Tíminn - 22.10.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.10.1961, Blaðsíða 13
t4;M.,I.N N, sunnudagiiin 32. október 1961 13 Ssxtugur á morgun: Kristmann Guðmundsson rithöfundur Það •jmin hafa verið haustið 1951, að leiðir okkar Krist- manns Guðmundssonar lágu saman í fyrsta skipti. Þá kall- aði okkur til samstarfs við sig hinn rismikli og sérstæði sam- vinnufrömuður Sunnlendinga, Egill Gr. Thorarensen, kaupfé- lagsstjóri á Selfossi. Var um að ræða þátttöku í húsmæðra fundum Kaupfélags Árnesinga, sem haldnir voru víðs vegar í sýslunni. Svo varð, að við þess ir þrír áttum samfélag á þess- um vettvangi haust eftir haust. Það voru dýrlegir haustdagar og nætur, sem ég gleymi aldrei og finnst leggja sérstæðan bjarma af „langt fram á æf- innar skeið“. Og það var nota- legt að vera farinn að verða var þessárar spurningar fyrir austan, þegar hausta tók að: „Farið þið ekki br’áðum að koma?“ Þessi kotrosknu ummæli mín má ekki leggja mér út til óvið- eigandi, persónulegs grobbs. Vitanlega var minn hlutur í „samfélaginu" lítill, en beggja félaga minna því stærri, svo einstæðir, sem þeir voru, hvor á sínu sviði, — harla ólíkir um margt, en báðir svo árafjarri flatneskju meðalmennskunnar, sem alþjóð er kunnugt. Vitanlega hafði ég, sem aðr- ir, heyrt margt og misjafnt um Kristmann Guðmundsson áður en við sáumst. Ennfremur hafði ég lesið margar skáldsögur ,v.v.v.v.v.w.v.v.v.v.v hans mér til mikillar ánægju og vissi vel um orðstír hans, sem á tímabili var af mörgum talinn nægja honum til Nóbels verðlauna. Mér lék því meira en lítil forvitni á að kynnast þessum mjög svo umtalaða manni. Eg þóttist vita um glæsi legt ytra útlit. Einkum var mér í ljósu minni fögur æsku- mynd af þessum mikla „eharm- ör“, sem birtist meðan vegur hans var einna mestur meðal frænda vorra Norðmanna. Er ekki að orðlengja það. Ytra út- lit mannsins kom kannske ekki alveg heim við ungdómsmynd- ina eftirminnilegu, en mátti á- lítast í eðlilegu samræmi. Hitt skipti meira máli, að þarna kynntist ég hlýjum og elsku- legum manni, sem mér geðjað- ist óvenjuvel að frá fyrstu. Fann ég strax, að hann bjó yf- ir miklum persónutöfrum, sem að nokkru, eins og jafnan, liggja utan við svið lýsanlegr- ar skynjunar. Síðan hefi ég haft miklar mætur á mannin- um, ekki sízt eftir að ég fékk einnig að reyna umhyggju hans og trygglyndi við ýmis tækifæri, langt umfram til- verknað. Aðrir menn o,g mér færari munu skrifa um skáldskap Kristmanns Guðmundssonar, ætt hans, uppruna o. s. frv. En ég vildi svo gjarna nota þetta tækifæri til þess að senda hon- um kveðju mína, þökk og að- dáun, að ógleymdum innilegum árnaðaróskum. Ekki sízt er mér þetta hugleikið nú, þegar svo skammt er liðið frá því, að svo illa vildi til, að þessu prúða glæsimenni var sendur tónn- inn á hinn hneykslanlegasta hátt. Hygg ég, að þeir, sem þekkja Kristmann gjörla, viti varla hatramlegra öfugmæli um manninn en þar var um að ræða, og þarf ekki að fara í grafgötur um, hvorki takmark né tilgang. En Kristmann er nú sem sagt orðinn eldri en tvævetur og hefir reynt sitt af .V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V, hverju. Reynsla hans hlýt- ur að vera orðin ærin og víst hefir’ hann fengið marga lexí- una í svalviðrum lífsins. Eg veit, að hann stefnir á dýra. Eg veit hann stefnir á hærri mið en hatursfullir öf- undarmenn hans ætla. Og kann ske er honum manna Ijósast, 'að: „Lífið er hjóm, nema hjartað eigi sín heilögu lótusblóm11. Og fyrst mér á annað borð sló inn á Davíð, get ég ekki stillt mig um að bæta hér við nokkrum Ijóðlínum, sem ég trúi að finni hljómgrunn í við- kvæmri listamannssál Krist- manns Guðmundssonar: „Hin æðsta list er að lifa og logana kynda í mannanna sál. Sumum er skylt að skrifa og skýra sitt hjartans mál. Sá snýr ekki við, er stefnuna fann. En stundum næðir kaldast um þann, sem hugsar djarfast og heit- ast ann. Baldvin Þ. Kristjánsson. Guðiaugur Einarsson Málflutningsstofa, Frevlugötu 37. sími 19740. .V.V.V.V.V.V.V.V.W.VW, Tjarnarcafé Tökum að okkur alls konar veizlur og fundarhöld. — Pantið með fyrirvara í síma 15533, 13552. Heimasími 19955. Kristián Gíslason .v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.w, mm » Æ&í Pantanir á gólfteppum, sem afgreiða á í iólamánuSinum, þurfa að berast sem allra fyrst. UmboSsmenn okkar um land allt eru reiðubúnir til að aðstoða yður við pantanlr og sýna yður sýnishorn af litum og gerðum. FLOS LYKKJA LYKKJUFLOS UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Hfil / ma Vefarihn vefur Wilton Wilton er vandað asti vefnaðurinn ISLEN2K ULL ÍSLENZK VINNA i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.