Tíminn - 26.11.1961, Page 2

Tíminn - 26.11.1961, Page 2
2 vl.O / /'./'••*' *’ sunnudaginn 2S. n6vember 1961. Tjón á húsum, bryggju og bátum upp í fjöruna, en er ekki talinn í mikilli hættu, þótt trúlega verði erfitt að ná honum út. Varðberg á Akureyri annað kvöld Varðberg, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, lieldur almennan fund á Akureyri annað kvöld, mánudaginn 27. nóv. Framsögumenn á fundinum verða alþingisinennirnir Jón Skaftason, Benedikt Gröndal og Matthías Á. Matthiesen. Fundarefnið verður Island og vestræn samvinna. Fundur þessi verður í Borgar- bíó og hefst kl. 8.30. Á fundinum verður sýnd kvikmynd er nefnist „Ferð um Berlín" og er hún með íslenrku tali. Kekkonen og Krustjoff ÍFramhald af 3 síðu) að þær hafi farið fram í anda vin- semdar, Honka, frambjóðandi til forseta- embættisins í Finnlandi, hefur nú tekið aftur framboð sitt, og er það talið styrkja aðstöðu Kekkonens og þar með Finna. Simamenn hófu verkfall í Finnlandi í morgun, og var sambandslaust nema milli Helsinki og Moskvu. Norí-Austurland (Framhald aí 1 síðu). nótt. Á Seyðisfirði var versnandi útlit um hádegið. Egilsstaðir Fréttaritari blaðsins á Egilsstöð- um sagði, að þ^rJtp^i^ijj'ipað mik ið í fyrrinótt og gærmorgun. Veðr- ig fór hægt að, svo bændum á Héraði vannst nægur tími til að hýsa fé sitt. Ekki er kunnugt um skaða á Héraði. Þó kann að vera, að stöku kind hafi ekki náðst í hús. Vegir munu enn færir um Héraðið, en fjallvegir hafa lok- ast. Á Egilsstöðum hefur fólk beð ið eftir flugvél í þrjá daga. Vind- hraðinn var 4—5 stig klukkan eitt. NeskaupstaSur Á Neskaupstað ‘var snjóþragl- andi og 2—4 vindstig á hádegi í gær, en hvassara úti fyrir. Odd- skarð var fært bilum með drifi á öllum hjólum. band var við, varg að fækka lín- um vegna samsláttar. Alvarlegar bilanir urðu í Stein- grímsfirði, milli Guðlaugsvíkur og Óspakseyrar, við Haganesvik, milli Kópaskers og Húsavíkur og milli Egilsstaða og Fosshóls. Viðgerðaflokkar voru farnir til viðgerða á alia þessa staði, en vafa samt var víða talið um árangur, vegna storms og snjókomu. Er það sérstáklega bagalegt, þar sem þeir staðir fara verst út úr því, sem hafa orðið fyrir öðrum áföllum af veðrinu eins og t.d. Þórshöfn GRÍMSEY. — Aftakaveður hefur verið hér undanfarna tvo sólar- hringa og stórhríð. Þrátt fyrir þennan óskaplega veðurofsa, hef- ur ekki orðið mikið tjón, en þess be rþó að gæta, að ekki hefur verið gerlegt að rannsaka til hlit- ar afleiðingar veðurofsans, þar sem enn er stormur og éljagang- ur. Vitað er þó, að einn txillubát- ur hefur sokkið, og síldarkassar, sem stóðu á hafnarbakaknum fuku í sjóinn Sjórinn gengur lát Jaust yfir hafnargarðinn, en garð- urin nvirðist ekki hafa skemmzt. G.J. Pípuorgel í Bústaðasókn Nokkrir Bústaðasóknarmenn hafa ákveðið að gangast fyrir samskotum til kaupa á pípu- orgeli fvrir Bústaðasókn, og reikna með, að það verði á sínum tíma sett upp 1 fyrir- hugaðri kirkju safnaðarins. Ákveðið hefur verið að panta ellefu radda pípuorgel frá hinum þekktu Walkerverksmiðjum í Þýzkalandi. Kaupverð þess verður nokkuð hátt, og þess vegna vilja upphafsmenn söfnunarinnar skora á alla safnaðarmenn að sýna máli þessu gðan skilning og liggja því lið, því margar hendur vinna létt verk. Framlögum veita meðal annarra viðtöku: Axel L. Sveins form safnaðar- nefndar, Hæðargarði 12, Gunnar Árnason sknarpórestur, Digranes- vegi 6, Hákon Guðmundsson