Tíminn - 05.04.1962, Qupperneq 6

Tíminn - 05.04.1962, Qupperneq 6
Þingstörf í gær Fundur var í sameinuðu þingi í gær. Framhaldið var einni umræðu um tillögu um verndun fiskistofna við strend ur íslands og töluðu þeir Davíð Ólafsson og Jón Árnason. Eggert G. Þorsteinsson mælti fyrir tillögu er hann flytur ásamt Pétri Sigurðssyni um endurskoðun laga um Stýri- mannaskóla og stofnun sjó- vinnuskóla. Einnig talaði Ingvar Gíslason. Þá var fram- haldið umræðu um útflutning á dilkakjöti og töluðu þeir Gísli Jónsson og Bjartmar Gug mundsson. Fundur var boðaður í neðri deild í gærkveldi. Eggert G. Þorsteinsson mælti í gær fyrir tillögu, sem hann flytur ásamt Pétri Sigurðssyni um endur skoðun laga um Stýrimannaskóla og stofnun sérstaks sjóvinnuskóla, sem auk almennrar sjóvinnu á að kenna fiskverkun, meðferð sjávar- afurða, fiskmat og verkstjórn. — Ingvar Gíslason gerði athugasemd við þessa tillögu og minnti jafn- framt á tillögu, sem hann hefur flutt á undanförnum þingum um skóla fyrir fiskmatsmenn og verk- stjóra í fiskiðnaði. Taldi Ingvar að í tillögu þeirra Péturs og Egg- erts væri of mörgu hrúgað saman og í raun ruglað saman óskyldum verkefnum, þ.e. menntun sjó- manna annars vegar og verkstjóra og leiðbeinanda í fiskiðnaði hins vegar. Ingvar sagði, að eins og tillaga flutningsmanna er orðið, hugsa þeir sér að stofnsettur verði sjó- vinnuskóli, sem hafi með höndum mjög fjölbreytta kennslu í öllu því sem að sjómennsku lýtur og að auki hafi skólinn með höndum kennslu í fiskverkun, meðferð sjávarafurða og fiskmat og verk- stjóm. Þetta tel ég mjög hæpna tillögu, enda sitthvað kennsla í sjómennsku og fiskmati og fisk- iðnaði, þar sem hér er um að- greindar starfsgreinair að ræða, þegar komið er út í sérhæfingu í atvinnulífinu. Ég vil því leggja aherzlu á það, að þessu verði ekki að óþörfu blandað saman. Ég er sammála tillögumönnum um það, að rétt sé að auka kennslu í stýrimannaskólanum i meðferð fiskafla og fiskverkun almennt og einnig sammála um, að unglingum sé kennd sjóvinna og sagt til um fiskverkun og að slíkt sé verkefni gagnfræðaskóla verknáms, en á hitt get ég ekki fallizt, að stofna eigi sérstakan sjóvinnuskóla með þeirri tilhögun, sem tillaga flutn- ingsmannanna ráðgerir. Hitt tel ég nauðsynjamál, að stofnaður sé sérstakur fiskmats- og fiskiðnaðarskóli, og um það hef ég gert tillögu til þingsályktunar, ásamt 3 öðrum þingmönnum. Vegna þess, að þessi tvö mál eru skyld, þá þykir mér rétt að fara nokkrum orðum um tillögu okkar, en hún kveður á um að sett verði löggjöf um sérstakan skóla fyrir fiskmatsmenn, verkstjóra í fiskiðnaði og aðra leiðbeinendur í fiskverkun. Það er eitt veigamesta undir- stöðuatriði fyrir framförum í sjávarútvegs- og fiskiðnaðarmálum að gætt sé fullkominnar vöruvönd- unar og gildir það jafnt um með- ferð aflans um borð í skipi sem vinnslu ahns i vinnslustöð. Til þess að svo megi verða, teljum við fátt betur fallið til árangurs en menntun þeirra manna, sem hafa yfirumsjón með aflanum allt SKOtl FYRIR FBKIMflTSMEWN OG VERKSTJÖRAIFISKIONADI frá því að hann kemur á skipsfjöl og þar til hann er kominn í um- öllu því, sem lýtur að meðferð aflans. Fræðsla í Stýrimannaskólanum og á stýrimannanámskeiðutm er ekki aðeins æskileg, heldur og nauðsynleg og ber að vinna að slíkri fræðslu þar eftir því sem föng eru á. Fræðslu- og kynningarþættir í líkingu við útvarpsþáttinn „Um fiskinn", eru hinir gagnlegustu og orka sem hvatning á sjómenn til vöruvöndunar. Er ástæða til þess hér á þessum stað og við þetta tækifæri, að flytja forsjársmönn- um þessa þáttar þakkir