Tíminn - 05.04.1962, Síða 2

Tíminn - 05.04.1962, Síða 2
að nema skilja Eddie kokkáll „Situr" í Róm / Sem dæmi um það, hve ómiss- andi Liz þykir í hlutverk Kleó- pötru, má nefna, að oftar en einu sinni hefur framleiðendum og leikstjóra myndarinnar verið bent á, hvort ekki væri hægt að fá aðra leikkonu í hlutverkið. En þeir hafa þverneitað því, segja, að engin geti komiðú staðinn fyr- ir Liz. Hún hefur líka fengið af- hragðs góða dóma sem leikkona um langt skeið, m.a. var hún í mörg ár talin líkleg til að' hljóta Óskarsverðlaunin. Af því varð þó ekki, fyrr en á síðast liðnu ári, og var Liz þá svo máttfarin eftir langvarandi sjúkleika, að þáver- En það ér annað en leikur hennar í kvikmyndum, sem skap- að hefur frægð' hennar. Liz er nefnilega á orði fyrir það, hversu oft hún skiptir um eiginmenn, og virðist hún, a.m.k. á síðari árum, helzt hallast að þeim, sem giftir eru fyrir. Og það er aldrei gott til afspurnar, a.m.k. ekki ef það hendir oft. Þegar Elizabeth var 18 ára, gift ist hún í fyrsta sinn. Sá hamingju sami var Nicky Hilton, en hjóna- band þeirra varð æði stormasamt og entist aðeins fáa mánuði. Næst ur var Mike Wilding. Þau voru gift í fjögur ár og eignuðust tvo syni. Liz og Burton koma út úr næturklúbb í Róm klukkan 3,30 að nóttu tll. Það er varla ofsögum sagt, að það er alltaf eitthvað um að vera í kringum hana Liz. Og þegar talað er um Liz, vita allir, við hverja er átt. Það má með sanni kalla ævi hennar stormasama, og nafn hennar hefur vart vikið úr blöðunum, síðan hún hlaut frægð. Hefur margt misjafnt verið um hana sagt, en þrátt fyrir það heldur hún alltaf sínum vinsældum, og virðast þær fremur aukast en hitt, hvað svo sem um hana er sagt. Að undanförnu hefur Liz aðal- lega verið í munnum manna vegna' þess, hve óskaplega hún hefur tafið töku myndarinnar „Kleópatra“. Hefur heilsuleysi hennar hvað eftir annað orðið til þess, að orðið hefur að fresta upp töku myndarinnar, og er hún þess vegna orðin óhemju dýr. andi eiginmaður hennar, Eddie Fisher, varð að styðja hana upp á pallinn til að taka við verðlaun- unum. Gripu þá öfundarmenn hennar tækifærið og fullyrtu, að tæplega hefði hún fengið verðlaunin í það sinn, ef ekki hefði sjúkleiki henn- ar orðið til þess að vekja með- aumkun með henni. Þegar Liz veiktist svo heiftarlega, að henni var vart hugað líf um langt skeið og fjöldi aðdáenda um allan heim stóð á öndinni af eftirvæntingu, hvernig henni mundi reiða af, var hún einmitt stödd í Englandi vegna töku „Kleópötru", sem þar átti að fara fram. Töfin, sem sjúk Ieiki hennar olli þá, varð til þess, að ákveðið var að flytja fram- kvæmdir allar til Róm. Og þar situr „drottningin“ nú, og þó hún sé talin svona ómiss- andi sem Kleópatra, verður ekki sama sagt um ýmsa mótleikara hennar, því að fádæma oft hefur orðið að skipta um þá. IJafa þeir oftast gefizt upp og farið sína leið, vegna þess að þeim þótti þetta óþarfa hangs og tafir. \ Og þá var röðin komin að Mike Todd. Þau eignuðust eina dóttur, og var þeirra hjónaband ákaflega Listin að drekka Hinn göfugi háskóli í Springfield, USA, hefur á- kveðið að hafa námskeið á næsta kennslumiss- eri, sem segja má, að hafi nokkra sérstöðu, og óhætt mun að fullyrða, að það verði vel sótt. Námskeiðið nefnist „Listin að drekka“ — og blaðafulltrúi háskól- ans skýrir tilgang þess á þessa leið: — Þetta nýja námskeið á að hjálpa okkar ágætu stú- dentum til að komast að endanlegri niðurstöðu um það, hvort þeir vilji yfir- leitt drekka alkóhól eður ei. Debbie — iðrast hún nú? hamingjusamt. En svo fórst Mike á voveiflegan hátt, og þá var Liz alveg niðurbrotin, unz Eddie Fish er, bezti vinur Mike Todd, tók hana að sér. Giftingu þeirra var afar illa tekið af almenningi og þótti mikið hneyksli. Eddie hafði um nokkurt skeið verið hamingju samlega giftuár Debbie Reynolds, og voru Mike Todd og Liz heimil- isvinir þar. Samúð manna var ó- skipt með Debbie litlu, a.m.k. þangað til hún rauk til og giftist Harry Karl, forríkum eldri manni sem alveg eins gæti'verið faðir hennar eins og barnanna hennar. Það gengur nú svona í henni Hollywood. Og einn enn Eddie og Liz létu almannaróm- inn ekkert á sig fá, enda var ást- in mikil. Síðan hefur Eddie ekki vikið frá hlið eiginkonu sinnar, gætt hennar eins og sjáaldurs auga síns, jafnt í veikindum sem öðru. Og þó!!! Það skyldi nú aldrei vera, að hann hafi litið af henni eitt augnablik. í það minnsta hef ur lengi verið á kreiki sá orðTóm- ur, að eitthvað væri meira en vin skapur á milli Liz og eins af að- alleikurunum í „Kleópötru", Rich ard Burton. Sá