Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 8
* Abendingar um hlið DJUPIVOGUR Slgurður Jónsson, Stafafelli: Karl Steingrímsson og Djúpivogur Djúpivogur við Berufjörð eystra er kunnur frá liðnum árum og öld- um, sem aðalverzlunarstaður Suð- ansturlands, þangað sóttu fyrrum nauðsynjar sínar allir bændur úr syðri sveitum Múlasýslu og allri Austur-Skaftafellssýslu, jafnvel einnig úr sveitum vestan Skeiðar- ástands. Þama var ein af aðalhöfnum einokunarverzlunarinnar og síðar selstöðukaupmannanna dönsku. Eigendur verzlunarinnar sátu í Kaupmannahöfn og hirtu gróðann, ef einhver var. Á seinni hluta 19. aldar og fyrstu tugum tuttugustu var verzlun Örum & Wulff á Djúpavogi, voru þá oftast íslenzkir menn verzlunarstjórar. Margir þeirra voru nýtir þegnar okkar þjóðfélags. Um 1920 var kaupfélag stofnað þarna, og fékk keypt hús og aðstöð'u alla er gömlu verzlun- inni fylgdi. Kaupfélag Berufjarðar — skammstafað K.B. nær nú yfir þrjá hreppa: Geithellnahrepp, Bú- landshrepp og Beruneshrepp. Um merka sögu kauptúnsins er ekki deilt manna á milli. En um útlit staðarins og umhverfi eru og hafa vyrið skiptar skoðanir. Mörgum finnst Ijótt á Djúpavogi og láta þá stundum íbúana gjalda þess — leiðinlegt fólk. Öðrum virðist þarna sérstæð fegurð og tilbreytni í landslagi, kauptúnið aðlaðandi „rómantískt“ — og fólkið sízt lakara en aðrir landsmenn. Undirritaður hefur mjög oft komið á þennan stað, og fylgzt með framvindu hans og fólkinu þar vel hálfrar aldar skeið. Fram- farir og svokölluð menning hafa ekki farið þar alveg hjá garði, og hinar fornu dyggðir eru þar ekki afmáðar né útþurrkaðar. Samt finnst mér eitthvað vanta, sem gladdi gesti er þangað komu fyrir nokkrum misserum. Nú sér maður ekki lengur Karl Steingrímsson. Fyrir mér hafa Karl og kaupstaðurinn við voginn verið óaðskiljanlegir öll þessi liðnu æviár okkar. Nú hefur kerling Elli hneppt hann í stofufangelsi í hans eigin húsi, Hótelinu, sem kallað er. Hvarf hans af leiksviði lífsins veld- ur mér söknuði. Ég kom fyrst til Djúpavogs með fóstbróður mínum þegar við vorum innan við ferm- ingu. Það var Þorsteinn Stefáns- son, síðar hreppstjóri í Breiðdal. Fyrstu Djúpavogsmenn sem i nokkuð sinntu okkur strákunum voru þeir Steingrímssynir, Karl og Ingimundur bróðir hans, þeir voru þá líka strákar, en dálítið eldri en við. Þeir tóku að sér að sýna gest- unum staðinn og þarna fannst þess- um ungu gestum margt merkilegt að sjá. Þeir fóru með okkur að verzlunarhúsunum. Stór timburhús með lágum veggjum, bröttum þök- um, rammgerð að viðum, svört af tjöru, sem varði þau fyrir vatninu — Langa búðin, Gamla krambúðin Síbería og Faktorshúsið með á- fastri sölubúð, tjargað eins og hin. Við fengum að skoða búðina að innan, þar var nú margt girnilegt. Og okkur var boðið inn fyrir slag- bekk til að sjá inn í afþiljuð skot, þar sem brennivíns- og rommtunn- ur voru á stokkunum eins og kall- að var, með krana i og lekabyttu undir. Frá þeim lagði ilminn út um búðina, þetta var nú allt meira en við höfðum áður séð, svo sýndu þeir okkur næst Suðurkaupstaðinn svokallaðan, það var nú fiskverk- unarstöð. Þar var dæla — póstur — hátt uppi og pallur í kring. Fiskþvottakerin neðan við pallinn og mikil