Tíminn - 12.04.1962, Page 9
Margt vár til skemmtunar á
sæluviku Skagfirðiuga, sem tal
in hefur verið með fjörugra og
bezta móti, og hefur þó oft ver-
ið góð áður. Meðal þess, sem á
boðstólum var, var sjónleikur-
inn Júnó og páfuglinn undir
leikstjórn Eyþórs Stefánssonar,
hins þjóðkunna listamanns. —
Hér eru tvær myndir frá sýn-
ingu þessari, sem hlaut hinar
beztu viðtökur. — Á myndinni
til hliðar sést Kári Jónsson
sem Jonny, og vakti leikur hans
athygli. Á stærri myndinni hér
að neðan er Sigriður Stefáns-
dóttir sem Joan Boyle og Kristj
án Skarphéðinsson sem Jack
Boyle. — Leikfélag Sauðár-
króks annast leiksýningu þessa,
en það hefur starfað vel í vet-
ur sem áður.
KVEÐJUORÐ
Björn Guömundsson,
fiskimatsmaður, Stöðvarfirði
Þegar ég réðst ungur maður
fyrir nær aldarfjórðungi
að vandasömu s'tarfi á Stöðvar
firði, þá var ekki lítilsvert að
njóta frá fyrstu stundu ývmissa
góðra samstarfsmanna.
Þetta kemur mér nú í hug,
þegar ég á kveðjustund lít til
baka og minnist 16 ára samveru
og samstarfsára okkar Björns
Guðmundssonar, fiskimatsmanns
að Bakkagerði í Stöðvarfirði,
sem andaðist 6. þ. m. rúmlega
átrræður að aldri.
Þá fyrir nær tuttugu og fimm
árum byggðist eins og nú fjár
hagsafkoma flestra Stöðfirðinga
á sjávaraflanum. Lífsafkoma
heimilanna og uppbygging öll
var mest undir tvennu komið,
sem mestum fiskafla og sem
beztri hagnýtingu hans. Björn
vann sem fiskimatsmaður lang
an aldur að síðari atriðinu, að
brýna fyrir útvegsmönnum að
vinna að sem beztri nýtingu
fisksins. Hann var strangur
matsmaður, en lagði sig jafn
framt fram um að hvetja menn
til vöruvöndunar. Mun þessi
mikla umhyggja um matið hafa
nokkru um ráðið, að ég hygg,
að óvíða hafi verið jafn betur
verkaður saltfiskur en á Stöðv
arfirði. Stundum mun þeim,
(Framhalo a ia siðu;
Fjölgun presta í Reykjavík
í niðurlagi greinar um fjölgun
presta í Reykjavík, sem birtist í
heiðruðu blaði yðar 8. þ.m. og er
eftir Stefán Jónsson, prentsmiðju-
stjóra, er varpað fram þremur
spurningum, sem greinarhöf. tel-
ur „æskilegt fyrir ráðamenn safn-
aðanna, að biskup landsins eða
kirkjumálaráð'uneytið gæfu svör
við“.
Af þessu tilefni hef ég þetta
eitt fram að taka:
Greinarhöfundur, sem á sæti í
safnaðarráði Reykjavíkur, má vita
það manna bezt, að safnaðarráð á
að gera „tillögur um skiptingu
prófastsdæmisins í sóknir og
prestaköll og um breytingar á
þeim svo oft sem þörf er“ (lög um
skipun prestakalla 1952). Kirkju-
málaráðherra hefur ákveðið, að
prestum skuli fjölgað í Reykjavík
til samræmis við fjölgun fólks og
vöxt nýixa bæjarhverfa undan-
farin ár og samkvæmt ákvæðum
gildandi laga. Hefur enginn getað
gert ráð fyrir öðru né annað vitað
en að slík ákvörðun kirkjustjórn-
ar yrði öllum til fagnaðar, sem
bera hag kristninnar fyrir brjósti.
Lá þá fyrst fyrir, að safnaðarráð
gerði sínar tillögur samkvæmt því,
sem að ofan greinir. Sá undirbún
ingur er hafinn. Að svo komnu er
það því ekki mitt né ráðuneytis-
ins að svara til um það, er grein
arhöf. spyr. Málið er á athugunar-
stigi og eins og stendur í höndum
safnaðarráðs. Og það er hvorki
venjuleg né eðlileg aðferð, að ná-
komnir aðilar, sem eiga að vinna
saman að iausn sameiginlegs á-
hugamáls, noti dagblöð'in í fyrstu
atrennu sem millilið dm það að
skýra sjónarmið eða leita upplýs-
inga.
Missagnir greinarinnar um með-
ferð þessa máls af hálfu kirkju-
stjórnar stafa af athugaleysi. Tel
ég mig ekki þurfa að leiðrétta þær
hér, þar sem ég efa ekki, að þau
atriði liggi ljóst fyrir í safnaðar-
ráði.
Sigurbjörn Eiriarsson.
Enn um hrossanotkun
og hrossarækt
Einn af mestu kunnáttumönnum
sinnar samtlðar hér á landi í bú
fjárrækt, og um langt skeið leið
beinandi bænda á því sviði, Páll-
Zóphóníasson, skrifar í dagbl. Tím
ann 7. þ.m. grein, sem hann nefn-
ir Hrossanotkun og hrossarækt, og
telur tilefni hennar samnefnda
grein, sem ég skrifaði í búnaðar-
bl. Frey, febr.-'hefti.
