góðir eig inleikar hins drepna endurfæð- ist hjá þeim, sem nærist af holdi hans. Þannig héldu t. d. Ástralíu- negrarnir — og reyndar margir . fleiri — að hugrekkið byg>gi í hjarta mannsins. Væri sá drepni talinn vitur maður, var b'-riað á heilanum, og ef hann hafði verið fótfrár, voru fætur hans snæddir fyrst. Anga-ættflokkurínn í Nígeríu neitaði að borða unga menn og drengi, vegna þess að þeir höfðu ekki enn þá drýgt neinar hetju- dáðir, sem vert væri að ásælast Þeir vildu heldur ekki hold gaml- ingja, því að þeirra þrek var sem óðast að fjara út. Fleyta hæfileikunum áfram Á ýmsum stöðum, svo sem hjá Jumana og Kobena ættkvíslunum í héruðunum í kringum Amazon og meðal Bihor fólksins á Ind- landi, át fólkið skrokkana af dauðum ættingjum sínum í von um að fleyta gömlum hæfileik- um áfram í ættinni. Cocoma ætt- in við eina af þverám Amazon hafði einnig svipaða fjölskyldu- tilfinningu. Ástæða þeirra til átsins vár þó næstum því falleg: — Betra að vera étinn af góðum vini en grafinn 5 kalda jörð ... „Nú er ávöxturinn þroskaður" f Nýju Guineu, sem hefur með- al núlifandi ferðabókahöfunda fengið það orð á sig að vera mesta mannætueyja heimsins, var einkennilegur siður í heiðri hafður. Þegar ömmurnar og af- arnir voru orðin of gömul til þess að koma nokkrum að gagni, var vaninn að færa þau að stóru tré og binda þau lauslega við greih hátt uppi í því. Siðan tók fjölskyldan að dansa umhverfis tréð og syngja stef, sem í laus- legri þýðingu er eitthvað á þessa leið: — Nú er ávöxturinn þrosk- aður, nú er uppskerutími. Því næst þustu allir að trénu og skóku það í ákafa, svo að gömlu vesalingarnir hrundu niður og hálfdrápust. Hin elskuríka fjöl- skylda sá um afganginn, og end- irinn á þessari hátíð var sá, að eftirlifandi ættingjar hökkuðu forfeðurna f sig með beztu lyst. Kvennakjöt í hærra verði Smekkur manna er misjafn, svo sem kunnugt er. Það er því mjög breytilegt, hvaða líkams- hluar eru taldir liúU''nga=tir. og hverjir sizt kræ=n-w;r ,4 pjjj eyjunum í Kyrrahafinu var kvennakjöt í hærra verði en karlakjöt. Á öðrum Kvrrnhafs- eyjum, svo sem nýju Kaledóníu, var konulíkaminn frið''p!e’ir. — þó aðeins bolurinn. —- 'v>‘ui’u og höndum var skint í btuta ng þsir snæddir með mik lli nægiu. Brúnaðar kartö"ur- Maóríahöfðingi f.-' Nýja-Sjá- landi, sem flutti'* t't Lnndon árið 1818 sagði frá því, að hans heimafólk bræddi f'tuna úr þrif- legum bakhlutuæ mpnna og not- aði hana til þe_s að" brúna kart- öflurnar sínar í Sami höfð’.ngi átti erfitt rneð að venja sig við enska buffið os vakti athygli á því, að svínakjöt og manna er mjög áþekkt, og kjötið af M'óría rí'ra.T.n-io o j.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.