Tíminn - 16.12.1961, Side 10

Tíminn - 16.12.1961, Side 10
1 □ ★ JÓLABLAÐ TÍMANS 1961 * Niðurlag. átti bágt á jólunum í fyrra, svangur, kaldur og s'árþreyttur, og hér fékk hann hvorki vott né þurrt, og kannski mund- um við ekki einu sinni eftir að óska hon- um gleðilegra jóla. Það væri rétt eftir okkur að hafa gleymt því í öllum gals- anum. Manstu ekki eftir því, daddý, að við hlóguim eins og bjánar, þegar hann var að tína upp úr töskunni sinni kortin til kattarins, kanarífuglanna og gul'lfisk- anna og staura sig fram úr utanáskrift- inni, hún var víst ekki alltof greinileg. Ég skammast mín niður í hrúgu, þegar ég rifja þetta upp fyrir mér, þú verður að gera eittlhvað fyrir manninn, daddý.“ „Daddý, hvað hvur?“ spyr pósturinn ringlaður. „Æ, hún kallar mig daddý síðan við vorum í Ameríku, konan sko, daddý sko er pabbi á amrísku. Hér mundi daddý auðvitað vera brúkað sem kvenmanns- heiti, Daddý og Dódó eru allra laglegustu nöfn á tvíburasystrum, aldrei spillir blessað óið. „Kjósið D, kjósið Drottinn,“ sagði presturinn í stólnum, sá kunni nú fleira en til messugerðar. En við skulum ekki standa hér eins og tveir gáttaþefir í allt kvöld. Gjörðu svo vel og gaktu í bæinn.“ Pósturinn hikar andartka áður en hann tekur boðinu, það er hvorttveggja að honum æja. fínheitin á þessu heimili og að honum verður hugsað til Strúnu sinnar. Nú er hún ef til vill farin að bíða eftii^ honum með súkkulaði og marmara tertu, eða hvað þaer nú heita þessar finu tertur kvenfólksins. En vandi er að neita svo alúðlegu boði, sem felur í sér ein hvers konar fyrirheit og því fylgir Hann es póstur í kjölfar Hermanns heildsala. Það er því líkast að álfheimar ljúkist upp fyrir honum með allri sinni birtu og prakt, slíka hýbýladýrð hefur hann aldi ei augum litið. Jólatréð nær næsturn því milli gólfs og tofts og er hlaðið öllu hugsanlegu og óhugsanlegu skrauti. sjálfsagt mörgum ljósasamstæðum sem eru margfalt stærn og glæsilegri en sú. sem Strúna kept; í stofunum eru krist- alsljósakrónur, og lainpar á veggjum, borðttm og jafnvel gólfunnm, málverkin eru upp á fleiri tugi þúsunda, áætlar pósturinn, setgögn útskorin og silki- klædd, húsbúnaður allur svo fagur, að hann mundi ekki kunna nein orð til að lýsa honum, skálar, stjakar og vasar eru úr skíru silfri eða kristalli, gólfábreiður eru svo þykkar og mjúkar að þær dúa undir fæti líkt og mosabreiðan í Dýjalág, vestan og neðan víð Hálsakot. Pósturin:. tekur bakfall, fer öfugur fram í anddyrið og sparkar í ofboði af sér skónum. „Dragðu s'kóna af fótum þér, því að sá staður, sem þú stendur á, er margra milljóna virði“, segir hann athæfx sínu til skýringar, en honum bregður í brún. þegar hann lítur ofan á fætur sér, því að önnur stóratáin er farin að gægjast fram úr sokknum, grámóaruðum sauð bandssokki. 