Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 3
OAS f fyrri vfko, þegar hún handtók Hdmond Jouhaud, fyrrverandl hershöfSingja og núverandl hœgri hönd Salans, yfirmanns OAS, — Þessi mynd er fekin í baakistöðvum lögreglunnar í Oran stuttu eftlr handtökuna. Sýnir hún, aS mlkil breyting hefur orðíð á hers. höfðingjanum síðan hann fór í felur tll að vinna fyrir OAS. Hann hefur látið sér vaxa skegg á efri vör, kjálkar hans eru sterklegri, og yfirleftt er minni hershöfðingjaglans á honum. Jouhaud er nú í fangelsi í París og bíður þess að vera dreginn fyrir herrétt, sem Franska öryggislögreglan náði sér talsvert nlðrl á leynihernum verður hafinn yfir honum í næstu viku. - SAMMÁLA UM TÓLF ATRIÐI? Óku um borgina og drápu fjölda manns NTB — Algeirsborg, 6. apríl Evrópuæftað fólk í borgum Alsír skreytti í dag hús sín með frönskum fánum til að mótmæla þjóðaratkvæða- ■ Kosið á rnorgun um Alsír NTB—París, 6. apríl — Á sunnudaginn kemur fer ft fram Þjóðaratkvæða- greiðsla í Frakklandi um vopnahléssamningana við Serki í Alsír og framtíð Al- sír. Talið er næstum öruggt, að mikill meirihluti kjós- enda muni gjalda samning- unum jáyrði sitt, að minnsta kosti 18 milljónir kjósenda af 27 milljónum, en hins vegar muni ekki nema ein milljón þeirra hafna samn- ingnum. — Kosningabarátt- an er næstum engin, áróð- ursspjöld eru fá uppi og það kemur varla fyrir, að cpin- berir stjórnmálafundir séu haldnir um málið. De Gaulle hélt í kvöld sína síðustu sjón varpsræðu fyrir kosningarn- ar. Skoraði hann á þjóðina að segja já í kosningunum og veita sér þannig einróma stuðning í Alsír-stefnunni. De Gaulle notaði einnig tækifærið til að lofa það skipulag að halda þjóðarat- lcvæðagreiðslur um örlaga rík mál. greiðslunni um Alsír-friðar- samningana á sunnudaginn, og OAS-herinn jók hrySju- verkastarfsemi sína að mikl- um mun. Laust eftir hádegið var skattur dagsins orðinn 41 myrtir og mikill f jöldi særðra. í Algeirsborg einni saman voni 17 manns drepnir af fjórum OAS- mönnum, sem æddu um borgina í svartri bifreið og skutu með sjálf virkum vélbyssum á hvern þann Serkja, sem varð á vegi þeirra. Þeim tókst einnig að ráðast á lög- reglustöð og forða sér síðan, án þess að lögreglan gæti haft hend- ur í hári þeirra, þrátt fyrir mikla viðleitni. í nótt sem leið, heyrðist stöð- ugt í handsprengjum OAS-manna, og við og við heyrðust vélbyssu- rokur. í morgunskímunni um- kringdu síðan öryggislögreglu- menn háskólahverfið í Algeirsborg og la Redoute-hverfið, og gerðu umfangsmiklar húsleitir. Þeir tóku 35 menn fasta og gerðu upptækt mikið af vopnum, skotfærum og sprengiefni. Fannst mikill hluti þessa í húsum háskólans. Lögregl- (Framh. á 4. síðu) NTB — Geneve, 6. apríl Brezki fulltrúinn á afvopn- unarráðstefnu 17 ríkjanna í Geneve, Joseph Godber,^agði í dag, að afvopnunartillögur Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna væru mjög líkar. Stakk hann upp á því, að mynduð yrði sérstök nefnd til að búa til uppkast af afvopnunar- samningi, byggt á 12 sameig- inlegum atriðum tillagna Sov- étríkjanna, eða þá að formenn ráðstefnunnar gerðu það. Tólf atriðin, sem Godber telur svipuð í tillögum stórveldanna tveggja, eru þessi: 1. Afvopnunin á að vera almenn og alger. 2. Þegar hún er komin til fram kvæmda, hafa ríkin bara yfir nægilegu herliði og vopnum að ráða, sem nægir til að halda friði innanlands og vernda öryggi borg- aranna. 3. Afvopnunarsamningurinn verð ur að gera ráð fyrir upplausn allra herja, niðurrif allra hernaðarlegra mannvirkja, stöðvun hergagnafram leiðslu og eyðileggingu eða breyt- ingu allra vopna og hergagna, sem til eru. 4. Ónýting allra múgmorðstækja og stöðvun framleiðslu þeirra. 5. Ónýting allra flutningstækja, sem flytja múgmorðstækin að marki þeirra. 6. Stöðvun hermennskukennslu og lokun æfingastöðva fyrir her- mennsku. 7. Stöðvun allra heniaðarlegra útgjalda. 8. Myndun alþjóðlegrar afvopn- unarstofnunar, sem gæti unnið virkt og tryggt, að allar skyldur einstakra landa verði framkvæmd ar í sambandi við afvopnunina. 