Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 14
sasss ” nhald, Arthur Bryant. HeimiUir eru júlí, — hálfum mánuði eftir að austursókn Þjóðverja hófst — var Brooke boðaður á herforingjaráðs- fund, til þess ag ræða um mögu- legar árásir á meginlandið, og þann 8. september var hann beð- inn um að láta í ljós álit sitt á því, Sem hann sjálfur kallaði „brjál'æðislegt áform“ — atriði, sem forsætisráðherrann var mjög fylgjandi — að gera yfirvarpsár- ás á Cherbourg-skagann til þess a<)v létta árásarþunganum af Rúss- um. í ok,tóber virtist aðstaða Rússa nánast vonlaus og forsætisráðherr- ann, s'em var, eins og allir ábyrg- ir hermenn í Bretlandi, sannfærð- ur um, að landganga á frönsku ströndina væbi ómöguleg, þar sem Þjóðverjar höfðu a. m. k. fjórum sinnum fleiri herdeildir en Bretar gátu gert sér vonir urrt að koma þar á land, beindi nú allri athygli sinni að Noregi. Ef þar yrði hægt að ná fótfestu, svo langt fyrir utan skotmál brezkra sprengjuflugvéla og rétt fyrir aug unum á þýzka flughernum — en slíkt datt aðeins honum einum i hug að væri mögulegt — þá myndi það draga athygli Þjóðverja frá Rússlandi og auðvelda eftirlitið með Skipalestunum, sem Bretar og Bandarikjamenn sendu til Mur mansk, umhverfis North Cape í Noregi. Brooke, sem vissi, að ef Rússar yrðu sigraðir, þá yrði þess ekki langt að bíða, að herinn, sem hann stjórnaði, þyrfti að verjast öfl- ugri innrásartilraun, hóf nú þá mestu og víðtækustu and-innrás- aræfingu, sem hann hafði stjórn- að til þessa. „Hún var þekkt undir dulnefn inu „Burnper", og í henni tóku þátt bryndrekasveitirnar, níu fót- gönguliðsherd.eildir og tvö stór- fylki. Þann 27. september hafði ég viðtal við blöðin til þess að útskýra tilgang æfingarinnar. Lawrence Carr stjórnaði austur- hernum, (sem táknaði Þjóðverja), er hefðu gengið á land í Austur- Anglia, en Alexander stjórnaði hernum, sem barðist gegn honum. Eg hafði skipað Monty sem yfir- dómara og hann reyndist hinn prýðilegasti. Æfingin stóð yfir til 3. október og bar mjög góðan ár- angur...“ En daginn eftir að æfingunni lauk og áður en tími vannst til að ræða árangur hennar nánar, var Brooke kallaður til annarra og mikilvægari starfa. „3. október... Um miðnætti kom til mín sérstakur sendiboði frá hermálaráðuneytinu með fyr- irmæli um að framkvæma athug- un á árás á Þrándheim og undir- búning að árásaráformi. Jafnframt var mér boðið að koma til mið- degisverðar í kvöld til Chequers og vera þar um nóttina til þess að ræða um fyrirætlanir og á- form. Eg ók aftur til London um morguninn og sat mestan hluta dagsins við að kynna mér fyrir- ætlanirnar... Hitti Dill í hermálaráðunteytinu kl. 6 e.h. og ók með honum til Chequers. Áttum fund með þeim Dudley Pound, Portal og Attlee, ásamt forsætisráðhcrranum. Við ræddumst við til klukkan 2.15 e. m. og einvörðungu um árásará- formið á Þrándheim. Eg gerði mitH bezta til ag fá forsætisráð- herrann til að hætta við áformið. 4. október: Hófum umræðurn- ar aftur og lukum þeim ekki fyrr en klukkan 1 e.m. Eg held, að forsætisráðherrann hafi verið far inn að efast um réttmæti áforms- ins. Kom aftur til London og ók 'heim til miðdegisverðar, mjög þreyttur eftir erfiða viku og svefnlitla ...