Tíminn - 26.11.1961, Page 8

Tíminn - 26.11.1961, Page 8
8 T í M I N N, sunnudaginn 26. nóvember 1961 U2ZL ivrr? /vUpwia Kalastaðamál komu til álits á Alþingi 1646, eins og ætlað hafði vexið, og var það tekið þar til af- greiðslu 1. júlí. Þegar málið kom í dóm, lýsti Brynjólfur biskup Sveinsson yfir því, að hálfkirkja á Kalastöðum væri ekki nauðsyn- leg, en Jens Söffrenson, fógeti k'on ungs, lýsti hana þar næst af tgkna, með samþykki biskups. Þórður Henriksson sýslumaður beiddist þessu næst úrskurðar lög- mannanna, Árna Oddssonar og Magnúsar Björnssonar, og þeirra lögréttumanna, sem innan vébanda sátu, um það, hvort land hálfkii'kj- unnar í Svínadal væri undir kon- ung fallið. Færðu Kalastaðamenn fram þær varnir, að hálfkirkjan á Kalastöðum hefði ekki verið lögð niður, svo að þeim væri um kunn- ugt, fyrr en ef það væri nú gert, og beiddust vitnisburða, ef einhver vildi annað bera. Enginn gaf sig þó fram. Kom meira að segja í Ijós, að Henrik sýslumaður Gísla- son hafði á þingi í Saurbæ 1607 dæmt hálfkirkjunni á Kalastöðum fjögur kúgildi, og þótti það sönn- un þess, að tilvera hennar og rétt- ur 'hefði þá ekki verið véfengdur. Það var og sannað, að embættað hefði verið nokkrum sinnum í kirkjunni eftir komu séra Ólafs Böðvarssonar að Saurbæ — hjón gefin þar saman og börn skírð. Töldu Kalastaðamenn sig því með fullum rétti halda mega Kambs- landi og hafa heimá á Kalastöðum tíund, heytolla og ljóstolla, þar til hálfkirkjan var af tekin. Loks var skírskotað til Ailþingisdóms þess, sem Oddur biskup Einarsson og Guðbrandur biskup Þorláksson og lögmenn báðir útnefndu 1598 að fyrirlági Jóhanns Bockholts höfuðsmanns og skipaður var tólf prestum og tólf leikmönnum, þar sem mælt var fyrir um það, að hálfkirkjur skyldu .halda rentu sinni, samkvæmt fornum máldög- um og skilrikjum og gert milli presta og bænda, er um slíkt deildu, samkvæmt því. „Vegna þessa dóms og annarra meðala, að svo prófuðu," segir í dómsniðurstöðunni, „virðist oss landið frelsast frá því, að það sé fallið, þó það hafi ekki tíundað verið til þessa dags kirkjunni í Saurbæ.“ Fógetinn, Jens Söffrensson, kom nú í lögréttu og kvaðst ekki hafa fyrr heyrt getið þessa dóms, er ætti að hafa gengið 1598, en á móti honum myndi hann ekki mæla, er hann sæi hann með hand- skrift eða innsiglum dómsmanna, sem bæri og hæfði. Má segja, að með þessu væri endanlega gert út um Kalastaða- mál með sigri Sesselju og sona hennar, þótt lyktir yrðu jafnframt þær, að hálfkirkjan væri lögð nið- ur, enda sýnilegt, að hún hafði lengi1 staðið svo til ónotuð, og sennilega óhætt að álykta, að við- hald hennar hafi verið í samræmi við það. Kéttur Kalastaðamanna til þess að skjóta sér undan tíund vegna hálfkirkjunnar hefur því verið vafasamur frá siðferðilegu sjónarmiði, þótt lögin legðust á þessa sveif. Á hinn bóginn kann að vera, að kirkjan hafi verið minna notuð og fyrr afrækt en ella, sökum óvildar prests, sem blæddi það í augum að verða af tíund og vílaði ekki fyrir sér að stofna til langdrægs ófriðar og mik illa