Tíminn - 22.10.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.10.1961, Blaðsíða 3
| TjMINN, sunnudaginn 22. oktfiber Xgpi Gott veiðiveður og aflinn er góður Blaðið hafð'i í gær tal af Stur- laugi H. Böðvarssyni framkvæmda stjóra á Akranesi og spurðist frétta af síldinni á Faxaflóa. Hann sagði, að veiðiveður væri'gótt og margir bátar væru á leið í land með góðan afla, þar á meðal Höfr- ungur II. með 700 tn., Haraldur með 500, Sigrún 500, Sæfari 350, Sigurfari 250 og Skírnir 250 tn. Einnig hefði frétzt af bátum frá öðrum verstöðvum með 200—700 tunnur, þar á meðal Rifsnesi frá Reykjavík með 700 tunnur. Síldin er nokkuð langt undan Jökli, og eru bátarnir 7—9 tíma á miðin. Aflinn er saltaður og fryst ur og allir eru í vinnu, sem vettl- ingi geta valdið. Buizt var við veiðiveðri í nótt og spáð austan kalda á miðunum. Á fundi bæjarstjórnarinnar í Reykjavík hinn 19. október 1961, var samþykkt einum rómi, með 15 samhljóða atkvæðum, að gera sr. Bjarna Jónsson heiðursborg- ara í Reykjavík á áttræðisafmæli hans, 21. október 1961. Bæjarfulltrúar heimsóttu þau hjón, sr. Bjarna Jónsson og frú Áslaugu Ágústsdóttur, fyrir há- degi í gær. Geir Hallgrímsson borgarstjóri hafði orð fyrir bæjarfulltrúum og skýrði frá samþykkt bæjarstjórn- ar og afhenti hinum nýkjörna heiðursborgara bréf bæjarstjórnar um kjör hans. Sr. Bjarni Jónsson þakkaði síð- an með stuttri ræðu. Bréf bæjarstjórnar er ritað af Halldóri Péturssyni listmálara, sem jafnframt hefur verið með í ráðum um gerð sérstakrar skinn- möppu, sem bréfinu fylgir og út- búin er af Gunnari Þorleifssy-ni, bókbandsmeistara. Skipt um myndir í Ásgrímssafni f dag er opnuð ný sýning í Ás- grímssafni, og er hún fjórða sýn- ingin síðan safnið var opnað á síð- astliðnu hausti. Að þessu sinni eru sýnd 17 olíu- málverk í vinnustofu Ásgríms Jóns sonar, og eru flestar myndirnar málaðar á árunum 1930—57. í heimili Ásgríms, tveim litlum stofum, eru sýndar 16 vatnslita- myndir. í annarri þeirra eru ein- göngu myndir málaðar á árunum 1902—1912, að einni undanskilinni, en sú mynd er af Skjaldbreið, mál- uð vorið 1922. Tvær af eldri vatns- litamyndunum eru frá Ítalíu, mál- aðar 1908. í hinni stofunni eru sýndar síð- ari tíma myndir, m. á. frá Krísu- vík og úr Mývatnssveit. Ásgrimssafn, Bergstaðasræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Að- gangur ókeypis. Tjónið af brunan- um í Meistaravík mjög mikið Tímanum barst í gær svohljóð- andi skeyti frá Meistaravík í Græn landi. Brunans varð vart um klukkan 02.00. Var húsið þá alelda. í hús- inu, sem var timburhús, voru geymdir þrír bílar og tvær mjög vandaðar snjóýtur. Einnig var í því rafstöð fyrir radio- og flugstöð ina, sem riú notast við litla vara- rafstöð, sem drifin er af Volks- wagenmótor. Tjónið er mjög mik- ið, eða um 1 milljón danskar krón ur. Radiostöðin er aðeins hálfvirk vegna rafmagnsskorts. Veghefill frá Námufyrirtækinu heldhr flug- brautinni opin.ni. Almennur kirkjufundur Dagskrá Hins almenna kirkjufundar í Reykjavík 22. —24. október 1961. Sunnudagur 22. október: 10.30 f. h. Messa í Neskirkju. Sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup prédikar, Sr. Jakob Einarsson frá Hofi þjónar fyrir altari. Altarisganga. Kl. 2 e. h. Kirkjufundurinn settur í Nes- kirkju. Kr. 2.30 e. h. Framsöguer- indi: Framtíð Skálholts. Framsögu maður: Páll V. G. Kolka læknir. Umræður. 4—5 e. h. Kaffihlé. 