Alþýðublaðið - 21.10.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.10.1927, Blaðsíða 2
2 A L > Ý Ð u tí L A ÐI ö ... ,—j Íalþýðubl aðið [ j kemur út á hverjum virkum degi. > |,4f«rreiðsla í Aipýðuhúsinu við [ Hverfisgötu 8 opin irá kl. 9 árd. > ti! kl. 7 siðd. ► j Skrífstofa á sama stað opin kl. > J 9*-/a— 10*/a árd. og kl. 8—9 síðd. ) * Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 | \ (skriistofan). 5 j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á | } mánuöi. Auglýsingarverökr.0,15 ( * hver mm. eindálka. ► } Prentsmiðja: AlÞýöuprentsmiðjan [ (í sama húsi, sömu simar). Off anðvaldið í Banda« pifcjnnum. (Nl) II. Nýlega er komin'út ein af sög- um Uptons Sinclairs. Hún heitir „OIía“ (Oil), og í henni flettir hann ofan af svívirðingum olíu- auövaldsins. Nú fundu legátar ol- íu-stórlaxanna upp 'á pví að fá eitthvert „þægðarskinn" til að kæra yfjr [rví, að bókin hefði hneykslað hann; hún væri ekki nógu siðleg. í henni er sem sé lýst sumum hliðum kynferðismála eins og [rær eru, án fress aðf draga fjöður yfir, en annars er Sinclair kunnur að því að vera grandvar í orðum um þau efni og skrifa siðlega um þau. Þetta var iíka að eins átylla. Ádeil- an á olíu-auðvaldið var það,s,sem undan sveið. — Fæstar bóksöl- tir í Eandaríkjunum eru svo sjálf- stæðar, að þær þori að hafa bæk- «ir Sínclairs á boðstólum (sam- anber grein E. H. Kv.), og sjáifur verður hann að gefa þær út. En að þessu sinni fanst bóksali í Boston, sem seldi oiíubókina. Og nú var honum stefnt fyrir að selja „klámfengna“ bók(!). Sin- clair kom þá sjálfur til skjal- anna og krafðist, að sér væri stefnt, en ekki bóksalanum, og hóf sjálfur að selja bókina; en lögreglan þekti hann og vissi, hvað það þýddi að taka Upton Sinclair fastan. Þá myndi honum gelast þvj hetra tæk'ifæri til að lýsa fangelsunum á eftjr, og það er meira í húfi að taka heims- frægan mann fastan fyrir litlar eða engar sakir, heldur en ann- an, sem fáix eða pngir kann- ast við. Og auðvaldið langaði ekki til að lenda enn á ný í höndunum á honum, ef annars væri kostur, eins og sagt var frá í „Heims- krjnglu". Sinclair benti m. a. á, að skýrt er frá ósiðlegum hlutum i sjálfri biblíunni, t. d. þegar dæt- ur Lots geTðu föður sjnn ölv- aðan og gátu börn með honum. — Nú hefir Sinclair látið prenta myndir af fikjuviðarblöðum yfir þá staði í bókinni, sem kært var yfir. Gerir hann með þvi gabb að trúmálahræsni ákærenda sinna. Fyndnjna í því skilja sennilega allir, sem hafa lesið syndafalls- sögu Adams og E\oi. Alljr hugsandi menn og allir, sem vilja kynnast merkustu rit- höfundum heimsins, þurfa að lesa bækur Uptons Sinciairs. Á ís- iénzku eru komnar: „Á refiistig- um“ (um niðursuðuhringana), „Koli konungur"*) (um ko’anðmu- þrælkunina) og nú síðast „Bmið- ur er ég nefndur" í mjög ódýrri útgáfu, lýsjng þess, hvernig tek- ið myndi veröa á móti Kristi, ef hann kæmi nú eins og forðum og predikaði á sama hátt :— í auðvaldsjijóðféiagi. Og svo eru greinar þeirra feðganna um Up- ton Sinciair, grein Einars Hjör- leifssonar Kvarans í „Skírni“ og eítirmáli séra