málaferla út af því. Það er ekki að efa, að biskup og fleíri valdamenn hafa verið orðnir langþreyttír á málaferlum og lagt hart að málsaðilum að sættast full- um sáttum. Það fór líka svo, að Þórarinn Illugason frá Kaiastöð- um og séra Ólafur tóku höndum saman um allar hálfkirkjuskyldur á Kalastöðum, og gerði Þórarinn þá hugnun á að heita presti, sem sennilega hefur unað dómsúr- skurðinum illa, einu kúgildi, gegn því loforði séra Ólafs að hætta áreitni við Sesselju. Á það er þó að líta, að samkvæmt Bessastaða- samþykkt 1555 átti helmingur kú- gilda og lausafjár niðurfallinna hálfkirkna að renna til presta og hospítala. En það fór enn sem fyrr, þegar til sætta liafði horft með þeim Sesselju á Kalastöðum og séra Ólafi. Deilurnar blossuðu upp að nýju, hálfu heiftúðugri en áður, og ný ákæruatriði komu fram í dagsljósið. Nú var það, sem Sess- elja gerði harða hrið að presti. fylgjandi foi'líkun millum þessara persóna, séra Ólafs Böðvarssonar á eina síðu, en á aðra síðu sona þeirrar sælu og sálugu, nú hjá guði hvílandi, Sesselju Árnadóttur, að svo töluðu og ályktuðu og á allar síður játuðu, að öll sú óein- ing og öll sú óforlíkun, eður hvað til þrætu hefði mátt horfa í orðum og gerðum, sem hingað til hefði fram farið opinberlega eður leyni- lega, munnlega eður skriflega, í hverjum stað eður tíma það verið hefði á millum áðurnefnds séra Ólafs og allra hans barna og sælu Sesselju Árnadóttur og hennar sona, Nikulásar og allra þeirra, sem hlut hafa átt, skyldra og vandalausra, í þessu máli frá önd- falla kann að tilbekkingarlausu, komi þó eigi til ýfingar né upp- vakningar undanförnum málum. Upp á áðurskrifaðan allan skil- mála og. sáttargerð handsöluðust nú séra Ólafur Böðvarsson og þeir synir Sesselju, sem sín nöfn hér undir skrifað, og sættast fullum sáttum, með hönd og munni.“ Skrifaði séra Ólafur fyrstur manna undir skjal þetta, en síðan synir Sesselju sex, sem allir hafa verið á þingi — Einar prestur, Nikulás, Þórarinn, Þórður, Einar og Jón Illugasynir. Þessi sáttmáli var síðan birtur á þingi, og létu valdsmenn sér hann lynda með þremur fyrirvör- um frá Brynjólfi biskupi, er Jens Hrossskrokkur í Saurbæ og ekkjulíferni á Kalastööum Það voru ekki liðnir nema tveir mánuðir frá því að málið var til meðferðar á Óxarárþingi, er séra Ólafi Böðvarssyni var stefnt á hér- aðsþing á Melum í Melasveit til þess að svara þar ákærum Kala- staðahúsfreyjunnar. Það var ekki smávægilegt skjal, því að ákær- urnar voru sextán. Þar var sú al- varlegust, að séira Ólafur hefði „lesið og dregið" hrossakjöt í land- areign Saurbæjarkirkju. Neitaði hún algerlega að þiggja kenni- mannlega þjónustu af þvílíkum klerki. Með þessari ákæru var í rauninni átt við það, að séra Ólaf- ur hefði hirt eða látið hirða limi af dauðum hesti til þess að láta nota þá sem agn fyrir refi. Þetta var sök, sem kennivaldið gat ekki lokað augunum fyrir, og sá séra Ólafur sér þann kost vænst an að koma ekki' á héraðsstefnuna. Það var nefnilega almenn skoð- un presta, að meðhöndlun séra Ól- afs