Alþýðublaðið - 18.10.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.10.1927, Blaðsíða 2
2 AL>ÝÐUBLAÐI © fiéðar vSriír! Gott verö! Tækifæriskanp. Seljum péssa viku kvensilkisokka með sérstaklega. iágu verði. Guðjón Einarsson. Sími 1896. ■ Laugavegi 5. Ulþýðubmðíí f < kemur út á hverjum virkum degi. t ! Afjgreiðsla i Alpýðuhúsinu við f Hverfisgötu S opin frá kl. 9 árd. í til kl. 7 siðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. ; 91/*—10'/g árd. og kl. 8—9 síðd. ; • Simar: 988 (afgreiðsían) og 1294 ; ! (skrifstofan). < Verðlag: Áskriftaiverð kr. 1,50 á ; ! mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 : hver mm, eindálka. ! Prentsmiðja: Alpvðuprentsmiðjan : ; (í saina húsi, sömu simar). Uptoit Sinelalr Ofi anðvaldið i Banda> Fíkjnnum. I. Ef taiiö berst að því, hVer muni vera mestur merkismaður síðustu aida, jiá má búast vjð, að sum- ttm mönnum, sem lært hafa sögu- hrafl með álíka skilningi og páfa- gaukur margföldunartöflu, detti fyrst i hug Napólecn eða ejnhver annar þvílíkur blóðhundur og mannaslátrari. Það er því góðra gjalda vert, að sögufræðsla sé veitt um hin raunverulegu mikil- menni, sem berjast með afli and- ans fyrir meiri menningu og far- sæld jarðarbúa. í „Skírni" í ár er grein eftir Eínar Hjörleifsson Kvaran rithöfund um ágætasta ritíork Vesturhe/ms, a. m. k. á v’orum dögum, mann, sem veit, hvað hann vill, og berst ötrauður og hlilðarlaust fyrir rétti alþýð- unnar gegn þrælkun og svívirð,- ingum dol aravaldsins. Það er vel, að það tímaritið, sem ætlað er sð skipa tignarsæti í íslénzkum bókmentum, flytji slík liíandi íræði eins og lýsinguna á bar- iáttu Sinclairs við argasta fjanda mennirtgarihnar á vorum dögum, suðvalds-mútu-hringana, og ef slíku he.Idur áfram, ætti félags- manriátala Bókmentafélagsins að margfaldast á skömmum tíma. „Hvergi er spámaður minha metinn en í iandi smu,“ sagði Kristur. Auðvalds-„fræð;rit“ Eandaríkjanna forðast að nefna Upton Sincla'r á nafn. Hann „er jafnvel ekki nefndur í Banda- ríkja-skrá þeirri yfix þekta menn,- sem nefnd er „Who is who,“ né í vjðbæti þeim við Encyclopedia Britannica, sem gefin heíir verið Út í Eandaríkjunum." Blöðin eru flest í k!óm auðvaldsins. Þau eru heldur ekki vön að minnast á þenna snjalia andstæðing hús- bónda þeirra, Mammons, nema til þess að svívirða hann, og frétta- stofa, sem símaði um700blöðum „sannleikann" af nýjustu viðburð- ■am, sendi ]>eim þá írétt, þegar Sin- clair stóð í baráttu fyrir því, að ekki værj farið með námumenn Kockefellers eins og verst var far- ið með eignarþræia á fyrri tím- um, ,,að frú Sinclair hefði verið hneppt í íangelsi fyiir óspektir á strætum úti. Fyrir þessa lyga- sögu gerði íaðir fróar.nnar hana arflausa, —og Sindair tókst ekki að fá dóm yfjr fréttastofunni." Dómsvaldið þar vestra er oft þef- víst á vilja dollaravaldsins. Ful- ier komst lengst, .en smærri sarh- lckur voru til áður. Frá því er sagt í grein E. H. Kv„ að þegar Upton Sinclair