Tíminn - 16.12.1961, Qupperneq 11
11
★ J n LABL'AÖ TÍMAM5 1961 +
Héldu þeir nú af staS; voru félagar
þeirra komnir, þeir er gist höfðu í
Vatnskoti, og höfðu haft beina góðan.
Þá var veður bjart og hið blíðasta, en
snjórinn í kné. Þegar þeir komu upp á
gjábarminn vestari, settust þeir niður og
tóku sér árbita. Kristján frá Arnarholti
tók þá til máls: „Illa dreymdi mig í nótt,
piitar,“ segir hann. „Hvað var það?“
segja þeir. „Það dreymdi mig,“ segir
hann, „að tveir griðungar gráir kæmu
á móti oss á heiðinni og stönguðu til
bana sex af förunautum mínum, og
blóðguðu þann sjöunda." Fleiri kváðu
sig hafa dreymt illa um nóttina. Héldu
þeir nú leiðar sinnar út hjá Kárastöðum,
var þá svo dátt um veðrið, að draup af
þiljunum, er snjórinn þiðnaði. Segir eigi
af ferðum þeirra, unz þeir komu utar-
lega í Kelduna (Vilborgarkeldu), sjá
þeir þá draga upp lítinn skýhnoðra yfir
Esjunni, og að vörmu spori var skollin
á þá giimmasta norðanhríð. Réðust þeir
nú um, hvað til bragðs skyldi taka; vildu
sumir snúa aftur til baka og leita bæja,
aðrir töldu það óráð og þótti lítil von til,
að finna bæi i Þingvallasveitinni, þar
sem þeir eru svo strjálir, en voðalegt að
villast út á vatnið eða í hraunið. Þótti
þeim meiri von að takast mætti að finna
sæluhúskofann á heiðinni og, ef það
brygðist, þá Mosfellsdalinn; mundi hríð-
in þar vægari og meiri von, að þeir hittu
þar einhvern bæifln; var ráð þetta tekið
og halda þeir nú á heiðina. Hríðin var
svo svört, að ekkert sást frá sér, og
sterkviðrið og frostharkan að sama
skapi. Fuku höfuðfötin af sumum, og var
enginn kostur að elta þau. Það var
skömmu fyrir hádegi, aö hríðin skall á.
Frusu skjótt að þf-in klæðiu, er vot voru
frá því daginn áf-ur, og gerðist stirt um
ganginn; tóku pe-ir þá mjög að þreytast
ög sumir að ge>;-.st upp.
Guðmund frá Hjálmsstöðum þraut
fyrstan,1) og var hann þó hinn gildasti
maður að karlmennsku, en miður göngu-
fær. Hinir, sem færari voru, tóku á sig
poka þeirra, er þreyttastir voru, og
hjálpuðu þeim eftir megni. Fétur kvaðst
einskis þeirra poka bera mundu, og
skipti það litlu, þó að þeir lægju eftir.
EgUl frá Hjálmstöðum hafði gengið fyrir
um hríð; þóttí þeim Pétri og Einari sem
hann mundi hafa haldið of mikið í veðr-
ið og stefna of norðarlewi. Þar á heið-
inni er klif nokkurt, er verða átti á leið
þeirra. það urðu þeir eigi varir við, en
þó fundu þeir einu sinni halla undan
fæti, og þótti þeiín þá, sem þeir mundu
vera fyrir norðan klifið. Komu þeir Pét-
ur og Einar sér saman um, að þeir
skyldu ganga á undan og raða stefnunni;
sneru þeir þegar undan veðrinu, svo sem
þeir hugðu stefnu vera á Mosfellsdalinn;
gengu nú svo um hríð unz fimm voru
svo þrotnir félagar þeirra, að engi var
kostur, að þeir mættu lengra komast;
vildu sumir halda áfram engu að síður
og láta þá þar eftir, er eigi mættu lengra
komast. Pétur kvaðst aldrei skyldu
ganga frá félögum sínum svo nauðulega
komnum og tóku þá fleiri undir það,
urðu þá allir kyrrir; þá var enn löng
stund til dagseturs. Þeir. er mest voru af
sér komnir, fleygðu sér þegar niður á
hjarnið, en hinir stóðu uppi yfir þeim.
Sumir reyndu að pikka holu í harðfennið
með stöfum sínum og lögðust svo þar
niður í og létu skefla yfir sig. Margir
voru þá þegar kalnir mjög. Á Agli var
allt andlitið orðið hvítt. Leið svo fram
að dagssetri; stóðu þá enn nokkrir uppi;
þá heyrðu þeir Þorstein frá Kervatns-
stöðum reka upp hljóð þrisvar sinnum,
og hneig hann niður við hið síðasta:
„Hörmulegt er að heyra,“ mælti Krist-
ján.“ „Ef þ.ú getur ekki að gert,“ mælti
Pétur, „þá er bezt að þegja.“ Gjörði nú
myrkt af nóttu, svo enginn sá annan.