á hross-skrokknum hefði verið „sannarleg óakSkkun", sem þeir töldu „ekki hæfa kennimannlegu embætti". Á héraðsstefnunni á Melum var málinu því vísað til prestastefnu á Þingvöllum næsta ár, en séra Ólafur skyldi halda sig frá kenni- mannlegu embætti, unz dómur væri fallinn. Vafalaust hafa veiið væringar miklar á Hvalfjarðarströndinni þetta haust og hinn næsta vetur, og bar séra Ólafur það á Sesselju, til mótvægis hrossakjötssökinni, að „ekkjulíferni" Sesselju væri ekki svo flekklaust sem vera ætti. Má nærri geta, hve heitt hefur verið í kolunum, þegar slíkar dygjur voru á báða bóga. En um þetta leyti gerist, að annar höfuðaðilinn gengur úr leiknum. Sesselja á Kalastöðum dó þetta misseri. Það var kannski þess vegna, að r.ú dró loks áð þvl, að deilumar útkljáðust endanlega. Óljóst er, hvað gerðist fram að næsta Alþingi, og er það eitt víst, að 2. júlí 1647 var enn ný „forlík- un“ gerð á Alþingi og ramlegar frá öllu gengið en fyrr. Voru hand- söl ein ekki látin nægja, heldur var sáttmálinn einnig staðfestur með kossi. Þessi nýja sættargerð var^svolátandi: „f nafni vors herra, Jesú Krists, þess sanna friðarhöfðingja, með ráði og samþykki þeirra æruverð- ugu landsins höfðingja, andlegra og veraldlegra, sem sín nöfn hér undir skrifa bæn og auðmjúka eft- irleitni nokkurra guðhræddra kennimanna sem sig hér I milli lögðu, samdist og gerðist eftir- Lokagrein um Kalastaðamál, sem lauk með kossum deiluaðila á Þingvöllum í viðurvist allra helztu manna landsms Jiannn tedöT, verðu og til þess tíma, skyldi allt sem ógert og ótalað, dautt og maktarlaust, upp héðan vera og af öllum átölulaust, að óskertri æru, góssi, miklu og litlu, allra áður- nefndra persóna, lifandi og dauðra, á báðar síður, svo að enginn skyldi framvegis á áður tilteknum per- sónum aðra um hingað til fram- farin efni öðruvísi en vel og ær- lega tiltala mega, heldur hér eftir hver öðrum vera til æru og vel- vildar í öllu, leynt og ljóst, hvoru tveggja þó að minnkunarlausu og skaðlausu. En hvacl hér eftir fyrir ýmislegar orðsakir til lögsókna Söffrensson, Lauritz Níelsson og lögmennirnir, Árni Oddsson og Magnús Björnsson, undirrituðu með honum, en Jón prófastur Jóns son á Melum og sýslumennirnir Þórður Henriksson á Innra-Hólmi, Hákon Gíslason í Bræðratungu og Eggeit Björnsson á Skarði voru vitni að, og séra Ólafur Böðvars- son staðfesli sjálfur. Voru fyrirvarar biskups svolát- andi: „1. Séra Ólafur Böðvarsson viti sína embættisskyldu að vakta í lærdómi og lifnaði, veiti og sínu yfirvaldi, andlegu og veraldlegu, skylduga og tilbæiilega hlýðni og varist fyrir skör fram það mót- þróanlega að styggja. 2. Að hann sé vakinn og kost- gæfinn í sínu embætti og var- ist ljótlegan ávinning, höndlun og sýslanir, en gefi nú guði, það eftir er af iians ævi, til þjón- ustu og offurs. 