Alþýðublaðið - 23.10.1927, Page 2

Alþýðublaðið - 23.10.1927, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐx » Nnnið eftir fatnaðarvoriiMi hjá Gnðm. B. Vikar, Laugavegi 21. Lægst verð í bænum. Í'fí |fer; ALÞÝÐUBLAÐIÐ \ kemur lit á hverjum virkum degi. ; Atgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverlisgötti 8 opin frá kl. 9 árti. tíl ki. 7 siðd. S.ttriistotía á sania stað opin ki. 95—10V', árd. og kl. 8 —9 siðd. Siraar: 988 (afgreiðsian) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftatverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 ’nver mm. eindáika. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu simar). Likbrensla. Khöfn, í september. Flest hér i heimi er breyting- um undirorpið. Með nýjum tím- um koma nýir siðir. Að eins eitt er óbreytanlegt, hefir verið frá upphafi og verður til eilífðar, dauðinn. „Þegar kallið kemur, ' kaupir sig enginn frí.“ Sú kalda hönd ber eins að dyrum hjá ný græðingnum eins og hinum þreytta og ellihruma.. Og þegar hérvistum lýkur, ,,kyssir torfa ná- inn“, flestra bein. Sá siður er þó ekki með öl!u nýr, en nú orðinn alltíður, að brenna hinar jarðnesku leifar hins hrörlega líkama í stað þess að þekja þær moldu eins og áður nær eingöngu. Hér i Danmörku verður þó enginn brendur, sem ekki hefir gert ráðstafanir til þess í lifanda lífi. Sjálf athöfnin fer eins'fram, hvort heldur hinn fram- liðni er jarðsunginn að gömlum sið eða hann er brendur. Athöfn- in getur- farið fram í kirkju og líkið svo verið flutt til brenslu- staðarins, og síðan brent þar eða að athöfnin fer íram á staðnum, sem brent er á. Það er þó engin skylda að nota prest til annars en þess að „kasta rekum“. Ræð. una má hver sem vill hafda af vinum eða ættingjum hins fram- iiðna. Líkbrensluhúsið er kringlótt bygging, skipuð bekkjum á gólfi og upphækkuðum sætum til hliða og að baki lítið eitt inn í vegg- ina. r miðju húsi er upphækk- aður pallur. Hér stendur iík hins framliðna, blómum skreytt, eins og tíðkast við aðrar jarðarfarir. Þar innar af ern grindur og að oaki þeirra er söngsveit og org- anisti. Til vinstri handar við. lík- pallinn tekur prestur sæti og lengra til hægri er ræðustóll. Beggja megin við líkpallinn eru háar, svartar Ijóssúiur (standa á gólfi). Sálmur er sunginn fyrh' og eftir ræðuna (sé ræða haldin). Þá kastar prestur moldum og bið- ut „Faðirvor". Við síðasta erind- ið í sálminum tekur kistan að síga hægt niður í djúpið og er horfin, er síðustu tónar söngsins óma. Þar, sem áður stóðu hinztu leifar hins framliðna, er nú autt og tómt, en svo hár er likpali- urinn, að ekki verður séð niður í djöpið. — Athöfninni er lokið. Lík hins framliðna verður brent síðar. Öskuna fá svo aðstandend- ur hins framliðna, eigi hún ekki að geymast í bren-sluhúsinu. Aðr- ir grafa hana í jörðu. Enn þá tíðkast þessi siður ekki á Islandi, líklega mest af því, að hann er kostnaðarsamur, og þó eru jarðarfarir dýrar á íslaridi. Hér í Danmörku eru líkbrenslu- félög, og greiða menn ákvéðið ið- gjald á ári og öðlast réttindi, eftir að hafa greitt iðgjald til félagsins í eitt ár. Annast svo fé- lagið líkbrensfima og kostnað all an, er félagi deyr. Þorf. Kr. V/ 44 Þriðja hefti þessa árs er ný- komið. Er þetta hefti bæði skemti- legt og fróðlegt til aflestrar, og má segja, að ef , Iðunn" heldur svo áfram, þá verður hún bezta timarit, er við eigum. , Heftið hefst á ágætlega þýddu kvæði eftir Carl Snoilsky, sem heitir „Uppreisnarmaðurinn", og heíir Magnús Ásgeirsson þýtt það. Er kvæði þetta sagan um ung- Iinginn, er sat að námi, en þoldi ekM harðstjórnina og varð svo að hreppa önnur Iífskjör. En: „Vér hinir sátum heima yfir draumum.