Þar kom, að enginr, stóð uppi, nema Pét-
ur og Einar; sömdu þeir þá með sér að
þeir skyldu aldrei niður leggjast, meðan
þeir mættu uppi standa. Mjög sótti þá
svefn, og áttu þeir þó nóg að vinna að
verjast sterkviðrinu, að eigi hrekti þá
burt frá hinum; þeir voru þá báðir ó-
kalnir enn. Leið svo fram eftir nóttunni.
Ekkert sást fyrir náttmyrkri og snjó-
drífu, og klakahúð lagðist fyrir andlit
þeirra; ekkert heyrðist nema dynurinn
í sterkviðrinu og einstöku hljóð frá fé-
lögum þeirra, er lágu þar umhverfis í
skaflinum, huldir í snjónum. Þá er langt
var liðið á nótt, heyrði Pétur að kallað
1) Þetta mun varla vera rétt, enda var
Guðmundur einn þeirra, sem komust lífs
af. (S. ÓU.
var í snjónum fyrir fótum hans og beðið
í guðs bænum að rífa snjóinn frá sér,
því að sér lægi við köfnun. Pétur þreif-
aði fyrir sér og fann þar Þorstein örend-
an, hann hafði hnigið ofan á höfuðin á
þeim Bjarna og ísak; og voru báðir á
lífi, en máttu hvergi hrærast. bæði vegna
líksins, sem lá yfir þeim, og svo voru
þeir frosnir niður við hjarnið. Pétur
snaraði burt líkinu og tóku þeir Einar
svo báðir að losa þá Bjarna og ísak.
Vöknuðu nú fleiri í skaflinum, er niður
höfðu lagzt, en enginn mátti upp standa,
svo voru þeir frosnir niður; hafði snjór-
inn þiðnað lítið eitt undir þeim, er þeir
lögðust niður, en frosið síðan við klæði
þeirra. Þegar þeir heyrðu, að einhverjir
voru uppi standandi, kölluu þeir á þá og
1
báðu þá hjálpar. Þeir Pétur tóku þá
hvern af öðrum og svo hjálpaði hver sem
á fætur komst, eftir megni; var það hin
mesta raun að losa þá úr skaflinum með
höndunum einum, því að eigi var þor-
andi að neyta stafbroddanna, þar sem
bæði var niðamyrkur^ og handastjórn
tekin að fatast, er flesfir voru kalnir og
varla hægt að ráða sér fyrir ofviðrinu.
Sveinn frá Stritlu hafði pikkað laut í
hjamið og lagzt þar niður aflangur; var
lengi strítt við að losa hann, og tókst að
lyktum; var hann lítið kalinn eða ekki.
Örðugast var ,að losa þá alla, er höfðu
lagzt endilangir, en hægra þá, sem lagzt
höfðu krepptir. í þessari svipan kól þá
báða Pétur og Einar mjög á höndum
og fótum og víðar. Að lyktum voru allir
komnir á fætur nema Jón af Ketilvöll-
um; fundu þeir hann án þess að hann
gæfi frá sér hljóð, og reyndu lengi- að
losa hann, en gátu eigi, enda fundu þeir
ekki lífsmark með honum. Að þessu
starfi höfðu þeir verið allan síðari hluta
nætur; stóðu þeir uppi tólf, sem á lífi
voru, þegar dagsbrún sást. í dögunina
gerði þann feiknasvip, og herti svo frost-
ið, að langt bar af því, er verið hafði.1)
Skullu þeir þá niður hver af öðrum, en
nokkrir þeir, er færastir voru, leituðu
við að reisa þá á fætur jafnóðum og
styðja þá. Til marks um frosthörkuna má
geta þess að á Pétri var orðin svo þykk
klakaskán fyrir öllu andlitinu, að hann
gat eigi brotið hana frá, var hvergi gat á
nema fyrir öðru munnvikinu, og frosið
saman allt, hár, skegg og klæði. Bað
hann þá Kristján að brjóta frá sér klak-
ann og lagðist niður á bakið. Kristján
pikkaði með staf sínum rauf fyrir enn-
inu; þreif Pétur þar fyrir og reif frá
allt saman. — Sveinn stóð hjá og hafð-
ist ekki að, meðan þeir Pétur voru að
reisa upp og styðja þá félaga sína er
þróttminni voru orðnir. Gekk á þessu
um hríð, unz þeir Þiðrik, fsak og Egill
1) Sbr. frásögn Guðmundar á Hjálm-
stöðum hér á eftir.
hmgu dauöii niður í höndum þeirra.
