Tíminn - 26.11.1961, Page 3

Tíminn - 26.11.1961, Page 3
T i MIN N, sunnudaginn 26. nóvember 1961 3 Aukið vald II Thant Fullveldisfagnaður Stúdentafélagsins verður í Lido 30. nóv. Öryggisráð S.Þ. samþykkti í fyrrakvöld að auka valda- gæzlu liðs Sameinuðu þjóð- anna í Katanga. Aðalritara samtakanna hefur þar með verið gefin heimld til að beita valdi til að reka erlenda mála- liðsmenn frá Katanga. Tillagan var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum, en fulltrúar Breta og Frakka sátu hjá. Fulltrúi Breta kvaðst sitja hjá í,mótmæla- skyni við afstöðu rússneska full- trúans. Aðgerðir S.Þ. og aukið valdsvið ætti ekki aðeins að ná til Katanga, heldur alls Kongólýðveld isins. Krústjoff fellst á frestun Á fundi Kekkonens og Krústjoffs í fyrradag náðist samkomulag um að fresta samningum um sameiginlegar varnir Finna og Rússa. Krúst- joff féllst á þetta að beiðni Kekkonens. Kekkonen kom til Moskvu í gær- morgun, en hélt þá beint til Kreml, þar sem hann situr miðdegisverð- arboð. Blöð í Sovétríkjunum skrifa mikið um heimsókn forsetans, en skýra ekki frá aðalviðræðuefnum leiðtoganna. Hins vegar segja þau, CFramhald S 2 sfðu. > Vonlaus Þann 30. nóv. gengst Stúdenta- félag Reykjavíkur að venju fyrir fullveldisfagnaði, og verður vel til hans vandað og ýmislegt sér til gamans gert. Fagnaðurinn verður haldinn í veitingaihúsinu Lido og hefst með borðhaldi kl. 7. Ræðumenn kvölds- ins verða Torfi Hjaitarson, toll- stjóri. Árni Tryggvason leikari flytur gaman mál, sem Guðmund- ur Sigurðsson hefur samið í til- efni dagsins. Páll ísólfsson sér um að ekki slakni á gleðskapnum og stjómar almennum söng. Við þetta tækifæri verða nokkrum velunnur- um félagsins veitt gullstjarna Stú- dentafélagsins. Að lokum verður dansað. í fyrra seldust miðar upp á skömmum tíma, og er því vissara að láta ekki dragast að tryggja sér aðgang að fagnaðinum. Aðgöngu- miðasala verður í Bókaverzlun Sig fúsar Eymundssonar þriðjudaginn 28. nóv. kl. 4—6 og verða borð- pantamr afgreiddar' um leið. Sundlaug Vesturbæjar Sundlaug Vesturbæjar var opnuS vlð hátíðlega athöfn siðdegls I gær. FormaSur bygglngarnefndar, Birgir Kjaran, flutti ræSu og af- henti borgarstjóra laugina. Borgarstjóri þakkið meS nokkrum orS- um. SiSan sýndl Gisli Halldórsson arkltekt gestum og blaSamönn- um laugina. Athöfnin endaSi meS því, aS fjórar stúlkur og fjórlr piltar stungu sér til sunds og syntu einu sinni yfir laugina, Ljósm.: Tfmlnn, GE. vígð I Flugslys NTB—Juneau, 24. nóv. Amerísk flutningaftugvél af Bax cargerð hrapaði í gær í Yukonhér- aði í nágrenni White Hor’se í Al- aska. Tíu voru í vélinni. Fimm þeirra týndu lífi, og tveggja er saknað. barnshafandi kvenna Á vegum Hjúkrunarfélagsins Líknar hófst árið 1928 skoðun barnshafandi krvenna og fór sú skoðun fram í húsakynnum ung- barnaverndarinnar. Var ráðinn fæðingarlæknir og Ijósmóðir til starfa þar. Sú stöð flutti í fæð- ingardeild Landsspítalans árið 1949, eða þegar sú deild tók til starfa og var þar þangað til hún fékk núverandi húsnæði í Heiisu- verndarstöð Reykjavíkur, sem ein af deildum hennar, hinn 29. des- 1954. Fyrsta árig (1955) komu alls 2.492 konur, en tala skoðana var alls 7.610. Síðan hefur aðsókn að deildinni aukizt nokkuð frá ári til árs, og var þannig árið 1960 skoðaðar um 3.000 konur tæplega 10.000 sinnum. Skoðanadagar hafa veTÍð 3 í viku, en aðsókn afar misjöfn. Suma daga hafa komið um eða yfir 100 konur, aðra daga 30—40 konur í skoðun. Eins og gefur að skilja, hefur oft orðig löng bið og erfið fyrir hinar bamshafandi konur ,sem þá daga ,sem aðsókn hefur verið mest, hafa mátt bíða í 3—4 klukku iFramhaio o i siðr. Áhugamálin njota góðs af í dag var opinberlega frá því skýrt í Stokkhólmi, að mál- efni, sem stóðu Dag Hammar- skjöld nærri hjarta, muni njóta góðs af Friðarverðiaun- um Nóbels, sem honum voru veitt í haust. Síðar verður frá því skýrt, bvern ig peningarnir skuli notaðir. Am- bassador Svía í Osló, Rolf Edberg, mun veita verðlaununum viðtöku að fulltrúum Hammarskjöld-fjöl- skyldunnar viðstöddum. Sagt er og, að Hammarskjöld hafi gert Sten bróður sinn að einkaerfingja með nokkrum frávikum. NTB—Hollandia, 24. nóv. Nelson Rótkefeller fylkis- stjóri hefur nú gefið upp alla von um að finna son sinn, Michael Rockefeller, á lífi. Fyrkisstjórinn neitaði í dag til- boði sjöunda ameríska flotans um aðstoð við leitina á Nýju Guineu, en Rockefellers hefur verið saknað síðan á sunnudag. Rockefeller lauk miklu lofsorði á leitarmenn og kvað yfirvöldin á eynni hafa gert allt , sem þau gátu, til að finna Michael. Um hálftvöleytlS f fyrradag kviknaði í vélbátnum Kristbjörgu sem lá utan á öðrum bátum við lltlu Grandabryggjurnar. Var eldur laus milll þVlja. Slökkvi- I liðið kom strax á vettvang og fékk eldinn slökktan eftir um það bil hálftíma. Erfitt var að komas't að eldinum á milli þllj- anna, en skemmdir urðu samt ekkl miklar. Ljósm.: Tímlnn, GE

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.