Tíminn - 05.04.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.04.1962, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 5. apríl 1962 80. tbl. 46. árg. Ytri-Rangá mesta veioiá Suourlands? Austur í Rangárvallasýslu eru nú ráðagerðir um miklar tframkvæmdir í fiskrækt. Er fyrirhugað að gera fiskveg um Árbæjarfoss, sem er í Ytri-Rangá skammt fyrir ofan Hellu, og þrjá smærri fossa eða flúðir í ánni. Með fram- kvæmdum þessum yrði sjó- gengnum fiski auðvelduð lelð inn á um 40 km langt svæði ,í Ytri-Rangá. Gæti fiskurinn þá gengið upp ána allt fram fyrir Galtalæk, sem er efsti bær í Landmannahreppi. Marg ar ár og lækir renna í ána á þessu svæði. Svo sem kunn- ugt er, er Ytri-Rangá þriðja stærsta bergvatnsáin á Suð- urlandi. Eru Sogið og Brúará stærri. Þessar upplýsingar komu m.a. fram á aðalfundi Veiðifélags Rang æinga, sem haldinn var fyrir skömmu. Veiðifélagið nær yfir vatnsvæði Rangánna, þ.e. Eystri og Ytri-Rangár, Þverár og Hólsár. A fundinum úrðu töluverðar umræð- ur um veiðimálin á vatnasvæðinu. Skýrt var frá athugunum á fisk- vegagerð um Árbæjarfoss og þrjá smærri fossa eða flúðir í Ytri- Rangá. Greint var og frá kostnaðr aráætlun um þessar framkvæmd- ir. Er talið að það muni kosta á & Á Zandvoorfströnd í Hollandl. skolaði nýlega á land undarlegrl sandsteinsmynd. Eins og sjá má á myndinni, líktist steinnlnn kctet tilhöggvinni súlu, þegar búið' var að hreinsa hann, eins og hægt var. Ekki er enn vitað um uppruna þessarar steinmyndar. I SVALLHU Föstudagskvöldið í síðustu viku var lögreglan kvödd til að skakka leik Ameríkana og íslenzkra stúlkna í húsi vest- arlega í vesturbænum. Þetta fólk hafði safnazt saman í íbúð efst í húsinu, en húsráð- endur neðra kunnu illa atferli þess og hringdu á lögregluna. Nær tugur stúlkna og fleiri Ameríkanar og nokkrir íslenzkir piltar, þar á meðal sá, sem býr þar sem samkundan var haldin, voru flutt á lögreglustöðíria. Margt af þessu fólki var nokkuð ölvað, en sterkur grunur lék á, að fleiri örvandi meðul en áfengi hefðu verið höfð um tiönd. Lög- reglan rannsakaði íbúðina og fann þar mikið af pilluglösum, nýjum og gömlum, tómum og með inni- haldi. Þó, mún ekki hafa verið um þekkt örvunar- eða deyfilyf að ræða. Fólk þetta þrætti fyrir neyzlu deyfilyfja og engin lyf fundust á því, er komið var á lögreglustöð- ina. Húsráðandi, sem fluttur var á stöðina, er hins vegar þekktur fyrir deyfilyfjaneyzlu og hefur þrásinnis komizt undir hendur lög reglunnar upp á síðkastið. Hann var fluttur heim aftur í þetta sinn. Lögreglan af Keflavíkurflug- velli hirti sína menn og fór með þá. Lögreglan hér geymdi tvö stykki um nóttina en hinum var sleppt. Nokkrar stúlknanna, sem áttu hlut að máli, eru kunnar fyrir svipað atferli. Þær eru flestar ungar, þó engin undir sextán ára að talið er. : hramnaic a iíi -ff>íi Hærri aUur Frá og með 1. apríl s.l. gengu í gildi nýjar reglur um afslátt af fargjöldum námsmanna með flugvélum Flugfélags íslands og Loftleiða á flugleiðum félaganna milli íslands og annarra Evrópu- landa, en sams konar breytingar vour nýlega gerðar á flugtöxtum Loftleiða milli íslands og Banda- ríkjanna. Breytingar eru þær, að aldurs- takmarkið, sem áður var 26 ár, hækkar um fimm ár, og eiga því námsmenn fram