1 / „Æ, biessaðir verið þér ekki að hafa fyrir þessu, ætli gólfin hérna þoli það ekki að það sé stigig á þau á skóm“ segir fru Hermanns og víkur sér frá andartak. „Lobba kom með loðna skó úr Lundúnaveldi'. en þessi Lobba, Dódó heildsalans komur með grænlenzka skó sem sýnast gjörðir úr bjarndýrshrömm um og áfastar allar klær, hún fær póst- inum skóna, því að þetta eru ‘gestaskór heimilisins. „Þetta er nú ag hafa úti al'lar kiær“, segir pósturinn upp úr skónum. „Og ekki er ofsögum sagt af bjarnarylnum, því að mér sjóðhitnar upp í haus“. „Einn sjúss, svo að við getum skálað". segir heiidsalinn, skenkir í staup handa sér og gestinum, en segir um öxl sér við frúria: „Vertu með, elskan, og fáðu þér og börnunum kók, gefðu kettinum lap líka. Svo skálum við öll fyrir okkar ágæta jólagesli, sjálfum jólapósti þessa hverfis, sem ekki er aðeins tækifæris póstur með yfirburðum, heldur mikill andans maður og skrifar eins og sá, sem valdig hefur. Já, vinur, svona raunsönn lýsing er sannarlega launaverð og því bauð ég þér að ganga hér um garða Þú ættir að gefa þig að pólitík. vinur. ég meina auðvitag þeirri rétu. ég skal með mestu ánægju bera þig úpp í flokknum Og svo gæti maður lcannski útvesað þð'- vettvang tiJ að skrifa hjá blaðinu En hvað ég viJdi mér sea.ia. hvað sem all'-i folkkapólitík líð'ur, þá hlýtur greinin þín að hafa geysileg áhri.f Mér þykir líikl’egt að þeir háu her-ar. semi settir eru yfir bréfadreifinguna hér í bæ, taki svona grein sér til anleiðingar og sann- færist um að skipulag þessara mála sé svo úrelt, að það sé ekki einu sinni skrattanum og hans skötuhjúum bjóð- andi. hvag þá okkar vösku os velhæfn nóstmanna'tétt., Skál fyrir tirpvttu sk'nu- lagi! Aljir með. því að nú skáhim við fyrir jólunum. Gleðileg jó! og goft kom- andi póstár! Stingu’^ út. maðu’’. svo he!Ú ág á áft.'ir. bi’úkaðu pnsa hæverskn á mínu alb':ðlega heimili Þar sem hjart- ’ a?t ræður. eru a-lliT iv-æðu.'- Hevrðirðu b°tta. v*nur? Bara ho1vít.i gott hiá mér. er alltaf svo mikið fyrir rímið. kann ''kki að meta atómkveðskap. Þeir segja h'ka. skáldskaparexpertarnir, að sá skáld skapur beri vott um úrkynjun, helryk á heilanum, ha! ha! Aftur i glösin, góða veizlu gjöra skal, því að gug mun ráða hvar við dönsum næstu jól. Skál" „Gættu nú að þér, góði minn, þú veizt ekki hvað mikið maðurinn þolir, slæpt- U,r eftir allan erilinn i dag“, segir frú Dódó brosandi, en þó meg áminningar. btxnga í röddinni, sem maður henar skil ur. án þess að hún þurfi að brýna raust- i/na. Frúin er eins og stækkuð mynd af dótturinn, gullbjört á hár með blá augu. hún er í fagurbláum kjól með þrefalt men um liálsinn, öll ljós stofunnar sýn ast brotna í steinum þess og hrökkva af þeim aftur eins og hvitir gneistar Pósturinn buktar sig fyrir þessari fínu og fögru frú, sem er honum nánast sem opinberun frá æðra heimi. „Allt í lagi meg mig, frú mín góð“. segir hann. „Eg er gamalvanur rétta fylliríi, og þá var maður nú alla vega á sig kominn eftir fjárleitir upp um fjöll os fyrnindi í misjöfnum veðrum. Og það var sterkur doggbrandurinn hans Guð brandar hérna á árunum, þessi frægi Mkarbrandur. og maður drakk af stú* ómælt. blessuð mín, og bað er nú eitt hvag annag en drekka svona nettar skammt af fínu víni úr silfurbikar ..Hói '•’ga dmWr't'' "ín rleðnr '"«nn'in< hjarta". sagðx Sæmundur fróði. Æ, mik i'll bölvaður asni get ég verið, auðvitað var það Salómon konungur, sem sagði þessi spaklegu orð. Ja, vitleysan í mér ríður ek'ki við einteyming, hann leynir líklega á sér, þessi metall, okkar á mil'li sagt er ég líklega orðinn nokkuð slomp- aður. „Hætta skal hverjum leik þá hæst fram fer“. Guð laun fyrir mig, nú fer ég heim til hennar Strúnu minnar og segi henni, að ég hafi gengið í björg og séð, hvernig álfar búa. Já, einmitt. séð álfhei.madýrð en dýrlegust er drottn ingin og mætti és nú ekki helga hennar hátign síðasta fullið?" - Póstur’nn hneigin sig hoffn',ainnlega os litla, sæta frú Hermanns lyftir kókglasi sínu og skálar við gest sinn. ..Strúna", segir hún hugsandi. ,.