Tíminn - 05.04.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.04.1962, Blaðsíða 7
Utgctandi: FRAMSÓKiaARFLOKKURiNN Framkvæmdast.ióri Tómas Árnason Ritstjórar Þórarmn Þórarinsson (ábi Andrés Kristjánsson .Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fullt-rúi ritstjórnar Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu. afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur t Bankastræti 7 Símar; 18300- 18305 Auglýsingasimi 19523 Afgreiðslusínn 12323 Áskriftargj kr 55 á mán innanl í lausasölu kr. 3 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — amvinna í sænskum Melzta einkennið Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um húsnæðismálastofnun, byggingarsjóð ríkisins o. fl. var afgreitt sem lög frá Alþingi í fyrrakvöld. Talsverðar um- ræður urðu um það við lokaafgreiðsluna í p.d. og mun Ingvari Gíslasyni hafa tekizt að lýsa þessum nýju lögum bezt í fáum orðum, þegar hann sagði, að það einkenndi frumvarpið helzt, hve of skammt það gengi til að bæta úr þeirri þörf, sem því væri ætlað að leysa. Aðalefni þessara laga er tvennt. Annað er það, að fjölga í húsnæðismálastjórn um einn mann, þannig að hún verði nú skipuð fimm mönnum í stað fjögurra áður. Alþýðu- fiokkurinn má eiga það, að hann reyndi undir forystu Eggerts Þorsteinssonar, að sporna gegn þessari óþörfu fjölgun, en lét að lokum undan eins og endranær. Sjálf- stæðisflokkurinn krafðist þess, að fá hér bitling handa framkvæmdastjóra flokksins. Sennilega mun Alþýðu- flokkurinn ekki hafa látið undan, fyrr en hann var bú- inn að tryggja sér eitthvað í staðinn. Hitt aðalefni laganna er heimild til húsnæðismála- stjórnar að lána 'l50 þús. kr. sem hámark út á íbúð í stað 100 þúsi kr. Þessi hækkun er tæpur helmingur þess, sem byggingarkostnaður meðalíbúðar hefur aukizt síðan „viðreisnarlögin“ voru sett í febrúar 1960. Þrátt fyrir þessa hækkun verða menn þó mun verr settir eftir en áður, miðað við 1960. Ef vel átti aS vera, þurfti betta hámark að hækka minnst í 200 þús. kr., eins og Framsóknarmenn lögðu til. Þá þurfti einnig að tryggja byggingarsjóði stóraukn- ar fastar tekjur til starfsemi sinnar, eins og Framsókn- armenn lögðu einnig til, svo að þessi hækkun útlán- anna yrði meira en marklausf fyrirheit. Síðast, en ekki sízt, þurfti svo einnig að tryggja viðunanleg vaxtakjör, eins og líka var lagt til. En allar þessar tillögur felldu stjórnarflokkarnir. Það stendur því ógert, eftir sem áður, að tryggja byggingar- sjóði aukið fé til útlánastarfsemi sinnar, en vitanlega er það undirstöðuatriði. Þá þurfti að gera sérstakar ráðstafanir til hjálpar þeim, sem hafa ráðizt í það að byggja eigin íbúðir á undanförnum árum, en eru nú að missa þær vegna lausaskulda, er hafa hlaðizt upp sökum þess, hve ört og óvænt byggingarkostnaður hefur hækkað af völd- um gengisfellinganna og annarra „viðreisnarráðstaf- ana". Þess vegna lögðu Framsóknarmenn til, að þessir menn fengu svipaða aðstoð til að losna við þessar lausa- skuldir og útgerðarmenn og bændur hafa fengið með viðbótarlögum um stofnlánasjóð sjávarútvegsins og lög um um lausaskuldir bænda. Slíka aðstoð væri vel hægt að veita, ef horfið væri frá frystingu sparifjár- ins í Seðlabankanum. Þetta felldu stjórnarflokkarnir einnig. Vissulega er það