Tíminn - 01.05.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.05.1962, Blaðsíða 7
Utgetandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN F'ramKvæmdasnón Tómas Arnason Ritstjórar Þórannn Þórarinsson ’áb’ Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson R'ullt.rúi ritstjórnar Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri Egil! Biarnason Ritstjórnarslvrifstofur i Edduhúsinu. afgreiðsla auglýsingar og aðrar skrifstoiur í Bankastræti 7 Símar 1830(1 18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusimi 12323 Askrifta.rg.i kr 55 á man innanl í lausasölu kr. 3 eint - Prentsmiðjan Edda h.f. — Baráttan gegn kjara- skerðingunni Fyrsti maí er helgaður kjarabaráttu launafólks víðs- vegar um heim..Þá minnast launþegar unninna sigra í bar- áttu sinni. Þeir minnast jafnframt ósigranna, því af þeim má oft ekki síður læra. Síðast en ekki sízt minnast þeir svo þeirra baráttumála, sem efst eru á baugi á hverjum tíma. íslenzkir launþegar geta minnzt margra sigra í bar- áttu sinni .Verkalýðshreyfingin hefur átt ríkan þátt í því, 3'ð á íslandi hefur tekjuskiptingin orðið réttlátari en viðast annars staðar — auðurinn ekki ient eins mikið á fáum höndum og ella hefði orðið. Þetta hefur stutt að því, að hér á landi hefur framtak hinna mörgu orðið jneira en víðast þekkist. Gott dæmi um þetta er það, að Reykjavík er sú höfuðborgin, þar sem hlutfallslega flest- ar íbúðir eru í einkaeign. En íslenzka verkalýðshreyfingin hefur einnig mætt mótgangi. Þess er skemmst að minnast nú, þegar með völd fer ríkisstjórn, sem er andvíg þeirri höfuðstefnu verkalýðssamtakanna að vinna að réttlátri tekjuskipt- ingu og vill draga auðinn og yfirráðin sem mest á fáar hendur. Ríkisstjórnin héfur í samræmi við þessa stefnu sína rýrt kjör launþega stórlega til þess að skapa bætta gróðaaðstöðu fyrir hina fáu, stóru. Áþreifanlegast gerði ríkisstjórnin þetta á síðastl. sumri, þegar hún eyðilagði þær kjarabætur, sem þá hafði verið samið um, með alger- lega óréttlætanlegri gengislækkun, enda hafa nú stjórnin og blöð hennar gefizt upp við að réttlæta hana. Af þessum ástæðum munu mótmælin gegn kjara- skerðingarstefnu ríkisstjórnarinnar setja meginsvip sinn á hátíðahöld launþegasamtakanna í dag. Ef hinir hóflegu samningar um kjarabætur, sem gerð- ir voru í fyrra hefðu fengið að standa, án afskipta ríkis- stjórnarinnar, myndi nú ríkja jafnvægi í efnahagsmál- um, verðgildi peninganna vera óskert og góðar horfur á vinnufriði framundan. Vegna gengisfellingarinnar blasir nú hins vegar allt annað við sjónum, eða stórlega mögn- uð dýrtíð, vaxandi glundroði í kaupgjaldsmálum og hörð stéttaátök, ef ekki verður skipt um stefnu. Allt stafar þetta af því, að ríkisstjórnin vildi ekki sætta sig við þá leiðréttingu á tekjuskiptingunni, sem fólst í kaupsamningunum í fyrra, og hugði sig geta brotið verkalýðshreyfinguna niður með því að beita gengislækk- unarvopninu með nógu mikilli óskammfeilni. Gengislækk unin í fyrra var mesta hnefahögg, sem verkalýðssamtök- unum hefur nokkru sinni verið rétt. Það er ekki veikleikamerki, þótt verkalýðshreyfingin hafi ekki strax snúizt við henni með hörku, og goldið líku líkt. Hún hefur viljað sækja mál sitt með festu og rökum, og því leitað samkomulags við ríkisstjórnina um kjarabæt,- ur, án verkfalla og verulegra kauphækkana. Þessari sam- komulagsleið hefur ríkisstjórnin nú hafnað, en í staðinn bent á kauphækkunarleiðina. í framhaldi af þessu, ætla verklýðssamtökin nú að hefja baráttu fyrir því, að hin mikla kjaraskerðing, sem hlotizt hefur af gengislækkuninni, verði bætt. Þess vegna er baráttan gegn kjaraskerðingarstefnunni höfuðmál dagsins í dag. En slík barátta ein er ekki nægileg. Varanlegur sigur á þeirri stefnu verður ekki unninn með sigursælli kaup gjaldsbaráttu eð.a launahækkunum Raunhæfur sigur i þessum efnum vinnst ekki fyrr en launþegar hafa við kjörborðin hrundið þingmeirihluta, sem jafnan er reiðu búinn til gengisfellingar í því skyni að gera kjarabætur fjöldans að engu vegna hagsmuna hinna fáu ríku. * [í-IM-IN N, þriðjudaginn 1. maf 1962 Félagsheimili Dag brúnar og