Tíminn - 16.12.1961, Qupperneq 9
9
★ JÖLAHLAÐ TÍMANS 1961 ★
Þcssar tvœr borðskreytingar eru a'ð
miklu leyti gerðar úr efnum, sem auð-
velt er að nálgast sér að kostnaðarlitlu.
Aðventukransinn er oflnn úr tágum
festum i trébotn. Málmpappír er lagður
í botninn og siðan raðað mosa og sortu-
lyngi og grenikönglum I körfuna. Fjór-
um kertum stungið niður í mosann.
Hln skreytingin er hraunsteinn með
sínum eðlilega mosagróðri að mestu,
aðeins örlitlu af hreindýramosa hag-
raett á honum til skrauts. Kertið brætt
á sjálfan steinlnn. Bak við steininn eru
grenigreinar með könglum og strá af
melgresi fest i blómagrind mótunar-
leir eða gibs. Hver og einn getur raðað
skrauti á steintnn eftir vild, t.d. fugl-
um úr grenikönglum eða einhverju i
líkingu við litlu engilsmyndina, sem
þarna er, með luktina i hendinni.
Fallegir steinar gefa ótæmandi mögu-
ieika til skreytlnga, bæði einlr sér og
með mosa, greni, mislitum kúlum o.s.
frv. Sortulyng er einnig ágætt til skreyt-
inga. Úr því má binda lengjur til að
skreyta með borð eða festa. á veggi
Skemmttlegt er að binda kransa úr
sortulyngi eða greni, skreyta þá með
mislitum böndum og hengja á útt-
dyrnar.
Jólaskraut má útbúa með ýmsu móti
og þarf ekki allt að kosta stórfé. Hér er
mynd af trjágrein, sem fest er með glbsi
eða mótunarleir í blómapott eða skál og
síðan skreytt með mislitum fuglum, sem
búa má til úr pappír, eða pappa og
grenikönglum, eins og sýnt er hér að
neðan. Þeir fuglar eru búnir þannig til,
að haus er skorln út úr korkl og tvetr
svartir títuprjónar hafðtr í augu. Stél
og vængir eru klippt út úr pappa, máluð
í skrautlegum litum og límd á milli laga
í könglunum. Svo er hausinn málaður i
samræmi við vængina. Mjóum vír er vaf-
Ið utan um könglana, svo að hægt sé að
festa fuglana á greinarnar.
Þá er önnur mynd af gretn, sem
skreytt er með fuglunum. Er henni
stungið nlður i stétt úr plastfrauðl og
snjókarl úr sama efni settur á stéttina.
Úr plastfrauði má skera marga skemmti-
lega hluti til skrauts.
Með mlslitum límböndum má útbúa
skemmtllega skreytingu með því að iíma
þau f múnstur á gluggarúðu eða dökkt
spjald, sem þá má hengja upp á veg.
Gott er að draga með krit munstrið á
grunnlnn og mæla fyrlr límböndunum,
svo að þau verði nógu regluleg. Á þess-
arl mynd er hugsað að tréið til vlnstri
sé hvitt, það næsta blátt og það þriðja
gult, og þessum litum blandað með
rauðu f stjörnurnar.
EiNFALDAR OG ÓDÝRAR
SKREYTINGAR FYRIR JÓLIN
t