því ekki ofmælt, að það, sem mest einkennir þessa lagasmíð þeirra, er það, hve of skammt hún gengur. Gengið eftir svari Fyrir nokkrum dögum var hér í blaðinu beint eftir- farandi fyrirspurn til Mbl.: Álítur Mbl. það heppilegt, að erlendur aðili ráði yfir eina sjónvarpinu, sem starfrækt er í iandinu? Telur blaðið það hollt íslenzkum heimilum og ís- lenzkri menningu að búa við þær aðstæður? Álítur biaðið það ekki heppilegt, að þetta sjónvarp sé takmarkað við stöðvar varnarliðsmartna einna? Mbl. hefur enn ekki svarað þessum fyrirspurnum. Þær eru því endurteknar og ákveðins svars óskað. Frásögn af sfarfsemi Sveriges Lanfbruksföröuit^ urframleiðendum, kjötframleið- endum, bændum almennt (Sven ska Lantmannens Riksförbund), eggjaframleiðendum, skógareig- endum, lánastofnunum (Svenska Jordbrukskreditkassan, SJK og Sveriges Almanna Hypoteksbank, SAH), ölgerðarmönnum, loðaýra Þegar rætt er við Svía um sam- vinnumál, veitir maður því oft athygli, að þeir tala ekki aðeins um ein aðalsamtök samvinnu- manna í landi sínu, heldur tvö: Kooperativa Förbundet (ÍCF) og Sveriges Lantbruksförbund (SL). Aðalmunurinn á þessum tvenn- um samtökum er sá, að KF er fyrst og fremst samtök neytenda en SL hins vegar samtök fram- leiðenda í landbúnaðinum. Uppruni og þróun. Þótt • umrædd samtök sænskra bænda hafi fyrst á síðustu ára- tugum öðlazt sína núverandi mynd, er uppruna þeirra að leita töluverðan spöl aftur í tímann. Þegar á síðari hluta nítjándu ald ar tóku framleiðendur í landbún- aðinum að mynda með sér sam- tök af ýmsu .tagi, um mjólkurbú, sláturhús, sölu ýmissa afurða og jafnvel kaup á ýmsum nauðsynj- um til landbúnaðarins. Þessi fé- lög spruttu upp víðs vegar í land inu og störfuðu sjálfstætt fram- an af, en árið, 1905 var stofnað landssamband sænskra bænda (Svenska Lantmánnens Riksför- bund). Var því ætlað að sameina krafta hinna ýmsu félaga og sam banda, er bundin voru við ein- stakar sveitir eða lén. Þegar all- löngu fyrr hafði verið komið á fót lánastofnunum fyrir landbún aðinn. Fyrsta félagið í því augna miði var stofnað á Skáni ekki síðar en árið 1833. Árið 1917 var svo í Stokkhólmi stofnað Sveriges Allmanna Lant- brúkssallskap, forgengill SL. .— Framan af voru meðlimir þess einkum einstaklingar, en fljót- lega slógust ýmis búnaðarfélög og jafnvel kaupfélög í hópinn. Árið 1929 varð félagið aðalbrjóst vörn hagsmunasamtaka landbún- aðarins. Var þess ærin þörf á næstu árum, er heimskreppunnar gætti sem mest. Neyðarástandið, sem þá ríkti, átti drjúgan þátt í að skapa meðal bænda fjölda- hreyfingu, er hafði í för með sér allróttæka umsköpun og öran vöxt samtaka þeirra. Þátttakan í þeim var almenn, enda er nú svo lcomið, að svo til allir sænskir landbúnaðarframleiðendur, um 300.000 að tölu, munu vera með- limir í að minnsta kosti einu þeirra landssambanda, sem standa að SL, og margir í fleir- um. Á þessum árum (1932—33) voru m.a. stofnuð landssamtök mjólkurframleiðenda, kj ötfram- leiðenda, eggjaframleiðenda og skógareigenda. Vegna hinnar miklu þátttöku urðu þessi sam- tök á fáum árum að stórfyrir- tækjum, nýtízku aðferðir voru í stórum stíl teknar upp við fram- leiðslu og dreifingu landbúnaðar vara og máttur samtakanna gaf bændunum möguleika til að fá áhugamálúm sínum, bæði efna- hagslegum og öðrum, nýja fram rás, sem til þessa hafði verið lokuð. í samræmi við þessa þróun, var Sveriges Allmánna Lant- brukssállskap endurskipulagt og með árinu 1940 kemur það fram sem höfuðsamtök og tengiliður landssamtaka bændanna. Tók það þá upp sitt núverandi heiti. 