Tíminn - 11.05.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.05.1962, Blaðsíða 2
ÚR ÖÐRUM LÖNDUM iiiiÍiL* Stjörnurnar blíka í hitunum í Cannes Nú stendur kvikmyndahá- tíðin í Cannes sem hæst. Bær inn úir og grúir af alls konar fólki, kvikmyndaframleiðend- um, kvikmyndastjórum, kvik- myndaleikurum, frægum og miður frægum. Vesalings kvikmyndadómararnir verða að sitja meiri hluta dagsins inni í kvikmyndahúsum og horfa á myndirnar, sem send- ar hafa verið frá ýmsum löndum til dóms á þessari frægu hátíð. Og úti fyrir er steikjandi hiti. Þessi hátíð, sem hófst 7. maí s.l., er sú 16., sem haldin er í Cannes og jafnframt fyrsta kvik- myndahátíðin í Evrópu í ár. Und- irbúningur hefur staðið yfir vik- um og jafnvel mánuðum saman, ekki sízt hjá gistihúsaeigendum. Auglýsendur kvikmyndafélaga Ljósmyndararnir þveita þeim frægðarfúsu i kringum sig, þær sitja og standa eins og þeir vilja, og eru fúsir til að gera næstwm því hvað sem er til að vekja athygli á sér. STUÐNINGSMENN B-LISTANS Kosningaskrifstofa B-list- ans í Tjarnargötu 26, verður opin daglega frá kl. 9 ár- degis til kl 10 að kvöldi. — Símar 15564 — 24758 — 24197 — 12942. — Kjörskrá- ín er í síma 12942. SJÁLFBOÐALIÐAR: Kosningaskrifstofuna vant ar sjálfboðaliða til starfa á skrifstofunni. Látið skrá ykkur í síma 24197 Kosningasjóður Það eru vinsamleg tilmæli til stuðningsmanna B-listans, sem geta látið fé af hendi rakna í kosningasjóð, að hafa samband við skrifstofuna i Tjarnargötu. Öllum slíkum framlögum, smáum sem stór- um, er með þökkum veitt mót taka í kosningaskrifstofunni í Tjarnargötu 26. B-LISTAFUNDUR B-listinn í Kópavogi boðar til almenns kosningafundar um frain- tíð Kópavogskaupstaðar í Kópa- vogsbíói næstkomandi sunnudag kl. 3 síðdegis. Nánar verður sagt frá ræðumönnum og fyrirkomulagi fundarins síðar. — B-listinn í Kópa vogi. frá 35 löndum hafa verið önnum kafnir við að undirbúa kokkteil- boðin og kvöldveizlurnar, þar sem kampavínið flýtur í stríðum straumum. Allt skal gert til þess að komast í góð sambönd, en góð sambönd eru eðlilega það mikil- vægasta í kvikmyndaheiminum. Samkeppnin um gullpálmann Samkeppnin um gullpálmann verður æ harðari með hverju ár- inu sem líður, og í ár er hún meiri en nokkru sinni fyrr. Svo margar myndir voru tilkynntar til þátttöku, að það varð að fram- lengja hátíðina um tvo daga, auk þess sem verða að vera tvær sýn- ingar á kvöldi í stað einnar, eins og verið hefur fram til þessa. Það athyglisverðasta við hátíð- ina í ár er hinn mikli fjöldi nýrra landa, sem tilkynntu þátttöku sína, landa, sem ekki hafa verið þekkt í Evrópu hingað til fyrir kvikmyndir. Það eru lönd eins og Ceylon, Kongó, Líbanon, Mar- okkó, Nígería, Senegal og Suður- Afríka. Danmörk er hið eina af Norðurlöndunum, sem sendi mynd á hátíðina. Það var gaman- myndin „Harry og Kammertjen- eren“. Margar álitlegar myndir Þegar í upphafi var álit manna, að í ár yrði úrval mynda á hátíð- inni. Hátíðin var opnuð með sýn- ingu myndarinnar „Boccaccio 70“, sem ekki tekur þátt í keppn- inni um pálmann. Frá Frakklandi kemur myndin „Jeanne d’Arc", sem stjórnað er af Robert Bres- sons. Með aðalhlutverkið fer tví- tug Parísarstúlka, prófessors- dóttir. En Frakkland sendir ekki að- eins eina mynd, þaðan kemur líka myndin „Cleo 5 et 7“, sem stjórnað er af Agnes Varda. Með aðalhlutverkið fer í þeirri