S.R. Ú Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík og Sjómannafé- lag Reykjavíkur hafa i hyggju að festa kaup á Sanitashúsinu svonefnda við Lindargötu. Blað- ið hefur snúið sér til formanna beggja þessara verkalýðsfélaga og fengið eftirfarandi upplýs- ingar: Eðvarð Sigurðsson tjáði blað inu eftirfarandi: Dagsbrún samþykkti á fé- Iagsfundi, sem haldinn var 15. apríl sl„ að kaupa gömlu hús eignina Sanitas við Lindar- götu, ef það yrði samþykkt af hálfu SR. KaupveÞð er ekki á- kveðið e>nn, og allir samningar eftir við seljanda og milli fé- laganna, en ekki hefur verið um annað rætt en helminga- skipti þeirra á milli. Miklu þarf að breyta og gera við, og verður hafizt handa um það fljótlega, ef húsið verður keypt, en ekki er hægt að segja um, hvenær húsið yrði komið í það horf, sem félögin óska. Jón Sigur'ðsson, form. Sjó- mannafélags Reykjavíkur sagði blaðinu, að sjómannaheimilis- málið yr'ði tekið fyrir félags- fundi um leið og rætt yrði um mál sjóinanna af Karlscfni. Til stó'ð að halda þann fund á sunnudaginn, en þá fékkst ekkert hús við hæfi. Ilins veg ar hefur trúnaðarmannaráð sjómannafélagsins ákveðið að leggja það til við félagsfund- inn, að h,ann samþykki að heimila stjórn félagsins að kaupa gamla Sanitas í félagi við Dagsbrún, ef nauðsy.nleg- Dagsbrún heimiíaði stjórn þess um atriðúm verður fullnægt, félags að kaupa húsið í félagi á sama hátt og félagsfundur i við sjómannafélagið. i'jtaæsœxsai Kjaraskeröingin er sem skuggi á hátíðisdeginum — Eg tel meiri og brýnni þörf. lítill áhugi meðal ráðámanna fé- á því núna en oftast áður, ag vinn lagsins um kjarabætur. Nefna má andi stéttir geri þennan 1. maí ákvæðisvinnugreiðslur. í iðnaði og hátíðisdag verkafólksins að þeim, sem Iðjukonur vinna við, er greinilegum baráttudegi, þar sem allmikið um ákvæð'isvinnu, þar sem fram koma öflug mótmæli gegn henni verður við komið, og flestir þeirri kjaraskerðingu, sem nú hef vilja meiri ákvæðisvinnu, því áð ur átt sér stað. Þetta á ekki sízt við um iðnaðarfólk, sem nú býr við kröpp kjör og sætir hróplegu óréttlæti í kjaramálum, en for- ystumenn Iðju hafa ekki einu sinni sagt upp samningum, sem út renna 1. júní. Þetta sagði Þuríður Vilhelms- dóttir, starfsstúlka í Föt h.f. með- al annars, er blaðamaður frá Tím- anum átti tal við hana í gær. — Hvernig telur þú kjör iðn- vcrkafólks um þessar mundir? — Mjög slæm, og hafa farið versnandi eftir gengisfellinguna og aukna dýrtíð. Kaupið er allt of lágt, hámarkslaun Iðjukvenna að- eins kr. 4025 á mánuði eftir fjögur ár. Þetta er vitanlega alit of tágt. | Kaupsamningar eru útrunnir 1. i júní, en Iðjustjórn sýnir engan lit ! á því að reyna að rétta hlut Iðju- fólks, og samningum hefur ekki verið sagt upp. — Hafa kjaramálin verið rædd í Iðju, nýlega? — Það er harla lítið um það, og I eru örar í það gefur meiri tekjur. En allt er á ringulreið með ákvæðisvinnutaxt- ann og greiðslur mjög misjafnar í verksmiðjunum, jafnvel í sömu iðn- greinum. Það er brýn nauðsyn að koma hér á einhverju aamræmi og setja ákveð'na ávæðisvinnuta^ta. Þetta hafa flestar stéttir gert, sem vinna mikið í ákvæðisvinnu, en forráðamenn Iðju sinna þessu engu. — Á Iðja nokkurt félagsheimili? — Nei, og lítill áhugi hjá for- ráðamönnunum fyrir því. Það ligg- ur þó í hlutarins eðli, að jafnfjöl- menn samtök þurfa ad eiga slíkt heimili og geta það, eí nokkurt sæmilegt félagsstarf á að geta blómgazt. — Tclur þú rétt að segja upp samningum núna? — Eg tel það alveg óhjákvæmi- legt, því að kjörum okkar hefur hrakað svo síðustu missiri, og máttu þó ekki við þvi. Margt ann- að þyrfti og að lagfæra, svo sem [styttingu vinnudagsins. Breytingar ÞURÍÐUR VILHELMSDÓTTIR óg nauösyhlegt að forráðamenn stéttarfélagsins séu vel á verði. En kjaraskerðingin er nú orðin svo geigvænleg, að mestu varðar að vinna upp aftur það, sem af okkur hefur verið tekið, og að því hlýtur hugurinn að beinast á þess- um baráttu- og hátíðisdegi verka fólks. Við finnum það öll gerla, að kjaraskerðing ríkisstjómarinnar hvílir nú sem diminur skuggi yfir þessum starfsgreinum, þessum hátíðisdegi verkafólksins. z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.