Alþýðublaðið - 22.10.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.10.1927, Blaðsíða 3
r ALP VtíUtJL AÖIÖ 5 Almenningur gleymir, að i verziuninni „PARÍS“ fást ágætar hjúkrunarvörur með mjög sanngjörnu verði. Gonklln’s lindarpennar hafa 15 ára ágætn rejrnzlu hér á landi. Verzlunin Björn Kristjánsson. jfSannm s OLSÍMfF v Gærur o Garnir kaupum við háu verði. Brinjólfur med öll sín pús- iond ráð og raubu vasabókina, með hástökkin og ögranimar ■íprengdi allar siðaregiur og til- búna „velsæmis“-siði af peim, er á harm horfðu. Haraldur með sínar skringilegu orðaendingar og stamsetnfngar, uppskafningshátt og karlagrobb, sprenghlægilegu ástfengni og hé- gómagimd hóf áhorfendur á lóf- um listar sinnar og dillaði þeim. Valur með sinni einkennilegu ófxamfærni, hræðslu, umvöndun- argrúskun og lejmiást, lét hlát- urinn sjóða í géstunum og brjót- ast út i einu vetfangi. Gleiðgosinn er sannarlegt skringileghertaverk; efnið er lít- ið: kosningabardagi. Tengdafaðir og tengdasonur eru frambjóðendur hvor á móti öðr- um. Tengdapabbinn, péttefnaður burgeis, er kom „berfættur til oorgarinnar, en með iðni og á- stundtm aflaði sér fjár“ og gaf sjúkrahús og alls konar gjafir, er hann stærði sig af á eftir, hann var frambjóðandi borg- araflokksins. Tengdasonurinn, hæstaréttar- málaflntningsmaður, dauðhræddur við konuna sína, valdasjúkux frambjóðandi „bolsa“, en auðvit- að ekki „boIsi“, eins og hann seg- ir. Þeir rífa , hvor annan í sig. Tengdapabbinn vill fá tengda- soninn til að taka aftur fram- boð sitt, en hann neitar alger- lega, en fær vin sinn f lið ineð sér, baldfírugan amerískan gleið- gosa með ráð á hverjum fingri, er Ieysir alt á skoplegasta hátt, þegar „furstinn" kemur til borg- árinnar, höfuð þjöðarinnar, sem heimsækir borg sina einu sinni á ári og daðrar þá við dætur staðarins og aðvífandi tildurdrósir og útbýtir orðum. Leikendur standa sig næstum undantekningarlaust vel. Má til dæmis segja um Arndisi Bjöms- dóttur, að hún hafi sjaldan vex- ið betri en þarna, og Fríða Guð- mundsdóttir sýnir ágætlega ást- fangna ungmeyna, er bíður ó- þreyjufull eftir að „ástmögurinn" verði svo hugrakkur að stynja n pp bónorðinu. r. S. n. I Kaupmannahafnarbréf. Khöfn, í sept. (Nl.) Alþjóða-sjómannafundur í Kanpniannahofn. Fulltrúar frá sjómannafélögum í Evrópu Iiafa nýlega setið á ráð- stefnu hér í borg. Aðalefni þessa fundar var undirbúningur uridir alþjóðafund, sem halda á í Genf 1929. Mörg hvetjandi orð flugu þar um samheldni og samtök meðal sjómanna í öllum löndum heims, og margvíslegan fróðleik var að heyra um kjör þessarar stéttar. Sjómenn eiga enn þá víða við ill kjör að búa, lág laun og illan aðbúnað, en aðaláherzlan var þó að þessu sinni lögð á það að fá stytting vinnutíma. Vinnutími sjómanna er viðast enn þá 84 'stundir á viku. Krafan er 8 stunda vinna fyrir þá eins og aðrar stéttir. Þeirri kröfu vilja sjómenn nú fylgja fast fram. Félagsskapur meðal jafnaðar- manna i Þjóðabandalaginu. Fúndi Þjóðabandalagsins í Gfenf sækja árlega jafnaðarmenn frá ýmsum löndum heims. Ýmsir flokksbræður þeirra í Genf hafa því eðlilega óskað þess að öðl- ast nánaxi kynni af þessum mönn- um og njóta góðs af þekkingu þeirra og reynslu af starfsemi þeirra meðal annars með fyrir- lestrum og umræðufundum. ’ Fyrir milligöngu Alberts Thom- ass, sem nú er búsettur í Genf, hefir tekist að mynda félagsskap meðal leiðandi nianna jafnaðar- mannaflokksins, jreirra, sem búa í Genf, og hinna, sem koma þang- að á fundi Þjóðabandalagsins og alþjóðafundi jafnaðarmanna, sem alt af öðru hvoru eru haldnir í Genf. Aðaltjlgangux félagsskapaí þessa er að halda fræðandi fyr- irlestra og umræðufundi um á- þugamál jaínaðarmannaflokksins. Enn fremur er í undírbúningi — og má heita að sé stofnað — féiag meðal jafnaðarmannafull- trúa í Þjóðabandalaginu til þess að ræða þau mál, er fyrir kunna að koma í Þjóðabandalaginu. Alþjóöafélagsskapur blaða- manna. Á fundi Þjóðabandalagsins koirua árlega blaðamenn úr öllum álfum heirns, eins og sjálfsagt er. Þeir hafa einnig- myndað með sér félagsskap meðal annars til að kynnast innbyrðis og hakla uppi réttindum sinum. Fundnrinn um vinnuleysissjöð- ina. Eins og getið hefir verið hér í blaðinu, var haldinn fundur hér í bænum um vinnuleysissjóðine af tilefni þess, að ríkið tekur fyrir öll framlög ti! framhaldsstyrks handa þeim, er tekið hafa út all- an lögboðinn atvinnuleysisstyrk sjóðanna. Verkamannasambandið hafði boðað til þessa fundar, og var hann haldinn 23. þ. m. Voru þar 584 fulltrúar fyrir 312 000 verkamenn. Fundurinn átaldi harðlega aðfarir stjómarinnar gagnvart atvinnulausum mönnum og verkamönmxm yfirleitt. Fund- urinn aðhyltist einróma þær til- lögur, er jafnaðarmannaflokkurinn hafði borið fram á síðast liðnu þingi til lausnar í þessum, mál- um og skoraði á flokkinn að gera enn eina atlögu í þinginu til að létta hinu þrmga oki á allri al- þýðu, er hið langvarandi vinnn- leysi hefir lagt henni á herðar, og enn eina tilraun til þess að fá stjórnina til að gera ráðstafanir, er hafi vinnu í för með sér. Fundnrinn bar þess fullan vott, að samheldni er órjúfanleg með- al verkamanna. Hvorki sultur né seyia fær rofið fylkingar verka- manna. Ósundraðir og einhuga berjast þeir, þar til sigurinn að lokum verður þeirra. Þorí. Kr. Khöfn, FB„ 21. okt. Yfirráð auðvaldsstéttarinnar xnáttlaus í Noregi. Frá Osló er • simað: Fullnaðar- úrslit kosninganna til Stórþings'- ins hafa orðiö þau, að hægxi- menn fengu þrjátíu og eitt þing- sæti, bændaflokkurinn tuttugu og sex, vinstrímenn þrjátíu, .verka- mannaflokkurinn sextíu og sam- eignarsinnar þrjú, Þingmenn verkamanna og sameignarsinna geta í sameiningu gert þmgfimdi ólögmæta, þar eð stórþingsfundir feru ólögmætir, ef sextiu og einn þingmaður eru fjarverandi. Rannsóknarfcr til norðurheim- skautsins. Frá Rómaborg er símað: Stjóm- Sn í ítalíu hefir ákveðið að senda loftskip í rannsóknarferð til norð- urheimskautsins í vor. Nobile á að stjórna leiðangrinum. 0® «isagÍEBUi «sp vegjjfeœ. Nœturlæknir er í nótt Konráð R. Konráðs- son, Þingholtsstræti 21, sími 575. Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Lauga- vegeir. Listaverkasafn Einars Jónssonar er opið á simnudögum og mið\dkudögum. kl. 1—3. Norðmannafélagið hér í Reykjavik var stofnað á þriðjudags-, en ekki miðvikudags- kvöldið. Gormánuður byrjar í dag. Þenna dag árið 1844 fæddist 'Sarah Bern- hardt, fræg ieikkona frönsk, sem hafði það einnig sér til ágætis, að hún var myndhöggvari. Síldarréttasýningin. f^ramhald hennar var i gær fyrir námsmeyjar Kvennaskólans. Var tekin mynd af matborðinu, sem var langborð, blómum skreytt og snyrtilega 'sett síldarréttum. Stóð Edvard Frederikssen við borðið, þegar myndin var tekin. Réttim- ir voru 16. Væntanlega gefst al- menningi bráðum kosto á að fá matrciðsluskrá í hendur til að gera rétiina eftir. Ætti alþýða manna að gefa gaum að þessari góðu og tiltölulega ódýra fæðu og vita, hvort hún smakkast ekki vel. Eiga þeir Edvard Frederiks- sen og Runól.ur Stefcnsson þaklur skilið fyrir framtakssemina, að halda sýninguna, er síður en svo hefir orðið þeim til fjár, því að þeir unnu að henni kauplaust. íþróttablaðið. 9.—11. tölublað. er nýlega kom- ið út. í þvi eru 16 greinar auk leikmótaskýrslna, frétta og smá- vegis. Með þessu eru 36 myndir. Öllum, sem eitthvað hugsa um íþrótta- og heilbrigðis-mál, er skylt að kaupa og lesa iþrótta- blaðið. Nú verða þessi síðustu tölublöð seJd á götunum á morgun, sunnu- *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.