safn- aðarfulltrúi, Bjarkahlíð, Jón G. garði 35, Auður Matthíasdóttir form. Kvenfélags Bústaðasóknar, Hæðargarði 12. Hátíðahöldin 1. des. Undirbúnimgi stúdenta að há- tíðahöldunum á fullveldisdaginn 1. desember, er nú að ljúka. Hafa stúdentar ákveðið, að daguxinn verði að þessu sinni helgaður „vestrænni samvinnu", og mun aðalræða dagsins, sem Bjami Benediktsson forsætisráðherra flytur, fjalla um það efni. Einnig mun Stúdentablað, sem kemur út þann dag, að verulegu leyti fjalla um þetta efni. Samkoman í hátíðasal háskól- ans hefst kl. 14,00, og verður út- varpað frá henni. Hörður Einars- son stud. jur., formaður hátíða- nefndar stúdenta, setur samkom- una með stuttu ávarpi ,en að því loknu flytur forsætisráðh. ræðu sína. Þá flytur Hákon Guðmunds- son hæstaréttarritari erindi um kjör og stöðu hins háskólamennt aða manns, og formaður SHÍ, Hörg Barnshafandi konur Framhald af 3. síðu. stundir eftir skoðun. Þetta 'hefu rvaldið nokkrum leið indum. Bæði er þag að margar konur hafa nauman tíma aflögu frá heimilum sínum, svo og þola barnshafandi konur oft illa lang- ar setur. Því hefur nú verið ákveð ið að reyna að ráða bót á þessu ástandi og að forða konum frá óþarfa bið. Frá 1. des. n.k. mun sá háttur verða upptekinn ,ag konur geti pantað ákveð'inn tíma fyrir hverja skoðun og með því reynt að dreifa konum jafnara niður á skoðunar- daga. Þeir verða sem áður á mánu dögum, miðvikudögum og föstu- dögúm kl. 13—15. Ætlast verður til að konur mæti til skoðunar þessa daga a.m.k. 4 sinnum á meðgöngutímanum, í fyrsta sinn á 2.—3. mánuði meðgöngutímans, í annað sinn á hálfnuðum tíma, í þriðja og fjórða sinn um 6 vik um og um 3 vikum fyrir væntan- lega fæðingu. Auk þessa verður sú nýbreytni tekinn upp, að aukaskoðun Ijðs- mæðra hefst nú og fer hún fram tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13—15, og mun þar verða fyrst og fremst fylgst með þyngd konunnar, blóðþrýst- ingi og þvag athugacS að eggja- hvítu. Sú skoðun hefst á miðjum meðgöngutíma ,og er ætlazt til að konur mæti þar hálfsmánaðarlega fram að síðasta mánuði meðgöngu tímans, en eftir það vikulega fram að fæðingu, nema annað sé á- kveðið í samráði við læfcni. Mun einn af þrem læknum deildarinn ar ætíð verða við í seinni skoð- unartímanum, bæði til eftirlits og til viðtals við þær konur, sem þess ósfca. Loks hefur verið ákveðið, að konur, sem fætt- hafa, eigi kost á læknisskoðun í deildinni, 6—8 vikum eftir fæðingu, og mun sú skoðun fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum eftir fyrirfram ákveðnum tíma. Að lokum skal þess getið, að öll þessi þjónusta, sem veitt er á deildinni, er að kostnaðarlausu fyrir konur úr Reykjavík. Yfirlæknir mæðradeildar er Guðjón Guðnason, en auk hans starfa þar læknamir Andrés Ás- mundsson og Jón Hannesson. ur Sigurgestsson stud. oecon., flyt ur ávarp. Á milli atriða leikur svo strengjatrió, sem í eru Jón Sen, Einar Vigfússon og Jórunn Viðar. (Framhald af l síðu). eins og ævinlega, þegar rafmagnið fer. — Flug hingað hefur legið niðri s.I. 4 daga. Bílar eru á leið til bæjarins með mjólk, en margar leiða til til bæj- arins eru mjög þungfærar og svo gott sem ófærar. Margt fólk er hér á Akureyri, sem þarf austur yfir heiðar, og er nú að ræða um að fá með sig snjóbíl, því að Vaðla- heiði og Fljótsdalsheiði eru ö~r- um bílum ófærar. Braut einu bryggjuna Á Litla-Árskógssandi var ofsa- veður eins og annars staðar