Alþýðublaðið - 12.04.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.04.1920, Blaðsíða 4
4 A.LÞÝÐUBLAÐIÐ Xoli konnngnr. Eftir Upton Sinclair. Onnur bók: Prælar Kola konnngs (Frh.). XVIII. Eftirlitsmaðurinn fór út, og eftir nokkrar mínútur kom vörðurinn með máltíð, sem var gerólík því er hann undanfarið hafði fengið. Á bakkanum var köld nautakjöts- steik, tvö linsoðin egg, kartöflu- salat og bolli af kaffi með brauði og smjöri. „Þetta ?r svei mér álitlegt*, sagði Hallur mjúkmáll og lét hinn hafa fyrir þv/, að koma bakkan- um fyrir á borðinu fyrir framan hann. Áður en Haílur var búinn að borða, kom eftirlitsmaðurinn aftur. Hann settist hugsandi í gormstól sinn. Hallur Ieit til hans og brosti tnilli munnbitanna. „Cottoa", sagði hann, „þér vit- ið það, að ekkert ber betur vott um gott uppeldi, en það, hvernig maður ber sig til við að borða. Þér hafið kannske veitt því at- hygli, að eg hefi ekki hnýtt pentu- dúknum utan um hálsinn, eða látið skeiðina standa í kaffibollan- um, eíns og Álec Stone hefði gert. Þegar eg hefi bitað ketið niður tek eg ætíð gaffffinn í hægri hönd, áður en eg ber hann upp að munni mér. Þjónninn yðar hefir reýndar gleymt að færa mér annann hreinan disk, en eg reyni að kómast sem bezt af með þennan eina. Skiljið þér migf" „Þ.ökk, eg skill" svaraði eftir- litsmaðurinn. Hallur lagði hnífapörin frá sér á diskinn. „Þjónninn yðar hefir gleymt að gefa mér staup til að skola þessu niður með", sagði hann, „en þér skulið ekki ómaka yður. Þér getið sem bezt hringt á hann til þess að bera burtu á- höldin". Eftirlitsmaðurinn notaði röddina í stað klukku, og vörðurinn kom inn. „Þegar þér og menn yðar leituðu á mér í fyrrinótt, tíndu þeir pyngju minni, svo eg því miður hefi enga drykkjuskildinga handa þjóninum". Þjónninn leit á Hall, eins og hann ætlaði að éta hann, en eftir- Kongens Bryghus^ JMaltextralit, 2 tegundir, nærandi og styrkjandi fyrir alla. — Fæst á Café Fjallkonan. ' . > '■ - . i ,■ ■■ ; • .- .. litsmaðurinn glotti. „Taktu af bórðinu, Gus, og Iokaðu dyrun- uml“ sagði hann. Hallur teygði aftur úr fótunum og hagræddi sér hið bezta. „Eg verð að segja það, að eg kjís heldur að vera gestur yðar, en fangi“. Þögn. „Eg er nú búinn að tala um þetta við herra Cartwright", hóf eftirlitsmaðurinn máls. „Eg gat auðvitað ekki sagt, hvað mikið af þessu væri blekkingar, en eitt er bersýnilegt, þér eruð ekki námuverkamaður. Ef til vili eruð þér einhvers konar nýr hvatninga- maður, en eg þori að hengja mig upp á það, að eg hefi aldrei séð hvatningamann, sem kunni veizlu- siði. Ltklega eruð þér aldir upp í allsnægtum, en sé svo, er mér það ráðgáta, hvers vegna þér fengust við slíkan starfa". HrBknisgar PjóðTerjans. Alþbl. hefir átt tal við Muller, hinn núverandi skipstjóra þýzku skonnortunnar, sem Belgaum hitti fyrir sunnan land. Hann er ment- aður maður og ræðinn, hefir ver- ið á, kafbát og öðrum herskipum meðan á ófriðnum stóð. „Þessi ferð er hin versta, sem eg á öllum mínum sjómannsárum hefi farið. 17 ár hefi eg verið á sjó, en aldrei séð annað eins. Skipstjórinn, sem var gamall mað- ur, andaðist eftir 14 daga legu um borð, svo eg varð að taka að mér stjórn skipsins. Eftir að við höfðum farið fram hjá Færeyjum, fengum við aftaka- veður. Seglin, sem voru 14 tals- ins rifnuðu öll, og reiðar slitnuðu. Skipið var nýútbúið að seglum, svo af því má nokkuð marka vipd- inn. Eitt sinn, er eg stóð við stýrið, tók eitt seglið mig og sló mór niður; var fallið svo mikið, að eg hrækti blóði í viku. Undir ' þiljum var fremur óvistlegt, því þar stóð sjórinn okkur í brjóst. Matvæli öll skemdust að meira eða minna leyti; en verst var, er vatnskassinn bilaði og fyltist af sjó, svo við urðum að drekka brimsalt vatn. Kompásinn, sem er úr nýjum kopar, brotnaði og skemdist. Við vorum þá í mjög miklum nauðum staddir, og urð- um að láta berast fyrir upp á von og óvon“. Það var auðséð á Múller, að hann hafði ekki átt sæla daga á „Eversend", en svo hét skonnort- an, því hann var fölur og tekinn í andliti. Samt spurði hann frétta frá Þýzkalandi, og einkum þó hvert væri álit manna hér á ó- friðnum og upptökum hans. Hon- um þótti vænt um að heyra, að pólitík Bandamanna væri ekki að miklu höfð hér, „hungurmorð og launvig Bretans“. „Það er engin skemtun, að fara Um vetur á seglskipi yfir Atlants- haf, vera marga mánuði að heim- an og frétta lítið af skyldmennum sínum, einkum þegar svo er á- statt, sem nú er heima í Þýzka- landi, neyð og róstur, — en við erum Pjóðverjar“. Múller mælti þetta brosandi. Jón. Sumar- og fermingar- kort. — Afmæliskort. Nýjar teikningar. Heillaöskabréf við öll tækifæri. Laugaveg 43 B. Friðfinnur L. Guðjónsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðrílcsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.