kvik- mynd fer einnig ný og óþekkt leikkona, Cozinne Marchand. Bandaríkin senda mynd John Frankenheimers, „All Fall Down“, og Þýzkaland sendir „Das Brot der friihen Jahre“, gerða af Herbert Veseley. Danirnir vongóðir Eins og fyrr segir, er álit manna, að á hátfðinni í ár sé margt ágætra mynda og erfitt að spá einni sigurinn í keppninni um gullpálmann. Danir eru nokk- uð vongóðir um, að mynd Bent Christensens „Harry og Kammer- tjeneren" komist í úrslitakeppn- ina. Fyrir tveim árum féllu ka- þólsku verðlaunin í hlut Danmerk ur, sem þá sendi „Paw“, sem gerð var af Astrid Henning-Jensen. En það verður gaman að vita, hvoit eitthvert nýju landanna í keppn- inni vekur athygli dómenda. Erfitt starf að vera dómari Dómnefndin, sem vekja skal beztu myndina úr þeim 35, sem taka þátt í keppninni, er skipuð mönnum frá viðkomandi löndum. í henni eru 11 dómarar, og eru þeirra kunnastir þeir Mel Ferrer, Sophie Desmarets og Francois Truffaut. Þessir vesalings menn verða að eyða mestum hluta dags- ins í að horfa á kvikmyndir, og það getur verið harla erfitt, ekki sízt, þar sem úti er e.t.v. 30* hiti eða meira. Nú, og svo getur starf þeirra verið býsna vanþakklátt, hversu trúverðuglega sem þeir leysa það af hendi, því að vitan- lega sýnist hverjum sinn fugl feg- urstur. Frægar stjörnur í tugatali 1500 fréttamenn voru væntan- legir til hátíðarinnar, svo að stjörnurnar mega vænta þess, að þeirra verði getið víða um heim á næstunni. Margar hinna fr'ægustu stjarna í kvikmyndaheiminum höfðu pantað herbergi á dýrustu gistihúsunum. Sophia Loren og hennar skæð- asti keppinautur, Gina Lollobrig- ida, höfðu báðar pantað herbergi á Hotel Carlton, svo að þar er á- reiðanlega eitlhvað um að vera. Birgitte Bardot, Anthony Perk- ins, Marina Vlady og Orson Well- es voru meðal þeirra, sem ætluðu að vera viðstaddir opnun hátíðar- innar. Furstinn af Monaco og Grace furstafrú höfðu lofað að opna hátíðina, ef þau hefðu náð sáttum við de Gaulle forseta, þeg- ar að því kæmi. Af dönskum stjörnum má nefna Hanne Blarke, sem kunnari er undir nafninu Anna Karina, Hanne Smyrner og Anette Strþy- berg. Einnig var Fritz Ruzicka væntanlegur með saxófón-stúlk- una Ingelu Brander. MeS blik í augum En þó að væntanlegar séu þarna fjölmargar þekktar kvik- myndstjörnur, þá er þó mikill meiri hluti alls þess gífurlega mannfjölda, sem þarna spókar sig þessa dagana, algjörlega óþekkt fólk, sem kemur þarna aðallega í leit að frægð. Fjöldi óþekktra stúlkna hefur gengið um með fjarrænt vonar- blik í augunum síðustu vikurnar. í laumi hafa þær litið eftir bikini baðfötunum sínum, hvort þau séu nú ekki nógu lítil, og allar ala þær í brjósti stóra drauma um frægð og frama. Þessar litlu stjörnur flykkjast til Cannes á hverju ári og gera næstum því hvað sem er til að vekja athygli á sér. Ljósmyndararnir þeyta þeim í kringum sig, og þær sitja og standa eins og þeir vilja. Bak við borð með brostnar vonir Þegar kvikmyndahátíðinni lýk- ur um 23. maí, verða e.t.v. nokkr- ar þessara frægðarfúsu stúlkna — með vonarblikið og litlu bik- ini-baðfötin — á leið til stjarn- anna og uppfyllingu vona sinna. En flestar þeirra halda aftur heim til vinnu í verksmiðju, og aðrar standa á bak við búðarborð með brostnar vonir í augum. Framleiðandi myndar þeirrar, sem dæmdur verður gullpálminn, mun núa saman höndunum af ánægju