járnpípa, sem lá frá dæl- unni út í voginn. Fiskþurrkunar- reitirnir skammt frá og hús til að geyma fiskinn í. Þetta leizt okkur vel á, við gát- tim líklega dælt sjónum á land uþp. — Við vildum ná í dæluskaftið af pallinum. En leiðsögumenn okkar kunnu nú betur á þessa 'hluti, og tóku handfangið í sínar hendur, en sögðu okkur að halda höndun- um fyrir stútinn, í því fossaði sjór- (Framhald á 15 síðu) Eitt af því er stöðvar auga ferða- mannsins hvað mest þegar ferðazt er um sveitir landsins og þjóðveg- ina, eru heimreiðarhliðin og bún- aður þeirra. Því miður er mörgu ábótavant í þessum efnum enn í dag, og er hægt að ímynda sér að það stafi að verulegu leyti af erfið- leikum bænda á að fá smíðaðar ódýrar og hentugar grindur í slík hlið. Nokkuð hefur verið rætt og ritað um þetta efni og bændum verið gefnar leiðbeiningar í sam- bandi við það, en þá aðallega um frágang og gerð hliðstöpla, sem vitanlega er eitt stærsta atriðið fyrir endingu grindanna sjálfra. Þó er sá galli á þessum framkvæmd- um, að bændur steypa oft stöplp og ganga frá hengslisbúnaði áður en þeir kaupa grindur í hliðin, og er þá mjög hæpið að grindurnar sitji rétt á hengslum og læsingar vinni rétt. Enginn ætti því að ganga frá hliðbúnaði nema hafa áður kej'pt grindurnar, 'svo hægt sé að innsetja þær um leið og stöplar eru steyptir. Sumir hafa farið inn á að láta byggja grindurnar úr mjög sverum pípum (en pípur eru sennilega eitt bezta efnið í slíkar grindur). Með þessu ætlast þeir til að grindurnar endist betur og þoli meira. Grindurnar eru mun dýrari : úr sverum pípum. og vil ég bend.. á að flestar grindur eyðileggjast | þannig að á þær er ekið og breytir \ þá litlu hvort svert eða grannt efni ; er um að ræða. Þar við bætist að | því efnismeiri sem grindin er, þeir mun verra er að rétta og gera við hana, og verður einnig alltaf miklu dýrara. Aðalorsökin fyrir því að ekið er á grindur og stöpla he;mreiðarhliða er sú, að hliðin liggja of nærri götu. Þar sem girð-' ingar liggja nærri vegi, ætti þvi ætíð að slá girðingunni frá vegin- um þar sem hliðið kemur, þannig að stöplar standi ekki nær vegin- um en átta til tíu metra. Er-þetta mjög skiljanlegt, því ökutæki og þá sérstaklega stærri bifreiðar, hljóta alltaf að fara á ská í gegn- um hlið er stendur nærri vegi, þar j sem ekki er svigrúm til að rétta ökutækið af áður en farið er í gegnum hliðið, og er þá stöplun- um ætíð hætt. Nægilegur gildleiki á pípum í heimreiðarhliðum er einnar tommu rör, en mikið atriði er áð grindurnar séu vel ryðvarðar og vel við haldið. Hér skal ekki far- ið nánar út í smíði og frágang á heimreiðarhliðum, en minnast vil ég lítils háttar á annað atriði sem mjög svo er áberandi víða úti á landsbyggðinni, en það eru hinir svokölluðu mjólkurpallar. Pallar þessir standa venjulega í vegkant- inum. til hæ.gðarauka fyrir mjólk- urbifreiðarstjórann, enda ærið verk og erfitt að flytja brúsana yfir á pall bifreiðarinnar. Pallar þessir eru af ýmsum gerðum, allt frá tómum kapalrúllum til stein- steyptra, myndarlegra skýla, sem þó eru nokkuð þyngslaleg fyrir auga vegfarandans. Það ætti að vera bændum metnaður að skýli þessi séu sem snyrtilegust að gerð og smíði, og vildi ég benda á að rör munu