“ „Herforingjaráðig var nú þegar búið að kynna sér áætlunina um hernám Noregs og hafði úrskurð- að hana óframkvæmanlega vegna skorts á fiugvélum. Nú fékk ég skipun um það frá forsætisráð- herranum, að útbúa nákvæma á- ætlun um hernám Þrándheims. Auk þess átti ég að tilnefna yfir- mann hernámsliðsins. Öllu þessu átti ég að hafa lokið á einni viku. Þetta var óskemmtileg tilskip- un. Dill hafði skýrt mér frá úr- skurði herforingjaráðsins, og ég var sannfærður um það, að ég mundi sjálfur komast að sömu niðurstöðu." Dagbókin lýsir því, sem á eftir fylgdi: „6. október: Fór að hei.man klukkan 8 f. m. Þoka. Ráðstefna klukkan 11 f.m. í hermálaráðu- neytinu. Viðstaddir auk mín: Yfirmenn heimaflotans, flughers- ins og strandgæzlunnar, samgöngu málaráðherrann o. fl. Því lengur sem við rannsökuðum Þránd- heims-áætlunina, því sannfærðari varð ég um, hversu fráleitt það væri að reyna að framkvæma hana ... 7. október: Hafði ætlað ag fljúga í rannsóknarferð til hollenzka hersins, en þoka lá yfir landinu allan morguninn, svo að ég varð að fresta ferðinni.. . 9. október. .. Var allan fyrri hluta dagsins á ráðst.efnu, þar sem enn var rætt um Þrándheim ... Þessi síðasta athugun á áætl- uninni sannfærði mi.g enn betur en áður um óframkvæmanleika hennar... Eg hef nú verið boð- aður til fundar í Chequers næsta sunnudag klukkan 6 e.m. og verð að lcggja af stað til Newcastle sama kvöldið. 10. október: Fór klukkan 8 e. m. til síðustu ráðstefnunnar við- víkjandi hinni miklu „Bumper“- æfingu okkar. Á henni voru tvö hundruð og fimmtíu liðsforingj- ar... Mi.kil huggun að hafa lok- ið þessu ... Þetta hefur verið erf iður hálfur mánuður, fyrst hin mikla æfing og svo skipun for- sætisráðherrans um að rannsaka Þrándheims-áætlunina. Monty hafði verið yfirdómari alian tímann, sem æfingin stóð yfir, svo að ég lét hann segja frá aliri rás atburðanna. Hann gerði það frábærlega og dró upp snilld arlega mynd af hinum margvís- lecu þróunarstigum . . . Því næst flutti ég mína gagnrýni á aðgerð- unum og benti á mistök hinna ýmsu herforingja. í heild hafði æfingin mjög mikið gildi... 11. október: Fyrri hluta dags- ins hélt ég áfram athugunum mín um á Þrándheimsáætluninni, sám- kvæmt fyrirmælum forsætisráð- herrans. Eftir hádegisverð komu þeir Tovey (yfirhershöfðingi heimaflotans) og Briud herráðs- foringi hans og við tókum marg- nefnda áætlun enn til athugunar. Að því loknu var niðurstaða mín enn sú sama og áður, þ.e. að áætlunin væri óframkvæmanleg. 12. október, sunnudag: Er ég hafði gert ráðstafanir til þess að fara til Chequers og láta sérstaka járnbrautarlest taka mig á Wen- dover-brautarstöði'nni klukkan 1.45 e.m., fékk ég skyndilega boð úm þag frá forsætisráðherranum að koma þá um daginn til Down- ing Street 10. Fór þangað klukk- an 6.30 e.m. ásamt hershöfðingj- unum Tovey, Sholto og Paget. For sætisráðherrann var óánægður með ályktun okkar. Hann tjáði mér m. a., að hann hefði vænzt nákvæmrar áætlunar, en í þess stað hefði ég lagt fram stórýkta ritgerð um alla erfiðleikana og 23 flóknari ráðgáta en svo, að hann hefði ráðningu á henni á valdi sínu. Loks er hann kom inn í her bergi sitt og hafði neytt þeirra vista, sem þar biðu hans, nú eins og hina f-yrri nótt, lauk hann upp skattholinu og dró fram glerkúl- una, velti henni fyrir sér um stund og reyndi að átta sig á myndum þeim er birtust. Allt í einu hleypti hann brúnum. „Þetta ráð? Kannski, kannski, kannski. Flest grípa þeir, sem skipbrot bíða,“ tautaði hann. Svo kom hann kúlunni fyrir á sínum stað, og háttaði. „Eg er skipbrots- maður. Hjálpi mér nú allar góð- ar vættir.