9. Afvopnunin raski ekki jafn- væginu, þannig að neitt ríki eða ríkjahópur geti fengið hernaðar- lega yfii'burði, meðan á henni stendur. 10. Jafnframt afvopnuninni verð ur að styrkja Sameinuðu þjóðirn- ar, svo að samtökin geti tryggt al- Deildu og fréttaf áróður NTB — Geneve, 6. aprfl Á afvopnunarráðstefnunni kom í gær til orðaskipta milli Zorins frá Sovétríkjunum og Dean frá Bandaríkjunum vegna áróðurs og frjáls frétta- flutnings. Zorin lagði í gær fram uppkast af yfiriýsingu, þar sem ráðstefnan lýsir í bann ullan áróður .yrir stríði, og skorar á allar þjóðir að setja lög, þar sem komið verði í veg fyrir slíkan áróður. Dean héit síðan ræðu, og sagði, að bezt væri, að Bandaríkin og Sovétríkin gerðu allt til að tryggja að borgarar sínir fái sem réttasta mynd af því, sem gerist í heimin- um. Hann sagði, að frjáls skipti á hugmyndum og upplýsingum væri æskilegri en bann við áróðri. Það væri erfitt að skilgreina, hvað átt væri við með orðinu áróður, og Bandaríkjastjórn gæti fyrir sitt leyti ekki samþykkt nein lög, ?em brytu í bága við prentfrelsi og mál frelsi í Bandaríkjunum. Brezki fulltrúinn Gadber . ar sammála Dean, r : gagnrýndi Zorin fyrir tillögu hans, sem hann all- aði þras. Godber sagði, að hvatn- ing til moldvörpustarfsemi væri jafn alvarleg og stríðshótanir. — Hann sagði einnig, að þvinganir á fréttaflutningi og upplýsinga- starfsemi væru hættulegar heims- friðnum. Zorin kvartaði í ræðu sinni yfir stöðugum stríðshótunum Vestur- veldanna allt frá lokum seinni heimsstyrjalt(arinnar. Hann sagði, að hinn stóraukni herstyrkur Sovétríkjanna hefði lægt rostann í stríðsæsingamönnunum. Skyn- sömu fóiki væri nú ljóst, að það væri sama og sjálfsmorð að ráðast á Sovétríkin. þjóðaöryggi og friðsamlega lausn allra deilna. 11. Eftirlit verður að vera með framkvæmd afvopnunarinnar. 12. Þróunin frá einu stigi af- vopnunar til hins næsta verður að ákvarðast í hvert skipti fyrir sig, þegar gengið hefur verið úr skugga um, að öllum skilyrðum fyrra stigs ins hafi verið fullnægt. Tillaga Godbers er í samræmi við fyrri kanadiska uppástungu, þar sem segir, að byrja verði á þeim atriðum, sem allir aðilar eru samimála um, og færa sig síðan smátt og smátt til erfiðari hluta. Fjöldahandtökur NTB—Beirút, 6. apríl. — Talig er, að í dag hafi far- ið fram miklar fjöldahand- tökur í Sýrlandi og hafi aðallega beinzt gegn Nass- er-sinnum í borgunum Aleppo og Homs í norður- hluta landsins, þar sem liðs foringjauppreisnin fór út um þúfur um daginn. Landamærum landsins er stöðugt haldið lokuðum og migil óvissa ríkir um, hvernig hið raunverulega á- stand er í landinu. Yfir- stjórn hersins hefur lófað þjóðinni, að unninn verði bugur á harðstjórn og arð ráni. To|)|)fundur EBE NTB—París, 6. apríl — Það er talið að miðvikudagsfund ur de Gaulle og Fanfani, forsætisráðherra Ítalíu, hafi aukið stórlega möguleika á toppfundi Efnahagsbanda- lagsrísjanna sex. Þeir hafi á fundinum færst talsvert nær samkomulagi um stjórn málalega einingu Evrópu. Slíkan toppfund átti að halda í janúar í Róm, en honum var frestað vegna ósamkomulagsins um stjórn málalega einingu. Fanfani mun hitta Aden- auer kanzlara í fyrramálið í Cadennabia við Como- vatn, og á sunnudaginn mun hann ræða við Stikker, fram kvæmdarstjóra NATO Allsheriarverk- f^Ili hótaS NTB—Buenos Aires 6. apríl — Peronistar hótuðu í gær að koma á allsherjarverk- falli í Argentínu um óákveð inn tíma, ef hinum níu fylk isstjórum, sem Peronistar fengu í kosningunum fyrir tveim vikum, verður mein- ag ag taka við embættum sínum. Hinir nýkjörnu Per- onistaþingmenn hafa neitað að taka sæti á þingi af sömu ástæðum. Flestir leiðtogar Peron- ista eru nú í Kadrid á Spáni til viðræðna við fyrrver- andi einræðisherra Argen- tínu, Juan Peron, og er þetta mikilvægasti fundur Peronista síðan Peron var steypt af stóli 1955 1 TÍMINN, laugardaginn 7. apríl 1962 A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.