“ Næst er löng ritgerð eftir Tryggva H, Kvaran, er heitir ,,Tvær konur“. Þar næst kemur smá-frásögn eft- ir. Einar Þorkeisson, er heitir „Vængbrotna lóan". Þá skrifar Þórólfur Sigurðsson um „Öskju í Dyngjufjöllum". Fylgja því myndir. Einar H. Kvaran svarar Sigurði Nordal í skemtilegri rit- gerð, er heitir ^Foksandar Sig- urðar Nordals prófessors“. Hulda yrkir kvæði, er hún nefnir „Ing- ólfur fagri“. 0g þar næst kemur löng saga eftir Henrik Allari, aem heitir „Mannsbarn“ og Þór- bergur Þórðarson o. fl. hafa þýtt úr esperanto. Sagan er um ör- eigann, sem þjá'ist öllum kvölúm. er auðvaldssldpulag nútímans læt- ur olnbogabörnum sínum i té. Sagan er skrifuð í „expression- istLskum” stíl. Ásgeir Magnússon skrifar um „Rúm og tíma“,' og að síðustu yrkir Jóhann Sveins- ’son frá Flögu ágætar stökur. Þetta hefti „Iðonna r“ ætti hver maður að lesa. Slíkar bækur eru ekki á hverju strái. Ág. 45 aura pakkinn. 45 aura pakkinn. Kostaboð fyrir alla öá, sem reykja „Hoisey Dew“ cigar- ettur, „LHIa fílmn“, frá Thomas Bears & Sons Ltd. Til þess að hvetja menn til að reykja þessar mildu og gómsætu Virginia-cigarettur, höfum vér ákveðið að gefa fyrst um sinn hverjum heim, sem skiiar oss 25 tómnm pokkum uían af Ooney Ðew cigarettnm, laglegan sjálfhiekung, sjálffyllandi. Gefið ykkur sjálfum slika hentuga jólagjöf með pví að reykja „Honey Dew“. Tðbaksverzlnn Islands V 4 45 anra pakkinn. 45 anra pakkinn. Ný|ar vomr. Með Nýtt verð. Drottninnnnn! 44 kom mikið úrval af *vetpaH*fpokkaim, hlýjum og góðum. AlSatnaÖMP? verðið lægra en þekst hefir; enn fremur mikið úrval af maffl- efeeíískyptiam; næríöt, sérlega hlý; mikið úrval af vlsiamftltism, góðum og ódýrum. iiomfð og ^keðlð, heyrið verðlð, og, pið munuð saiamfærast um að foestn kaupin gerið pið hjá Guðjóni á Langavegi 5. ' Sfsasi 1 ISJálp I aaiaðam. Við höfum nýlega heyrt um sorglegan atburð og höfum sjálf- sagt samhrygst með aðstandend- um, en hitt er ekki víst, að við höfum athugað nægilega ástæður heimilisins, þar sem heimilisfað- irinn er fallinn frá og engin fyrir- vinna er eftir til að vinna ' fyrir Tarauði handa börnunum. Þannjg er ástandið á heimili þvi, er Alþýðublaðið leitar nú samskota til hjálpar handa. Þar eru þrjú ungböm og engin björg í heimili. Hafið þdð athugað, hvað það er að sjá og vita af börnum sín- um hungruðum og geta ekki að gert, þar sem ofan á þetta bæt- ist hin mikla sorg ekkjunnar, sem varð að sjá á bak sínum elsk- aða maka á mjög sviplegan hátt? Verkamenn, sjómenn og verka- konur og önnur alþýða þessa bæj- ar! Sýnið mátt samtakanna. Bjarg- ið þessu heimili og leggið öll ykk- ar skerf þar til hver eftir sinni getu. Ég veit, að við höfum ekki af miklu að láta, en málshátt- urinn segir, að „viljinn dragi hálft hlass“ og ég veit, að þið mun- úð fús til að gera skyldu ykk- ar, en það er skylda að hjálpa félögum sínum, þegar þeir eru í nauðum. Að endingn: Munið, að hinn framliðni var góður fé- tagl og dugandi starfsmaður í okkar áhugamálum. Reykjavík, 21. okt. 1927. Kurmugur. ...iKMtaostós... . J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.