yfir þrítugt kost; þessara kjara, en fargjaldaafslátt- ur námsmnna er 25% frá venju- legu tvímiða fargjaldi. Farmiðar giltu áður einungis í eitt ár, en eru nú til tveggja ára. Þá er það nýmæli, að makar og börn námsmanna njóta sömu kjara og þeir. Áður en ívilnun er veitt, verð- \ ur námsmaður að sýna skilríki, er sanni að hann hafi fengið skóla- vist þar sem hann hyggst stunda nám að' minnsta kosti eitt kennslu misseri. (Frá Flugf. ísl. og Loftl.) Ný götunöfn í borginni A síðasta fundi borgarráðs voru boraar fram tillögur um nöfn á nokkrum nýjum götum hér í borg. Þar var samþykkt að gatan vest an og samhliða Kaplaskjólsvegi skuli heita Meistaravellir. Bornar voru i'ram tillögur um heiti á tveimur götum í Örfirisey, skyldi sú nyrðri heita Eyjargata, en sú syrði Hólmsgata, og var það sam- þykkt. Næst .voru teknar fyrir tvær götur austan Vatnsgeymis þvert á Háteigsveg. Sú vestari heitir nú Vatnsholt, en sú eystri Hjálmholt. Einnig voru 6 götur í Blesugróf skírðar sem hér segir: B-gata verð ur nefnd Blesugróf, A-gata Stjörnu gróf, hluti af Vatnsveituvegi heit- ir Flugugróf. Þá yar ný gata aust- an og norðan Blesugrófar og þyert á hana nefnd Jöldugróf. Ný gata milli Blesugrófar og Flugugrófar á nú að heita Bleikargróf, og að lokum heitir gata suður úr Flugu- gróf austan Blesugrófgar Toppu- gróf. Tillaga var einnig borin fram um að gata í vestur frá Hofsvalla- götu sunnan við Sundlaug Vestur- bæjar skuli hljóta heitið Gota- skjól, en ákvörðun 1 því máli var frestað. fjórða hundrað þúsund krónur að gera fossana fiskgenga. Stofnuð hefur verið veiðifélagsdeild við ána ofan Árbæjaxfoss, og er for- maður hennar Sigurjón Pálsson, Galtalæk. Leitað tilboða Á fundinum var samþykkt að leita eftir tilboðum í veiðina á vatnasvæðinu. Ennfremur að æskja tilboða í byggingu fiskveganna og ræktun fisks. Lögðu fundarmenn áherzlu á, að þessum athugunum yrði hraðað sem mest. Formannsskipti Stjómarformannsskipti urðu nú í Veiðifélagi Rangæinga. Agúst Guðmundsson, Stóra-Hofi, sem verið hefur formaður félagsins um 10 ára skeið', baðst eindregið und- an endurkjöri. Formaður var kos inn Sigurbjartur Guðjónsson, Há- varðarkoti í Þykkvabæ. Voru frá- farandi formanni þökkuð ágæt störf í þágu félagsins á liðnum árum. í FYRSTA LAUNA- FLOKKI! Það getur verið dálitið óvar- legt að tala um laun fólks, og sjaldan vel þegið af þeim, sem launin fá. Hlns vegar geta far- ið saman þeir sigrar og laun, að tiðindum þyki sæta langt út yfir alla þagníslsku. Og þessi formáll á við Völu Kristjánsson, sem vakið hefur mikla hrifningu fyrir leik sinn í My Fair Lady og stendur sig þar með afbrigðum vel. Eins og fólkl er kunnugt, þá hefur hún aldrei komið á svið áður, en þess gætir ekki í leik henn- ar eða söng. Það má kaila eðlilega afleiðingu þessa, að hún mun nú vera ein af þrem hæst launuðu „stjörnum" okk er með um og yfir þúsund krónur í kaup fyrir sýningu. Aðrir sem fylla þennan flokk eru óperusöngvararnir Krist- inn Hallsson og Guðmundur Jónsson. Aðrir listamenn hér. lendir munu að vísu vera launahærri þegar þeir koma fram elnir, en fyrrgreind laun munu vera þau hæstu sem greidd eru, þegar listamenn taka þátt i leik- eða óperú- sýningum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.