Tíminn - 15.10.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.10.1961, Blaðsíða 14
14 TÍMINN, sunnudaginn 15. október 1961. „Blygðast máttu þín, Wulf“, sagði hún brosandi. „Líttu á hafið og himininn, sem er að sjá sem ábreiða gerð af gulli og purpura“. „Eg hef nú eflaust horft á það hálfa stund, frænka; mér fannst það líka, þar sem ég horfði á Godvin bróður minn, að ég stæði frammi fyrir lík- neski föður mins í Stangate- klaustri. „Godvin líkist máske ein- hvern tíma föður sínum, að minnsta kosti er það ósk hans, ef Guð gefur honum styrk til að framkvæma önnur eins af- reksverk og faðir hans gerði“, greip bróðirinn fram í, Wulf horfði á hann með að dáun. „Nei, það held ég ekki“, sagði hann brosandi. „Þú gæt- ir að vísu unnið afreksverk. máske enn stærri en faðir okkar vann, en helzt litur út fyrirað þú klæðist loks munka kápu en ekki brynju, nema ef verða kynni að kona rændi þig munkakaflinum og hvetti þig til stórræða. Segið mér nú bæði hvað þið eruð að hugsa um, ég hef verið að spyrja sjálfan mig þess, og er forvit- inn eftir að vita hvort ég hef getiö mér rétt til. Segðu mér nú fyrst Rósamunda hvað þér býr í brjósti, — auðvitað ekki allt — því að hugsanir hvers manns eru hans eigin eign — heldur aðeins það sem ekki er þörf að dylja“. Rósamunda andvarpáði. „Ég? Ég var að hugsa um hin fjarlægu Austurlönd, þar sem ekkert ský hylur geisla sólarinnar, er blika á hinu dimmbláa suðurhafi. Þar sem lífsskoðun þjóðanna er svo gagnólík lífsskoðun vorri“ .... „Og konurnar þrælar manna sinna", greip Wulf fram í. „Það er raunar afar eðlil'egt þó hugur þinn hvarfli þang- að, þar sem austurlenzkt blóð rennur í æðum þínum, og það af göfugum ættum, ef sagan er sönn. Segðu mér prinsessa", — sagði hann og beygði kné fyrir henni glettnislega, en gat þó ekki að fullu dulið þá virðingu, er hann bar fyrir henni í raun og veru. — „Segðu mér prinsessa, og kæra frænka mín, barnabarn Ajubs og systurdóttir hins vold uga Saladins soldáns; kemur þér nokkurntíma í hug sú ósk, að yfirgefa þetta land og fara til eigna þinna í Egyptalandi og Sýrlandi?“ Hún hlustaði á og augu hennar tindruðu. Þar sem hin tigulega Rósamunda rétti úr sér á klettasnösinni, með hið blikandi haf fyrir fótum sér, var hún í sannleika tignarleg. í stað þess að svara, spurði hún fljótlega: „Og hvernig mundi verða tekið á móti mér þar eystra, Wulf? Gættu þess, að ég er dóttir Norðurlandariddarans dArcy og þar að auki kristin“. „Hið fyrrnefnda mundi ekki standa þér í vegi, enda er Norðurlandablóð það, sem í æðum þínum rennur, ekki hið lakasta! en trú manns og trú arskoðanir get,a' hæglega breytzt!" „Wulf! Wulf!“ sagði God- vin alvarlegur, „hafðu gát á tungu þinni. Þeir hlutir eru til, sem ekki má tala um í gamni. Ég elska frændkonu mína framar öllu hér á jörðu“. „Þannig er því einnig varið með mig“, svaraði Wulf. „Framar öllu öðru hér á jörðu", endurtók Godvin. „Þó vildi ég heldur sjá hana deydda af minni eigin hendi, en að varir hennar snertu bók f alsspámannsins". „Eða einhvers afkomenda hans“, tautaði Wulf, þó svo lágt að hvorugt þeirra heyrði. „Þú heyrir Rósamunda, að þér er vissara að fara varlega, því að Godvin segir aldrei þaö sem hann efnir ekki, og væri það illur endir fegurðar þinnar og hæfileika". „Haftu ný hæðni þinni í skefjum, Wulf“, sagði hún og greip hendi sinní í skikkju þá sem hann bar utanyfir brynjunni. „Við ættum heldur að biðja Guð þess að við þyrft um aldrei að tefla slíkt taflí'. „En ef svo kynni að ske“. svaraði Wulf hátiðlega. „Þá vona ég að farsællega ráðist fram úr því, eða mun það í rauninni vera svo erfitt að velja milli skyldunnar og dauðans?