Tíminn - 22.10.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.10.1961, Blaðsíða 2
12 T í MIN N , sunnudaginn 22. október 1961 26% allra umferðarslysa verða vegna þess, að umferðarréttur er ekki virtur (Framhald af 1. síðu). ur ekki virtur, og er það lang- samlcga mestur hundraðshlutinn, eða rúm26%. Of stutt hil milli bíla kemur næst með tæp 15%, og ranglega beygt með 7%. 16.5% af þessum slysum hafa orðið til fyrir það, að ökumenn hafa ekið ógætilega aftur á bak, en 2.5% vegna þess, að þeir hafa ekið ó- gætilega frá gangstétt. Röng stað setning á akbraut hefur valdið tæpum tveimur hundraðshlutum, ranglega lagt 4%, þrengsli 2% og ölvun við akstur 2%. Of hrað- ur akstur á sök á 12%, gáleysi 3.5%, bifreið í ólagi 4.5%. I Búlandshöfðavegur (Kramhala al tt> slðui ur í hyggju að setja upp aðvörun, þar sem hættast er við s-kriðum. Vegurinn fyrir Búlandshöfða styttir leiðina milli Ólafsvíkur og Grafarness geysilega mikið. Verð- ur nú aðeins 30 kílómetra vega- lengd milli staðanna. Þótt vegurinn sé ekki enn opn- aður umferð, hefur hann verið dá- lítið notaður í allt sumar. Á laug- ardagskvöldum hafa stórir hópar fólks farið á milli plássa á dans- leiki og hefur það ekki látið á ság fá, þótt stundum hafi orðið að fara úr bílunum og vaða eðju á spari- klæðunum.___________________ Tillagan bíÖur (Framhald at 16 siðui Umræður þegar í stað Umræður um tilöguna hófust þegar í stað að lokinni ræðu Hekkerups. Vakti tillaga rikjauna sex mikla athygli og var almennt rædd í aðalstöðvum S.Þ. Fulltrú- ar Japans, Pakistan, Indlands, Kanada, Costa Rica, Kýpur og Gu- inea töluðu allir og voru hlynnt- ir því, að tillagan fengi forgangsf rétt til umræðu og afgreiðslu, nema fulltrúar Indlands og tGu- ineu, sem lögðu á það áherzlu, að tillaga Indverja um algjört bann .við öllum kjarnorkuvopnatilraun- urn, yrði látin ganga fyrir. En Howard Greene, utanríkisráðh. Kanada, benti á, að í tillögunni væri fólginn stuðningur við til- lögu Indlands, þar eð hún miðaði að því að forða mannkyninu frá hættunni af stórsprengingu Sovét- ríkjanna. Umræðurnar fóru fram í Stjórn málanefnd Allsherjarþingsins, og verður málið tekið aftur á dagskrá g mánudaginn. Síðdegis á föstudag var tillaga Kanada og Japans, þar sem lýst er ugg vegna kjarnorkutilrauna Sovétríkjanna og aukinnar geisl- unar og jaínfram lagt til, að veð- urstofur um allan heim fylgist framvegis vel með geislun og geislunaráhrifum, samþykkt i hinni sérstöku stjórnmálanefnd Allsherjarþingsins. Tillagan var samþykkt með 75 samhljóða at- kvæðum, en 17 ríki sátu hjá, þar á meðal' kommúnistaríkin og nokk ur Asíuríki. Hér er ekki um að ræða tillögu ríkjanna sex, þ.á.m. íslands, þar sem skorað er á Sov- étstjórnina að sprengja ekki 50 megatonna sprengjuna í lok októ- ber. Sú tillaga var formlega lögð fram á föstudag, en atkvæða- greiðsla um hana hefur ekki far ið fram enn. Fulltrúi Pakistan óskaði á föstudagskvöld eftir að gerast meðflutningsmaður tillög- unnar. í 9 af þessum 114 tilfellum var ekið á mannlausa bifreið, og 5 s'innum á nálæga hluti. í 8 skipti urðu börn fyrir bílum, í 4 fullorð ið fólk. Tveir hjólreiðamenn urðu fyrir bílum, 5 farþegar slösuðust og eitt banaslys varð. Þetta eru ískyggilegar tölur, en vonandi verður birting þeirra og línuritsins í heild tii þess að opna augu rnan-na fyrir nauðsyn þess, að þekkja umferðareglur og fara eftir þeim, og aka svo varlega, að hægt sé að afstýra slysi, þótt ófyrirsjáanlega hættu beri að höndum. Grófu gambra (Framhald al t síðu). missti vald á hjólinu, og þeir fé- lagar leniu út fyrir