Tíminn - 01.05.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.05.1962, Blaðsíða 1
BSLENZKAN SKYLDUNÁM f NOREGI «1 SÖLUBÖRN Afgreiðslan í Banka- stræti 7 opnuð kl. 7 alla virka daga VIÐ SKERT r ■ ■ «vp: ojjjír A hátíðis- og baráttudegi verkafólks, 1. maí, sendir Timinn launastéttunum um mikla og raunhæfa sigra í baráttunni fyrir batnandi kjörum og betra lífi. Þó að æskilegast væri, að 1. maí helgaðist aðeins gleði og fögnuði yfir unnum sigrum, er svo háttað í þetta sinn, að yfir deginum hvílir dimmur skuggi meiri kjaraskerðingar en ur átt að sæta um áratugi, og þess vegna hlýtur viðhorf harðrar varnarbaráttu og réttlætissó betri kjara að rnarka svip hátíðisdagsins að þessu sinni. Kjaraskerðingarstefna ríkisstjórnarinnar hefur sorfið svo fast að, að verkafólk og aðrar | landsins hafa lent í óvenjulegri nauðvörn. Harkalegast kom sú stefna fram, er ríkisstjórnin svipti brott umsaminni kjarabót með tafarlausri og tilefnislausri gengisfellingu í fyrrasumar, og hefur síðan neitað með öllu, jákvæðum úrbótum, svo að nú er baráttan eina leiðin til leiðréttingar og réttlætis. * % Þess vegna ríður nú á því meira en nokkru sinni fyrr, að verkalýðsstéttirnar og verkalýðssamtökin fylki sér saman í órofa heild um kjarabaráttuna og láti viðhorf til annarra mála, svo sem til utanríkis mála, og annarleg sjónarmið víkja algerlega fyrir þeirri nauðsyn. ^: IjjljpMiigpro'- JbhMb ■■ ■■ >■? Frumkrafa þeirrar samstilltu kjarabaráttu er sú, að launþegar fái bætta með raunhæfum kjarabótum þá kjaraskerðingu, sem stjórnarstefnan hennar • Vinnandi fólk fái þau láun fyrir umsamdan vinnutíma, að það geti lifað af þeim. • Þau ótíðindi hafa gerzt, að 1. maí-nefnd verkalýðssamtakanna hefur klofnað, aðallega um afstöðu til kjaraskerðingarstefnu ríkisstjórnarinnar, og verður gengið til funda í tvennu lagi. — Meirihluti nefnd- arinnar beinir þó baráttuhvöt dagsins gegn kjaraskerðingarstefnu ríkisstjórnarinnar og til óumdeilan- legrar réttlætissóknar í kjaramálunum, eins og eðlilegt er, og um það ættu allir launþegar að samein- ast að láta annan ágreining víkja. Sá útifundur verður haldinn syðst á Lækjargötu. • Vegna þeirrar nauðsynjar, að knésetja kjaraskerðingarstefnuna, endurheimta misstar kjarabætur og ná réttlætissigri, er ástæða til að hvetja launafólk eindregið til að fjölmenna á fundinn syðst í Lækjar- götunni og mótmæla með því kjaraskerðingarstefnu ríkisstjórnarinnar öfluglega, þó að ávarp það, sem fundarboðendur hafa sent frá sér sé blandað málum, sem ekki eiga neina samleið með samstilltri kjarabaráttu. . 4 lÉfe i i.—___________ ?' ' * í?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.