og gleðja sig yfir milljón- unum, sem vænta má í kassann. Hinir framleiðendurnir verða von sviknir og segja, að þetta hafi verið eintómt svindl og óréttlát úrslit. Þeir einu, sem örugglega verða ánægðir, hver svo sem úrslitin verða, eru gistihúsa- og veitinga- eigendurnir, sem græða hvað mest á þessum tíma ársins. Dagheimila* og leik- skólaskorturinn 1 ágætri ræðu, sem Asta K.arlsdóttir, frambjóðandi á B-listanum í Reykjavík flutti á áinuin geysifjölmenna og glæsi lega kjósendafundi B-listans fyrir nokkrum dögum, ræddi hún um þátt borgarstjórnar- íhaldsins í málefnum barna og unglinga. Meðal annars ræddi lnín um dagheimili og leik- skóla, og sag'ði þá: „f sumum borgarhverfum er hvorkli dagheimi'i né leikskóli, lóó'ir ófrágengnar, igangstéttar- lausar malargötur, sem verða í vorleysingum og haustrigning- um ein forarbreiða, svo ag mæður geta tæpast látið börn sín til leiks utan dyra, og sjá þa'ð allir, að við slíkt ófremdar- ástand er ekki hægt að búa ár eftir ár. Dagheimila- og lcikskóla- skorturinn í þessari borg er mjöig tilfinnanlegur og langir biðlistar um hvert einasta pláss, er kynni iag Iosna, en dagheimili og leikskólar ,ná að- eins til barna undir sjö ára aldri. Hvað er hugsað fyrir út'i vistarþörf barna þeirra, er náð Iiafa upp fyrir aldurshámark leikskóla og daglieimila? Harla líti'ð eða ekkert. Að vísu eru hér nokkrir le'ikvellir með gæzlu, en þeir eru miðaðir meira við börn á leikskóLaaldr- inum, en hin eldrí, og hefur starfsemi þessi ekki verið rækt sem skyldi, þó að það sé að vísu snor í rétta átt. Leiksvæði fyrir stálpuðu börn in eru fá, og í sumum borgar- hverfum alls engin . Eitt hig mest aðkallandi vandamál þessarar borgar er málefni barna og ungliniga. Það þarf að' láta borgar- stjórnarme'irihlutann rumska af hinum væra svefni hins ör- ugga og yfirgnæfandi meiri- hluta“. „Hvað um þjóðar- hagi Listin er a3 hylja seni minnst af því, sem líklegt er aS athygli veki, og þegar um er aS ræSa aS ver'Sa e.t.v. kvikmyndaítjarna, er ekki alltaf hugsaS um hæverskuna. „Hvað varðar mig um þjóðar hag“ er fræg setning höfg eft- ir cinum tryggasta Moskvu- þjóni ísl. kommúnista, og Iiefur með réttu verið talin talandi dæmi um það, hve djúpt er unnt að sökkva í við- horfum og gerðum gagnvart þjóð sinni. En mörgum þeim, sem lítur á málefn'i þjóðarinn- ar þessa dagana, hljóta að koma þessi orð í hug og geta ekki .annað séð en ríkisstjórn íhalds og krata, sem nú trónar á landi hér, hafi gert þessa frsegu kommúnistasetningu, að æðsta boðorði sínu og breyti dyggilega eft'ir því. I fyrrasumar reyndi ríkis- stjórnin að halda vig verkfalli mánuðum saman, þó að stöðv- un sfldai*vertíðarinnar blasti við af þeim sökum. Hana varð aði ekkert um þjóðarhag þá og kallaði það svikasamninga, þeg ar samvinnumenn tóku af skarið og sömdu um hóflega kauphækkun og björguðu síld- arvertíðinni úr voffia. Nú 'er verkfall járnsmiða. Samninganefndir höfðu samið um mjöig eðlilega og hóflega kaupliækkun, en daginn eftir tilkynnti nefnd atvinnuveit- enda, að hún gæti ekki staðið við samkomulagið. Ríkisstjórn- in hafði kippt í spottann og skellti verkfallinu á. Þetta verkfall er á hennar ábyrgg og tefur allan undirbúning sumai síldveiðanna. f öðru sinni skal (Framhald á 15. síðuV 2 T í M I N N, föstudaginn 11. ma£ 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.