Tíminn - 22.10.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.10.1961, Blaðsíða 5
T f MIN N , sunnudagiim 22. október 1961 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Fulitrúi rit stjórnar: Tómas Karlsson. Auglýsinga- stjóri: Egili Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Aug lýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — PrentsmiSjan Edda h.f. — Áskriftargjald kr 55.00 á mán innanlands. f lausasölu kr. 3.00 eintakið Benedikt og Gylfi Benedikt Gröndal talaði af hálfu Alþýðuflokksins í útvarpsumræðunum um fjárlagafrumvarpið. í ræðunni tók Benedikt sér það m. a. fyrir hendur að réttlæta stuðning Alþýðuflokksins við þá stefnu Sjálf- stæðisflokksins að lækka tekjuskatt á hátekjumönnum og taka upp söluskatt á neyzluvörum í staðinn. Benedikt viðurkenndi réttilega, aÖ þetta væri í ósam- ræmi við fyrri stefnu Alþýðuflokksins í skattamálum. Alþýðuflokkurinn hefði hins vegar þá réttlætingu fyrir' þessari breyttu afstöðu sinni, að svo mikil skattsvik hefðu átt sér stað í sambandi við tekjuskattinn, að nauðsynlegt hefði verið að lækka hann og taka upp söluskatt í staðinn. Þessi afsökun Benedikts fellur hins vegar um sjálfa sig, þegar hún er borin saman við það, sem aðalhagfræð- ingur Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gíslason, hafði að segja um þessi mál fyrir nokkrum árum síðan. Honum fórust þá orð í þingræðu á þessa leið: „Við þetta allt bætist svo, að söluskatturinn er í eðli sínu ranglátur. Það er einhver ranglátasti skattur, sem lagður hefur verið á af íslenzka löggjafanum. Og það er ekki nóg með það, að hann sé ranglátur í eðli sínu. Fram- kvæmdin á söluskattsinnheimtunni hefur og verið þanníg, að á því er enginn vafi, að enginn skattur hefur verið svikinn jafn stórkostlega og söluskatturinn. Það er auð- velt að svíkja tekjuskatt fyrir þá, sem hafa stórfelldan atvinnurekstur með höndum. Það er margfalt auðveld- ara að svíkja söluskatt.“ (Alþt. 1953, B. 82). Vissulega er það rétt hjá Gylfa, að engan skatt muni auðveldara að svíkja en söluskatt. Þar með er áðurnefnd afsökun Benedikts fokin út í veður og vind. En Benedikt hefur hins vegar sína afsökun fyrir þessari afsökun. Al- þýðuflokkurinn hefur að undanförnu keppzt svo við að bregðast fyrri stefnti sinni, að það er útilokað að finna nokkrar réttmætar afsakanir fyrir því. Hallelújá Um þessar mundir standa yfir tvö flokksþing, annað í Moskvu og hitt í Reykjavík. Austur í Moskvu halda rúss- neskir kommúnistar flokksþing. í Reykjavík heldur Sjálf- stæðisflokkurinn flokksþing. í Moskvu hefur það helzt vakið athygli, að þeir mörgu fulltrúar, sem þar hafa komið saman, hafa lagt einróma blessun sína yfir allt, sem Krustjoff hefur gert, jafnt yfir rangt og rétt. Jafnvel kjarnorkusprengjutilraunirnar nýju hafa þeir lagt yfir blessun sína. Þeir hafa sagt við öllum verkum Krustjoffs hallelúja og síðan klappað. Það, sem hefur einkennt flokksþing Sjálfstæðisflokks- ins er nokkurn veginn hið sama. Þar eru samansafnaðir svo trúir fylgjendur flokksins, að þeir hafa lagt blessun sína yfir allt það, sem flokksstjórnin hefur verið að að- hafast að undanförnu, eins og samdráttinn og gengislækk- unina síðari. Þeir hafa bara sagt eftir ræður Bjarna, Gunnars og Ingólfs hallelúja og ldappað. Hitt er hins vegar ekki víst. að flokksþíngið í Moskvu gefi rétta mynd af viðhorfi almennings í Sovétríkjunum til kjarnorkusprengjutilraunanna og fleiri slíkra stiórnar- athafna Krustjoffs. Og það er ekki vist. að allir þeir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í seinustu kosnin<mm vegna lof- orða hans um bætt lífskjör. segi aftur já ■* haílelúia við kjörborðin, þótt hinir tryggu þingfulitrúar geri það. Á báðum þingunum er uggur í mönnum, þótt þeir reyni að hressa sig með því að hrópa hallelúja. Ályktun ráðgjafarþings Evrópu- ráðs um fiskveiði og fiskverzlun I ályktuninni er sérstaða íslands viSurkennd Eins og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu var Rannveig Þorsteinsdóttir framsögumaður landbúnað- arnefndar á nýloknu þingi Evrópuráðsins, er rætt var um tillögur, sem nefndin lagði fyrir þingið um fisk- veiðimál, en þau heyra und- ir starfssvið hennar. Nefndin hafði fjallað alllengi um málið og haft um það sam- starf við Efnahagsstofnun Evr- ópu (OEEC). Rannveig Þor- steinsdóttir hefur verið fulltrúi íslands í nefndinni og. tekið þátt í þessum undirbúningi. Nefndin valdi hana svo til þess a ð mæla fyrir til'lögunum. Framsöguræða Rannveigar er birt á öðrum stað í blaðinu. Eftir framsöguræðu Rann- veigar, tók einn þingfulltrúinn til máls, en síðan voru tillög- urnar bornar undir atkvæði og samþykktar einróma. Tillög- urnar eru svohljóðandi: 1. Ráðgjafarþingið þakkar OEEC fyrir hina greinargóðu skýrslU' um starfsemi þess varð- andi fískveiðar, sem felst í at- hugasemdum þess um áskorun 198 (þingskjal 1112), og lýsir ánægju sinni yfir, að starfsemi þessi er í aðalatriðum í sam- ræmi við ályktun ráðgjafar- þingsins. 