Ragnars Kvarans við bókina „Smiður er ég nefnd- ur“, sem gefa ýmsar upplýsingar og skýra auk þess ýmislegt frá þeirra sjónarmiði um rithöfund- inn mik’a, hinn óþrevtandi bar- áttumann fyrjr gengi og farsæld alþýðunnar, Upton Sinclair, sem nú er orðinn nærri fimtugur að aidri og heíir verið heimsfrægur — og hataður af auðvaldinu, eink- um í Ameríku, — í meir en 20 ár. Frá bæjarstförnarfuníli í gær. Austurvallarmáiið var enn á dagskrá. Héðinn Valdimarsson benti á, hve tilfinnaniegur skortur er á torgum hér í Reykjavík, og þurfi að auka opnu svæðin, en ekki skerða. Meiri hlutinn var á annari skoðun að pví, er virtist. Samþvkti hann með 5 atkv. gegn 3, að byggingarreiturinn milli 'Austurstrætis og Vallarstrætis (bruna’óðaraninn) verði gerður 16i/2 m. breiður, en Vallarstræti að eins 7 metra breytt. Þar við skerðist Austurvöllur um. nálægt 14 íermetra. Völlurinn er nú um 4335. fermetrar að stærð. Héðinn spurðist fyrir um, hvað borgarstjóri og fasteignanefnd hefðu í hyggju að gera til þess, að menn gætu fengið leiguióðir tii að byggja á í Austurbænum. K. Z. kvað þær vera tii á hagfeldu svæði austan við Barónsstíg, en fyrst yrði að leggja þar götur. Verði það atriði bráðlega tekið til athugunar i sambandi við fjár- hagsáætlunina. Haílbjöm Halldórsson hreyfði því, að leigulóðamálið þyTftibráð- lega að fara að koma aftur fyrir 'bæjarstjórnina til afgreiðslu, ekki til þess að selja lóðirnar, heldur til þess að greiða úr þeim erfið- leikum, sem eru á því að fá leigu- lóðir ti! byggingar og tefja fyrir byggingum, og sé auðveít að ganga svo frá lóðaleigumál- inu, að leigjendur verði ánægðir. Mintist hann á, hvort ekki myndi gerlegt að taka það ráð upp, til að fiýta fyrir nýbyggingum, að gera til bráðabirgða að eins aðal- götur um óbyggð hú alóðasvæði, en leyía mönnum síðan að gera troðninga að hösum, þar sem (* Hefirþó enn cklri veriö sérprentuð. smærri götur eiga að verða síðar, en ákveða að eins götuiínurnar. Jafnframt mintist hann jiess, að afnám húsáleigulaganna hefir ekki '■leyst úr húsnæðisvandræðunum, eins og meiri hlutinn virðist hafa haldið að verða myntli. Mæitist hann til þess, að .bæjarstjórnin taki l úsnæðismálið bráðlega upp að nýju í sain'nandi við leigu- lóðamáiið. HaUbjörn lýsti ónægju sinni yf- 'if því, að nú heiði loksins verið komið á 8 sti-nc’a vmnudegi fvrir kyndarana í gasstöðinni; en til þess var bætt við einum kynd- ara. Ó). Fr. vítti þrælkun þeirra áður, meðan vinnudagurinn var 12 stundir. Jón Egilsson, er verið hefir starfsmaður við gasstöðina siðesí liðin 18 ár, hefir sagt starfinu af sér. Ól.’Fr. gat þess, að Jón hefði getið sér góðan orðstír 1 starfihu, og spurði um, hvers vegna hann legði j:að nú niður. Svarað var, að hann hyrfi að öðru starfi. Tilboða hafði verið leitað um vatnspípur í Skúlagötu. Lægsta tiiboðið var steypujarnspípur fyr- ir 40 231 kr. 29 au. ísl. og var því fekið. Ágúst Jósefsson spurðist fyrir um, hvort verð á ga'si verði lækk- að, því að gasstöðin hefir nú feng- ið kol ódýrar en áður. K. Z. kvað athugað myndi verða síðar, hvort lækkun yrði komið við einhvern tíma vetrarins. Ág’úst gat þess jafnframt, að gasið sé öhreint og ólykt af því. Frestað var að taka til umræðu breytingu á skipun fátækramá!