Alþýðublaðið - 21.10.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.10.1927, Blaðsíða 3
ALPVÖUBLAÖltí 5 Gærur og Garnir kaupum við háu verði. i boðj fræðandi erindi um eitthvert pað máJ, sem félagjð varðar, og suk þess aðrar skemtanir, svo sem upplestur, söngur eða hljóm- leikar’. Undirbúningsfundi þessum stýrði 0. Ellingsen kaupmaður, sem er umboðsmaður „Nord- mannsforbundet” hér. Þar flutti T. I. Lövland ræðismaður fyrir- Jestur um „Einingarhugsjónina í sögu Noregs“, einkum um at- burðina 1905, einkar fræðandi og skemtilegan. Er hann nafnkunnur ræðumaður og fræðimaður og hefjr m. a. ritað mjög mikið um viðburði ýmsa árin 1905 og 1907, þá er Norðmenn voru að losa tengslin við Svía. Það er vert að gefa félagsstofn- un þessari gaum. Þvílíkan félags- skap þyrftum vér tslendingar að hafa erlendis alls staðar þar, sem íslendingar eru saman komnir. Kann ske kynnin af þessum nýja félagsskap verði til þess að ýta undir stofnun íslendingasam- bands. X. Sigurður Eggerz. í blaði Sigurðar Eggerz skrifar Sigurður Eggerz um, að Sigurður Eggerz hafi spurt Sigurð Eggerz að þvj, hvort Sigurð Eggerz hafi nokkum tíma hent slikt að tala við danska eða spænska vín- sala. Svaraði Sigurður Eggerz Sigurði Eggerz, að Sigurðyr Eggerz gæti ekki munað eftir því, að Sigurð- ur Eggerz hefði nokkum tíma gert slíkt. Sagði Sigurður Eggerz enn fremur Sigurði Eggerz, að Sig- urður Eggerz vildi óska þess, að Alþýðublaðið birti eitt af slíkum viðtölum Sigurðar Eggerz við vin- salana. Alþýðublaðið skai með ánægju birta þetta viðtal Sigurðar Egg- erz við Siguxð Eggerz, er birtist í blaði Sigurðar Eggerz, svo að Sigurði Eggerz takist að hrista upp „rykið“ í höfðí Sigurðar Egg- erz, svo að hann muni eftir við- tali Sigurðar Eggerz við vínsal- ana — þrátt fyrir hið „umfangs- mik!a“ starf í „Sigurdur Eggerz Bank", eins og dönsk blöð taka svo skemtilega til orða um bank- ann, þar sem Sigurður Eggerz stjórnar Sigurði Eggerz. Serast feraítaverk ausíur í MzkaiaMi? Fyrir mörgum árum vildi það slys tii í bænum Konnersreuth í Þýzkalandi, að margir nienn slös- uðust við húsbrune. Meðal þeirra, sem meiddust, var ung stúlka, Therqse Neuman að nafni. Hún slasaðist mjög mikið og var upp frá þvi alblind og máttlaus. En árið 1923 breytti nokkuð um. Hin franska nafna hennar, ka- þólska nunnhn Thérese Neuman, var gerð að dýrlingi 23. apríl 1923, og þann sama dag varð Therese Neuman í Þýzkalandi alheil. Hún stóð upp úr rúmi sínu, sá og gekk. Á föstudaginn langa í fyrra byrjuðu merkileg fyrirbrigði að gerast á Theresu. Und opnaðist á síðu hennar, naglaför í lófum og iljum og smásprungur á enni og andliti, en blóð rann úr sárun- um. Hún leið miklar þjáningar, og slíkt hefir endurtekið sig á hverj- um föstudegi síðan. Therese hefir læknað marga, er sjúkir voru, og streyma pílagrímar víðs vegar frá til Konnersreúth, en hún læknar engan, sem eigi er sann-kaþólsk- ur. Sumir álita þetta vera gróða- brall og pretti úr gistihússeiganda i Konnersreuth, sem græðir of f jár á pílagrímunum, en aðrir, helzt kaþólskir rnernq trúa því, að kraftaveririn gerist. Myndir af Theresu með sárin og einum af þeim s'júklingum, er hún hefir læknað, eru í sýningahkassa Alþýðublaðsins. Khöfn, FB„ 20. okt. Stjómarskifti í Noregi biða þings. íhaldið mælir með samsteypu- stjórn auðvaldsflokkanna. Frá Osló er simað: Alment er búist við því, að stjórnarsMfti bíði, þangað til þing kemur sam- an í janúarmánuði. Hægriblöðin , leggja það til, að hægrimenn, bændaflokkur og vinstriflokkur myndi samsteypustjórn. Vinstri- flokkurinn virðist þessu andvíg- ur. Vinstriblaðið „Dagbladet" álít- ur, að vsrkamönnum beri að mynda stjórn. Óttinn við njósnir af hálfu Rússa. Frá Berlín er símað: Rftssnesk- ur lögreglumaður, sem flú’ð hafði til Lettlands, hefir skýrt frá því, að njósnir fari. fram af Rússa hálfu í Lettlandi, og hafi jafnyel lettneskir embættismenn haft á h.endi njósnarstörf fyrir Rússa. Heíir þetta leitt til þess, að þrjá- tíu og þrír menn hafa verið tekn- ir höndum og kærðir f^TÍr njósnir. Þýzkt bókmentaféiag. Þrósinnis heyrir maður kunn- ingja sína kvarta