Tíminn - 26.11.1961, Side 14

Tíminn - 26.11.1961, Side 14
14 T í IVIIN N, sunnudaginn 26. nóvember 1961. mér. Þó mér félli það þungt, svaraði ég henni því sama, að það gæti ekki átt sér stað, en þegar ég væri búinn að leggja skipinu mínu að lanri, og væri laus eiða minna, skyldi ég gera allt sem í minu valdi stækði til að frelsa hana. — Heyrið þér prinsessa? spurði Hassan i því hann sneri sér áð Rósamundu. — Hvað segið þér nú? — Eg segi að þessi maður lýgur til að frelsa sjálfan sig. Eg segi enn fremur, að ég svar aði honum, að heldur vildi ég deyja en að hann snerti mig með sínum minnsta fingri. — Eg held líka að hann ljúgi, sagði Hassan. — Nei, sleppið rýtingnum ef þér vilj- ið framar sjá dagsins Ijós. Hérna vil ég ekki berjast við yður, en Salah-he-dín skal fá að vita þetta allt, er við kom- um til hirðar hans, og svo getur hann sjálfur dæmt í mllli orða prinsessunnar af Balbec og leiguþjóns hans, falska Frankans og sjóræn- ingjans, Sir Hugh Lozelle". — Látum hann fá að vita það er við komum til hirðar hans, svaraði Lozelle lymsku lega og bætti síðan við: — Hafið þér svo meira að segja, Hassan fursti? Ef svo er e^kki, verð ég að hugsa um stjórn skips mins, 'sem þér hafið máske haldið að ég væri að því kominn að gleyma fyrir kvenmannsbrosi. — Aðeins eitt enn þá, Sal- adin á þetta skip, en ekki þér, því að hann keypti það af yður, og héðan af verður þess arar konu gætt dag og nótt, og vörðum fjölgaði er við kom um til Kýpur, þar sem þér virðist eiga vini. Skiljið það, og munið' — Eg skal áreiðanlega muna, svaraði Lozelle. Síðan skildu þeir. — Eg hygg, sagði Rósa- munda, er hann var farinn, að við megum telja oss sæl ef við komumst heilu og höldnu á land í Sýrlandi. — Það held eg líka. Eg held líka að eg hafi ekki gætt nægr ar varúðar, því að ég var manni þessum svo reiður, og þar að auki veiklaður eftir veikindin, svo að ég missti jafnvægið og sagði þeim allt, sem mér bjó í brjósti, sem ég hefði máske ekki átt að gera. Það væri áreiðanlega réttast að drepa hann nú þegar; en hann er sá eini, sem kann að stjórna skipinu, sem er list, er hann hefur lært á æsku- árum sínum. Nei, látum það ske sem Allah vill vgrða láta, hann er réttlátur og mun skera úr málum þessum á réttum tíma. — Já, en á hvern hátt? spurði Rósamunda — Eg vona að úr þeim verð' skorið með sverðinu, sagði Hassan, hneigði sig síðan og yfirgaf hana. Eftir þetta héldu vopnaðir menn vörð fyrir utan káetu þá, er Rósamunda bjó í, og þegar hún gekk sér til skemmtunar um þilfarið, fylgdu henni eftir vopnaðir menn. Hún var nú líka óáreitt af Lozelle, er hvorki reyndi að ná tali hennar né Hassans, en við Nikulás var hann oft á tali. Lozelle var duglegur sjó- maður, í raun og veru einn af þeim beztu, er héldu uppi siglingum á þessari leið. Fagra kvöldstund vörpuðu þeir loks akkerum við strenrur Kýpur- eyjar. Framundan þeim, með- fram ströndinni, lá Limasol, með sínum fögru pálmalund- um, en bak við hina frjósömu sléttu, er bærinn stóð á, reis Trocidos-f j allgarðurinn. Veik og þreytt af hinni löngu sjóferð, starði Rósa- munda undrandi á hina fögru, grænu strönd, er svo margir sögulegir atburðir voru tengd ir við, og hún varp mæðilega öndinni, er hún hugsaði til þess að mega ekki fara þar í land. Lozelle heyrði hana and- varpa, og um leið og hann renndi sér mður í bátinn, spottaði hann hana og sagði: „Viljið þér nú samt sem áður ekki skipta um skoðun og fylgja mér til vinar míns, ís- aks keisara? Ég get fullvissað yður um, að það er fjörugt við hirð hans. Þar eru