fyrir ágæta starfsemi, sem vonandi er að megi halda áfram. En þetta er ekki nóg til þess að leysa annan og meiri vanda fiskiðnaðarins. Eins og annar vaxandi iðnaður, þarf fiskiðnaðurinn á menntuðu starfsfólki að halda, og ef þörf er vaxandi iðnfræðslu á öðrum svið- um, þá er þess ekki síður þörf í fiskiðnaði, og því fremur sem nú er tæplega um nokkra skipu- lagsbundna eða fasta fræðslustarf- semi að ræða á þessu sviði. Nauð- synlegt er að auka menntun fisk- matsmanna, sem nú er orðin all fjölmenn stétt og gegnir mjög ábyrgðarmiklu starfi í þjóðfélag- inu. Hraðfrystihúsaeigendur eru með mæltir því, að stofnaður sé fisk- iðnaðarskóli, því að á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna ári 1960 var samþykkt áskorun á Alþingi að samþykkja tillögu okk- ar, sem þá sá fyrst dagsins Ijós hér í þinginu. Tillagan varð þá ekki útrædd og fékkst ekki af- greidd úr nefnd. Því yrði fagnað í röðum sjómanna, fiskmatsmanna búðir til útflutnings. Einkum er þörf sérkunnáttu í sambandi við fiskmatsstörf og verkstjórn í fisk- iðjuverum, en hitt er einnig nauð synlegt, að skipstjórnarmenn á fiskiskipum, og raunar aðrir sjó- menn, séu vel á verði gagnvart og fiskiðnaðarmanna, ef tillagan næði samþykki. Nauðsyn fiskiðnaðarskóla á fs- landi ætti að vera óumdeilanleg. Hann er mikilsverð undirstaða und ir framþróun fiskiðnaðar og ör- uggs fiskimats. Jafnhliða bættri stýrimannafræðslu og annarri al- mennri sjómannafræðslu er verk- menntun fiskiðnaðarmanna og fisk matsmanna brýnasta úrlausnarefni í fræðslumálum sjávarútvegsins. Það má gera ráð fyrir, að ýms vandamál komi upp í sambandi við undirbúning fiskmats- og fisk- iðnaðarskóla, og var aldrei „nn- ars að yænta. En það getur ekki breytt þeirri staðreynd, að skól- inn er nauðsynjamál og vandkvæð- in í sambandi við skólastofnunina eru vafalaust leysanleg, ef að því væri keppt. Að sjálfsögðu er þetta allmikið fjárhagsmál m. a. en flestir held ég að geti fallizt á, að óbeinn hagnaður slíks skóla yrði fljótur að koma í ljós, fyrir utan það, að skólinn gæti jafnvel staðið undir sér sjálfur, ef það skipulag yrði valið að Iáta hann starfa í sambandi við fiskiðjuver. / ' Hugmynd okkar er sú, að til við bótar því að skólinn mennti fisk matsmenn og verkstjóra í fisk- iðnaði, þá brautskrái hann jafn- framt menn, sem vildu gerast leið beinendur, t.d. í verknámsskólum gagnfræðastigsins, í fiskverkun og fiskiðnaði. Slíkur skóli er því einn ig mikilsverð undirstaða undir verknámskennslu í landinu, og cg hef þá skoðun, að það sé til lítils að ætla að koma upp víðtækri kennslu fyrir unglinga í verknámi, meðan ekki er séð fyrir kennurum í þeim greinum, sem ætlunin er að taka á námsskrá. ENGINN ÁVINNINGUR AF SNNFLUTNINGI BÚFJÁR Við 2. umræðu í efri deild um frumvarp um innflutning bú fjár, urðu allmiklar umræður. Mætti frumvarpið nokkrum andbyr og voru aðalandmæl- endur þess þeir Alfreð Gísla- son, læknir og Ásgeir Bjarna- son. Færðu þeir þau rök fyrir afstöðu sinni, að fjarstæða væri að greiða nú fyrir inn- flutningi búfjár eða búfjársæð- is, þar sem aldréi hefur orðið neinn ávinningur af innflutn- ingi búfjár en ævinlega mikið tjón. , Ásgeir Bjarnason iagði fram svohljóðandi frávísunartillögu við frumvarpið: „Þar sem innflutningur bú- fjár á Iiðnum áratugum og öld- um hefur valdið þjóðinni stór- kostlegu tjóni, sem enn þá get- ur verið yfirvofandi, meðan innfluttum búfjársjúkdómum hefur ekki verið útrýmt að fullu. þar sem aðalkjarni þessa frv., bygging sóttvamarstöðv- ar, er spor aftur á bak frá því, sem nú gildir í lögum frá 1948 um slíka