Það mun ve-a konan yðar, nú situr hún heima meg sárt ennið, því að auður er sess e’ginmannsins. Eg legg til að við 'iúkwtn' þessari drykkju með því að skála fvrir henni. F.n nú ætla ég að skenk.ia ■-Wur minn drykk á glösin". ,.E-he-he!“ hlær heildsalinn . Það er kjúklirigastél. sem konan mín býður upp á, vis köllum það í okkar hópi afvötun arskálvna. og þyki" hún ekki sérlega spennandi En hvað um það. fríðar kon ur fá alltaf vilia sínum framgengt. það er þcirra nri privelegíum". He'.ldsalinn rétt aðeins dreypir á kjúklingastélinu. ,.Nú tökum við lagið, það er siður á “óðra vina funrb er gleðin skín á vonar- hýrri brá“ segir haún og kyrjar: .Fóslurlandsi'ns Freyja. fagra Vanadís". Pósturinn tekur undir með drynjandi bassæ-ödd” sem sveiflar sér á tón.unum. Frúin grípur snöggvast fyrir eyrun. en heldur áfram að brosa og þakkar söng- inn með djúpri knébeygingu „Þetta er nú orðið gott,“ segir hún „Gott, betra, bezt,“ segir heildsalinn. hellir kjúklingastélinu á fagurblómstr- andi jólakaktus og segir við hann: „Þessu hefurðu gott af.“ Hann skenkir sér annan drykk en birýr frúarinnar þyngjast og bros hennar fölskvast. „Nú syngjum við annan fósturlandsbrag: „Hlíðin mín fríða“ eða . Nei, auðvit- að helg eru jól. Heim um ból. helg eru jól.“ Þau syngja öll; Pósturinn, heildsalinn. frúin og börnin. Hún er orðin dauðleið á þessu, en fer vel með, kötturinn mjálm ar ólundarlega, því að hann kann hávað- anum ílla og kók smakkast honum verr en mjólk. Pósturinn syngur af öllum kröftum, hann tútnar út, roðnar og blán- ar.| Þegar heildsalinn tekur til að kyrja: „Happy birthday to Jesú,“ slær þögn á alla hina, jafnvel börnin, sem hafa sung- ið þessa klausu í ótal afmælisboðum finna að þetta er óviðeigandi og verða vandræðaleg. Frúin bandar með smárn, hvítri hönd sinni, sem er nú svo sterk og skipandi að bóndi hennar snarþagnar sneyptur. „Við megum ekki halda gesti okkar lengur,“ segir hún og enn tekst henni að brosa og rödd hennar er silkimjúk Frú Dódó er ekk; eins lítil og hún sýnist vera. „Þú áttir erindi við gest okkar, góði rninn. ljúktu því svo að hann komizt 'i?:m ti! konunnar sinnar “ Heildsalinn tyllii sér á tvær sperrur og reynir að vagga sér á tánum, en það liggur við að hann missi jafnvægið. „A-alveg rétt, sem hún segir, hún hef- ur alltaf rétt fyrir sér, ég átti við þig erindi, vinur, og svo ek ég þér heim.“ „Nei, ónei, það verður nú ekkert af því. Það er bráður voði að þú snertir á" bíl eins og þú ert hátt uppi, þú myndir ekki geta haldið þér við götuna, það er nær að ég aki,“ segir frúin, „en ég veit berta ráð, við biðjum Dengsa.“ Dengsi býr í húsi heildsalans, nánar tiltekið í kjallaranum og er þjónn hans bæði innan firmans og utan. Hann er þriggja álna raumur og sver að sama skapi, en unglingslegur og góðlátlegur. „Þetta er mín máttarstoð," segir heild- salinn og tekur utan um Dengsa. „Við erum fóstbræður," segir hann, faðmar Dengsa og kyssir hann. „Hann er gull og gersemi, guði sjálfum líkur.