Tíminn - 26.11.1961, Page 9

Tíminn - 26.11.1961, Page 9
Tjí.M.INN, sunnudaginn 26. nóvember 1961. UW7 Komdu hingað Raddir hinna barnanna heyrðust þangað, sém Jó- hann lá hjá móður sinni — — ómurinn barst með haf- golunni. Þetta var heitur sumardagur. Jóhann hafði dregið sig í skuggann af sólhlíf móður sinnar, og honum dauðleidd ist eins og oft áður. Hann hafði fyrst talið mávana, sem annað véifið komu fljúg andi frá sjónum — hann hafði stungið hendinni nið- ur í sandinn og látlð hann renna á milli fingranna — hann hafði spunnið upp í huganum sögu, sem byrjaði vel, en varð svo að engu. Það var eins og hann gæti ekki. botnað þá sögu. Móðir hans svaf. Honum datt i hug að vekja hana en svo hætti hann við það. Hann vissi, að hún myndi reiðast. Hann átti að hafa sig hægan enn langa stund það vissi hann. Svo færðu þau sig kannske niður að sjónum. Jóhann stundi þungan. Hann óskaði þess, að hann gæti líka sofið, því að þá líður tíminn fljótt, án þess að fólk viti af því. En það var svo heitt þarna í laut- inni á milli klettanna. Hon- um datt í hug, hve gaman hefði nú verið, ef þau hefðu verið kyrr heima. Þá hefði hann getað legið í skugga eplatrésins — notið svalans úr grasinu — lifað í drauma veröld sinni innan hárra múra garðsins. Hann var í þessum hug- renningum, þegar eitthvað hart skall á bakinu á hon- um. Hann leit aftur fyrir sig. Ofurlítil steinvala valt und- an hallanum. Það hafði sjálfsagt einhver kastað þess ari steinvölu í ógáti. Hver skyldi það hafa verið? Jæja — skipti það nokkru mál? En í sömu andrá var ann- arri steinvölu kastað. Jóhann leit við og sá, að drengur lá á maganum uppi á klettinum. Hann horfði ósköp sakleysislega á hann og sönglaði eitthvað. Þetta var uppgetrðarsakleysi, og það var engu líkara en drengurinn vildi koma af stað einhverjum ertingum. Jóhann leit á móður sína. Hún svaf enn. Þá velti hann sér á grúfu, studdi niður olnbogunum og hvessti aug- un á hinn drenginn. — Ertu búinn að glápa nóg á mig? sagði hann eftir dálitla stund. — Hvað varðar þig um, hvert ég horfi? svaraði hinn ónotalega. Þannig skiptust þeir á orðum dálitla stund, svona eins og drengir gera, þegar þeim þykir vissara að vera á verði. Þeir voru hvor um sig að þreifa fyrir sér, svona svipað og hundar gera, þeg- ar þelr fitja upp á trýnið og ganga urrandi í kringum hvern annan. Jóhanni datt í hug, að hinn drengurinn væri kann- ske að bíða eftir einhverj- um. Hann leit nefnilega við annað veifið og horfði niður að sjónum. Annars var hon- um kannske bara órótt. Hann grunaði kannske, að þessar væringar enduðu með áflogum, og pá eins gott að vita, hvort hann ætti sér von liðveizlu. Jóhann belgdist allur út af monti. En svo datt honum það í hug. En þeir héldu áfram að yggla sig dálítla stund og mönuðu hvor annan: — Ég ræð nú við þig! — Komdu, ef þú þórir! Svo fóru þeir að gorta af dugnaði sínum. Þeir sögðust báðir geta synt tvo hringi um víkina. Þeir gátu kafað þetta, ef svo vildi verkast. Þeir þorðu báðir að stinga- sér af tiu metra háum pall- inum, sem var nýbúið að reisa frammi á klöppunum, þeir voru hvergi smeykir við að stökkva út úr þrýstilofts- flugvél — já, fallhlífarlaus- ir, ef í það færi. Þeir kváð- ust jafnvel ekki víla fyrir sér að fara berfættir inn i skóginn, þó að þar væri fullt af slöngum, og að bjarga fólki út úr brennandi húsum '— það var ekki nema leikur. Jóhann þreyttist fyrr á þessum orðaskiptum. Hann átti heiður sinn