var sð kynna sér ástandið í kola- námunum í Colorado, sem Roc- kefeller átti, áður en hann skrif- aði „Kola konung" (sem fýrir nokkrum árum var þýddur á ís- lenzku og kom út i Alþýðublað- !nu), þá stóð yfir verkfall i náhi- unum. „Námamenn höfðust við í tjöldum með fjölskyldur sínar. Á- rás hafði verið gerð á þá; þeir höíðu ver;ð barðir, og iíka hafði verið skotið á þá. Þar á eftir haíöj vcrið gero skothríð á þú rr.sð véltyssum; tjöld þejrra höfðu verjð brend, og þrjár konur þeirra og fjórtán börn höfðu týnt lífinu. Blödin gátu ekki um pessi tíc- indi.*)“ I grein E. H. Kv. er frásögn um baráttu þá, er Upton Sinclair háði við auðvaldið, þegar hann skrjfaði „Á refilstigum", hina frægu árás sína á kúgun og sví- virðingar slátrunar- og kjöt-hring- anna miklu nálægt Chicago. Sú bók er til á íslenzku, og getur sá maður ekki talist fylgjast með í því, er merkast er í bókment- unum, sem ekki hefir lesið þá bók. En oriitt ætlaði að reynast að koma henni út í fyrstu. Það tókst þó að iokum cægna óbilandi dugnaðar Sinclairs, og deilurnar um hana og lygarnar til varnar niðursnð'uhringunum urðu fjöllun- um hærri. Neytendur niöuYsuðu- varanna vöhnuðu við vondan draum, þegar matvælasvikin miklu urðu kunn. Sinciaif hafði ætiað að hæfa íesenduma í hjart- að, en hæfði flesta í magann. Roosevelt forseti lét rannsaka málið og fékk fulla vissu um, að lýsingin var rétt. En hann kom að eins litlum bótum fram. Auð- valdið var öflugfa en rikisvaldið. „Kjötjarlarnir virtust éiga hvert Iblein í landbúnaðamefndum sam- bandsþingsins". Og kjör verka- lýðsins trevstist Roosevelt ekki til að fá bætt, eða a. m. k. varð ekki úr því fyrir honum. Sincla r hafði merkilegar fréttir *ð segja, þegar írúnaðarmenn for- setans höfðu farið til verksmiðj- anna og séð — og staðfest sögu hans. Þá fór hann „til aðal- frétahofu Bandaríkjanna, „As- sociatéd Press“, [þeirrar, sem fyTr er nefnd, en þetta var aður], sem þá. símaði fréttir til eitthvað 700 blaða m :ð mörgum tugum mill- jóna af lesendum. Hann taldi sjálfsagt að bjóða htnni fréttirn- ar. Þá gerðist atburður, sem hon- um þótti kynlegur þá. Hann er farin.i að venjast slíkunú. Frétta- stoían þvemeitaði að birta frétt- ir hans," — úrslit rannsóknar þeírrar, er sjálfur fbrseUnn hc.íöi íátið framkvæma, af pví ad hún *) Auökent hér. Alþ.bl. scmnáði srívirc'mc/ar dollaraoeld- isins. Upton Sinciair þekkir manna bezt vald auðhrjnganna yfir blöð- um auðvaldsflokkanna. „Til þess að gera stjórnmálaveldið undir- gefið sér,“ segir hann að iðnaðar- valdið haldi uppi „tvéimur stjórn- málaflokkum, sem keppi hvor við annan, leggi fram milljónir af dollurum tjl þessara ,stjórnmála- véla‘.“ . . „Baráttan milli. þessara flokka s’é í raun og veru'ekki ann- að en látalæti, því að báðir hafi þeir sama markmibið: að efla auðvaldið. Og eitt af verkfærun- um, sem iðnaðarvaldið notar til þess að ráða við stjórnmálavald- ið, er b!aðamenskan.