Tíminn - 01.05.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.05.1962, Blaðsíða 2
Svar við grreininni „Góðakstur og ökufantar”: Akstur og Eitt iítið innlegg gegn árás Gutíbrandar ísbergs á ritstjóra „íslendings“ i. f Ijósi þess sannleika bibliunn ar, ag „allt sé hreinum hreint“ og þá í rökréttu framhaldi af því allt óhreinum óhreint, má e. t. v. skilja helgidagshugleiðingar Guð- brands ísbergs í Morgunblaðinu í gær, en þó tæplega fyrirgefia. Svo einstæð er þessi ritsmíð að blygðunahlausri illkvittni, að ó- gleymdri þeirri formyrkvun auðs- og efnlshyggju, sepi í blindni sinni og forherðingu æpir í tíma og ótíma: peninga, meiri peninga! — og ætlar öðrum sömu artir. Guðbrandur á Blönduósi, þetta fyrrverandi yfirvald Húnvetninga, beinir í upphafi máls geiri sin- um ag ritstjóra sjálfstæðisblaðs- ins íslendings á Akureyri, og er honum augsýnilega sárgramur fyr ir mjög hógvær viðurkenningar- orð í garð Samvjnnutrygginga að gefnu tilefni. ísbergi finnst þessi drenglundaða sanngirni koma úr hörðustu átt og umturnast í von- brigðum sínum. En þótt þessi flokksþróðjr fái þannig mjög ó- verðskuldað smjörþefinn af þeim gamla, sem telur sig sjálfan allt vita betur, dylst víst engum, hverjum er endanlega ætlað að njóta spjótlaga þessa skuggalega skilmingamanns. II. Það er alkunna, að Samvinnu tryggingar eiga heiðurinn af þvi að hafa •— eftir viðurkenndri er lendri fyrirmynd — innleitt hér á landi hið svokallaða bónus-kerfi gagnvart skyldutryggingu bif- reiða. Það or I því fólgið, að eig endur ökutækja, sem ekki valda tjónum ákveðinn tíma, fá sérstak an afslátt af iðgjaldi. Fyrst var þessi afsláttur stighækkandi eftir l. 2. og 3. ár, en hefur nú all lengi numið 30% iðgjalds þegar eftir fyrsta skakkafallalausa árið. Öll hin íslenzku bifreiðatrygginga félögin hafa tekið upp þessa sjálf sögðu sanngirnisreglu, og ég held, ag engum blátt áfram venjuleg- um manni, finnist ranglátt eða stórlega siðspillandi, ag farsælir ökumenn, sem aldrei valda tjón- um, sleppi við að greiða vátrygg- ingariðgjald af ökutækjum sín um til jafns við hrakfallabálk- ana —^ en fullkomið réttlæti fæst aldrei í þessu máli frekar en svo ótal mörgum öðrum. Og víst er um það, að bifreiðastjórastéttin íslenzka, þefur i heild hyllt og þakkað þessa stórfelldu réttarbót, sem hefur fært henni án baráttu ótaldar milljónir á undanförnum árum- En Samvinnutryggingar hafa gert ýmislegt fleira til þess að sýna vilja sinn og viðleitni í um- ferðar- og öryggismálum íslend- inga. Þær útbýttu á sínum tíma ókeypis bæklingnum „Öruggur akstur“, hafa í 10 ár gefið út tíma rit að mestu helgað þessum mál- um, oftar en einu sinni með ýms- um hætti snúið sér til barna og unglinga til þess að vekja athygli framtíðarkynslóðarinnar á mikil- vægi öryggis í umferðinni, og efnt til verðlaunaritgerðarsam- kepjini um bezta svar vig spurn ingunni: „Hvað er hægt að gera til að fækka umferðarslysum og árekstrum og auka umferðar- menningu þjóðarinnar?" Þá gerð- ist það á 10 ára afmæli stofnun- arinnar, að hún ákvað að þeiðrq með snotru, áletruðu barmmerk. þá bifreiðaeigendur, sem ekki höfðu svo vitað væri, valdið neinu slysi eða tjóni í samfellt 5 ár — vildi þannig láta þessa menn vita, að eftir framkomu þeirra og fordæmi væri tekig og að það þætti vert viðurkenning- ar. Enn er það, að sl. haust — á 15 ára afmæli Samvinnutrygginga — verður það einn liðurinn í því ag minnast þess áfanga, að veita þeim, sem ekki hafa valdið slys- um og tjónum i samfollt 10 ár, sérstakan heiðurspening ásamt ið- gjaldsfríu ári vegna ábyrgðar- tryggingar á ökutækjum þeirra. Er þetta síðasta algert nýmæli í íslenzkri tryggingasögu; hefur aldrei komið til framkvæmda fyrr, en útlent tryggingarfólag, sem nýlega hefur byrjað starfsemi sína hér á landi, hefur gefið fyrir heit um ag gera slíkt hið sama eftir 10 ár. Er þetta auðvitað ekk ert annað en bein tryggingakjara bót handa þeim, sem taldir eru verðskulda. Allt hefur þetta í heild mælzt vel fyrir, enda frá upphafi verið hugsag sem framlag og hvatning til