Tíminn - 20.02.1962, Síða 3

Tíminn - 20.02.1962, Síða 3
Gleði um allan heim yfir Alsír- samningum - hvai gerir OAS? NTB-París og Túnis 19. febr. Fréttin um, að á sunnudags- kvöldið hafi náðst endanlegt samkomulag um orðalag samn inganna milli frönsku stjórnar innar og útlagastjórnar Serkja um vopnahlé í Alsír og sjálf- stæði landsins, hefur vakið mikinn fögnuð, ekki bara í Frakklandi og meðal Serkja í Alsír, heldur um allan heim. Ekkert hefur enn verið sagt af opinberri hálfu um samn- ingana éða efni þeirra, en all- ir gera ráð fyrir, að um eða eftir næstu helgi verði þeir formlega undtrritaðir. Hið mikla vandamál, sem nú blasir við, er, hvernig leyniherinn OAS bregzt við, hvort hann grípur til örvæntingaraðgerða. Fyrsta svar OAS við fréttinni um samningana var ný hryðju verkaalda um allt Alsír og hluta Frakklands. Talið er, a'ð það hafi verið ,seint á sunnudagskvöldið, að end- ar.legt samkomulag náðist meðal sendinefndanna í leyniviðræðun- um í Júrafjöllum við^ landamæri Sviss og Frakklands. f dag héldu sondinefndirnar siðan heim til þess að gefa skýrslu um samning- ana. Strax og Joxe Alsírmálaráðherra kcm til Parísar, átti hann langt samtal við de Gaulle forseta og Debré forsætisráðherra. Engin yfirlýsing var gefin út af þeirra hálfu eftir fundinn. Serkneskir ráðherrar brosleitir Það var brosandi og ánægð sendinefnd, sem steig síðdegis í dag úr flugvélinni frá Sviss, sem var lent í Túnis. Hinir þrír' með- limir útlagastjórnar Serkja, sem höfðu setið á fundunum í Júra- fjöllum, hröðuðu sér til fundar þeir Belcacem Krím, aðstoðarfor sætisráðherra, Mohamed Yazid, upplýsingamálaráðherra og Lakd- ar Ben Tobbal innanríkisráðherra. Öll útlagastjórn Serkja fer inn an sólarhrings áleiðis til Tripolis í Libyu, þar sem fundur þjóðar- ráðs Serkja kemur saman eftir ör- faa daga til þess að ieggja endan lega blessun sína á samningana fyrir sitt leyti. Fullnægjandi ákvæði Þar sem samnin.garnir eru ekki e:m undirritaðir hafa báðir aðilar forðast að láta nokkrar upplýs- ingar í té um þá. Sá möguleiki að eitthvað komi fyrir á seinustu stundu, sem komi í veg fyrír und irritun þeirra, er ekki enn úti- lokaður. í París er reiknað með, að í samningnum um sjálfstæði Alsír séu fullnægjandi ákvæði um milli bilsástandið, sem verður, meðan Alsír er að fá fullt sjálfstæði, um framtíð og réttindi einnar milljón ar frankkra landnema — les col- ons — í Alsír, um samvinnu Frakk lands og hins sjálfstæða Alsír, um nýtingu auðlinda Sahara-auðnar- innar og um frönsku herbækistöðv arnar í Alsír og Sahara. Um næstu helgi í París var gert ráð fyrir ; báðir samningarnir — um vopna- hléð og um sjálfstæði Alsír - yrðu undirritaoir fyrir vikulokin, en í Túnis voru fulltrúar Serkja ekki eins bjartsýnir og töluðu um helgina eða byrjun næstu viku. Þeir verða, þegar þar að kemur, undirritaðir á franskri grund, sennilega í París. Um leið verða þeir leiðtogar Serkja, sem sitja i frönskum fangelsum, látnir laus ir, þar á meðal Ben Bella, sem þykir líklegastur mestur áhrifa- n;aður