orðrómur vakti mikla reiði, að því er virtist hjá öllum aðilum, sem báru orðróm- inn kröftuglega til baka. S.l. laugardag átti sér þó stað sá athyglisverði atburður, að Liz og Burton voru úti að skemmta sér fram eftir allri nóttu í Róm, og var þá m.a. tekin mynd af þeim, þar sem þau voru að koma út af einum næturklúbbanna kl. 3,30. Aðeins örfáum stundum áð- ur, tilkynnti Eddie Fisher blaða- mönnum í New York, að orðróm- urinn um, að hjónaband þeirra Liz væri að fara út um þúfur, væri hlægilegur, fjarstæðukennd- ur og umfram allt rangur. Einka- ritari Liz staðhæfði hið sama i Róm. Tveim dögum síðar, 3. apríl, var svo gefin út opinber tilkynn- ing um það, að Eddie og Liz hafi komið sér saman um að skilja, og er enginn í vafa um, hver orsök- in til þess er. Þau eru ekki lengi að gerast, ævintýrin. Hvað gerist næst? Richard Burton er giftur, og eiga þau hjónin tvö börn. Eigin- kona hans, Sybil, hefur að undan- förnu dvalist hjá mági sínum í riampstead og eytt tímanum í heimsóknir til kunningjanna. 0- jafnt hafast hjónin að. Liz og Eddie hefur ekki orðið barna auðið, en fyrir skömmu tóku þau litla stúlku í fóstur, og var þá fjálglega talað um það, að það hefði orðið til þess að knýta þau hjónin enn fastari böndum. Hnúturinn hefur greinilega verið eitthvað losaralegur. Og nú er spurningin: Hvað ger- ist næst? Hvort mun Eddie í aðra röndina orðinn leiður á að gæta Liz og e.t.v. bara feginn, að svona fór? Og skyldi nú Deibie ekki iðr ast þess að hafa ekki beðið þolin- móð? Eða munu þau, samkvæmt tízkunni í Hollywood hvert í sínu lagi halda áfram að knýta bönd og höggva þau í sundur? „Bæff gjaldeyriss«aia<f f Degi segir svo um gjald- eyrisstöðuna: „Við höfum löngum búið við nokkra gjaldeyrisörðugleika, aðeins niismunandi mikla, allt frá þeim tíma að síðari heims- styrjöldin skolaði digrum gjald eyrissjóðum á fjörur Iands- manna og þeim hafði verið eytt. En það gerðist svo að segja samtímis. Vegna einhæfrar framleiðslu í landinu þarf fleira að kaupa frá öðrum löndum en annars staðar þekkist, og vegna þess hve langt við vorum á eftir í hvers konar uppbyggingu, þurfti mikil átök að gera á skömmum tíma. Hvort tveggja heimtaði allan gjaldeyri og meira til. Gjaldeyrissjóðum var ekki safnað. Hvort uppbygging in var of ör, er crfitt að full- yrða nákvæmlcga. Þó er tvennt alveg víst: Lífskjör manna urðu bæði jöfn og góð, og fyllilega sambærileg við flestar ná- grannaþjóðirnar, og það var auðveldara að standa í skilum gagnvart erlendum lánardrottn um þótt skuldir hefðu vaxið, en það var. fyrir 10 árum svo að ekki sé farið lengra aftur í tímann. Og hver vildi í raun og veru eiga eftir að skapa þá uppbyggingu atvinnuveganna og þær alhliða framfarir, sem orðið höfðu á hinu öra þróunar skeiði fram til ársins 1958— 1959, er þáttaskil urðu? Skrum Á hinu misheppnaða „við- reisnartsmabili/' núverandi í- haldsstjómar er mjög gumað síðustu vikurnar af yfirliti Seðlabankans, sem birt var í blöðum og útvarpi og sýndi tölulega bætta gjaldeyrisstöðu bankanna og var sett fram ein hliða og á skrumkenndan hátt eins 0g væri verið að auglýsa ^nýja tegund sápu. Lausaskuldir Hagfræðideild Seðlabankans segir í Fjármálatíðindum, 3. h. 1961, að í árslok 1958 (í lok vinstristjórnartímabilsins) hafi hrein gjaldeyriseign bankanna verið 238 milljónir króna, mið- að við núverandi gengi. En um síðustu áramót var hrein gjald eyriseign bankanna 526 niillj. króna, eða nær 300 millj. króna meira. En lausaskuldir erlend- is, sem einstökum mönnum var veitt að taka, en þekktust alls ekki áður, námu við síðustu áramót tæpum 300 milljónum króna. Lausaskuldirnar vega því upp á móti gjaldeyrisaukn- ingunni og útkoman er sú, að í þessu efni hcfur ekki orðið nein framför. Og jafnframt þessu hafa svo erlend lán til lengri tíma verið tekin svo mörg hundruðum milljóna skiptir. „Gjaldeyrisstaðan var í rúst- um í lok vinstristjómartímabils ins“, segja stjómarblöðin, alvcg blygðunarlaust, og hafa sagt undanfarin ár við hvert tæki- færi. Gjalddeyrisstaðan nú ct þó mjög lík og ckki betri, eins og að framan er sýmt, og þegar litið er á gjaldeyrisstöðu lands- ins í heild. Og auðvitað er það sú heildamiðurstaða, sem máli skiptir þegar talað er um gjald eyrismálin. Skramið í auglýsingu Seðla- bankans, sem nú er mest á loft haldið, fellur því um sjálft sig. — Hið ískyggilegasta við fjármálastefnuna er að siálf- sögðu það, að þrátt fyrir hinn almenna samdrátt verklegra (Framhald á 15. síðu). T f M I N N, fimmtudagur 5. apríl 1962.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.