hér í grennd, og tók sjórinn einu bryggjuna á staðnum og slengdi henni upp í fjöru, svo að hún knasbrotnaði. Á Hauganesi gróf undan sjóhúsi og er það mjög far- ið að síga. ED Enn mikið veður Hrísey, 25. nóv. Það er litlu við fréttirnar frá í gær að bæta, þó hefur hann held- ur gengið niður með minni sjó. Þó er milt veður enn þá, og ekki hefur verið hægt að athuga skemmdirnar til hlftar. Sjór er enn í drykkjarvatninu og verður þar til hægt reynist að dæla upp úr brunnunum og endurnýja vatnið. ÞV Braut úr hafnargarðinum Dalvík, 25. nóv. Stórhríðin hófst hér á miðviku- daginn, en ekki varð sérlega vont fyrr en í gær, því að veðr'ið náði sér ekki almennil. upp fyrr en þá. Hér var haugasjór og stórstreymt að auki, og braut sjórinn ofan af hafnargarðinum, sem gerður var í fyrra á 100 metra kafla rétt ofan við fremsta hluta hans, svo að hann er þar jafn sjávarborði. Erf- itt ,var að hemja báta og skip hér í höfninmi og leituðu flest til Akur eyrar, en einn stór bátur, fjórir dekkbátar og nokkrar trillur urðu eftir. Tvær trillurnar rak á land og brotnuðu þær eitthvað, og ein sökk á legunni, en hina bátana tókst að verja með harðfylgi. Vanhöld á fé Á Þorsteinsstöðum vantaði 25 kindur, þegar veðrið brast á. Þeirra var leitað, og fundust 18 á Skaflárdal, og komust leitarmenn með þær heim á dal að svokölluð- um Hólum,, en urðu að skilja þær þar eftir. Á öðrum bæ, Koti, vant- ar enn 5 kindur. Braut glugga og hurðir Sjórinn gekk óvenju hátt upp, tók m. a. upp fyrir gamlan malar- kamb í fjörunni og heim undir íbúðarhús. Nýreist verhús stendur niður undir fjörunni, og er stein- steypt stétt framan við það. Sjór- inn braut glugga í húsinu og reif upp dyrnar, en aðrar skemmdir urðu ekki á því, og því sem í hús- inu var, tókst að bjarga kvöldið áður. - PJ Hleypti upp í fjöru Ólafsfirði, 25. nóv. Hér hafa gengið ósköp á, iðu- laust stórhríðarrok í tvo sólar- hringa, en er nú ekki eins hart lengur. Þetta byrjaði með stórsjó á miðvikudagskvöldið, en allir' bát ar voru heima um nóttina. Klukk- an fjögur daginn eftir, lagði Ólaf- ur bekkur af stað til Akureyrar og komst klakklaust, en Sæþór, 155 lestir, lagði af stað klukkan sjö, Þá var komið svo mikið sog og straumur í hafnarmynnið, að Sæþór snarsnepist við og rakst all harkalega á hornið á norðurhafnar garðinum, að hann dældaðist nokk uð. Sá skipstjórinn ekki annað ráð vænna en að hleypa honum upp í fjöru, og þar stendur hann að mestu leyti fyrir strekkingnum inn höfnina, og hefur nú kastast hátt Gegnum lifrarbræðsluna Á fimmtudaginn sökk trilla á höfninni, en kvikan færi hana upp í sand um kvöldið. Hún er að vísu brotin, en talið er að fært verði að gera við hana. Þá gekk sjórinn inn í beitingaskúr, sem stendur svo sem 30—40 metra frá sjó norð an við nyrðri hafnargarðinn, þar inni var bill, sem kastaðist til og stórskemmdist. Þá brauzt sjórinn í gegnum lifrarbræðsluna, sem stendur vestan við vestari hafnar- garðinn, og flæddi alveg í gegnum hana. Þar var fátt til að skemma annað en bræðslupottarnir, en hús ið er stórskemmt. Þá tók sjórinn fremstu bryggjuna innan við nyrðri hafnargar'ðinn, og hefur ekki sézt til hennar síðan. Allir bátar keyrðir Miklir erfiðleikar hafa verið á þvi, að hemja báta og skip í höfn- inni. Fyrir Sæþóri fór sem fór, og Guðbjörg, annar stór bátur, hætti við að reyna að komast út, þegar' sást hvernig fór fyrir Sæþóri. Hún hefur nú lónað um leguna í