hvorki skuggalegir Serkir, né píla- grímar er hugsa um sálarheUl sína. Á Kýpur fara menn að- eins pílagrímsferðir til Path- os, þar sem Venus fæddist, og hefur rikt frá upphafi heims, og mun ríkja framvegis". Rósamunda svaraði ekki, og hinir hörundsdökku bátsmenn frá Kýpur reru syngjandi með hann til lands. Þarna lágu þeir svo fyrir utan Limasol í tíu daga, þó að veður væri gott og bezta leiði til Sýrlands. Þegar Rósa- munda spurði að, hvers vegna væri legið svona lengi, stapp- aði Hassan niður fætinum í þilfarið og sagði, að það væri vegna þess að keisarinn neit- aði að láta þá fá meira vatn né vistir en þeir þörfnuðust daglega, nema þvi aðeins að hann, Hassan, kæmi í land og ferðaðist til borgarinnar Ni- cosia, er lægi inni í landi, til þess að heimsækja keisarann, er væri þar með hirð sinni. En vegna þess að hann óttaðist að með því ætti að ná honum 1 gildruna, væri hann tregur til að fara; en aftur á hinn bóginn væri ekki hægt að sigla án vatns og vista. — En getur þá Sir Hugh Lo zelle ekki fengið þessu fram- gengt? spurði Rósamunda. — Efalaust, ef hann, vildi, svaraði Hassan, — en hann sver og sárt við leggur að hann fái engu áorkað. Þarna lágu þeir svo dag eftir dag í steikjandi ^ólar- hita, vaggand.i á bylgjum Mið jarðarhafsins, þangað til þeir veiktust úr hitasótt, er geisaði meðfram ströndum Kýprus- eyjar, og dóu tveir menn úr henni. Öðru hvoru kom einn eða annar úr landi með Lozelle, og færði þeim lítið eitt af vatni og vistum, ásamt þeirri orð- j' sendingu, að þeir gætu ekkij fengið sínar óskir uppfylltar, | fyrr en Hassan heimsæktij keisarann, ásamt hinni fögru konu, er með honum væri og keisarann langaði til að sjá. Hassan svaraði néltandi og jók vörðinn umhvertis Rósa- mundu, þvi að á nóttunni voru bátar sifellt á sveimi kringum skipið. Og á daginn riðu hópar af skringilega bún um körlum og konum með- fram ströndinni og virtust helzt ætla sér að ráðast á skip ð. Þegar svo bar við, raðaði Hassan Serkjum sinum al- vopnuðum meðfram öldu- stokknum; höfðu þeir allir brugðin bogsverð í hendi, og virtust Kýpurbúar óttast þá, eða að minnsta kost: riðu þeir sem hvatast brott, og stefndu að ferstrenda turninum í Col- ossi. Loks þraut Hassan þolin- mæðina. Einn morgun kom Lozelle frá Limasol, því að hann svaf þar um nóttina, á- samt þremur aðalsmönnum frá Kýpur, er þóttust koma út á skipið í verzlunarerind- um, en komu aðeins i þeim tilgangi að sjá hina fögru prinsessu Rósamundu. Síðan byrjaði hið venjulega mas um lotningu þá, er auðsýna bæri keisaranum, áður en skipið fengi vatn og vistir, og yrði mundi hann láta taka skipið. Sunnudagur 26. nóvember: 8.30 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Morgunhugleiðing um músík: „Áhrif tónlistar á sögu og siði” eftir Cyril Scott; VI. (Árni Kristjánsson). 9.30 Morguntónleikar. a) Scarlatti-hljómsvbitin leik- ur sinfóníu eftir Alessandro Scarlatti og ballettsvítu eftir Lully; Franco Caracciolo stj. Þar í milli leikur Géorge Malcolm á sembal sónötu eft- ir Domenico Scarlatti. b) Fiðlukonsert í D-dúr (K218) eftir Mozart (Christ- ian Ferras og hljómsveit Tón listarháskólans í París leika; André Vandernoot stjórnar). 10,45 Messa 1 Útskálakirkju, hljóð rituð á aldarafmælikirkjunn- ar fyrra sunnudag. Ræður flytja: Herra Sigurbjörn Ein arsson biskup og séra Guð- mundur Guðmundsson sókn- arprestur. Organleikari: Auð- ur Tryggvadóttir. 12,15 Hádegisútvarp. 13,05 Erindi eftir Pierre Rousseau: Saga framtíðarinnar: VI: Elskið það, sem kemur aldr- ei aftur (Dr. Broddi Jóhann- esson). 