“ „Mikið andskoti er þetta gott hjá mér, ég er bara orðinn bráðhagmælskur, svona er að vera í selskap með andans mönn- um, andríki þeiri'a svífur nefnilega á mann eins og höfgui drykkur. Og nú til starfa, piltar, færa skal varninginn heim.“ Heildsalinn lýkur upp byrgðaskemmu sinni, þar er angan fjarlíégra heimsálfa. „Þú tekur þetla, og þú tekur þetta,“ segir hann og stjórnar póstinum og Dengsa við burðmn á varningi til bíls. Þegar pósturinn maldar í móinn fyrir siðasakir og segxr eitthvað á þessa leið: „Nú er nóg komið,“ eða „þetta er alltof mikið," bandar beildsalinn hendinni og segir: ,,í dag er ég ríkur, í dag vil ég gefa.“ Þegar dollaragrín heildsalans er að verða sneisafullt fara þeir kumpánarnir, Hannes og Dengsi síðustu ferðina út í bíl, en þá hefur llannes þakkað fyrir sig með mörgurn, fögrum orðurn. Frú Dódó stendur úti á svölum, þegar Hannes gengur frá húsinu síðast, hann hefur undir hönd sér stærðar dúnk með sykruðum aprikósum. Frúin hendir til hans flötum böggli í jólaumbúðum og Éannes grípur á lofti með þeirri hend- inni, sem hann hefur lausa. „Þetta er handa konunni yðar í sára- bætur fyrir það, hvað hún hefur þurft að bíða yðar lengi “ Hannes tekur oían og beygir sig djúpt fyrir þessari gyðju í konumynd. Frú Her- manns fer aftur inn,, ljósið sem streymir út um opnar svaiadyrnar gyllir bjart hár hennar. „Er mig að dreyma?‘“ segir Hannes, þegar hann er seztur við hlið Dengsa í bílnum. „Ætli það,“ segir Dengsi, „þetta er góffgerðafólk, ég cr svo sem ekki óvanur að aka út og suður með gjafahlössin." Jólapóstsfrúin ætiar varla að trúa sín- um eigin augum þegar maðurinn lienn- ar vindur sér ínr. ; íbúðina með fullan kassa af kóka kola, þétt á eftir honum fylgir bráðókunnugur maður með fangið fullt af ailskyns góðvarningi, en úti á ganginum standa ávaxtakassar og baukar. „Er þetta frá vrtrarhjálpinni?“ stynur hún upp. en skilur þó ekkert i því, eins og hún segi. stundum, að þau eni- hleyp hjón og fuiivinnandi skuli teljast þurfandi fyrir h.ialp „Vetrarhjálpin. það var og! Nei, tíeill- in mín, þetta er .itsins manna, sern hefur fallið af himnuir. ofan. eða þó heldur himneskar gjafu sem rauðmöttlaður jólasveinn miðlaðx. Verðug sagðirðu! Skyldum við ekki vera verðug fyrir guðs gjafir úr góði-a manna höndum. Má ekki bjóða þér einn kók með mér og þessum heiðursmanni? Þaf má víst ekki vera sterkara handa þéi ökuþór?1' „Þakka þér, vinur það er sama og þegið, en nú þarí ég að hraða mér heim, þarf kannske að vera húsmóður minni til aðstoðar, að minnsta kosti þykir henni betra að vita af mér nærrx, þegar hús- bóndinn gerir sé, glaðan dag, en þetta er nú bara okkar á milli sagt og má ekki fara lengra. Góðui, betri, be'ztur eins og þar stendur, húsbóndinn er góður. börn- in betri, en frúin bezt, hún er engill i mannsmynd, nei, engill í engilsmynd. Og glegileg jól!“ Eldhúsið, sem myndarkonan, hún Strúna frá Hálsakoti var b.úin að snotra og snurfusa á allar, hátt' er nú orðið lík ast vöruskemmu Er, þaff verður að bíða til morguns að koma varningnum fyrir. póstsfrúin segist vera máttlaus ofar, í tær öllum bessun- g’öfiim ívrr má nr rota en dauðrota. B’ramhaid á bls. 12.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.