- anna sökum þess, hve seint skjöl- in með tiliögunum komu í hehdur bæjaríulltrúanna. Eins og áður hefir verið getið, hefir orðið á- greiningur um málið innan fá- tækranefndatimiar. Vill meiri hlut- inn, K. Z. og fylgifiskar hans, láta borgarstjóra skipa fátækra- fulltrúana, en minni hlutinn, Hall- björn Halld., vill láta bæjarstjórn- ina kjósa þá hlutfaliskosningu. Verða tiliögurnar síðar birtar hér í blaðinu. Eliistyrkur, sem kemur til úí- hlutunar hér í Reykjavik í ár, er 19 500 kr. Var fátækranefnd falið að annast úthiutunina. ■Samþykt var við síðari um- ræðu, að bærinn kaupi steinbæ- inn Grundarstíg 2 til niðurrifs til ifeikkunar götunni. Héðinn Valdimarsson spurðist fyrir um, hvar rannsókninni á iaugunum værUkomið, — til þess að ieiða vatn til hitunar inn 1 borgina. — K. Z. kvað henni að mestu lokið. Ólafur Friðriksson tók dæmi það um atvinnuskortinn, sem sagt var frá hér í blaðinu á miðviku- daginn, þegar fyrst 150 menn og síðan ótalinn fjöldi falaði vinnu við byggingu sænska frystihúss- ins, þá er auglýst var eftir nokkr- um mönnum og þurfti 26. Minti hann meiri hlutann á, hve greini- lega þarna kom í ijós þörfin á skráningu atvinnulausra man.na, svó að bæjarstjórnin vissi þó a. tn. k. um atvinnuleysið. Fundurinn stóð að eins í kiukkustund. Herraarm Suderraaim. . Fyrjr skömmu átti hið ágæta þýzka skáld Hermann Sudermann 70 ára afmæli. Var hann á þeim degi hyitúr af löndum sínum og aðdáendum um heim alTan. Sud- ermann hefir skrifað fjölda leik- rita, og hefir að minsta kosti eitt þeírra verið sýnt hér. Enn frem- ur hefir hann skrifað sögur, er náð hafa geysiiegri útbreiðslu. Hann er skáld' lýðsins, lifir með honum og skilur hann. Leikrit hans eru þrungin af skilningi á félags!íri mannanna og sögur hans einnig. Ýmtir Norðmenn hér í borg hafa orðið ásáttir um að reyna að stofna tií féiagsskapar hér til þess að efla samhug og auka við- kynningu norskra manna, sem bú- settir eru hér eða dvelja hér um stundarsakir. Verður félagsskaii- ur þessi deild af hinum rnerka alheimsfé'agsskap „Nordmanns- jorbundet", sem hefir það að markmiði að gera Norðmönnum eriendis kieift að fylgjast með því, sem gerist á ættjörð þeirm., Starfar félagsskapur þessi með ■ útgáfu rita og fýrirlestrum, greið- ir fyrir bréfum til fjarstaddra manna, heldur skrá yfir heimilis- fang þcirra og því um líkt. Þá styður félagið og að auknu and- legu sambandi milli Norðmanna og þjóða þeirra, er þeir dveljast hjá. Hér í Reykjavík búa allmargir Norðmenn, og er því furða, að féiagsskapur sem þessi skuli ekki/ vera kominn á hér fyrir Iöngu. En nú hefir „Den norske for- ening í Reykjavík“ verið stofnuð á fundi, sem haldinn var í Iðnó uppi í fyrrakvöld. Voru þar staddir um 90 manns og gekk mestur hluti þeirra í félagið. Gert er ráð fyrir, að íundir verði haldnir í félaginu einu sinni í mánuði, og verði þar jafnan í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.