um það, hve fámennið hér úti á hjara veraldar, andleg' deyfð og tjibreytingaleysi hamli þroská manna. Eina ráðið ti! þess að fylgjast nieð mehning- arstraumum samtíðar sinnar og ná snerting af skapandi anda og nýjum Iffsskoðunum er að kynn- ast ritverkum þeirra, sem fram. úr skara. Aðalannmarkinn er sá að velja Mi réttra höfunda, en það kostar mikið fé, eríiði og tíma að grafa uppi það nýtilega úr öllum þeim kynstrum, sem út eru gefin. Auk þess eru ritdómar einatt óábyggi- legir, keyptar auglýsingar. Til þess að ráða bót á þessu og til þess, að allur fjöldinn geti mtt sér kaup og lestur nýtilegra bóka um fagurfræðileg og vís- indaleg efni, hafa allmargir af nútímans slyngustu rithöfundum og fræðimönnum stofnað bók- mentafélag, sem einnig annast bókaútgáfu. Félag þetta gefur út rit sín á þýzku og heitÍT: „Uiíi- versum-Biicherei fiir alle“. Áxs- fjórðungsgjald félagsmeðlima er Mk. 3,30 (h. u. b. kr. 14,50 yfir árið), og fá félagsmenn fyrir þetta gjald: 1. Mánaðarritið „Blatter fiir alle“ með stuttum ritgerðum eftir ýmsa ágæta höfunda um skáld- skap, listir og vísindi. Rit þetta er hið vandaðasta að frágangi og skreytt teikningum og ljós- myndum. 2. Ársfjórðungslega: Eitt skáld- rit eba vísindarit eftir úrvalshöf- Jimd. 1 þessum flokki verða ýmsar bækur, sem ekki verða fáanlegar annars staðar, að eins fyrir fé- ,lagsmeðlimi. 3. Slysatryggjngu að upphæð 5000 gullmörk. Félagið hefir nú starfað í tæp tvö ár og gefið út rit eftir þessa höfunda naínkunna: Robert Tres- sae, Max Hermann Neisse, Bal- sac, prof. Stendahl, Chateaubriand, Daumier (teikningar), Maxim Gor- ki, Upton Sinclair, Egon Erwin Kisch. Bókaútgáfu- og rit-nefndin er skipuð þessum rithöfundum, lista- og fræði-mönnum: Graf Arco, Henry Barbusse, Johannes R. Bec- ker, dr. Adolf Behne, Fritz Brup- bacher, próf. dr. Albert Einstein, S. M. Eisenstein, Georga Grosz, Carl Griinberg, Maximilian Har- den, Alexandra Kollontay, próf. Kathe Kollvvitz, Egon Erwin Kisch, dr. Alfons Paquet, Erwin - Piscator, Freiherr Schönaich, dr. Helene Stöcker og dr. Armin T. Wegener. Þeir, sem vilja láta skrá sig sem meðljmi pessa bókmentafélags, geta annaðhvort snújð sér beint til: Universum-Búcherei fúr alle, Dorotheenstrasse 19, Berlin NW 7, eða til undirritaðs, sem annast skráning nýrra félaga. Vestmannaeyjum, 7. okt. 1927. ísleifur Högnason. ©aiaæ. Ungfrú Ruth Hansson danz- íþróttakennari hélt danzsýningu með aðstoð tveggja systra sinna síðasta sunnudag. Sýndu þær bæði listdanza og skemtunardanz- ana nýju. Flestum þykir gaman að danzi, og eins þó þeir danzi ekki sjólíir. Þarna var líka fult hús af áhorfendum, sem þökkuðu skemtunina með lófaklappi. En það er meira en skemtun að danzi. Hann glæðir smekk fólks fyrjr fallegum limaburði, og það gagn geta menn líka haft af danz- sýningu. Mér þykir rétt að vekja athygli á þessu, og jafnframt vildi ég óska, að oftar væri danzsýn- ing, til dæmis, að þessi væri end-- urtekin. V. R. Er hæyí að búa íil afborðameDn? Flestir munu kannast við yng- ingaraðferðir hins pólska læknis Voronoffs. Eitt sinn setti hann heiminn á annan endann með staðhæíjngum sínum um, að hann gæti gert gamla menn og konur ung í annað sinn, eins og Steinach próíessor. Vísindin eru nú búin að spreyta sig á þessu, og það má telja svo, að þau hafi komist að þeirri niðurstöðu, að staðhæíing Voronoffs sé rétt. En Voronoff prófessor er ekM aiveg af baM dottinn með skoðanir sín- ar um fullkomnim mannsins. Voronoff hélt nýlega fyrirlest- ur í Berlín, þar sem hann hélt því fram, að hann gæti gert úr barni, sem honum væri fengið í hendur, afburðamann (geni). Sagði prófessorinn, að sk.ilyrðið til, að honum takist þetta, sé það, að barnið hafi sýnt góða hæfi- jteika í einhverja vissa átt. Ætlax hann sér svo að gera á þvi upp- skurð, og eftir uppskurð.nn seg- ir hann að barnlð verði að stór- miklum mun hæiara á því sviði,, sem náttúra þess standi til. Fyxir 19 ö'.dum í Austurheimi eitt aivjk skeði, er seint ég g’eymi, þá mannsins sonux var saklaus meiddur, með sekum tveimur á Mossi deyddur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.