“ „Það get ég ekki dæmt um“, svaraði Rósamunda, „en oft •virðist fórnin auðveld álengd ar séð, enda getur maður misst það sem er meira virði en lífið“. „Hvað ætti það að vera? Meinar þú eignir, gull eða ást?“ „Segðu mér“, sagði Rósa munda, í byrstum róm, „hvaða bátur kemur þarna fyrir ármynnið? Ræðararnir hvíldu áðan á árunum eins og þeir væru að horfa á okk- ur“. „Það eru fiskimenn", svaraði Wulf, kæruleysislega, „ég sá netin þeirra áðan“. ,En við hlið þeirra glamp- aði á eitthvað fágað það var líkast vopnum að sjá.“ „Fiskinn! auðvitað fisk- inn!“ greip Wulf fram í. „Við lifum í friöi og einingu hér í Essex. Það munu einnig vera friðsamir menn í bátnum". Rósamunda virtist ekki vera fyllilega sannfærð enn, en Wulf vakti aftur máls á hinu fyrra umtalsefni: „En hvað er Godvin bróðir að hugsa um?“ „Viljirðu endilega fá að vita það, þá snerust hugsanir mínar um Austurlönd, og hið heilaga stríð þar eystra“. ,Sem því miður hefur litla hamingju fært okkur“, svar- aði Wulf. „Fað'r okkar lét lífið í einu þeirra. Hjarta hans, sem ^var hið eina, sem aftur kom, var grafið þarna niðri í Stangate-klaustri." „Var hægt að fá dýrðlegri dauðdaga, en falla í stríði fyrir kross Krists?“ spurði Godvin. Er ekki enn þann dag í dag minnzt hetjuverka hans og dýrðlega dauða. Ég vildi óska og biðja að mér hlotn- aðist annar eins dauðdagi?" „Já, dauði hans var fagur, satt er það“, svaraði Wulf. og bláu augun hans tindruðu, og um leið greip hann fastara um handfangið á sverði sínu. „En bróðir, nú er friður í Jerúsalem eins og hér í Ess- ex, og útlit fyrir“ .... „Friður! Já að visu er þar vopnahlé í svipinn". greip Godvin fram í, „en Pétur munkur sem við hittum hjá Statange-klaustri, og dvalið hefur í Sýrlandi, flutti þá fregn, að stríð stæði fyrir dyr um, því að einmitt nú er Saladín soldán í Damaskus að safna að sér liði frá fjar- lægum héruðum. Prestar hans og herforingjar hvetja lýðinn til þess að hefjast handa gegn kristnum mönn- um. Þegar það verður, mun- um við verða í hóp þeirra, er berjast undir krossmerkinu eins og afi okkar, faðir og föðurbróðir og fleiri ættingj- ar vorir hafa gert. Eða ætt- um við að rotna hér niður í þessu þokulandi, þar sem við höfum setið svo lengi heima að ósk föðurbróður okkar, síð an við komum úr skozka leið- angrinum. Eigum við að vinna á ökrum og gæta hjarðar meðan jafnaldrar og jafn- ingjar okkar berjast móti heiðingjunum; meðan kross- fáninn blaktir og blóð krist- inna manna litar landið helga“. Sunnudagur 15. október 1961: 8.30 Létt moígunlög. 9.00 Fréttir. 9.10 Morguntónleikar: a) „Haustið og Veturinn", kaflar úr Árstíðakonsertunum eftir Vivaldi (John Corigliano fiðluieikari og Fílharmoníska sinfóníuhljómbsveitin f New York leika: Guide Cantelli stjórnar). b) „Ex,ultate, jubilate", mót- etta (K165) eftir Mozart Maria Stader sópransöng- kona og Rias hljómsveitin í Berlín flytja; Ferenc Fricsay stjórnar). c) Sónata n.r. 1 í D-dúr fyrir fiðlu og píanó op. 12 eftir Beethoven (Yehudi Menuhin og Louis Kentnerl. d) „Glataði sonurinn", ballett- músik eftir Prokofjeff (Ball- etthljómsveitin í New York; Leon Barzin st.). 