“ Út frá þeirri bæn sofn aði hann. Næsta dag var veður kyrrt, móðá i loftinu svo varla sást til sólar. Um hádegisbilið reið kirkjufólk ið frá Hvammi. Það var allstór hópur nær 20 manns. Nafnarnir fóru fyrir hópnum. Stúdejitinn reið Brún. Hann var tvímælalaust bezti hesturinn í förinni, enda gefig frá fyrstu tið. Stundum hægði stúdentinn ferðina og reið þá aftastur allra. Var hann sjáan- lega þungt hugsandi, ekki heldur útsofinn eftir tvær vökunætur. Allt í einu reið hann að hesti frök en Ragnheiðar og sagði: „Eigum við að láta lýsa með okk ur í dag?“ Fröken Ragnheiður leit upp. Var undrun í svip hennar, en tignu fasi sínu hélt hún sem áður. Hún horfði fast á stúdentinn. Hér nægðu engin hálfsvör. Það vissi hún. „Já,“ sagði hún, „já.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði hann. Svo gaf hann Brún lausan taum- inn og fór hann á kostum síðasta spölinn heim á prestssetrið. Stúdentinn gerði boð fyrir prest inn. Svo var málið útkljáð. XV. Kirkjufólkið hafði fréttir að segja. Flestum þóttu tíðindin góð. Fröken Ragnheiður var kona, sem vinningur var að eiga í hér- aðinu. Nú var það tryggt. Það var á allra vitorði, að stúdentinn hefði beðið Guðrúnar í Ási. Eins vissu allir undirtektir hennar og hina harkalegu synjun sýslu- mannsins. Það höfðu því orðið miklar umræður um þetta kvon- bænamál. Flestir voru með elsk- endunum. Töldu margir víst, að stúdentinn léti sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Þegar Ragnheið- ur kom að Hvammi, héldu þó nokkrir, að hún væri konuefnið. En er heimiHsfólkið sá í engu samdrátt með þeim, dofnaði yfir þeirri trú. Þó höfðu þeir Jónas á Grund og Siggi í Brattakoti veðj að um það fjórðungi sauðar- falls vel reyktu, hvorri stúdent- inn kvæntist. Jónas hélt fram heimasætunni í Ási, en Siggi full yrti, að ráðs'konan, fröken Raga- heiður, yrði hlutskarpari. Og hú þótti sýnt, að Siggi hlyti krofið. Annars féll nú talið á ýmsa vegu eftir lýsinguna og sýndist sitt hverjum. Sigurlaug á Grund sagði skýrt og skorinort, að stúdentin.i væri hið mesta ræfilmenni. Hann verðskuldaði ekki gott hlutskipti, fyrst hann hefði ekki haft mann- dóm til þess að sigra i kvonbæna málinu. Guðrún hefði gert kröfur, sem sómdu tigi.mi hefðarmey. Það væri viðburður. sem ekki mætti gleymast, að ung stúlka skyldi mæta bónorði auðmanns, menntamanns og myndarmanns í einni og sömu persónu, með skil- yrðum, eins og þeim er hún gerði. Hún hafði krafizt mannkosta, sem hann heyktist á að leggja fram. f stag þess að sigra sem hetja, hafði hann torveldað sinn eigin málstað með óheflaðri fram- komu og óþjálli. Hann hafði ætl- ag sér að knésetja hin öldnu heiðurshjón; sýslumannsh j ónin. Og er hann sá sitt óvænna í þeirri aðför, lúpaðist hann niður og hljóp frá öUu saman. Þetta bráð- ræði hans, ag taka umsvifalaust aðra konu, er