stöð, og þar sem ekki ér um mikla hagnaðarvon að ræða af búfjárinnflutningi sam anborið við áhættuna, telur deildin ekki, eins og sakir standa, tímabært að afgreiða þetta mál og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“ Þessi tillaga Ásgeirs var felld með 14 atkvæðum gegn 4, en 3 þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Lausaskuldum húsbyggjenda verði breytt í 20 ára lán Frumvarp rfldsstjórnarinnar um breytingu á lögum um hús- sjóð ríkisins o. fl., var afgreitt frá neðri deild i fyrrakvöld eftir að*allar breytingartillög- ur stjórnarandstæðinga höfðu verið felldar. Við lokaumræðu frv. í neðri deld, fluttu fjórir þingmenn Framsóknarflokksins, Þórarinn Þórarinsson, Jón Skaftason, Ingvar Gíslason og Björn Páls- son svo hljóðandi tillögu, sem var felld með atkvæðum stjórn arsinna gegn atkvæðum stjórn- ar andstæðinga: „Veðdeild Landsbankans er heimilt að gcfa út nýjan flokk bankavaxtabréfa. Bankavaxta- bréf þessi skulu eingöngu not uð til þess að breyta í föst lán lausasktildum þeirra, sem hafa ekki fengið nægileg lán ti! hæfiíegs tíma til byggingar eigin íbúðar, sem þeir hafa ráðizt í á áruniun 1956—61, að báðum árum mcðtöldum. Lán þessi skulu vera gegn veði í íbúðum þeirra, sem lán- in fá, og mega þau, að viðbætt- um veðskuldum þeim, sem hvíla á fyrri veðréttum, ekki nema hærri fjárhæð en 70% af matsverði veðsins. Lánstími skal vera 20 ár óg vextir hinir sömu og á lánum byggingar- sjóðs ríkisins. Ráðherra setur. að fengnum tillögum húsnæðis málastjórnar, í reglugerð nán- ari ákvæði um þessi lán, og sé m.a. tryggt með þeim, að Ián- in verði aðeins vfeitt til greiðslu Iausaskulda, sem hafa sannan- lega orðið til vegna íbúðabygg- inga. Seðlabanka íslands skal skylt að tryggja sölu þeirra hankavaxtabréfa, sem eru gefin út samkvæmt framansögðu." Þórarinn Þórarinsson mælti fyrir tillögunni. Stuttur úrdrátt ur úr ræðu hans fer hér á eftir- Síðan „viðreisnarlöggjöfin“ var sett í febrúar 1960, hafa verið sett tvenn lög til aðstoðar þeim, sem hafa ráðist í fram- kvæmdir, er orðið hafa miklu dýrari en horfur voru á, þegar þær voru hafnar. Rfldsvaldið hefur talið rétt að koma þess- um mönnum til aðstoðar, þar sem það hafi með efnauags- stefnu sinni átt meginþátt í að auka kostnaðinn við i'ram- kvæmdirnar. Þessi aðstoð hef- ur verið veitt i því formi, að breyta lausaskuldum þessara að ila í löng lán með útgáfu nýrra bankavaxtabréfa. Á þingi í fyrra var þetta gert með lög- unum um nýja lánaflokka við Stofnlánadeild sjávarútvegsins. Á þingi nú hefur þetta verið gert með lögunum um lausa- skuldir bænda. Þriðji aðilinn sem ekki.er síður þurfandi fyr- Ir slíka aðstoð en litvegsmenn og bændur, eru íbúðaeigendur. sem hafa ráðist i það á undan förnum árum — margir hverjir af Iitlum efnum — að koma sér upp eigin íbúðum og fengið á sig hverja verðhækkunina af annarri, af völdum efnahags- stefnu stjórnarvaldanna. Marg- ir þeirra eru nú að sligast und ir óbærilegum lausaskuldum og ekki horfur á öðru en að þeir muni missa íbúðir sínar, ef þeim berst ekki sérstök aðstoð. Hægt er að fá glögga hugmynd um þetta með því að fylgjast með sívaxandi uppboðsauglýs- ingum í Lögbirtingablaðinu, ;n þó virðist það aðeins upphaf annars meira og verra. Þets vegna má ekki draga það að koma þessum mönnum til hjálp ar og afstýra því að þeir missi eignir sínar. t alla staði virðist eðlilegt, að þeim verði ■ veitt hliðstæð aðst.oð og útvegsmenn og bændur hafa íengið, enda vel framkvæmanlegt. fc T í M I N N, fimmtudagur 5. apríl 1962.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.