vakningar í umferðar- og ör- yggismálunum — til þess að draga úr sársauka og fjártjóni allra, sem nærri koma, þegar óhöpp og slys ber að höndum. Margur góður maðprinn utan viðkomandi trygg ingarstofnunar hefur hér með ýmsu móti lagt hönd að verki, þar á meðal fulltrúi lögreglu stjóra í Reykjavík, lögregluþjón- ar, slysavarnamenn o. fl„ og þann ig stutt þetta heillastarf í orði og verki. Sjálfum er mór, sem persónu- lega hef tekið þátt í að afhenda síðustu og mestu verðlaun Sam vinnutrygginga fyrir öruggan akst ur víðs vegar útj um landið að undanförnu, bæði skylt og Ijúft — nú að gefnu tilefni — að votta, hversu ánægjulegt og ó- sjaldan beinllnis áhrifarlkt það hefur verið að hlusta á bændur, sjómenn, presta, lækna, auk at- vlnnubifreiðastjóra, tala um þessi mál, vitna I eigin reynslu og ann arra, brýna og hvetja til meiri aðgæzlu og varfærnl. Eg mun aldrei gleyma sumum brennandi viðvörunarorðum, sem féllu á þeim mörgu og sumum fjölmennu samkomum, sem ofnt var til af þessu tilefni —- frá einum til ann ars af þeim heiðursmönnum, er þar voru saman komnir. Þar voru ekkl sérgæzkufull peningamál efst á baugi, heldur einlægur og maon legur virðuleiki fyrir lífi og lim- um manna og dýra. Og ég skal ekki trúa, ag UPP af svona sam- fundum spretti nema gott — og einungis gott. III. Að framangreindum orðum sögðum, mun engum finnast óeðli legt, þótt mér og sjálfsagt mörg- um öðrum, finnist býsna furðu- legt, að einp af fyrrverandi dóm- urum landsins, „hans heilagleiki" Guðbrandur ísberg, skuli dirfast ag rísa upp g almanpa færi og upphefja raust um þann boðskap, að allt, sem gert hefur verið til þess ag heiðra úrval ökumanna landsins, sé eingöngu af illum toga spunnið og með kaidrifjaðri lævísi framfylgt á annarra kostn að, til þess eins að græða fé og eyðileggja siðferði manna; gera góða vonda og vonda verri. Og ekki á að skorta þátttakendurna I kapphlaupinu, að jafnvel voninni einni saman I þessarj þokkalegu iðju. Helzt er að skilja, ag það séu raunar ekki nema glæpa- menn og. úrhrök, sem vinni til verðlauna. Hvergi er gert ráð fyrir ærlegri taug, hvorki hjá þeim, sem veita, né þiggja. Rit smíð mannsins er svo hlaðin ó- fyrirleitni, að það þarf langt mál til þess að hrekja nákvæmlega hverja setningu. Það er óvinn- andi verk að sinni. enda sannleik urinn sá, að grein ísbergs I sjálfu sér er langt undir því að vera svaraverg höfundarins vegna. Það má mikið vera, ef þessum aldna dómara hefur ekki fyrr á ævinni brugðizt dómgreindin nokkuð hrapallega, nema úr dragi að það sé fullnægjandi skýring nú, að „hann sé orðinn „elliær ofan á hið fyrra“, eins og stendur I visunni. En mildari afsökun getur þetta fyrrverandi yfirvald tæplega kos ig sér frammi fyrir vitibornum og sæmilega góðgjörnum mönn- nm. Á grundvelli þess — sem ég eftir atvikum ætti að geta fail izt á; jafnvel sýnzt trúlegast — þurfa hvorkii forsvarsmenn Sam- vinnutrygginga, né viðkomandi bifreiðastjórar, sem báðum eru gjafir gefnar af þessu virðulega öldurmenni — að kippa sér upp við orð hans heldur rnega láta þenn an norðansperring um eyru þjóta. Og ritstjóri íslendings þarf vissu- lega hvorki að roðna á kinn né bogna í baki vegna kuldagusts ísbergs né boðskapar biblíu þessa Guðbrandar. Orð blaðsins blíva I sinni tilgerðarlausu hógværð: „Þessi starfsemi Samvinnutrygg- imga ætti a'ð vera hvatning til bif- reiðastjóra um að fara með allri gát á farartækjum sínum.“ Barn ið, sem sagði sannleikann I frá- sögninni af nýju fötunum keis- arans, gæti vel verið þekkt fyrir að hafa mælt þau! 9. apríl 1962, Baldvin Þ. Kristjánsson. Myndskreyttir passtusálmar '........................................... ;.......................................................................................................................................................... Út eru komnir á vegum Bóka útgáfu MenningarsjóSs, Passíu sálmar séra Hallgríms Péturs- sonar, í sérstakri viðhafnarút- gáfu. Er bókin prýdd 50 heil- síSumyndum eftir Barböru Árnason, en HörSur Ágústs- son, listmálari aSstoSaSi