3. Haldi sínum börnum og húsi með föðurlegum áminningum til guðsótta og góðra siða, sem og öðium sínum sóknarmönnum, yngri og eldri. Þeir séu og aftur á móti hlýðugir í kristilegum áminningum og guðlegu lífemi. Skil ég til, að aldrei komi neitt fyrir mig aftur af þvi, sem nú hef- ur verið upp á sætzt og hingað til ihefur undan farið. En ég lýsi yfir því, að ef nokkur sök þvílík bevís- ast nokkrum kennimanni á hend- ur, tilfallin í minni tíð eftir þenn- an dag, sem var framburður Sess- elju heitinnar upp á séra Ólaf, inn skrifuð í þingbók Þórðar Henriks- sonar, þá mun ég'dæma þann sama frá stað og embætti, ef ég má ráða. En þessa sök læt ég að sinni hjá líða fyrir vissar orðsakir, er ég mun fram leggja á sínum tíma, ef þörf krefur, meðal hverra &ú er sérdeilis, að ég mundi ekki dæmt hafa eið fyrir þennan áburð Sess- elju fyrir hennar veikleika sakir, sem fram komu vottaðar úr lög- réttu. En löglegur áburður hefði þurft, skyldi hann fallið hafa, eða eiði fyrir staðið. Þar með hefir hann góðan vitnisburð allra ann- arra sinna sóknarbarna, er um hann biðja.“ Má segja, að Brynjólfur gefi hverjum sitt í 'þessu fylgiskjali sáttmálans, þar sem hann áminnir séia Ólaf og heimilisfólk hans svo stranglega, hótar öðrum prestum, sem svipaðar sakir sannist á, emb- ættimissi, en ber Sesselju látinni á brýn lauslæti og telur henni af þeim sökum ekki hafa verið eið dæmandi og þess vegna illgerlegt að koma fram hrossakjötssökinni á hendur presti. Mætti það hafa verið brosleg sjón að sjá þá syni Sesselju og prest kyssast við Öxará í viðurvist allra helztu manna landsins upp á þessa skil- mála. Vonandi, að alvaran hafi ekki verið svo rík í huga allra viðstaddra, að þeir hafi ekki get- að notið hins spaugilega ívafs þessa lokaþáttar. Afrek og ævintýr Bók þessa hefur Vil'hjálmur S. ViLhjáhnsson þýtt og endursagt, en þar er að finna níu frásagnir af stórviðburðum, hetjudáðum og mannraunum. Höfundar og kafla- heiti eru m. a.: Ævintýri við Miðjarðarhaf eftir Hans Habe ÉiÉÉÉi&IÉ Slapp úr blóðbaði Inðíána eftir Alexander Henry Svörtu mambaslöngurnar eftir E. F. Löhndorff Biðin- langa eftir Oliver La Farge Kraftaverkið við Dunkirk eftir Arthur D. Divine. Eins og sjá má af þessum kafla- fyrirsögnum, segja rithöfundamir frá afrekum og ævintýrum, sem þeir sjálfir hafa unnið, upplifað, tekið þátt í, veiið áhorfendur að eða rannsakað. Hér er lýst áhrifaríkum atburð- um í lífi einstaklinga og þjóða. Bókin spennir vítt svið og lýsir örlagastundum í sögu mannkyns- ins, dularfullum atburðum í frum- skógum, styrjaldarógnunum, ótta, angist, slysum og frábærum afrek- um. Ný bók eftir Jónas Árnason: Setberg hefur nýlega sent á jóla- markaðinn „Tekið í blökkina" eftir Jónas Árnason, en hann hefur flestum öðrum ribhöfundum frem- ur lagt sig fram um að skrifa um sjó og sjómennsku. Flestar bækur hans lýsa lífi sjómanna, sem hann hefur kynnzt af eigin raun og við störf á fiskiskipum. Svo er og um þessa bók. Jóngeir D. Eyrbekk er sjómaður í orðsins beztu merkingu. Hann kemur víða við í frásögn sinni, segir frá æskustöðvunum í Skaga- firði, en þó fyrst og fremst frá veru sinni á fiskibátum og togur- um, félögum á sjónum og sér- kennilegum samferðamönnum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.