hinnar væntanlegu serkn- esku stjórnar. Á fimmtudaginn var héldu þeir de Gaulie Frakklandsforseti og Adcnauer, kanzlari V-Þýzkalands með sér fund , Baden-Baden, og urðu ásáttir um, að æskilegt værl að Efnahagsbandalag Evrópu þróaðlst í að verða að stjórnmálalegri einlngu og bæri að flýta þeirri þróun. — Þessl mynd er tekin við viðræðurnar. — Frá vinstri sést de Gaulle, Couve de Murville utanríkisráðherra Frakklands, maður, sem vlð könnumst ekki við; Schröder, utanríkisráðherra V-Þýzkalands og loks Konrad Adenauer kanzlari. 4-500 fórust í mestu flóðum heillar aldar NTB-Hamborg 19. febrúar Vitað er örugglega um 208 manns, sem fórust í Hamborg í flóðinu um helgina, og 18 manns, sem fórust í flóSunum annars staðar í norðurhluta V- Þýzkalands. Hins vegar eru ekki öll kurl enn komin til grafar, því enn liggja stór landsvæði undir vatni og tug- þúsundir manna eru einangr- aðar. Talið er, að þegar allt kemur til alls, hafi milli 400 og 500 manns farizt í Þýzka- landi af völdum flóðanna. Flóðin orsökuðust af versla stormi, sem hefur gengið yfir á þessum slóðum í meira en heila öld. Þúsundir verkamanna og her- manna voru í dag að þrotum komn ir við björgunarstörfin í Hamborg þar sem 208 lík hafa fundizt. Flest þeirra fundust í suðurhluta borg- arinnar, í úthverfunum Wilhelms- burg og Harburg. 20.000 manns einangraðir í Wilhelmsburg eru yfir 20 þús. manns einangraðir frá umheimin- um. Bærinn liggur á milli tveggja kvísla Elbu. Víða var vatnið í fjög urra metra hæð yfir götunni, þeg ar vatnið var hæst í fljótinu og all ur bærinn liggur undir vatni. í Hamborg eru 70.000 manns heimilislausir. Borgarstjórinn hef ur tilskipað þriggja daga bæjar- sorg, og verður öllum skemmtun- um og mannfagnaði aflýst á með- an. Höfnin i Hamborg slapp nokkuð vel frá flóðunum. Vöruhúsin eru í talsverðri hæð yfir sjávarmáli, svo að ekki urðu skemmdir á nein um varningi. Umferðin komst þar aftur í gang í dag. Rænt úr verzlunum Síðdegis í dag komst regla á í öllum hverfum Hamborgar nema Wilhelmsburg. Víða hefur borið á ránum úr verzlunum, sérstaklega nýlenduvöruverzlunum. Lögreglan í borginni sagðist ekkert mundu geta gert til að hindra það, því að 1 sumum hverfunum hefði fólkið verið lengi í svelti, kulda og ótta í flóðunum og hefði neyðzt til að fara inn i verzlanirnar. íbúar borgarinnar eru nú bólu- settir hundruðum saman gegn taugaveiki og bannað hefur verið að drekka vatn ósoðið. 5 milljarða skemmdir á ströndinni Meira en 40 kílómetra varnar- garðar á strönd Neðra-Saxlands frá mynni Elbu að Hollandi hafa eyðilagzt af grimmdarstorminum í Norðursjónum. Skemmdirnar eru metnar á yfir 5 milljarða íslenzkra króna. Auk þess hafa miklar skemmdir oiðið í Slésvík og Holt- setalandi, en þar er enn ofsastorm ur og jafnvel útlit fyrir enn meiri skemmdir en um helgina. Á svæði, sem er 40 kilómetra vestan Hamborgar eru um 140 kíló metrar undir sjó og þúsundir húsa á því svæði Samúðarkveðjur Ludwig Erhard efnahagsmálarh. kom í morgun til Hamborgar til þess að fylgjast með og