14,00 Miðdegistónleikar: Minnzt tónskáldsins Franz Liszts á 150. ári frá fæðingu hans. Dr. Hallgrímur Helgason flyt ur erindi og leikin tónlist eftir Liszt. , a) Alexander Brailovsky leik ur píanótónsmíðar. b) Eberhard Wachter syngur þrjú lög. c) Fílharmoníusveitin í Los Angeles og kvennakór flytja j,Dai»ta‘,-sinfóníuna; Alfred Wallenstein stjórnar. 15.30 Kaffitíminn: a) Carl Billich og félagar hans leika. b) Hubert Deuringer leikur á harmoniku og Klaus Wunder- lich á bíóorgel. 16.15 Á bókamarkaðinum (Vilhj. Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 17.30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur): a) Framhaldssagan „í Marar- þararborg" eftir Ingebrikt Da- vik; IV. (Helgi Skúlason les og syngur). b) Leikritið „Gosi“ eftir Coll- odi og Disney; 4. þáttur. Krist- ján Jónsson býr til flutnings og stjórnar. 18.30 „Fuglinn í fjörunni": Gömlu lögin sungin og leikin. 19,00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20,00 Tónleikar: Hljómsveit Borgar- óperunnar í Berlín leíkur tvo forleiki eftir Suppé: „Flotte Bursche" og ,Banditenstreiche‘ Hansgeorg Otto stjórnar. 20.10 Erindi: íslenzkur dýrgripur í hollenzku safni (Elsa Guðjóns- son). 20.30 Einsöngur: Mahalia Jackson syngur andleg lög með kór og hljómsveit, sem Johnny Will- iams stjórnar. 20,55 Spurt og spjallað í útvarpssal. Þátttakendur: Gisli Halldórs- son verkfr., Sigurður A. Magn- ússon rith., Sigurður Þorkels- son yfirverkfr. og Þórhallur Vilmundarson próf.; Sigurður Magnússon fulltrúi stjórnar. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 27. nóvember: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvárp. 13.15 Búnaðarþáttur: Öryggisráðstaf anir við búvélanotkun; annað erindi (Þórður Runólfsson ör- yggismálastjóri). 13.30 „Við vinnuna": Tónleikar. 17,05 Stund fyrir stofutónlist (Guð- mundur W. Vilhjálmsson). 18,00 Rökkursögur: Hugrún skáld- kona talar við börnin. 18,20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. •— Tónleikar. 18,50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 1 20,00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). ' 20,05 Um daginn og veginn (Jón Árnason fyrrum bankastjóri). 20,25 Einsöngur: Kristinn Hallsson syngur m. a. þrjú lög eftir Hugo Wolf við sonnettur eftir Michaelangelo; Fritz Weiss- happel leikur undir á píanó. 20,45 Leikhúspistill: Þorvarður Helgason talar um tilraunaleik hús. 21,05 Tónleikar: Fagottkonsert eftir Jiri Pauer (Karel Bidlo og Tékkneska fílharmoníusveitin leika; Karel Ancerl stjórnar). 21.30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux inn“ eftir Kristmann Guð- mundsson (Höf. les). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23,00 Dagskrárlok. H. RIDER HAGGARD BRÆÐURNIR SAGA FRA KROSSFERÐATIMUNUM 38 EIRÍKUR VÍÐFÖRLI Ulfurinn og Fálkinn 107 Áður en allir hermennirnir voru komnir fram hjá, slóst Eiríkur í hópinn. Er þeir nálguðust kastal- ann, heyrðist hin hræðilega rödd á ný: — Varúlfurinn heimtar son Eiriks víðförla. — Hvernig getum við náð til hans? Hafðu meðaumkv un með okkur, veinuðu hermenn- irnir. Þá kallaði Eiríkur úr hópn- um: — Ef hann er hjá Tyrfingi, verða þeir að afhenda okkur hann. — Áfram! kallaði Eirikur, og þeir héldu af stað á ný. Hliðin að kastala Tyrfings voru þegar opn- uð, þar sem von hafði verið á Bú- staðalénsmönnunum. Meðan þeir ruddust inn, hræddir um að kom- ast ekki á óhultan stað, sá Eiríkur sér leik á borði að hverfa, áður en hliðunum var lokað aftur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.