Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 16
Gríma sýnir í fjórða sinn sjónleikinn Biedermann og brennuvargana í Tjarnarbæ í kvöld. Þetta skemmtilega og sérstæða verk hefur hlotið mikið lof gagnrýn- enda og góðar viðtökur á- horfenda. í sýningunni kemur frarn kór slökkviliðs manna, sem gegnir svipuðu hlutverki og kórar grísku harmleikjanna. Myndin er af kórnum með kórstjóra. | ■ tm ■ ■ . Aplnn sá arna heltir Jobbi og á heima í Hveragerði. Hann er geymdur í gróðurhúsi, því þótt hann sé hvorki rótfastur í jörð né hafi sprottið af trjánum, hefur hann svipaða þörf fyrir ylinn og gróðurinn í kring um hann. Hann er ekki aldeilis einn, því hann á páfagauk fyrir félaga, enda unir hann hag sínum hið bezta í gróður- húsinu hjá eiganda sínum, Paul Michelsen. FÍB SEGIR KJÖRIN GÖÐ Ðcysr-aa Félag ísl. botnvörpuskipa- eigenda hefur beðið blaðið fyr ir ýmsar leiðréttingar vegna mishermis í umræðum um togaraverkfallið, sem orðið hafa manna á meðal, á Al- þingi og í blöðunum. Halda botnvörpuskipaeigendur þar fram góðum kjörum sjómanna, og segir þar m.a.: Hið sanna er, að útgerðarmenn buðu, áður en verkfallið hófst 40 þús. kr. kauphækkun á ári til hvers manns, sem á þilfari vinnur, gegn því að þeir tækju á sig aukna vihnu á ísfiskveiðum, og yrði sú vinna þó minni en í flestum til- fellum viðgengst á öðrum fiski- skipum. Ekki var ætlast til þess að þetta fyrirkomulag gilti á salt- fiskveiðum. Þá hefur því verið haldið fram, að togarasjómenn hafi engar kjara bætur fengið, síðan gerðir voru við þá samningar 1. nóv. 1958. Hins vegar hafi þeir sagt upp samning- um sínum um mitt ár 1959, sem rétt er, en enga áheyrn fengið eða rétting mála sinna, svo að þeir hafi nú neyðst til að.efna til verk- falls á togaraflotanum. Hið sanna er, að síðan samning- urinn frá 1. nóvember 1958 var gerður, hafa togarasjómenn fengið launahækaknir eins og hér segir: 1. í febrúar 1960 13,2% hækk- un miðað við heildarlaun næstu ára á ■ ndan. 2. í febrúar sama ár hækkun á aflaverðlaunum af sölum erlendis, sem nam 132,7% vegna gengis- breytingar 15: febrúar (Sterlings- pundið fór nú úr kr. 45,55 í rúm- lega kr. 7r 00). tFramhald á 4. siðu). Nú líður óðum að lokum stórkostlegra vegabóta á leið- inni milli Sviss og Ítalíu, og það var söguleg stund, þegar svissneskir og ítalskir vega- gerðarmenn mættust í jarð- göngunum djúpt und-ir St. Bernhards-skarði eftir síðustu sprenginguna í fyrrakvöld. Þetta skarð, sem er aðalum- ferðaræðin milli Mið Evrópu og Miðjarðarhafslandanna, verður brátt óþarfi að tala um sem slíkt. Mestan hluta árs hefur það verið lokað vegna snjóa, en framvegis verður leiðin alltaf opin, en héðan í frá gegnum mitt fjallið ,djúpt undir sjálfu skarðinu. Búizt er við, að vegurinn gegn- um jarðgöngin verði fullbúinn haustið 1963. Hann nær frá Marti- gny í Sviss suður til Aosta á ftalíu. Sjálf göngin eru 5.828 km. löng, en svissneska aðkeyrslubrautin 5,5 km. og sú ítalska 10 km. Þetta verð ur fljótfarnasta leiðin milli Sviss og Ítalíu, og þegar hún verður orð in fær, er talið að um 300.000 bil- notendur þurfi á henni að halda. Gamli vegurinn yfir Alpana var lagður 141 f. Kr. Göngin með öllu (Framh. á 4. síðu) Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Framsóknarfélag Rangæinga og Félag ungra Framsóknarmanna, halda aðalfund sinn í félagshelmflinu Hvoll, Hvolsvelli á morgun (sunnu- dag) kl. 2 e.h. — Auk venjulegra aðalfundarstarfa, flytur Björn Fr. Björnsson, alþm. erindi um stjórn- málaviðhorfið. — Altt stuðningsfólk Framsóknarflokksins velkomið á fundinn. Á bílasýningunni í Forum nú fyrir skömmu vakti Vaux- hall talsverða athygli. Ekki var það þó allt af góðu. — Danska bíleigendafélagið keypti sem sé flak af fimm ára gömlum Vauxhall frá Sví þjóð, sem var allur sundur ryðgaður. Það sem fyrir F.D. M. vakti var aðeins það, að sýna hvernig bílar færu, þeg- ar saman færi hirðuleysi eig- enda og lítil eða engin ryð- vörn \ frá verk^miðjunnar hálfu. Vauxhall var þetta að meina- lausu, því það hefði aðeins orðið til þess að vekja i'enri meiri at- hygli á því, hve vel bifreiðar verksmiðjunnar eru ryðvarðar nú orðið. En nefnd sú, sem sá um sýninguna, vildi ekki hafa gamalt og Ijótt flak með og endirinn varð sá, að F.D.M. varð að fjarlægja það. Fullkomin ryðvörn í sambandi við þessa sýningu gaf Politiken út sérstakt bílablað, helgað henni. í þessu blaði var rabb um bila almennt og dómar um nokkrar tegundir, allt eftir danska tilraunaökumanninn og bílafræðinginn Sven Stigö. í rabbi sínu um nýjia bíla tekur Stigö bílana frá General Motors — þar á meðal Vauxhall — sem dæmi upp á mjög vel ryðvarðar gerðir. Hann ræðir um, hvemig bílar eru ryðvarðir með því að baða þá í (Framh. á 4. síðu) .. . ■ . '.■■■■ | •; I,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.