herða á björgunarstörfunum. Hvaðanæva að úr heiminum hafa borizt sam- úðarkveðjur til Vestur-Þýzkalands eftir þessi ofsalegu flóð. Hlutabréfin hækkuðu Það var greinilegt í dag, að franska þjóðin tók fréttunum um samningana með mikilli gleði. — Fiéttin hafði líka mikil áhrif á kauphallarlífið. Hlutabréf í alsirsk um fyrirtækjum og olíuiðnaðinum hækkuðu í ver'ði, en gullverðið féll, sem sýnir meira traust fjár- málanna á jákvæðri útkomu. Nokkrir franskir stjórnmála- menn hafa látið í Ijós álit sitt á samningunum. Paul Reynaud, fyrr verandi f orsætisráðherra sagði ■ samninginn vera nothæfa undir- stöðu fyrir samvinnu Frakka og hins serkneska Alsír. Bidault, sem einnig er fyrrv.' forsætisráðh., en harður andstæðingur stefnu de Gaulle í Alsírmálunum, sagði, að mikil skömm væri að samningun- um. Formaður utanríkismálanefnd ar fr'anska þingsins, Maurice Schu mann var ánægður með samning inn. Formaður róttæka fiokksins, Maurice Faure sagðist samþykkja samningana í heild, en vildi ekki segja meira, fyrr en hann vissi um einstök atriði þeirra. Talsmenn allra stóru ver'kalýðs félaganna hafa lýst yfir gleði sinni vegna samninganna. Styrkir Vesturveldin Um allan hinn vestræna heim ríkti mikil ánægja með fréttirnar af endanlegum árangri samning- anna. Bæði í London og í Was- hington lýstu talsmenn ríkisstjórn anna yfir þeifri ,von sinni, að samn ingarnir komi endanlega til fram kvæmda. Þeir sögðu, að það myndi styrkja Vesturveldin mjög mikið og gefa Frakklandi þá aðstöðu og þau áhrif, sem því bæri' sérstak- lega innan NATO. Hins vegar tóku talsmennirnir fram, að þeir vildu ekki frekar láta í ljós álit sitt, fyrr en samningsatriðin væru orð in kunn opinberlega. Sjö ár og 110 dagar Það eru* sjö ár og 110 dagar, síðan uppreism Serkja hófst í Al- sír 1. nóvember 1954. Aður hafa þrjár friðarsamningatilraunir mis heppnazt. Það var einmitt þróunin í Alsír, sem leiddi til þess, að de Gaulle tók aftur við stjórnarfor- ustu í Frakklandi í maí 1958. Fjór um mánuðum seinna lýsti hann yf ir þeirri ósk sinni í fyrsta sinn, að friður yrði saminn í Alsír, en næstum hálft fjórða ár átti eftir að líða, áður en viðræður leiddu til þess að samningarnir komust í örugga höfn. Örþrifaráð OAS Mesta vandamálið nú er leyni- herinn OAS, sem brottreknir og dauðadæmdii hershöfðingjar og of furstar frá uppreisn hægri manna í Alsír í apríl í fyrra standa að. Þeir eru taldir vísir til að grípa til örþrifaráða til þess að koma í veg fyrir framkvæmd samning- anna. Þeir' eru studdir af meirihl. Frakka í Alsír, landnemunum þar, en í Frakklandi hafa þeir lítið fylgi og hafa jafnvel bakað sér al- mennt hatur vegna hiyðjuverka sinna. Mikill herstyrkur er á varðbergi í París og nágrenni og víðs vegar í Alsír til þess að brjóta á bak aft ur hverja tilraun OAS-manna til uppreisnar. Hryðjuverkabylgja í Alsír Mikil hryðjuverkabylgja gekk yf ir Alsír í gærkvöldi og í dag, þeg (Framhald á 15. siðu) TÍMINN, þriðjudaginn 20. febrúar 1962 3

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.