Eg skrifaði mína grein að gefnu
tilefni, til þess að mótmæla því, að
hætt yrði að styrkja hrossaræktina
í landinu á þann hátt, sem gert
hefur verið undanfarin ár eða ára-
tugi, en því fé, sem við það sparað-
ist, varið til annarra nota.
Páll Zóphóníasson sniðgengur þó
algjörlega að ræða það atriði, og
margt í grein hans kemur mér ó-
kunnuglega fyrir sjónir frá hans
hendi, eins og það, er hann ræðir
með velvilja sjónarmið þeirra stór
bænda, sem ekki vilja hlíta búfjár
ræktarlögunum, og setja hross sín
á guð og gaddinn, ætla þeim
hvorki hús né fóður, og telja því
fundið fé þau folöld, sem þeir geta
lagt inn að ha.ustinu. Jafnvel minn-
ist hann á kynbætur sláturhrossa
í þessu sambandi, en sú stefna í
hrossarækt hér á landi hefur aldr-
ei verið og mun sennilega aldrei
verða til, enda þótt framleiðsla
hrossakjöts yrði fjölmörgum bænd
um drjúgur tekjustofn þau árin,
sem fjárpestirnar herjuðu hvað
grimmilegast á bústofn þeirra.
Þetta ætla ég þó ekki að ræða
nánar að þessu sinni, enda þótt
til þess sé yfrin ástæða.
En ég ætla að víkja að tveim
liðum í grein Páls Zóphóníassonar,
þar sem honum missýnist mjög um
mikilsverð atriði, og veit ég, að við
nánari yfirvegun muni hann fús
til að hafá það fyrir satt, er sar.n-
ara reynist. Fyrri liðurinn er sá,
að hann tvítekur í grein sinni þá
fullyrðingu, að aldrei hafi verið
mörkuð ákveðin stefna í kynbótum
hrossa hér á landi.
Ekki veit ég, hvernig það hefur
skotizt fram hjá Páli Zóphónías-
syni, að einmitt á næstliðnum ára-
tug var í fyrsta sinni hér á landi
mörkuð alveg ákveðin stefna í
hrossaræktinni, ræktun reiðhests-
ins.
Þessi stefna var tekin með á-
greiningslausu samstarfi hrossa-
ræktar- og hestamannafélaga, Lai l
sambands hestamanna og Búnaðar-
félags fslands.
Telja má, að undirstaðan að þess
ari stefnu væri lögð með fyrsta
landsmóti Landssambands hesta-
manna, sem haldið var á Þingvöll-
um árið 1950. Þeir, sem mest og
bezt unnu að þvi móti, og áttu
drýgstan þátt í að móta þá stefnu,
sem þar var tekin, munu, er stund-
ir líða, verða taldir meðal fremstu
brautryðjenda um ræktun íslenzka
reiðhestsins.
Síðan 1950 hefur Landssambai.d
hestamanna haldið tvö landsmót, á
Þveráreyrum 1954 og við Skógar-
hóla á Þingvöllum 1958i þar verður
einnig fjórða landsmótið haldið í
júlí næsta sumar.
Árin milli landsmóta hafa fjórð
ungsmót hestamanna verið haldin
t-il skiptis í fjórðungum landsins.
Á öllum þessum mótum hefur
verið haldið fram þeirri stefnu,
sem mörkuð var á fyrsta landsmót-
inu, og kynbótahross eingöngu
dæmd og flokkuð eftir reiðhests-
byggingu og reiðhestshæfni.
Hinn liðurinn í grein Páls Zóphó
níassonar, sem ég ætla að ræða
um, er þessi. Hann segir: „Efna-
menn í bæjunum vilja margir eiga
góða reiðhesta, og líklega eru í bæj
um landsins um 800 reiðhestar“.
Varðandi þetta hef ég leitað á-
lits tveggja manna, sem eru hvað
kunnugastir, þeirra> Þorláks Otte-
sen í Reykjavík, form. hestamanna-
fél. Fáks, og Jóns Bjarnasonar á
Selfossi, form. hestamannafél.
Sleipnis.
Þorlákur Ottesen telur, að í
Reykjavík muni vera allt að 800
reiðhestar, þar af í eigu Fáksfé-
laga 6 til 700. f meiri hluta meðal
hestaeigenda í Reykjavík telur
hann vera verkamenn og verkakon
ur, fólk, sem síður en svo getur
talizt efnað, og enn fremur aldrað
fólk, sem oft hefur úr litlu að
spila. En þetta fólk neitar sér- um
aðrar skemmtanir, og jafnvel nokk
ur Ufsþægindi til þess að geta átt
reiðhesta, hesturinn er þess hálfa
líf.
Jón Bjarnason telur, að Selfoss-
búar muni eiga að minnsta kosti
100 hesta, ,og ekki sé hægt að
setja hestaeign fólks þar í sam-
band við efnahag þess, en mjög
sé áberandi, hvað ungt fólk í bæn-
um hneigist að hestum og hesta-
mennsku.
_ Umsögn þessara manna sannar,
svo að ekki verður um villzt, að
hesthneigð fólks á ekkert skylt við
efnahag þess, og að fleiri en þeir,
sem efnaðir eru, geta veitt sér það
eftirlæti, að eiga reiðhesta. Þar fyr
(Framhald á 13. slðu)
T i M I N N, fimmtudagur 12. aprfl 1962.
wWwYi\*tyi''.Yf ViiiVlVA
• ' ) »
("’iM IIIÍM
9