“ „Viðskiftavaldið tryggir sér blöÖin með femu móti: t fyrsta lagi með því að eiga blöðin; í öbru lagi með því að eiga eig- fendur blaðanna; í þriðja lagi með auglýsingastyrk; í fjórða lagi með mútum: Með þessum hætti hefir þetta vald náð yfirráðum yfir fréttunum og þeim skoðunum, sem koma fram í biöðunum, svo að aðrir komast þar ekki að ...“ Á þessa leið íýsír Sinclair ástand- inu. (Frh.) ffiSrlem! slsssslseytl. Khöfn, FB„ 17. okt. Hafa sundmenn haft blekkingar í frammi? Frá Lundúnum er símað: Miss McLennan, sem nýlega kvaðst hafa synt' yfir Ermarsund, hefir viðurkent af sjálfsdáðum, að hún hafi farið á báti mestan hluta leiðarinnar. Kveðst hún hafa fariö svo að ráði.sínu tii þess að beina athygli almennings að því, hve ófullnægjandi eftirlit sé haft með þeim, er þykjast hafa synt yfir Ermarsund. Hefir þetta vakið inikla athygli og umtal, og efast margir um, að allir þeir, menn og konur, sem getið hafa sér frægð fyxir Erraarsunds-sund, hafi í rauri og veru synt aria leiðina. Siys af árekstri. Frá New-York-l org er símað: Frakkneskt farþegaskip sigldi á norskt skip í höfninni í New- York-borg. Sjö menn af norsku skipshöfninni drúkknuðu. II m íSíBigliira ©gjj woyinn. Næturlæknir er í nótt Matthías Einarsson, Kirkjustræti 10, sími 139, heima- simi í Höfða 1339. 150 ár eru í dag, síðan þýzka skáldið von Kleist fæddist. Presta- og sóknarnefnda-fund^ urinn. Erjndi það, sem Jón bisku|i Helgason flytur fyrir almenning kl. 8V2 í kvöld í dómkirkjunni í sambandi við fundinn, verður kirkjusögulegs efnis, um kristni- hald með þjóð vorri. Á morgun verður fundurinn frá kl. 9—12 og 3—7 og verður rætt um afstöðu lútherskra safnaða tii annara trúar- < flokka, málshefjandi S. Á. Gíslason guðfræðingur, og um aðalmismun gamallar og nýrrar guðfræði. Um það efni verða framsögumenn S. Á. G. og Sigurður prófessor Sí- vertsen. Annað kvöld kl. 8 flytur séra Guðmundur Einarssón á Þingvöllum erindi fyrir almenniing f fríkirkjunni hér um barnahælis- mál, en séra Friðrik Hallgríms- son í þjóðkirkjuinni í Hafnarfirði erjndi trúarlegs efnis. M ' ’ ■ ' ■ , ' Stór útbreiöslufundur Góð- templara var haldinn á Álftanesi á sunnudaginn með félögum úr unglingastúkunm þar og undir- stúku og utanreglufóiki. Margar ræður voru fluttar og töluðu ]>eir stórtemplar, Sigurður Jónsson,. stórkanzlax, Pétur Zóphóníasson, og stór-fræöslustjóri, Hallgrímur Jónsson kennari. Listamenn héðan úr bænum fóru suður eftir og skemtu fundarmönnum við og við meb fiðlu- og orgel-leik. Fulltrúaráðsfundur verður í kvöld kl. 8% í Kaup- þingssalnum. Rætt verður um at- vjnnuleysisskýrslur. Fulltrúamir eru beðnir að koma stundvíslega á fundinn. »Saga,“ missirisritið, er Þ. Þ. Þ. geiur út fyrjr vestan haf handa lslend- ingum, kemur nú út í örlítið breyttu broti. Vor- og sumar-hefti þessa árs er fyrir nokkru komið hingað og er fjölbreytt, fróðlegt og skemtilegt að vanda. „Saga“ er eitthvert læsilegasta tímaritið,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.