að verja. Hann gróf niður í sandinn, en fann hvergi neina stein- völu. Hann varð að láta sér nægja að gera sér í hugar- lund, hvernig hann réðst á þennan piltunga og jafnaði um hann. ATlt í einu hrópaði hann: Hyers vegna kemur þú ekki hérna niður í lautina? — Ha-ha! sagði hinn. Hvers vegna kemur þú ekki hingað upp? Þorirðu það kannske ekkij Jóharfííllíl*áiöggt í kring um sig. Hann fann, hvernig skelfingin læsti sig um hann. Hafði strákurinn undir eins séð, hvernig í pottinn var — Hvers vegní Hann sneri sér að móður sinni. En honum hafði ekki unnizt tími til þess að segja neitt, er honum bárust til eyrna köll að neðan: — Míkael! Strákur! Get- urðu ekki gegnt, þegar ég kalla á þig? Jóhann sá, að maður kom upp á klettinn og stefndi beint tii óvinarins. — Ég fleygði meira að segja steinvölum hérna upp á klettinn til þess að vekja þig ,sagði maðurinn. — Varst það þú! var kom- ið að Jóhanni að ,hrópa. Af- staða hans til drengsins ger breyttist á svipstundu. Hann langaði mest t'.l þess að hlæja og segja drengnum, að þeir hefðu verið ljótu kjánarnir að rífast út af þessu. Kannske yrðu þeir KIRSTEN HOFFMANN: TVÆR STEIN- VÖLUR sjálfur að vera í. Það gljáði á járnið í sólskininu. Undarleg tómleikatilfinn- ing greip hann Það setti að honum hræðslu við, að hann segði eða gerði eitthvað, sem ekki yrði aftur tekið. Maðurinn hafði tekið í höndina á Míkael og ætlaði að leiða hann burt. Þá datt Jóhanni nýtt í hug. Hann beitti öllum kröftum sínum til þess að brölta á fætur. Hann steig heilbrigða fsptin um fast til jarðar og kall- aði: — Sjáumst við á morgun, Míkael? — Ég losna bráðum við þetta, bætti hann við og benti á grindina, sem hann var í. Eftir svo sem viku, var komið að honum að segja. En hann hætti við það, því að hann vissi, að það hlaut að dragast að minnsta kosti í eitt ár enn. Hinn drengurinn horfði þegjandi á hann. Svo færð- ist bros yfir andlit hans. Hann hló við og svaraði: — Ég losna líka við mína — bráðum. Eða það held ég. Og þá skal ég verða á undan þér, þegar við syndum yfir víkina. — Við köfum hérna yfir, sagði Jóhann. Faðir Míkaels leiddi hann burt, og drengurinn veifaði. Jóhann horfði á eftir þeim og veifaði líka. Móðir hans vaknaði og settist upp. Hún virti son sinn fyrir sér, leit svo niður fyrir klettinn og kom auga á Míkael, sem veif kemur þú ekki hingað niSur til mín? Þorlr þú það kannske ekki? búið? Hafði hann legið þarna , hróðugur og örugg- ur, og beðið eftir því, að hann gæti komið þessu að? Hann gaut augunum til móður sinnar í örvæntingu. Hefðu þau nú farið eitthvað annað! Hefðu þau bara ver- ið kyrr heima. Ef hún hefði að minnsta kosti ekki sofn- að! Hann gaj; varla setið á sér að vekja hana. Hann sá engin önnur ráð. vinir. En Míkael gaf honum eng an gaum þessa stundina. — Komdu drengur sagði maðurinn. Við ætlum að drekka tesopa. Mikael brölti á fætur með erfiðismunum Sér til undr- unar sá Jóhann, að það voru umbúðir um annan fótinn.. Hann horfði efablandinn á þetta, og svo leit hann á grindina, sem hann varð aði enn. Þá brosti hún. Faðir Míkaels var einnig hýr á svip. En hann hafði ekki orð á því, hvað gladdi hann. Hann var að hugsa um, hverju tvær litlar steinvölur höfðu komið til leiðar. Hann hafði kastað þeim, án þess að drengirnir tækju eftir því, og það hafði orðið upp- haf að vináttu tveggja við- kvæmra drengja, sem báðir áttu við fötlun að stríða.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.