veg og duttu þar af baki reiðskjótanum. Annar kvoðraðist við og lá sem í roti, en hinn notaði tækifærið, þegar lög- reglan kom og meðan mágur hans gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér, til að kenna honum utn allar ófarirnar. En þegar mágurinn rakn aði við, og heyrði um framburð mágs síns, varð hann ógurlega reið ur, og þótti heldur en ekki súrt Til þess að launa fyrir sig, gaf hann sig fram við lögregluna og kærði mág sinn fyrir brugg. Sagð- ist hann geta sannað mál sitt, ef lögreglan vildi koma með honum þá sömu leið milli Vífilsstaða og Rauðavatns, sem þeir mágar fóru forðum á mótorhjólinu. Kom þá i Ijós, að þeir félagar höfðu verið svo forsjálir að grafa hluta af gambranum hér og þar með veg- inum, til þess að geta gripið il þess á heimleiðinni, eti þeir vissu sem ver. að þeir mundu þurfa að sulla miklu af miðin.im í stg. til þes' að finna til ölvunaráhrifa. í leiðangri þessum með lögreglunni funeust þrjár íiöskur, sem þeir íé- agar höfðu grafið! Þess má .ið lokum g >ta, að ekki mun ökumaður mótorhjó’sms I afa verið ölvaður, þótt hann væri mið- ur sín af gambradrykkju, heldur var hann víst öllu fremur lasinn, því að gambrinnvar illa gerjaður og ekki beint heilsusamlegur. Milljón hrogna (Framhald af 1 síðu). ur í sjónúm. Við Noreg er hins vegar mikil laxveiði í sjó. Mætti reikna með ag þrjú af hverjum tuttugu seiðum sem Norðmenn sleppa í sjó, og ná þar fullum þroska, skili sér aftur í árnar, en hin 17 mundu lenda í laxveiðitækj um í sjónum. En hér mætti reikna með að öll seiðin kæmu aftur í ferskt vatn. Á undanförnum árum hefur miklu fé verið varið til fiskiræktar í ám, án þess að óviðkomandi hefðu aðstöðu til að gera sér grein fyrir, hvað fengizt í aðra hönd fyrir út- lagðan kostnað. Slík vinnubrögð eru auðvitað frumstæð og hljóta að hverfa þegar fiskeldisstöðvar taka við. Þá kemur til greina að hafa fisk í haldi í vötnum og afgirtum vík- um og auka veiði með áburði. En allar tilraunir þessu að lútandi kosta fé og fyrirhöfn. En áhugi manna fyrir fiskeldi er nú vakinn og má marka það af því að fleiri aðilar eru með fiskeldi á prjónunum og eru jafnvel að byrja að byggja eldistjarnir. Félagsmálaskólinn Skólinn verður settur annað kvöld klukkan 8 30 í Framsókn- arhúslnu. Gunnar Dal, skólastjóri, mun flytja ávarp, sömulelðis formaður skólanefndar, Jón A. Ólafsson, Örlygur Háífdánarson og Páll Þorsteinsson. Eysteinn Jónsson mun halda erindi um stjórn- málastefnur og síðan verða umrætlur. .yw»ryHWjw;^y.'.'.v/.vj.v.ywrw.v.vwwwy.v>w/cw<H«lWti<W % ý 'ý ■>* . / ' • . /r:;) >7 ... . . U %.-•; '•- ■*> , l- -*l*/fr -í <s* /* Jr4; ',k. ■ ■ ■', ■ í ■: ' ■ wwwWii ýn"i . . J tí. \ : V7í 'i ' ' ■ ^ ; 8 Hjólsög — gerð TKN með hallanlegu blaði Þessi hjólsög hefur aflað sér vinsælda sem hentug lang- sagar-, þversagar- og geirungsvinnu sög. JJ*>ilFyrir'Skáskurði má halla sagarblaðinu um 45°. Með hand- hjóli er hægt að stilla skurðarhæðina í allt að 130 mm, við notkun á blaði sem’er 500 mm að þvermáli. Sleði vélar- innar rennur á kúlulegu rullum og við vinnslu langra verk- efna er hægt að ná allt að 1000 mm skurðarlengd. 052 Framleiðandi: VEB Ellefelder Maschinenbau, Ellefeld/Vogtl. . Útflytjandi: WMW-Export, útflutningsmiðstöð fyrir tré- og málm- smíðavélar, vörur úr ódýrum málmum, verkfæri. Berlin W 8, Mohrenstrasse 60/61 Deutsche Demokratische Republik Allar upplýsingar og verðtilboð veitir einkaumboðið á íslandi: H A U K U R BJÖRNSS0N heildverzlun Reykjavík, Pósthússtr. 13. Símar: 10509 og 24397

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.