Þeim, sem eftir stóðu, kom þá saman um
að halda af stað og leita byggða. Eftir
létu þeir poka sína alla og stafi. Er þeir
höfðu gengið skamma stund, kallaði
Guðmundur frá Múla til Péturs og bað
hann að leiða sig; gerði Pétur það; brátt
fann hann, að sér mundi verða það of-
þungi einum, kallaði hann þá til Einars
og bað hann að leiða Guðmund með sér.
Einar var fús ti! þess. f sama bili bar
þar að Gísla Jónsson; náði hann í þá
Pétur og var nú mjög þrotinn. Varð
þeim Pétri nú seinfarið, er þeir urðu að
draga tvo aðra máttfarna með sér, enda
misstu þeir í þessum svifum sjónar af
þeim félögum sinum öðrum. Frá þeim
er það að segja, að þeir héldu saman
SÍÐARI HLUTI
allir fimm og komust um miðjan morg-
un að bæ þeim, er nefnist í Bringunum,
voru þeir þá aðfram komnir; fengu þeir
þegar beztu hjúkrun sem kostur var á.
Svo voru þeir rænulausir að þeir gátu
ekki um þá félaga sína er á eftir voru,
fyrr en eftir langa stund, þá rankaði
einn þeirra við sér og sagði: „Bágt eig-
um við, en bágara eiga þeir sem eru á
eftir.“ Þegar húsbóndinn heyrði þetta
bjóst hann þegar til að leita þeirra, er
á eftir voru, og var það jafnsnemma og
upp stytti hríðinni. Nú er að segja frá
þeim Pétri og Einari, er þeir voru við-
skila orðnir við félaga sína, nema þá tvo,
er þeir leiddu; höfðu þeir Guðmund á
milli sin, en Gísli hélt sér í þá. Héldu
þeir nú áfram ferðinni langa hríð. Svo
sagði Pétur frá síðar, að alltaf fannst
honum að hann myndi ná til bæja, en þá
vildi hann helzt deyja, er hann hafði sagt
frá tíðindum. Lítt skiptust þeir á orð-
um félagarnir, nema einu sinni sagði
Guðmundur: „Ætlarðu að yfirgefa mig,
Pétur?“ „Nei, aldrei“, svaraði hann. í því
kipptist Guðmundur við svo hart, að
hann ýtti þeim frá sér; það voru dauða-
teygjurnar, er hann tók fyrsta andvarp-
ið; báru þeir hann þó enn góða stund í
milli sín, unz þeir skildu að það kom
fyrir ekki. Þá var stytt upp hríðinni og
var það nú eins snögglega og hún hafði
skollið á. Létu þeir nú lík Guðmundar
eftir og er þeir höfðu skamma stund
farið, sýndust þeim koma þrír menn á
móti sér. Það var Jóhannes bóndi úr.
Bringum einn saman, er kominn var að
leita þeirra; stefndu þeir þá fyrir end-
ann á Grímmannsfelli, er Jóhannes kom
að þeim. Komust þeir nú allir heim
með honum en voru svo máttfarnir, að
Jóhannes varð að lyfta undir þá til þess
að þeir kæmust upp baðstofutröppurnar.
Þegar þeir voru komnir upp á baðstofu-
gólfið, var spurt hvort þeir vildu kaffi.
Pétur svaraði: „Því ætli ég vilji ekki
kaffi“. Hann stóð á gólfinu meðan hann
drakk úr bollanum og meðan bóndi náði
af honum fötunum. Hann talaði allt af
ráði, en stutt og reiðilega, en sjálfur
vissi hann ekkert af sér, frá því að hann
kom inn, til þess stund leið frá. Það var
um hádegi, er þeir komu til bæja. Voru
nú sóttir menn og hestar og þeir félagar
fluttir á bæi, -þar sem hægt var að sjúkra
þeim. Þá er aðrir voru fluttir burt, steig
Sveinn á. skíði og gekk á undan þeim;
þótti þá sumum félögum hans sem hann
mundL hafa legið helzt til mikið á liði
sínu um nóttina, er þeir félagar beiddu
hann hjálpar og lögðu sjálfir limi sína
í sölurnar, en hann hafðist ekki að.1) —
Lík þeirra, er látizt höfðu á heiðinni,
fundust degi síðar en þeir félagar komu
til byggða; sögðu þeir er sóttu, að líkin
hefðu legið við læk einn lítinn, og hefði
Jón af Ketilvöllum legið í vatni úr
læknum. Líkin voru öll flutt að Mosfelli,
en kistur gjörðar að þeim í Reykjavík.