tvo sólarhringa. Yfir öðrum bátum hef ur einnig verið vakað allan tím- ann og þeir keyrðir á fullu, því að það er ekki nóg að þeir séu bundn ir. — Þetta er versta veður, sem hér hefur komið síðan 1934, og hjálpaði allt til, versta veður og stórstreymt. B.St. Húsavik Á Húsavik hafði sjó lægt og veður skánað. í fyrradag urðu þar rafmagnstruflanir vegna krapa í Laxá. Engir mjólkurbílar komu til Húsavíkur í gær og fyrradag. Allir vegir í nánd við kaupstað- inn voru ófærir og ekkert hafði frétzt úr næstu sveitum. Brimið sem gekk á í Húsavifc á föstu- dagsnóttina, er líklega það mesta sem þar hefur komig í manna- minnum. Síðdegis í gær bárust þær frétt ir, að bílarnir, sem lögðu frá Fornahvammi um hádegi á Holta vörðuheiðina, væru komnir heilu og höldnu niður í Hrútafjörð. Var þetta tíu bila lest, þar á meðal áætlunarbílar Norðurleiða og flutningabílar frá Akureyri, Húsa- vifc og Sauðáifcróki. Bill með snjó- plóg fór fyrir lestinni, og voru þeir ekki nema tvo tíma ag kom- ast yfir heiðina. Er heið'in nú fær flestum stærri bílum. Þæfingsfæri er í Hrútafirði, en veður orðið skaplegt, og mun bíll in-n með snjóplóginn fara fyrir bílalestinni allt til Miðfjarðar, en þangag kemur annar snjóplógs- bíll frá Blönduósi, sem mun fara með henni til Blönduóss. Litlar fregnir hafa borizt um færlð á þeirri leið ,en sfcaflar munu vcra viða á veginum. f Hrútafirði var veðrið heldur að skána í byggð, og áttu bílar þeir, sem í Fornahvammi höfðu beðið í tvo sólarhringa; að leggja á heiðina um hádegið. Ýta fór upp að norðanverðu á móti þeim, og bíll frá Blönduósi með ýtutönn framan á, lagði einnig af stað fram Hrútafjörðinn til þess að hjálpa bílunum. Vegir í héraðinu eru víða ill- færir eða ófærir Hálfu verra á fösfudaqinn Geysilegir erfiðleikar voru í gær með allt talsamhand. Var ástand- ið hálfu verra en deginum áður. Margar stöðvar voru alveg sam- bandslausar um daginn og víða var lélegt samband. Sveiflanir og samsláttur Sums staðar hafa orðig skemmd, ir á línum af völdum sjógangs. annars staðar af ofviðri, en víðast hvar ollu sveiflanir á línum trufl unum. Við marga staði, sem sam- Félagsmálaskóli Árnessýslu | Á miðvikudagskvöldlö kl. 8.30 flytur HfeLGI BERGS, verkfr., erindi í fundarsal K. Á. um ÍS- LAND OG EFNAHAGSBANDALAGIÐ. Framsóknarfólk, eldra sem yngra, velkomið. Mætum stundvislega. Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins 4 Næsti fundur er kl. 8.30 í EDDUHÚSINU. GUNNAR DAL rlthöfundur, flytur framsöguer- indi er hann nefnlr „TRÚ OG STJÓRNMÁL". Allt Framsknarfólk, eldra sem yngra, vel- komlð. Stjórnmálafundir í Suðurlandskjördæmi m helgína Kjördæmlssamband Framsóknarmanna I Suðurlandskjördæmi efnir til þriggja almennra stjórnmálafunda í dag. VESTMANNAEYJAR: Fundurinn verður í Alþýðuhúsinu og hefst kl. 3,30 í dag. Frummælendur: Eisteinn Jónsson alþm., ræðir um stjórnmála- viðhorfið, Helgi Bergs, alþm., ræðir um Efnahagsbandalagið, og Sig- urgeir Kristjánsson, lögr.þj., ræðir um bæjarmál. SELFOSS Fundurinn hefst klukkan 3 eftir hádegi i dag. Frummælendur: Hermann Jónasson, form. Framsóknarflokks- ins, Sigurður í. Slgurðsson, oddviti og Óskar Jónsson, fulltrúl. ARATUNGU BISKUPSTUNGUM Fundurinn hefst klukkan 2 eftir hádegi í dag. Frummælendur: Ágúst Þorvaldsson, alþm., Sigurfinnur Sigurðs son, bóndi og Þorsteinn Sigurðsson, form. Búnaðarfélags íslands.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.