5 e. h. Söngmálástjóri Róbert A. Ottóson flytur ávarp. Jón H. Þor- bergsson flytur erindi. Mánudagur 23. október. 9.30 f. h. Morgunbænir. Framhaldsfundur í húsi K.F.U.M. 10—12 f. h. Um- ræður um framtíð Skálholts. 2 e. h. Framsöguerindi: Um veitingu prestsembætta. Framsögumaður Hákon Guðmundsson hæstaréttar- ritari og Ásmundur Guðmundsson biskup. 3.00—4.30 Kaffihlé. 4.30 e. h. Umræður um veitingu prests- embætta. Eftir kvöldverð: Erindi: Kirkjan og ríkið. Dr. Árni Árna- son. læknir. — Það sem aðallega háir okkur hérna, sagði Sturlaugur ag lokum, er fólksleysið, en við vonumst nú til að það lagist þegar fólk fréttir af þessu. Ljósið skammt frá Færeyjum Síðan fregnin barst um furðu- ljósin út af Austfjörðum, sem Tím- inn sagði frá í gær, hefur verið haldið uppi fyrirspurnum út af ljósaganginum. En það hefur kom- ið fyxlr ekki, því enginn sá hvaðan Ijósið kom, og enginn hefur gefið sig fram tii þess að skýra nánar frá því. Fjöldi skipa í grennd við Færeyjar sá þetta ljós, og benda allar líkur til, að það hafi komið upp einhvers staðar í grennd við eyjarnar. Ber öllum, sem til þekkja, saman um það, að þetta hafi verið bæði mjög stór eld- hnöttur og að það hafi farið ótrú- legaihátt. „Bágur er blómlaus maður“ Sigurður Kristjánsson opnar málverkasýningu Sigurður Kristjánsson opn- aði í gær málverkasýningu að Laugaveg 28. Hann sýnir yfir 70 myndir, flest olíumálverk. Sýningin verður opin til 12. nóvember frá kl. 2 til 10 dag- lega. Flest málverkin eru til sölu. Þetta er fimmta málverkasýn- ingin sem Sigurður heldur síðan í vor. Hann sýndi í bogasal Þjóð- minjasafnsins 22. júlí til 3. ágúst. Þá sýndi hann á Akureyri, í Nes- kaupstað og Vestmannaeyjum. Sýningum Sigurðar var hvar- vetna vel tekið og nokkur málverk seldust á hverjum stað. Sýningar- salurinn á Laugaveg 28 er á ann- arri hæð, gengið inn sundið. Gróðrastöðin Alaska hefur opn- að blómasýningu, sem jafnframt er sölusýning, og verður hún opin fram yfir næstu mánaðamát. Fréttamönnum var í gær boðið að skoða sýninguna, sem er mjög fjölbreytt og falleg. — Bágur er blómlaus maður, — er orðtæki þeirra í Alaska. Viðleitni blóma- ræktarmannsins er ekki aðeins að græða peninga, heldur að opna augu fólks fyrir því, hversu rík- ara og skemmtilegra lífið verður hverjum þeim, sem elskar blóm og hlúir að þeim, sögðu þeir enn fremur. Myndin hér að ofan er »:kin á sýningunni. Blómarósin heitir _ Elísabet Eiríksdóttir. Hún vann' hjá Alaska í sumar, en íékk frí úr skólanum til ag prýða sýning- una í gær. (Ljósm. Tírninn—GE) myndasýning I dag klukkan fjögur opnar Helgi Bergmann málarameistari sýningu á mannamyndum í hús- næði því í Bankastræti 7, sem verzlunin Ninon var í til skamms tíma. Á sýningunni eru 200 teikni og skopmyndir af ýmsum þekktum og óþekktum framámönn um þessa lands. Helgi Bergmann hefur lengi fengizt við málaralist og teikning- ar, en þetta er í fyrsta sinn, sem hann heldur sýningu á teikning- um sínum. Þarna getur meðal ann ars að líta stjórnmálamenn, er- lenda og innlenda, listamenn, iðn meistara og fjölda annarra. Segja má, að cnginn sá, sem hefur sýnt sig á götu eða öðrum opinberum stað, sé óhultur fyrir teikni-iðju Ilelga. Er ekki að efa það, að margir munu leggja leið sína upp á loftið í Bankastrtæi 7, og hlægja þar hjaitanlega að samborgurum sín- um — og jafnvel sjálfum sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.