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (Prestur: Séra Sigurjón Þ. Árnason. Organleikari: Páll Halldórsson). 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar: a) Píanósónata í B-dúr op. posth. eftir Schubert (Clara Haskil leikur). b) Giuseppe Taddei syngur óperuaríur. c) Sellókonsert í d-moli eftir Lalo (Zara Nelsova og Fíl- harmoníusveit Lundúna; Sir Adrian Boult stj.). 15.30 Sunnudagslögin. 17.30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur): a) Framhaldssagan: „í Mara- þaraborg" eftir Ingebrikt Da- vik þriðji kafli (Helgi Skúla- 'n les og syngur). b) Leikrit: „Emil og leynilög- regluliðið" eftir Erich Kastn- e.r og Jörund Mannsaker. — Leikstjóri: Jón Sigurbjörns- son. 18.30 Miðaftanstónloákar: Hljómsv. Philharmonia Ieikur danssýn- ingarlög. Stjórnandi: Efrem Kurtz. 19.00 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 20.00 Raddir að vestan: Þættir úr Kanadaför (Jón Magnússon fréttastjóri) 20.30 íslenzkt tónskáldakvöld: Minnzt alda.rafmælis Bjarna Þorsteinssonar (14. okt.) með flutningi úr verkum hans. Dr. Haligrimur Helgason flytur inngangsorð. — Þorsteinn Hannesson óperusöngvari syngur. — Ingóifur Kristjáns- son rithöf. les úr endurminn- ingum tónskáldsins. — Sin- fóníuhljómsveit íslands leikur lagasyrpu í hljómsveitarút- setningu .Jóns Þórarinssonar Páll Pampichler Pálsson, stj. — Þorsteinn Hannesson, Dóm- kórinn og dr. Páll ísólfsson flytja hátíðarsöngva. 21.35 Fuglar himins: Þorsteinn Ein- a.rsson íþróttafulltrúi fer í fuglabjarg og talar einkanlega um langvíuna. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 16. október: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvairp. 16.00 Fréttir og tilk. 18.30 Tónleikar: Lög úr kvikmynd- um. 18.55 Tilkynningajr. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Þor- steinn Matthíasson, skólastj.) 20.20 Einsöngur: Einar Sturluson og Ólafur Magnússon frá Mos- felli syngja, 20.40 Eirindi: Milli furutrjánna í Vedersöe (Séra Óskar J. Þor- iáksson). 21.05 Tónleikar: Fantasía í g-moll fyrir fiðl og hljómsveit op. 24 eftir Josef Suk (Alexander Plocek og Tékkneska fílharm- oníusveitin Icika; Karei An- cerl stj.). 21.30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guð- mundsson; XIX. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Búnaðarþáttur: Að veturnótt- um (Gísli Kristjánsson rit- stjóri). 22.25 Kammertónleikar: Píanókvartett í c-moll op. 15 eftir Fauré (Artur Rubinstein leikur á píanó, Henri Temai- anka á fiðlu, Robert Courte á víólu og Adolphe Frezin á selló). 23.00 Dagskrárlok. H. RIDER HAGGARD BRÆÐURNIR SAGA FRÁ KROSSFERÐATÍMUNUM FIRÍKUR VÍÐFÖRLI Úlfurinn og Fálkinn 72 — Rektu mig í gegn, herra, bað fallni maðurinn Eirík, sem beygði sig yfir hann, — ég á ekki langt eftir. Eiríkur sá, að maðurinn var raunverulega að dauða kominn, og hann varð að fá þær upplýsing- ar, er hann vantaði, fljótt. Þeir Sveinn reistu særða manninn upp — Hvaða orðsendingu áttirðu að flytja konunginum? spuiði Ei- ríkur, um leið og hann gaf her- manninum vatn að drekka. — Að Hrólfur sé fundinn, stundi maður- inn, — að Bersi sé kominn á vald Eiríks víðförla, sem enn er á lífi, — að Haugur standist þetta ekki lengur. — Geitfingur konungur á að senda fleiri hersveitir — nú hneig hann út af og var dáinn. — En Ervin, hvað með hann? hróp- aði Eiríkur, en það var of seint.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.