ástmærin lægi ekki laus fyrir, sýndi, að hann hugs- aði eingöngu um sjálfan sig, og byggi jafnvel yfir hefndarhug, þegar ekki gengi allt að óskum. Það væri ekki stúdentinum að þakka, þótt Guðrún i Ási bjarg- aðist, heldur hennar eigin atgervi Stúdentinn hefði misþyrmt henni með framkomu sinni allri saman. Slíkur var dómur Sigurlaugar og hann var kveðinn upp meg há- um rómi og myndugum. En Björg á Straumi leit öðru vísi á málið. Þag var almæli, að hún væri alltaf á öndverðum meið við Sigur| laugu. Þær höfðu einu sinni verið miklar vinkonur, þá vinnukonur á sama bæ. En svo vildu þær báð ar eignast sama piltinn. Það olli vinslitum og friðslitum í senn. Og þótt hvorug hlyti hnossið, sættust þær aldrei. Kvað Björg Sigurlaugu hafa spillt fyrir sér, er hún hefði séð sitt óvænna í leiknum. Það gat hún aldrei fyrirgefið. Og þvi var það, ag hvert sinn er Sigur- laug lét til síti heyra og það gerði hún við flest tækifæri, var Björg ákveðinn andstæðingur hennar. Þetta var orðið svo héraðsfleygt, að jafnan urðu margir til að segja BJARNI ÚR FIRÐI: túdentinn vammi BSS5 Björgu er Sigurlaug kvað upp dóm í einhverju máli. Nú stóð ekki á því ag Björg fengi fréttir af orð spori Sigurlaugar, og það brást heldur ekki að hún hæfi vöm í máli stúdentsins og gerðist þá hvorki mýkri né mildari í sínum dómum en Sigurlaug. Hún óf i varnarræðu sína þungri ásökun á Sigurlaugu. Bar henni á brýn ill- kvittni og hvatvísi í máli, sem hún þekkti aðeins af fréttaburði, sem óefag væri ósannur, eins og flest slúður. Þessar tvær kvenhetjur gengu berserksgang hvor á sí.nu heimili, og létu að sama skapi meira á markaði.nn, sem fleira barst þeim til eyrna, af ummælum hinnar. Og fréttasnápamir spör- uðu ekki millíburðinn. Flestir skemmtu sér við vopnaburg kvenn anna. Það lágu sem sagt dimm ský yfir héraðinu. hvernig sem úr þeirn greiddist. XVI En heima í Hvammi gekk allt sinn vanagang. Stúdentinn stjórn aði slættinum með hæglátri ýtni og lífgaði allt meg gamni í um- ræðurn og hlýlegri þökk fyrir hvert vel unnið verk. Um hitt, sem miður fór, hafði hann fá um- mæH, en gat þó verið napur ef klaufaskapur eða óvandvirkni og hyskni áttu þátt í mistökunum. Vildu fáir verða fyrir kaldyrðum hans og undan þeim sveið, þá sjaldan þau heyrðust. Við heit- konu sína var hann hlýr og sýnt var, að hann virti hana mikils, en aldrei heyrðist hann tala til hennar ástarorð. Stundum, eink- um að kvöldlagi í góðu veðri, gengu þau upp í hvamminn og dvöldu þar drykklanga stund. Aldrei leiddust þau á slíkri göngu en gengu hlið við hhg og ræddust við lágum rómi án þess þó að hvíslast á. Á miðjum slætti komu prests- hjónin á Stóru-Völlum. Þá lét stúdentinn slátra ungum sauð og var veizla mikil í Hvammi. Fór prestur ekki dult með það, að honum þótti hlutskipti systur sinnar vænkast við ráðahaginr.. Lék hann á als oddi og ræddi við hjúin af mikilli alúð og sama gerði maddaman. Var það ung kona, ljós yfirlitum, glaðvær og prúð í framkomu, laus við yfir- læti, sem í þá daga var áberandi meðal fólks, sem taldist til heldra fólksins. En þrátt fyrir gestakom una og þá glaðværð og umsvif, 14 T f M I N N , laugardaginn 7. aprfl 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.