viS fyrirkomulag bókarinnar. Bókin er Ijósprentuð I Litho- prent, gefin út á tvenns konar pappír. Eru um 500 eintök gefin út I svokölluðu pergamentbandi, og er sú gerð bókarinnar um 200 krónum dýrari en hin gerðin, sem kostar um 300 krónur og er gefin út I 2Q00 eintökum. Listasafn fslands hefur keypt frumverkin af myndum Barböru. Menningarsjóður gefur nú einnig út gömlu passíusálmalögin, sem Sigurður Þórðarson tónskáld, hefur safnað og búig til útgáfu, en séra Friðrik A. Friðriksson hefur skrifað nóturnar. Bók þessi er einnig ljósprentuð eftir hand- ritum séra Friðriks og gefin út I sama broti og hin bókin, sem skýrt hefur verig frá. Þá mun á næstunni koma út síðara bindi Kalevalakvæða I þýð ingu Karls ísfelds. Og loks er að koma út á vegum Menningarsjóðs fyrsta hefti þessa árgangs af tlma ritinu Andvari. Meðfylgjandi mynd er af einni myndanna I hinni nýju útgáfu passíusálmanna, og fylgir hún 15. sáimi. Um ráðstefnu iprestanna yfir Kristó. Fékk málverk af Esjunn< Stykishólmi, 27. apríl, Það féll niður I fréttinni af af- mælissamsætinu, sem prófastshjón unum hór var haldið, að þeim var afhent að gjöf vandað málverk af Esjunni. Einnig var orðalagið á þá lund, að vel hefð’i mátt skilja, að ræðumaður sá, sem bað menn að risa úr sætum og mótmæla næð því kjarnorkusprengingum, hefði gert það viljandi að segja ekki tij- ganginn með því að rísa upp fyrr en allir hefðu verið risnir úr sæt- um. Það er ekki rétt, en hins veg- ar áttuðu veizlugestir sig ekki á tilganginum, fyrr en eftir að þeir voni risnir úr sætum. KBG. VÍÐAVANGUR Vinstri stjórnin Vinstri stjór.nin svonefnda var YÍð völd á jslandi í tæp- lega tvö og hálft ár. Frá þv) í júlí 1956 og þar til byrjun desember 1958. Þetta tímabil var uppgangstími í þjóðlífi okk ar. Þá átti sér stað shjrfelld uppbygiging atvinnulífsins. Bát ar og skip voru keypt, byggð frystihús og fiskvinnslustöðv- ar, keyptar vélar til landbún- aðarins og íbúðabyggingar meiri en nokkru sinni í sögu okkar. Allt þetta tímabil var at- vinna rnikil og stöðug og lífs- kjör vcrkamanna og launþega betri en þau hafa nokkurn tíma verið fyrr eða síffiar. Af hverju fór vinstri stjórnin frá? Vinstri stjórnin átti sína and stæðinga. Fyrst og fremst Sjólfstæðisflokkinn, en einnig vissa ráðamenn innan Alþýðti- flokksins og Sósíalistaflokks- ins. Þessi öfl komu af stað verkföllum, sem lelddu til al- mennra kauphækkana sumarig 1958. í kjölfar sigldi liækkag vöru verð. Dýrtíffiarskrúfan var kom in í fullan gang að nýju, en fram til þess tíma hafði vinstri stjórninni tekizt að halda verð lagí nokkurn veginn stöðugu. Ráðherrar Framsóknarflokks- ins í vinstri stjórninni lögðu til við samstarfsflokka sína í ríkisstjórninni, sem báðir telja sig vera sérstaka málsvara Iaunþega, að kaupmáttur tíma kaups verkamanna eins og hann var í október 1958 yrði tryggður óbreyttur og dýrtíð- arróðst.afanir, sem gera þyrfti, við það miðaðar. f október 1958 var timakaup verkamanna í Reykjavík kr. 21.85 f dagvinnu, Ágreiningur mllli Framsóknarflokksins ann ars vegar og Alþýðufl. og Al- þýðiibandal. hins vegar um þcssi mál leiddi svo til stjórn arslita í byrjun desember 1958. Þaó, sem vl® fók Seinast á árinu 1958 tók svo vig völdum stjórn Alþý'ðu- flokksins, studd af Sjálfstæð isflokknum. Breyttist nú hag- ur verkama.nna og annarra launþega skjótt til hins verra oig hafa þeir síðan búið við miklu lakari kjör en þeir áttu kost á að semja um fyrir stjórnarskiptin 1958 og ráð- herrar Framsóknarflokksins í vinstri stjórninni börðúst fyr- ir að þeim yrðu tryggð, Strax í febrúar 1959 var dagvinnukaup Dagsbrúnar- verkamanna læklcað niður í kr. 20.67 á klukkustund og hélzt það kaup óbreytt þar til í júní 1961 eða nærfeUt eitt og hálft ár. Najn þessi lækkun um 5-4%. Bólan í Póllandi NTB—Gdansk, 28. apríl. Komið hefur í ljós, aö 10 man um borð í indverska skipinu Ii ian Resolve, sem er í höfn í dansk, eru veikir af bólusótt. Sk ið hefur verið sett í sóttkví. 2 TIMINN, þriðjudaginn 1. maí 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.