vera eitt bezta efnið í þau. Rörin eru sterk og taka lítið á sig í veð'rum. Fengist eitthvert verkstæði til að smíða grindur fyr- ir slíka palla í fjöldaframleiðslu, gætu þær eflaust orðið tiltölulega ódýrar, og gætu síðan bændur dekkað þær sjálfir með plönkum Ekki er óalgengt að sjá timbur skýli liggja á hliðinni við' veginn þar sem fætur þess hafa fúnað nið ur við jörð og skýlið fokið um koll Slíkt er heldur óhugnanleg sjón og minnir helzt á stórgrip er ligg- ur afvelta í göturæsinu, með stirðnr aða ganglimi. Það er nauðsynlegt að byggja skýli þessi úr varanlegu efni og ganga þannig frá þeim að þau standi rétt við veginn á góðri und- irstöðu. Ef til vill gæti komið til greina að búnaðarfélög tækju af- stöðu til þessara tveggja umræddu atriða og reyndu að að'stoða bænd- ur við framkvæijid þeirra með leið- beiningum og fleiru. Fjólmundur Karlsson. KARL STEINGRIMSSON Tíundu hljómleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar voru haldnir í Samkomuhúsi Háskólans þann 29. marz s.l. Til verkefnavals var mjög vel vandað að þessu sinni, og hófust tónleikaijjir á „Rosa- munde“ forleik Schuberts, sem hljómsveitin flutti með þeim Ijúfa og létta blæ sem þetta verk út- heimtir Næsta verk var d-moll píanó- konsert eftir Joh. Seb. Bach sem Guðrún Kristinsdóttir flutti með hljómsveitinni. Þetta verk sem er sannkallaður gimsteinn sinnar teg undar, flutti Guðrún með yfirburð um. Leikur hennar er allt í senn öruggur og innihaldsrikur og tekst henni vel að tjá innihald verksns á sterkan g persónuleg an hátt. Samleikur hennar og hljómsveitarinnar var ágætur. Manfred-forleikur Rob. Schu- manns er þungt og viðamikið dramatískt verk sem hljómsveit- in gerði allgóð skil. Lokaverkig að þessu sinni var g-moll Sinfónían eftir Mozart. Þetta verk er einna líkast fínu víravirki, sem þó er sterklega unnið. Túlkun og flutningur hljóm sveitarinnar var léttur og lifandi, hraðinn jafn og eðlilegur, og óneit anlega ánægjulegt að hlýða á verk ið að þessu sinni. Stjómandinn, hr. Jindrich Ro- han, hefur unnið vel og af alúð að þessari efnisskrá, og leyndi ár- angurinn sér ekki á þessum tón- leikum bæði hvað snerti val og efnismeðferð. — U. A. Kvennakórsöngur er ekki sú teg. tónlistar, sem konsertgestir í Reykjavík hlusta oft á, og var þar af leiðandi nokkur eftirvænting hlustenda, er kvennakór S.V.F.Í. lét til sín heyra i Austurbæjarbíó 2. aþríl s.I. Herbert Hriberschek hefur undanfarið þjá,Ifað kórinn, og náð góðum árangri úr þeim efni við, sem fyrir henai er. ! Samræmi milli raddanna er jafnt, þótt 1. sópran eigi nokkuð langt í land, hvaá áhrærir mýkt og hljóm. Efnisskráin var blönduð, bæði innlendir og erlendir höfund ar og margt .fagurra verka, þeirra á meðal tvö íslenzk þjóðkvæði, og n>\. lag eftir Skúla Halldórsson „í harmanna .ælgilundi" flutt í fyrsta sinn; áheyrilegt lag og vel sungið. Þá hafði söngstjórinn radd sett mörg af ísl. lögunum og gert það prýðilega. Þrjú lög Inga Lárussonar, sem alltaf eru mjög vinsæl hjá hlustendum, flutti kór- inn, með einsöng Eygló Viktors- dóttur. sem tókst ágætlega. Annar einsöngvari með kórnum (Framhaid á 15 síðu* TIMINN, laugardaginn 7. aprfl I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.