2. Ráðgjafarþingið hefur, engu að síður veitt þvi athygli og lítur það alvarlegum aug- um, að í meginatriðum hefur ástandið í fiskveiðimálum í Evrópu, ekki breytzt, svo að verulegu máli skipti. Þessi atr- iði eru rakin í niðurstöðum skýrslu landbúnaðarnefndar þingsins frá 16. marz 1959 (þingskjal nr. 963). Því er enn þörf á samræddum og virkum aðgerðum, og er ráðgjafarþing- ið þeirrar skoðunar, að það hafi enn mikilvægu hlutverki að gegna við að styðja frekar aðgerðir OEEC og stofnana þess, að OEEC hefur komið á kerfisbundnum skoðanaskipt- um um stefnu í fiskveiðimál- um. Lætur ráðgjafar'þingið í ljós þá ósk, að það fái reglu- lega til athugunar skýrslur um s:koðanaskipti milli aðildarríkja sinna og ríkja, sem því eru tengd, svo að það megi betur gegna hlutverki sínji. 3. Ráð,gjafarþingið er þeirr- ar skoðunar. að ástæðan til þess, að verzlun með flestar sjávarafurðir milli Evrópuríkja hefur ekki aukizt, sé ekki að- allega sú, að raunverulega sé Um of mikið framboð að ræða, heldur, — auk viðskiptahamla — ágallar á dreifingarkerfum ínnanlands, sem enn gætir i mörgum löndum. Það fagnar því starfi Framleiðniráðs Evr- ópu á þessu sviði og lýsir á ný stuðningi við það Einkum tel- ur þingið. að ríkisstjórnir ættu að athuga. hvort þær geti stuði að að umbótum varðandi fisk- uppboð, flutninga, gæðámat og við að tryggja nægilegt fram- boð á öllum svæðum. Ráðgjaf- arþingið vill sérstaklega láta í Ijós ánægju sína með starf Framleiðniráðs Evrópu til að koma öðrum til fyrirmyndar upp samfelldum kælikerfum. Er þingið þeirrar skoðunar, að slíkt fyrirkomulag hafi mjög mikilvægu hlutverki að gegna til að bæta dreifingarhætti á matvælum. 4. Ráðgjafarþingið telur samræmingu framleiðslu og viðskiptastefnu annars vegar og hvatningu til neyzlu hins vegar forsendu allrar varan- legrar aukningar á sölum á markað'i í Vestur-Evrópu frá vissum OEEC-löndum, sem mjög eru háð fiskveiðum. 5. Við athugun á fiskveiðum í Evrópu hefur athygli ráðgjaf- arþingsins sérstaklega verið vakin á ástandinu á íslandi, en efnahagur þess er nær ein- göngu byggður á fiskveiðum og yfir 90% af útflutningi þess er fiskur og fiskafurðir. Ráð- gjafarþingið telur víst, að smá- breytinga einna sé þörf til að bæta hag íslenzka útvegsins og viðurkennir þar með sameigin- lega ábyrgð ríkisstjórna aðild- arríkjanna á því, að blómlegur efnahagur þróist í öllum lönd- um Vestur-Evrópu. 6. Ráðgjafarþingið telur, að leiðin til að bæta lífskjörin, þar sem menn lifa á fiskveið- um, sé, þegar til lengdar lætur. sú að sníða uppbyggingu þess- arar atvinnugreinar eftir efna- hagslegum möguleikum henn ar Það leyfir sér að leggja tii að ríkisStjórnirnar athugi hvori uppbyggingu sjávarútvegsins megi samræma betur almennri efnahagsþróun. 7. Um leið og það viðurkenn- ir sívaxandi þörf fyrir alþjóða- samvinnu um vernd fiskstofna, lætur þingið í ljós áhuga á, að allir aðilar fullgildi sem fyrst sáttmálann um fiskveiðar í Norð-Austur Atlantshafi, sem undirritaður var í London í jan úar 1959 af 12 ríkjum í OEEC, Sovétríkjunum og Póllandi. 8.' Ráðgjafarþingið lýsir á- nægju sinni yfir því, að stuðl- un flokkunarreglna fyrir sjáv- arafurðir og aðrar endurbætur varðand fiskveiðiskýrslur eru nú ræddar innan Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna. Með tilliti til þess hve þessi mál, svo og al- mennar skilgreiningar á 'gæða kröfum varðandi matvæli eru mikilvæg, lætur Ráðgjafarþing- ið í Ijós þá von, að FAO sjái um, að þingið fylgist með þeim árangri, sem næst á þessu sviði. 9. Að lokum lætur Ráðgjafar þingið í Ijós þá von, að Efna- hagsbandalag Evrópu muni kanna möguleika á að láta fram fara athugun á aðalvanda málum snertandi fiskveiðar inn an Sameiginlega markaðsins og hafi í huga hugsanlega aukn- ingu þessarar athugunar, svo að hún taki til annarra landa í Vestur-Evrópu. Telur þingið, að Efnahagsbandalag Evrópu hafi ekki enn látið fram fara skipulagða athugun á vanda- málum í sambandi við fiskveið- ar í sama mæli og varðandi landbúnað. þó að vandamálin varði að sumu leyti Sameigin- lega markaðinn beinlínis og önnur Evrópulönd myndu vilja fá upplýsingar um stefnu bandalagsins varðandi þessi atriði. t > > ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? t ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? t ? ? ? ? ? ?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.