Pétur kvaðst vilja leggja til líkklæði ut-
an um Guðmund og gjörði hann svo.
Nokkru síðar dreymdi hann að Guð-
mundur kæmi til sin; þóttist hann spyrja,
hvernig honum liði. Þótti honum Guð-
mundur svara: „Ekki vel, mér er svo
kalt.“ Frétti Pétur síðar, að líkklæðin
höfðu orðið eftir í Reykjavík í ógáti, og
þótti draumurinn benda til þess. Þau
líkklæði urðu síðan utan um Magnús
prest Grímsson að Mosfelli. .— Geir
Zoéga hafði sótt'Pétur upp að Mosfelli
og flutt hann til sín; var Pétur þá lagður
í sama rúm og hann hafði legið í um
haustið einn, þá er Geir var eigi heima,
sem fyrr er sagt. Einar lá lengi með
óráði, en var þó heill að lokum. Pétur
var mest kalinn og lá mjög lengi í sár-
um. Aldrei missti hann rænuna og undr-
uðust menn karlmennsku hans, því að
varla heyrðist í honum þótt félagar hans
aðrir lægju með hljóðum. Veturinn eftir
var Pétur lengi á Móeiðarhvoli til lækn-
inga hjá Skúla Thorarensen. lækni, dáð-
ist hann oft að hörku Péturs síðan. Einu
sinni var læknirinn að tálga bein úr fæt-
inum á Pétri, þar sem hann sat. Pétur
spurði hvort hann vildi ekki láta halda
sér, því eigi væri víst að sér tækist að
halda fætinum kyrrum. Læknirinn
skeytti því engu, en hélt áfram þar til
Pétur kipptist við, þá hætti hann og
sagði: „Á, svei því“. Pétur gekk síðan
upp á loft og settist við vinnu sína.
Pétur kvæntist nokkru eftir þetta og
bjó að Felli í Biskupstungum, þangað til
hann fór til Vesturheims með konu sinni
og börnum og býr nú í Þingvallanýlend-
unni. Á lífi2) eru þeir og enn Kristján
frá Arnarholti, Guðmundur frá Hjálm-
stöðum og Gísli Jónsson."
Hér lýkur hinni ýtarlegu frásögn sr.
Magnúsar af ferðum vermannanna á
Mosfellsheiði og ömurlegu afdrifum.
Mun þar sízt ofsögum sagt af ógnum
þeim og hörmungum, sem urðu á vegi
þe^rra félaga, enda kveðst hann hafa
fyrir sér sögn þeirra sjálfra og „annarra
hinna kunnugustu rnanna". Er nú fróð-
legt að tilfæra hér kafla úr frásögn Guð-
mundar á Hjálmsstöðum, (Óðinn 1911),
en hann var einn þeirra manna, er lífs
komst af úr hildarleik þessum.
Hann getur þess, að föt þeirra félaga
hafi verið „stamdeig“ um morguninn, og
þeir því verið „allt annað en vel við
búnir — þeim ósköpum, er þeir áttu
fyrir höndum“. Snjór hafi verið mikill
á jörðu, ófærð fyllilega í hné. „Sóttist
ferðin því afar seint“. Síðan byrjaði að
hvessa, og „herti jafnframt frostið, svo
fötin stokkgödduðu á okkur, og áttum
við þá erfitt með að komast áfram“, segir
Guðmundur. Siðan segir frá því að þeir
fundu ekki sæluhúskofann á Mosfells-
heiði, „enda var þá komin blindhríð með
feikna frosti og fannbufði af norðri".
Hafi þá verið eina lífsvonin, að freista
þess að ná til bæjar í Bringum (Mos-
fellssveit), og héldu þeir félagar síðan
undan skáhallt við veðrið og „höfðu nóg
með að halda hópinn og tvístrast ekki
hver frá öðrum". Síðan scgir svo:
I kringum sólarlagið fórum við að
halda kyrru fyrir, því að flestir voru að-
framkomnir af þreytu. Klakahúð var
komin fyrir andlit okkar, svo að augn-
anna naut ekki heldur við, og föt okkar
einnig orðin stálfreðin. Ekki var glæsi-
legt að hugsa til þess að láta fyrir bert
ast þarna um nóttina, ekkert afdrep, allt
(Framh. á 15. síðu.)
1) Hér er sennilega málum blandað, að
því er ráða má af skýrslu Guðmundar á
Hjátmsstöðum, sem segir, að þegar hann
tók að þrjóta, hafi Sveinn „létt á honum"
þ. e. tekið á sig hans bagga.
2) Nú voru allir fyrir löngu dánir.
VERMENN
VERÐA
ÚTI
VID
EFTIR
SIGURÐ
ÓLASON,
LÖGFR.
UÖBía nac;-: o