1946 var skipulagi sambandsins enn breytt, í þeim tilgangi að það hefði frjálsar hendur á efnahags sviðinu til samvinnu við einstök aðildarsamtök. Tólf landssambönd. Tólf landssambönd eiga aðildMyndin syn,r aSelns nskkurn hluta skrifstofubyggingar Sveriges Lant- að SL. Þau eru mynduð af mjólk CURT W. CURTMAN aðalframkvæmdastjóri Sveriges Lantbruksförbund eigendum, framleiðendum lín- sterkju, líns og olíujurta. Að hverju þessara sambanda standa rnörg minni, sem bundin eru við ákveðna landshluta. Þessar „lokal föreningar“ geta einnig orðið sjálfstæðir meðlimir í SL, og hafa fjölmargar þeirra notfært sér þau réttindi. Stærst landssambandanna tólf er Sveriges Slakteriförbund (SS), aðalsamtök Sviþjóðar á sviði kjöt framleiðslunnar. Að því standa 25 mirini samtök með samtals um 256.00 einstaklingum. Hjá því vinna um 12.000 manns og árs- veltan nemur um 1,8 milljarði sænskra króna. Stærsta héraðs- sambandið í SS er Scan, sem hef ur miðstöð sína í Malmö. Ársvelt an nemur um 500 millj. sænskra króna. Kjötframleiðslan er mest í suðurhluta landsins, og í Skáni, Hallandi og Bleking eru t.d. fram leidd 60% af öllu fleski, er Svíar fá af svínpeningi sínum. Hins veg ar er Norrland ekki sjálfu sér riógt með kjöt. Samtökin um mjólkuriðnaðinn,. Svenska Mejeriernes Riksfören- ing (SMR) hefur ársveltu upp á hálfan annan milljarð s. kr. og 12.000 starfsmenn á vegum sínum. Um 200.000 mjólkurfram leiðendur eiga þar hlut að máli. Mjólkurbúum sambandsins hefur á fáum áratugum fækkað úr 1600 niður í 400, Er hér um að ræða fyrirbrigði, sem á hliðstæður í fleiri greinum sænsks landbúnað ar. Aukin tækni og bættar sam- göngur valda því, að hægt er að láta miðstöðvar iðnaðarins og dreifingarinnar ná til æ stærri svæða. Er slík „centralisering“ nú mjög á dagskrá hjá forráða- mönnum SL. -• Stærst þeirra héraðssamtaka, er aðild eiga að SMR, ér Mjölk- centralen, sem sér Stokkhólmi og útborgum hans fyrir því sem næst allri þeirri mjólk og mjólk- urvörum, sem þar er neytt, en það er ekkert smáræði, og fer stöðugt vaxandi. Framleiðendur úr sex lénum eiga nú aðild að Mjölkcentralnum og ársvelta hans nemur um 500 millý s. kr. Auk annars rekur fyrirtæki þetta um 90 sölubúðir, flestar í Stokk- hólmi. Ostframleiðendur hafa einnig sín sérstöku samtök innan SMR, nefnast þau Riksost og hafa 150 millj. kr. ársveltu. Helmingur skóglendis bændaeign. Svenska Lantmannens Riksför- bund (SLR) er hvort tveggja í senn, innkaupa- og sölufyrirtæki. Það tekur að sér til sölu upp- skeru bændanna og kaupir inn fyrir þá áburð, fóðurvörur, land- búnaðarivélar og fleira. Er sú starfsemi ósmá í sniðum, því á síðustu árum hafa bændur keypt vélar fyrir eina milljón s. kr. á dag, að meðaltali. Ársvelta sam- bandsins nemur rúmum milljarði króna. SLR er elzt þeirra lands- (Framh a 13 siðu ■ bruksförbund í Stokkhólmi. itaaa tel l N NT, finuntudagur 5. aprfl J962. z I t ■ 1! ’' 1!!; 1 i ! 1 1 I '■ • 1 1 ( ’ 'III' zzar'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.